Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Dauðinn á skrúfublöðum Stjörnubíó Blue Thunder/Bláa þruman Leikstjóri John Badham Aðalhlutverk Roy Scheider, VVarren Oates, Candy Clark, Daniel Stem. Kvikmynd þar sem þyrla leikur eitt aðalhlutverkið virðist nokkuð létt- geggjuð hugmynd en í öruggum hönd- um leikstjórans John Badham verður úr þessum efnivið nettur og spennandi þriller þar sem saman fara hröð og óvænt atburðarás og góð tæknivinna. Roy Scheider leikur þyrluflugmann- inn Frank Murphy, harðasta naglann í loftferðadeild lögreglunnar í Los Angeles. Hann er gamall þyrluflug- maður úr Víet Nam stríðinu og þjáist af óhugnalegum minningum úr þeim hildarleik. Frank og félagi hans Lymangood (Stern) fá ákúrur hjá boðara sínum kvöld eitt og eru teknir af flugskrá þar sem þeir eru að horfa á beran kven- mann í þyrlu sinni meðan fulltrúi borgarstjóra verður fyrir skotárás fyrir utan hús sitt skammt frá en þessi fulltrúi hafði verið að rannsaka síend- urtekin uppþot í hverfum spánverja í borginni. Frank finnst þetta morð grunsamlegt og ákveður að kanna það nánar og kemur þá margt óvænt í ljós. Á meðan á þessu stendur fær hann það verkefni að reynslufljúga nýrri þyrlu, Bláu þrumunni, yfir Los Ange- les en hún er tæknilegt afrek og útbúin öllum hugsanlegum og óhugsanlegum tækjum, geturm.a. skotið4000skotum á mínútu og er Frank sagt að henni sé einkum ætlað að verjast hryðjuverka- mönnum og sem slíkri er henni ætlað hlutverk við Olýmpíuleikana í Los Angeles. Flugmaður þyrlunnar, Cochran (leikinn af Malcolm McDowell, er kunningi Franks úr Víet Nam stríðinu og litlir kærleikar með þeim en Cochran þessi er fremur slímugur náungi. Frank kemst í raun um það að Cochran þessi og nokkrir háttsettir embættismenn eru flæktir í morðið á fulltrúa borgarstjóra og að Bláu þrum- unni er ætlað fremur skuggalegt ■ Roy Scheider í hlutverki sínu í myndinni hlutverk. Þeir komast að því að Frank veit þetta og reyna allt hvað þeir geta til að koma honum fyrir kattarnef en það er ekki auðvelt því honum tekst að ræna Bláu þrumunni. Mikill hasar fylgir í kjölfarið. Hröð atburðarás og óvæntur sögu- þráður halda áhorfandanum vel við efnið t þessari mynd, nær hvergi að finna í henni dauðan punkt og Roy Scheider mjög traustur sem Murphy. Þessi mynd fellur í hóp fjölda mynda sem gerðar hafa verið með svipúðum efnivið, það er um eitthvert háþróað drápstól og sem slík er henni ekki ætlað neitt annað en sýna hvað tækni- geggjaðir kanar geta í raun gert og skemmta áhorfandanum í leiðinni í svona ca. einn oghálfan tíma. Það sem lyftir henni upp úr meðalmennskunni á þessu sviði er gott handrit þeirra Dan O’Bannon og Don Jacoby og góð stjórn Badham á öllu húllumhæinu. -FRI Friðrík Indriðason skrifar um kvikmyndir —MFA“------------------------------------------------ NÁM í ERLENDUM VERKALÝÐSSKÓLUM Genfarskóllnn Árlegt námskeið norræna verkalýðsskólans í Genf verður næsta sumar á tímabilinu 26. maí - 7. júií. þátttakendur eru frá Norðurlöndum. Skólinn starfar í tengslum við þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), sem haldið er á sama tfma. Nemendur dvelja fyrstu viku skólatímans í Svíþjóð, þá í Genf í Sviss og síðústu vikuna ( Frakklandi. MFA greiðir þátttökugjald og ferðastyrk. MFA á rétt á tveimur námsplássum. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi gott vald á dönsku, sænsku eða norsku. Enskukunnátta er æskileg. Ætlast er til að þátttakendur séu virkir félagsmenn í samtökum launafólks með reynslu í félagsmálastörfum og hafi áhuga á norrænni og alþjóðlegri samvinnu. Manchesterskólinn Árlegt námskeið Manchesterháskóla fyrir félagsmenn verkalýðssam- takanna á Norðurlöndum verður haldið 29. apríl - 20. júlí n.k. Námskeið Manchesterskólans er ætlað að kynna félagsmönnum verkalýðssamtakanna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Islandi og Svíþjóð, breska verkalýðshreyfingu, breskt samfélag, félagsmál og stjórnmál, auk þess sem þátttakendum gefst kostur á enskunámi. Enskukunnátta er nauðsynleg. MFA á kost á einu til tveimur námsplássum. Umsóknum um skólavist á Genfarskólann og Manchesterskólann ber að skila til skrifstof u MFA, Grensásvegi 16,108 Reykjavík, á þar til gerð eyðublöð, sem þar fást, fyrir 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um þessa skóla eru veittar á skrifstofu MFA, sími 84233. MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU IJ* Útboð Tilboð óskast í jarðstrengi fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 9. febr. 1984. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOrNUN! PEYKJAVÍKURBOR^AR FríkirLjuvegi 3 — Sími 25800 ★ IÐNSKOLINN í REYKJAVÍK Stundaskrár vorannar verða afhentar í skólanum föstudaginn 6. janúar kl. 13.00-16.00, gegn greiðslu skólagjalda, hafi þau ekki verið greidd áður. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudag- inn 9. janúar. Kennarafundur verður haldinn í matstofu kennara kl. 16.00, föstudaginn 6. janúar. Iðnskólinn í Reykjavík. TILKYNNING um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreiðum til fatlaðra Ráðuneytið tilkynnir hér með, að frestur til aö sækja um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreið til fatlaðra skv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga ertil 15. febrúar 1984. Sérstök athygli er vakin á því að sækja skal um eftigjöf á sérstökum umsóknareyðublöðum og skulu umsóknir ásamt venjulegum fylgi - gögnumsendast skrifstofu Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10, Reykjavík á tímabilinu 15. janúar til 15. febrúar 1984. Fjármálaráðuneytið, 3. janúar 1984 Snjómokstur Vélaleiga Magnúsar Jósefssonar 'S' 66900 Traktorsgrafa til leigu í alla jarðvinnu Vanur maður tryggir afköstin Sími 66900 Maður og kona óska eftir vinnu við sveitastörf Reynsla af bústörfum og tamningum fyrir hendi Upplýsingar í síma 41866 Kvikmyndir Sfmi 78900 SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei SEAN CONNERY JAME5 BOND<Hj» Í.V»W '* tít'ámtfí '' __________ ...... Hinn raunvemlegi James Bond er mættur aftur til leiks í hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grin í há- marki. Spectra með erkióvininn Blofek) verður að stöðva, og hver getur paðnema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilega i gegn við opnun í Banda- rikjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Marla Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Klm Baslnger, Edward Fox sem „M“. Byggð ð sögu: Kevln McClory, lan Flemlng. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin I Dolby Sterio. Sýnd kl.3,5.30,9 og 11.25 Hækkað verð. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grinmynd* sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur ailstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd tyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 3,5 og 7. Sá sigarar sem þorir (Who dares wins) Frábær og jafnframt hörkuspenn- andi stðrmynd. Aðalhlutverk: Lewls Collins og Judy Davls. Sýnd kl. 9 og 11.25 SALUR3 LaTraviata Sýndkl. 7 Seven Sýndkl. 5,9.05 og 11. Dvergarnir Hin Irábæra Walt Disney mynd Sýnd kl. 3. SALUR4 Zorroog hýrasverðið Sýnd kl.3,5 og11. Herra mamma Sýnd kl. 7 og 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.