Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofurogauglýsingar:Síðumúla 15, Reykjavík.Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Verður verkalýðs- hreyfingin látin skerast úr leik? ■ Það kom fram í áramótagreinum þeirra Steingríms Hermanns- sonar, formanns Framsóknarflokksins og Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að þeir teldu eðlilegt, að ríkis- stjórnin leitaði samráðs við verkalýðshreyfinguna um ráðstafanir vegna þessa atvinnuleysis, sem er fyrirsjáanlegt, að muni leiða af aflabrestinum á síðastliðnu ári og mikilla takmarka á þorskveiðum á þessu ári. Ótrúlegt er annað en að því verði yfirleitt vel tekið af óbreyttu launafólki, að ríkisstjórnin hafi sem nánasta samvinnu við verkalýðssamtökin um að bægja atvinnuleysinu frá dyrum þess. Þetta þarf ekki aðeins að gerast á þann hátt, að höfð séu samráð við heildarsamtök launþega, heldur þarf að hafa samráð við verkalýðssamtökin á hverjum stað, þar sem er hætta á atvinnu- leysi. Að sjálfsögðu þurfa samtök vinnuveitenda að taka þátt í þessu samstarfi. Einn er sá aðili, sem sker sig hér úr leik og fagnar ekki slíku samstarfi. Pað er sá hópur nianna í forystuliði Alþýöubandalags- ins, sem oft cr í gamni og alvöru nefndur gáfumannahópurinn. Hann telur sig hal’inn yfir verkalýðinn og vill geta sagt verkalýðshreyfingunni fyrir verkum, enda sé þar ekki um eins mikil gáfnaljós að ræða. Vilji verkalýðshreyfingin ekki dansa eftir fyrirmælum hans, hóta forustumenn gáfumannahópsins að láta hana lönd og leið og snúa sér til alþingis götunnar, sbr. ummæli Svavars Gestssonar á síðastliðnu sumri. í þcssum anda er forustugrein, sem Ólafur Ragnar Grímsson, skrifar í Pjóðviljann í fyrradag. Niðurstaða þessarar greinar Ólafs er sú, að hugniyndir þeirra Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar séu settar fram af hreinum prakkaraskap. Tilgangur þeirra sé fyrst og fremst að „plata“ verkalýðshreyfinguna og koma sökinni af því sem niiður fer, yfir á hana. Ólafur Ragnar telur Þjóðviljann því þurfa að vara verkalýðs- hreyfinguna öfluglega við þessu. Álit hans er bersýnilega það, að þar ráði menn, sem ekki kunni fótum sínum forráð. Þess vegna verði hann og Svavar að leiðbeina henni. Orðrétt segir Ólafur: „Ríkisstjórnin virðist því vera búin að koma sér upp hernaðar- áætlun, þar seni störf fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í atvinnu- málanefnd eigi bæði að koma í stað launahækkana og þjóna þeim tilgangi að fría ráðherrana ábyrgð á atvinnuleysinu." Nú er að sjá, hvernig leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar bregðast við þessari viðvörun Ólafs Ragnars og Svavars. Hafna þeir samvinnu við ríkisstjórnina vegna þess, að Ólafur og Svavar óttast að þeir láti „plata" sig? Fá þeir Ólafur og Svavar því framgengt að verkalýðshreyfingin skerist úr leik, þegar mest á ríður? Ólafur Ragnar og þorskurinn Ólafur Ragnar Grímsson er um þessar mundir helzti forustu- greinahöfundur Þjóðviljans. Meginefni greina hans er það, að atvinnuleysið, sem hlotizt hefur af samdrætti þorkaflans, og líklegt er að hljótist af ráðgerðum takmörkunum hans á þessu ári, eigi allt að skrifast á reikning ríkisstjórnarinnar. Af þessu eiga rnenn víst að draga þá ályktun, að þetta myndi allt breytast og nægur þorskur verða í sjónum, ef Ólafur og Svavar kæmust í ríkisstjórn. Ólafi er ráðlagt að hætta slíkum fullyrðingum. Menn gætu þá hætt við að líta á hann sem gáfnaljós, heldur telja hann eitthvað líkjast vissri lífveru í sjónum. Þ.Þ. skrifað og skrafað Tölvuflóð ■ Viðskiptasíða DV tekur upp klausu _úr Fréttabréfi Verkfræðingafélags íslands, sem aftur tekur hana úr sænsku tímariti og þar sem góð vísa er sjaldan of oft kveðin laptur skrafara sig ekki muna um að njóta fingra- lengdar sinnar og birta klausuna einu sinni enn. Hér er um að ræða frétt um að Svíar séu að drukkna í tölvum, sem ekki eru nýttar, en líkur eru á, að önnur hver talva sem keypt hefur verið þar í landi standi ónotuð. Kaupendur vissu ekkert hvað þeir voru að gera er þeir festu kaup á tölvunum og létu stjórnast af þeim óhemjulega áróðri sölumanna, að ekkert fyrirtæki gæti starfað án tölvu. Klausan úr DV er svona: „Sænsk smáfyrirtæki súpa nú seyðið af því að hafa tölvuvæðst af meira kappi en forsjá síðustu árin. Önnur hver einkatölva, í eigu sænskra fyrirtækja stendur nú ónotuð og safnar ryki - engum til gagns. l'etta kemur fram í síðasta Fréttabréfi Verkfræðingafé- lags íslands og er það haft eftir Stig Holmberg, sænsk- um tölvuráðgjafa, í viðtali við hann í tímaritinu Ný teknik. Stig Holmberg hefur þann fyrirvara á ofangreindri full- yrðingu að vísindalegar rann- sóknir liggi ekki að baki henni heldur sé um að ræða ágiskun sem byggð sé á reynslu og samskiptum við •fjölda smáfyrirtækja sem hafa fest kaup á tölvum en nota þær ekki. „Kaupendur hafa oft á tíðum gert sér óraunvcruleg- ar hugmyndir um tölvurnar. Þeir hafa látið blekkjast af því að verðið virtist vera Iágt og ekki haft fyrir því að athuga málið nánar. Þeir vita ekki hvað þeir þurfa - hvorki varðandi forrit né aukabúnað - og margir seljendur hafa ekki haft nokkurn áhuga á því að kom- ast að því til hvers ætti að nota viðkomandi tölvu,“ seg- ir Stig Holmberg. Hann sagði ennfremur að fyrst hefði hann talið að 10- 20% allra einkatölva lægju ónotuð en eftir að hafa borið sig saman við aðra kunnáttu- menn á þessu sviði hefði hann sannfærst að um 50%’ væri nær raunveruleikanum. Trúlegt væri að kaupendur smátölva væru betur undir búnir nú en verið hefði fram að þessu, en ef sama sagan endurtæki sig nú, þegar heimilin færu að tölvuvæðast, yrði margt fólk fyrir miklum vonbrigðum á næstu árum.“ Svona er þetta í Svíþjóð. En hvemig skyldi ástandið í tölvufjárfestingu á íslandi, Ef að líkum lætur er niikil offjárfesting í tölvum hér á landi. Nýungagirni og óhóf- leg tækjakaup eru einkenni á íslendingum, enda oftrúin á, getu tækninnar og skefjalaus fjárfesting í framförum. sem svo eru kallaðar þegar dellu- makararnir eru að steypa sér í skuldir og fjárntagna óþarfa. Hin nýju trúarbrögð um mátt og getu tölvunnar hafa á sumunt sviðum áreiðanlega gengið of langt og ættu menn að hyggja betur að áður en þeir sleppa endanlega vit- glórunni og dómgreindinni og leggja endanlega allt sitt ráð í forsjá hraðvirkra reikni- maskína. Viðskipti Viðskfpti Svíar að drukkna í ónýttum töivum Önnur hver ein iiva stendur ón \BNi - kaupendur vissu ekki hvað þeir þurftu og sel engan áhuga á að vita til hvers töivan átti ai » iíi-tir.n öwr.«íiiðíiila Kn.AU- gafétKtw IxUoct* r.g ?! '■ftir .Stit ít'-i'iitxiri;. tjr.uikwn í viðtaii vW fiwin t tifiii- MV ítit.ii'. H'ii;i.iy«{tiíiur þsmi fyrirvw* vrcr.iiiri htUyrÁjíigj þó •. isimliv raMatúknir !íggt '-kki si t»ki howur Bnj 'tft r*ða ágiskmi ý#(i *i á rrynsíti og msí skipfuiit ■ds sn«í>Tiru*ja :*«» h*f« f«t inyihtfVM hhfx oít á lióuii. gcrt fumiV'.ii.U-gjr !st,3<i)í>d.ir aoi •«>■• rfif bifii j.iW. at vt-rði.'. vírtjjit vtra lájft o,- cV.kí • «r þvi ii'i.ugj i.iútíð tiitisu-. mt stnáfynrtíki súpa f.u ••cyfttó táO tmíu t'ilvjva/ist »i ir.virj cr. fo-.'iýs «íða.-.tij sri't <Jt.nur .t:kaúiiv'< i ciipi wniNkra fyrtr- íttniur r.ít linuiMb «s{ safríur ryki vari a Iwntj.i'ti'íw •'..itáttíivH víto ur wutii ttiíiir tiú on vírið lntfíí fratn sð þe£»s. «t vf S3iuu sðgRn éiKluila*; vu stíí nit. þegur hcítJtiíin <*: u ftit (oivu- •. ., Innkaup ríkis og sveitarfélaga í Fréttabréfi Landssam- bands iðnaðarmanna er m.a. skýrt frá því, að samtökin hafi komið á stofn tölvuráð- gjöf sem er tímabært. saman- ber framanritað. Þar er einnig greinarstúfur um kaup opinberra aðila á varningi sem framleiddur er innanlands, en er því miður stundum keyptur crlendis frá. Þessu vilja iðnaðarmenn breyta og segir í Fréttabréf- inu: „Landssamband iðnað- armanna hefur löngum lagt ríka áherslu á að beina þurfi innkaupum opinberra aðila, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, markvisst til innlendra iðn- fyrirtækja. Þetta skuli þó gert innan raunhæfs saman- burðar á verði og gæðum þeirrar vöru og þjónustu. sem til boða stendur. Að undanförnu hefur innan Sambands íslenskra sveitar- félaga mjög verið hvatt til þess, að sveitarfélögin kaupi íslenskt. Dæmi þessa má nefna eftirfarandi ummæli Björns Friðfinnssonar, for- manns Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu sambandsins fyrir skömmu. „Sveitarfélögin hafa hér veigamiklu hlutverki að gegna. Bæði geta þau greitt fyrir uppbyggingu nýrra fyrir- tækja og eins geta þau styrkt starfandi fyrirtæki í landinu með því að beina innkaupum sínum til þeirra í stað inn- flutnings á fjárfestingar- og rekstrarvörum. Sveitarfélög- in ættu að mynda sér þá verklagsreglu að leita aldrei eftir innkaupum erlendis frá, nema innkaup frá innlendum framleiðendum væru útilok- uð.“ Flestlr eru sammála um það, að innkaup opinberra aðila geti haft veruleg áhrif á iðnþróun hér á landi á næst- unni. Ýmsir hafa hins vegar bent á, að stjórnendur stofn- ana og fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga hafi ekki gert sér nægilegt far um að haga innkaupum samkvæmt því. Vonandi stendur þetta til bóta. í fyrra var sett á laggirnar sérstök samstarfsnefnd um opinber innkaup. Starfssvið hennar var þó bundið við innkaup ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja. Formaður nefndarinnar var Jafet S. Óiafsson, deildarstjóri í iðn- aðarráðuneytinu, en fulltrúi Landssambands iðnaðar- manna í nefndinni var Þór- leifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Landssambandsins. í haust kom nefndin þeim sjónarmiðum á framfæri við iðnaðarráðherra, að opinber innkaup eigi að nota til hags- bóta innlendum iðnaði. I því efni hefur nefndin lagt til, að núverandi ríkisstjórn marki sér stefnu að þessu ieyti. nefndin telur brýnt, að heild- arstjórnun og sameining op- inberra innkaupa verði auk- in. Verði það best gert með því að efla Innkaupastofnun ríkisins. Jafnframt verði Ríkisendurskoðun faiið að hafa eftiriit með innkaupum opinberra aðila og leggja mat á, þegar upp koma álitamál, hvort viðkomandi innkaup hafi verið í samræmi við stefnu ríkisstjórnar. Nefndin leggur einnig áherslu á virkt frumkvæði íslensks iðnaðar, til að hafa áhrif á þá aðila, sem tengjast opinberum inn- kaupum. • Öflug markaðs- starfsemi á öllum sviðum sé því nauðsynleg í þessu samb- andi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.