Tíminn - 03.01.1984, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
13
umsjón: Skafti Jónsson
vidskiptalífid
nmuGu
LANDARKVNNA
SÉRBNREKST-
URÍASÍU
— ferðast um Japan, Hong Kong
og Singapore
■ Intæknistofnun íslands hefur skipu-
lagt kynnisferö til Singapore, Hong
Kong og Japans dagana 13. til 29. janúar
næst komandi. Þátttakendur í ferðinni
verða um það bil 20, fulltrúar iðnfyrir-
tækja, samtaka og stofnana iðnaðarins.
Tilgangurinn er að kynnast aðferðum,
bæði á sviði tækni og stjórnunar, sem
hafa gert það kleift að ná fram háu
framleiðnistigi og miklum gæðum í
iðnaði. Sérstök áhersla verður lögð á
eftirtalin atriði: Gæðahringi, heildar-
gæðaeftirlit, framleiðniaukandi aðgerð-
ir, samskipti stjórnenda og samstarfs-
manna, sjálfvirkni og iðnróbóta, jap-
anskar stjórnunaraðferðir, iðnþróunar-
stefnu stjórnvalda, iðnaðarumhverfi og
hvata til iðnþróunar.
„Tækniþróun víða um heim hefur
orðið fyrir miklum áhrifum frá Japan og
öðrum löndum SA-Asíu á síðustu árum.
Framleiðniaukning er meiri í Japan en
nokkru öðru landi og gæði japanskrar
iðnaðarvöru eru heimsþekkt. Efnahags-
leg staða Japans er nú alger andhverfa
ástandsins þar fyrir 20 árum, þegar
framleiðsluvörur Japana nálguðust að
vera rusl. Þrátt fyrir takmarkaðar auð-
lindir og lítið landrými hafa Japanir
sannað, að unnt er að auka bæði fram-
leiðni og gæði stórkostlega á tiltölulega
stuttum fi'ma ef beitt er virkum aðferðum
við stjórnun. Þetta hefur bætt sam-
keppnisstöðu iðnaðarins þannig, að Jap-
anir eru nú með fremstu iðnaðarþjóðum
heims. Hong Kong og Singapore byggja
einnig hratt upp nýtískulegan iðnað og
stefna að gæðum og hárri framleiðni á
sama hátt og Japanir," segir í frétt frá
Iðntæknistofnun.
Þá segir að helstu iðnaðarþjóðir á
Vesturlöndum hafi á undanförnum árum
tekið upp japanskar stjórnunaraðferðir
með einum eða öðrum hætti. Á sama
tíma hafi viðskipti við SA-Asíu stórauk-
ist, sérstaklega hjá Norðurlandþjóðum.
■ ATR 42 skrúfuþoturnar eru með sæti fyrir 42 til 50 farþega - nokkru minni en Fokker vélamar.
Flugleiðir huga að flugvélakaupum
á innanlandsleiðir:
Aætub verb velar
UM 200 MIIUÓNIR
HH|
\ i ImlHÍ' í " «1
'' 4 © íV j|§§
— en félagið hefur einkum tvær tegundir í huga
Hafskip opnar
í Rotterdam
■ Fimmta svæðisskrifstofa Hafskips
hf. erlendis tekur fljótlega til starfa í
Rotterdam í Hollandi, en hún verður
rekin af dótturfyrirtæki félagsins, Haf-
skip Nederland BV. Þegar hafa verið
ráðnir tveir menn til að undirbúa stofnun
skrifstofunnar, en þeir munu síðan veita
henni forstöðu.
Bragi Ragnarsson verður fram-
kvæmdastjóri áætlanaflutningadeildar,
en Wim Van der Aa, framkvæmdastjóri
miðstöðvar Evrópuviðskipta fyrir Cos-
mos Shipping co Incorp., sem er dóttur-
fyrirtæki Hafskips í Bandaríkjunum.
■ Flugleiðir huga nú að kaupum á
hagkvæmum flugvélum til að reka á
innanlandsleiðum félagsins í stað Fokker
Friendship vélanna, sem notaðar hafa
verið um langt árabil.
í viðtali við Leif Magnússon, fram-
kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flug-
leiða, sem birtist í nýjasta hefti Við sem
fljúgum, kemur fram, að athyglin beinist
einkum að tveim gerðum flugvéla, það-
er að segja endurbættri gerð af Fokker
Friendship, sem heitir Fokkcr 50, svo og
nýrri fransk-ítalskri skrúfuþotu sem heit-
ir ATR 42. Báðar þessar flugvélar verða
búnar nýrri gerð skrúfuhreyflasem fram-
leiddir verða hjá Pratt & Witney í
Kanada, og eru milli 30 og 40% spar-
neytnari en hreyflar Fokkeranna sem nú
eru í notkun, og að auki verulega
hljóðlátari.
Fokker 50 vélin hefur sömu skrokk-
stærð og þeir sem nú eru notaðir, og
verður sætafjöldi væntanlega 54 til 56.
ATR 42 flugvélin er heldur breiðari en
styttri og rúmar 46 til 50 í sæti. Leifur
upplýsir í viðtalinu, að áætlað kaupverð
ATR vélanna sé um 200 milljónir króna
miðað við núverandi gengi.
„Meginávinningurinn í rekstri hinna
nýju véla yrði verulega minni eldsneyt-
iskostnaður og minni viðhaldskostnað-
ur. Hins vegar yrði fjármagnskostnaður,
þ.e. afskriftir og vextir, miklu hærra en
á þeim flugvélum sem nú eru notaðar.
Þyrftu því leyfð far- og flutningsgjöld að
taka raunhæft mið af þeirri staðreynd",
segir Leifur í viðtalinu.
Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjori
lceland Seafood:
Kosinn í stjórn
bandarískra mat-
vælaframleiðenda
■ Bandarísk fyrirtæki sem fást við
framleiðslu, sölu og dreifingu á frystum
matvælum, hafa með sér samtök er ná til
allra Bandaríkjanna. Nefnast þau Nat-
ional Frozen Food Association og skipta
aðildarfyrirtæki þeirra þúsundum. Á
þingi þessara samtaka, sem haldið var
fyrir nokkru, var Guðjón B. Ólafsson,
forstjóri Iceland Seafood Corporation,
kosinn í stjórn samtakanna. Jafnframt
var hann kosinn til setu í framkvæmda-
nefnd og kjörinn formaður sérstaks ráðs
sem fer með málefni veitingahúsa.
Eimskip stofnar
saltsölufyrirtæki
■ Eimskip hefur nýlega hafið
dreifingu og sölu á sjávarsalti til
saltfiskverkunar. Salt þetta er fram-
leitt skammt frá bænum Santa Pola á
Sen Pedro Del Pinitar á sólar-
strönd Spánar. Hefur salt frá þessu
svæði mikið verið notað til saltfisk-
verkunar hérlendis undanfarin ár.
í fréttabréfi Eimskips, segir að
tilefnið að þessari starfsemi sé, að
útflutningur frá íslandi til Miðjarð-
arhafslanda hafi mjög aukist að
undanförnu. í því sambandi eru
nendir flutningar ÍSAL til Ítalíu,
mjöl til suðurstrandar Spánar, auk
saltfiskflutninga til Ítalíu og
Grikklands. „Mjög hagkvæmt er
að nýta þau skip félagsins sem
annast þessa flutninga til að flytja
salt til Islands á heimleið", segir í
fréttabréfinu.
Rekstur Eimsalt, en svo hefur
saltsölufyrirtækið verið nefnt,
verður í umsjá Jóhanns Guð-
mundssonar, afgreiðslumanns
Eimskips í Hafnarfirði, en með
honum mun starfa Guðmundur
Vigfússon, starfsmaður Hafnar-
fjarðarafgreiðslu.
Nýr framkvæmdastjóri hjá FÍB.
■ Stjórn Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda hefur ráðið Jónas Bjarnason í
stöðu framkvæmdastjóra FÍB, en Haf-
steinn Vilhelmsson lét af því starfi nú um
áramótin og tók við framkvæmdastjóra-
starfi hjá DHL Hraðflutningum.
Jónas Bjarnason lauk stúdentsprófi
frá Verslunarskóla íslands árið 1975.
Hann hóf nám við heimspekideild Há-
skóla íslands, en hvarf frá námi og setti
á stofn eigið fyrirtæki, Hljóðtæki. Árið
1980 réðist hann sem framkvæmdastjóri
til Félags farstöðvaeigcnda á íslandi og
var í því starfi þar til fyrir tveimur
mánuðum.
■ Jónas Bjarnasun, framkvæmdastjóri FÍB.