Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1984 fréttir Bjargrádasjóður: STYRKIR 173 KARIDFUIBÆHD- UR MEB SJð MILUðNUM KR ■ Hjá Bjargráðasjóði hefur undan- farna viku verið unnið að skiptingu 7 milljón króna styrkja til 173 kartöflu- framleiðenda í 29 hreppum sunnan lands og norðan. Þar af fer rétt um helmingur- inn til kartöfluframleiðenda í Þykkva- bænum, að sögn Mgnúsar E. Guðjóns- sonar, forstöðumanns Bjargráðasjóðs. Styrkir þessir ganga upp í áburðarskuldir framleiðenda við Áburðarverksmiðjuna frá síðasta vori. Magnús kvað þessu fé hafa verið skipt eftir ákveðnum reglum - sumt hafi verið búið að greiða í árslokin en öðru verði komið til skila næstu daga, þ.e.a.s. ef póstsamgöngur og annað teppist ekki vegna óveðurs. Spurður um lánveitingar Bjargráða- sjóðs til kartöfluframleiðenda taldi Magnús að búast megi við að all langur tími líði, að venju, áður en línur taka að skýrast um möguleika í því máli. Land- búnaðarráðherra sendi sem kunnugt er tilmæli til stjórnar Bjargráðasjóðs um mánaðamótin nóv./des. um að sjóðurinn veitti kartöfluframleiðendum - vegna uppskerubrests - fyrirgreiðslu í formi lána, allt að 30 milljónir króna samtals. Að sögn Magnúsar lýsti stjórnin sig reiðubúna til að annast milligöngu um þetta, en með vissum skilyrðum, þar sem sjóðurinn hefði ekki bolmagn til að veita þessa fyrirgreiðslu nema með lántökum. Þau skilyrði hafi því verið sett fyrir því að sjóðnum yrði útvegað þetta fjármagn, að sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs fengist fyrir þeim lántökum og að ríkissjóður ábyrgðist mismuninn á fjármagnskostn- aði tekinna og veittra lána, því gengið sé út frá því að um lægri vexti verið að ræða á útlánum. „Þannig stendur málið núna og má búast við að það taki all langan tíma áður en línurnar fara að skýrast", sagði Magnús, sem fyrr segir. -HEI á Akranesi ■ Samstarfshópur um friðarmál skip- aður konum úr öllum starfandi stjórn- málaflokkum á Akranesi stendur fyrir friðargöngu á þrettándanum, 6. janúar. Gangan hefst kl. 19.00 við Akraness- kirkju og verður farin blysför um aðal- götur bæjarins að Sjúkrahúsi Akraness þar sem göngunni lýkur. Allir Akurnes- ingar eru hvattir til þátttöku og sýna þannig hug sinn í verki. Sinfóníuhljóm- leikar í kvöld ■ í kvöld verða haldnir sjöttu áskriftar- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári. Á efnisskrá tónleik- anna eru verk eftir Herbert H. Ágústs- son, Dmitri Sjostakovitsj og Franz Liszt. Einleikari á píanó verður Gísli Magnús- son. Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Páll P. Pálsson. Kattavina- félagið með tónleika ■ Tónleikar til styrktar húsbyggingar- sjóði Kattavinafélagsins verða haldnir á Hótel Borg, fimmtudagskvöldið 5. janúar og hefjast þeir kl. 21.00. Á tónleikunum koma fram Böðvar Guðmundsson, Róbert Arnfinnsson ásamt Skúla Halldórssyni, Unnur Jens- dóttir ásamt Guðna Guðmundssyni, sönghópurinn Hálft í hvoru, og hljóm- sveitin Aldrei aftur. Kynnir verður út- varpsmaðurinn Arnþrúður Karlsdóttir og hljóðmaður Guðmundur Árnason. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn og kosta þeir 190 krónur fyrir fullorðna og 90 krónur fyrir börn. ■ I sumum skólum voru börn send heim um hádegið þegar veðrið var einna verst. Þessi mynd var tekin af einu skólabarni þegar það var að koma heim til sín eftir stormasama gönguferð. Tímamynd Róbert. „Erf itt að ná ekki heim til að láta vita af *9f — segja Flug- leiðamennirnir í Níjgeríu, sem ioks hefur heyrst til eftir byltinguna ■ „Við náðum sambandi við okkar fólk í Kanó tvisvar í dag og það var ekki annað að heyra en allt væri í lagi. Að vísu fannst þeim erfitt að ná ekki sambandi heim til að láta vita af sér, en það var líka það eina sem á bjátaði," sagði Sæmundur Guðvins- son, fréttafulltrúi Flugleiða, þegar Tíminn innti hann frétta af starfs- mönnum Flugleiða í Nígeríu, en þeir eru tólf talsins og hafði ekkert hcyrst af þeim frá því stjómarbyltingin var gerð á gamlársdag fyrr en í gær. Sæmundur sagðist reikna með að fóikið kæmi heim um næstu helgi, en í dag er ætlunin að senda nýja áhöfn til Nígeríu. Hann sagði að ekki hefði verið annað að heyra en lífið gengi að mestu sinn vanagang í Kanó þótt flugvöllurinn hafi verið lokaður frá því byltingin var gerð. -Sjó. Sementsverk- smiðjan á Akranesi: Þak fauk af geymslu- húsnæði ■ Þakplötur fuku af geymslu frá Se- mentsverksmiðjunni á Akranesi í óveðr- inu í gær en að sögn lögreglunnar varð enginn teljandi skaði af. Á ýmsu gekk á Akranesi þegar veðrið stóð sem hæst og þurftu margir á aðstoð að halda við að losa bíla sína úr sköflum. Allt gekk þó stórslysalaust fyrir sig og þegar veðrið lægði seinni part dagsins og hætti að skafa tókst að ryðja helstu götur bæjarins. GSH Kennslu í grunnskólum áhöfuðborgarsvædinu aflýst fyrir hádegi „Foreldrar meta ekki nægilega vel aðstæður“ — segir Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla ■ Ollu skólastarli í Reykjavík var af- lýst í gær um það leyti sem óveðrið skall á. Þó höfðu börn víða mætt í skóla um morguninn og dvöldu þau í skólunum þar til veðrið lægði síðar um daginn. Að sögn Áslaugar Brynjólfsdóttur fræðslustjóra verður frí í skólum í dag, a.m.k. til hádegis en þá verður séð til hvernig veður skipast í lofti og færðin verður. „Það eru alltaf ákveðin vandkvæði sem koma upp þegar svona vont veður skellur á, því það eru alltaf nokkur börn sem farið hafa í skóla og síðan eru foreldrarnir ekki heima. Ætli klukkan hafi ekki verið um fjögur þegar síðustu börnin fóru frá okkur og þau voru þá mörg orðin býsna leið sagði Sigurjón Fjeldsted skólastjóri Hólabrekkuskóla í samtali við Tímann í gær. „Það er aðallega tvennt sem ég vildi nú undirstrika í sambandi við þegar svona lagað gerist“ sagði Sigurjón. „Annars vegar það að ég tel að foreldrar meti ekki nægjanlega vel sjálft aðstæður og láti börn jafnvel fara í skóla þó veðrið sé orðið slæmt og vilja þá að við metum aðstæðurnar fyrir þá. Hinsvegar að þeg- ar fólk kemur að sækja börn sín tekur það e.t.v. önnur börn með sér án þess að við höfum tækifæri á að fylgjast með því. Síðan kemur einhver til að sækja viðkomandi barn og þá er þetta barn kannski heima hjá hinum aðilanum og enginn veit neitt. Svona lagað gerist auðvitað fyrst og fremst af vangá en þetta var með því verra sem gerðist hér í Hólabrekkuskóla" - GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.