Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1984 5 B.St. og K.L. Á kemur í nýjum leöurgalla og með nýja „bjútí-boxið“ sitt og heilsar upp á aðdáendur sína á flugvellinum við heimkomuna til Danmerkur. segja í nýja starfinu? „Það er náttúrulega frum- skilyrði að hafa áhuga á bókmenntum en það er alls ekki nauðsynlegt að vera sérfræðingur. Ákvarðanir um útgáfu hvíla ekki á mínum herðum. Hér er starfandi bókmenntaráð, sem er hópur valinkunnra manna og þeir velja hvað á að gefa út. Einnig er hér starfandi bókmenntafræð- ingur." - Nú er háannatímanum í bókaútgáfu nýlega lokið. Eru ekki tiltölulega rólegir mánuðir framundan? „Þó að mánuðirnir fyrir jól séu auðvitað hápunktur- inn í á árinu hjá AB eins og flestum forlögum öðrum er alls ekki setið auðum hönd- um fyrstu mánuði ársins. Það er þó nokkur útgáfa allan ársins hring hjá okkur - mest hjá bókaklúbbnum. Svo er gott fyrir mig, sem nýjan yfirmann hjá fyrirtæk- inu, að koma inn á þessum tíma. Ég fæ nokkurn tíma til að átta mig, kynnast sam- starfsfólkinu, sem margt hefur mikla reynslu og getur miðlað henni til mín. Ég efast ekki um að það verður strax nóg að gera." - Liggur fyrir hvernig jólabókasalan kom út hjá AB? „Hún kom út líkt og menn bjuggust við, sam- drátturinn var nokkur. Hér var búið að gera rað fyrir því, útgáfan var nokkru minni en undanfarin ár. Þegar upp var staðið kom í ljós að það var rétt stefna að draga seglin örlítið saman,“ sagði Kristján. Kristján Jóhannsson er rekstrarhagfræðingur, cand, merc. Hann nam við Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn. Hann er giftur Ingibjörgu Sigurðardóttur, meinatækni, og eiga þau tvö börn. - Sjó erlent yfirlit ■ RÉTT fyrir áramótin áttu tveir þekktustu stjórnmálamenn Vestur-Þýzkalands. Willy Brandt og Helmut Schmidt. merkisafmæli. Willv Brandt varð 70 ára og Schmidt 65 ára. Af- niæla þeirra var ekki sízt minnzt vegna þess. að þeir hafa lengi verið nánir samherjar. en heldur hefur kólnað milli þeirra í seinni tíð. Horfur virðast nú þær. að Willy Brandt ntuni haldy áfram for- ustuhlutverki sínu. sent hann hefur gegnt í nær fjörutíu ár í þýzkum stjórnmálum. en Schmidt dragi sig út úr llokks- pólitík og verði ritstjóri við eitt virtasta vikublað Þýzkalands. Die Zeit. Fyrir rúmum fjórunt árum voru framtíðarhorfurnar aðrar. Schmidt stóð þá á hátindi valda sinna og vinsælda. Honum samdi ■ Helmut Schmidt og Willy Brandt Willy Brandt heldur áfram en Schmidt ætlar að hætta — Willy Brandf merkastur núlifandi stjórnmálamanna Evrópu ekki við Carter Bandaríkjafor- seta ogfannst hann m.a. óákveð- inn og ráðalítill í varnarmálum Evrópu. Þess vegna bar hann fram þá hugmynd og fckk hana sam- þykkta, að Nato setti Rússum þau skilyrði, að hafist yrði handa um staðsetningu meðaldrægra bandarískra eldflauga innan fjögurra ára, ef ekki hefði áður náðst samkomulag um tak- mörkun slíkra eldflauga í Evr- ópu. Stjarna Brandts virtist mjög lækkandi á þessum tíma og næst á eftir. Hann varð fyrir hjartaá- falli og þurfti góðan tíma til að jafna sig. Jafnframt átti hann í skilnaðarmáli við ko.nu sína eftir 30 ára hjónaband. Brandt komst vonum fyrr yfir þessa erfiðleika. Hann náði aftur sæmilegri heilsu og skilnaðar- málið leystist friðsamlega. Hann hóf aftur fulla þátttöku í stjórn- málum og varð m.a. formaður í alþjóðlegri ncfnd, sem skilaði merkum tillögum um útrýmingu hungursogfátæktar í heiminum. Á sama tíma snerist honum hugur í sambandi við Natoáætl- unina frá 1979, eða a.m.k. vildi hann láta reýna bctur á sam- komulagsleiðina áður cn upp- setning bandarísku eldflauganna yrði hafin. Þessi stefna sigraði á aukaþingi sósíaldemókrata í nóvember síðastl. Hún var sam- þykkt með 384 atkvæðum gegn 14, enda þótt Schmidt beitt scr gegn henni. Líklegt er talið nú, að Brandt geti átram kost á sér sem flokks- formaður á flokksþingi sóstal- demókrata, sent haldið verður næsta vor. Schmidt mun hins vegar ekki óska eftir endurkosn- ingu sem varaformaður. Senni- lega verður Hans-Jochen Vogel kanslaraefni flokksins kosinn varaformaður í stað Schmidt. Willy Brandt hcfur verið for- maður flokksins samfleytt síðan 1964, eða í rétt tuttugu ár. WILLY Brandt á hins vegar miklu lengri stjórnmálasögu að baki. Enginn núlifandi forustu- maður í Evrópu á orðiö eins langan stjórnmálaferil. Það er ekki ofmælt. að Brandt sé merk- astur núlifandi stjórnmálaleið- toga í Evrópu. Með vissum rétti má segja. að pólitískur ferill Willy Brandts hafi hafizt þegar hann var um tvítugt og hann flúði til Noröur- landa vegna þess.að hann átti yfir höfði sér að nasistar settu hann í fangabúðir. Þar gerðist ■ Willy Brandt og hin nýja eiginkona hans, sem vinnur nú að doktorsrítgerð um Erích Ollenhauer, sem var formaður sósíaldemó- krata næst á undan Brandt Willy Brandt þekktur grcina- höfundur um erlend málcfni og hnuplaði Tíminn stundum grcin- unt cftir hann á þeim tíma, því að þær voru skriíaðar af óvcnju- legri yfirsýn og báru þannig af flestu því sem birtist í norrænum blöðum um þýzk málcfni. Eftir heimsstyrjöldina sncri Willy Brandt afturtil Þýzkalands til þcss að vcra fréttaritari nor- rænna blaða viö Núrnberg- réttarhöldin. Árið 1946 réöi norska stjórnin hann í utanríkis- þjónustuna. en hann hafði þá fengið norskan ríkisborgararétt. Norska stjórnin scndi hann til Vestur-Bcrlínar sem fulltrúa sinn. í Vcstur-Bcrlín komst Willv Brandt fljótt í kynni við forustu- menn sósíaldemókrata. scm vildu fá hann til starfa í flokknum. Hann hikaði þóþang- að til Rússar gcrðu byltingu í Tékkóslóvakíu. Þá tók hann sér þýzkan ríkisborgararétt að nýju og varð brátt cinn hclzt leiðtogi sósíaldcmókrata í Vestur- Bcrlín. Árið 1949 var hann einn af þingmönnum Vcstur-Bcrlínar á þinginu í Bonn. Árið 1956 gat Willy Brandt sér sérstaka frægð. Vcgna atburð- anna í Ungvcrjalandi varö á- standið mjög eldfimt í Vcstur- Berlín. Eitt sinn strcymdi múgur og margmenn'i til Austur-Berlin- ar og fcngu lögrcgla og borgar- yfirvöld ekki viö neitt ráðið. Willy Brandt var kvaddur á vettvang, cn hann hafði þá áunn- ið sér mikið traust. Hann varð eini ræöumaöurmn, sem fékk áheyrn, og tókst honum mcð hyggilegum fortölum að stöðva mótmælagönguna. Eftir þetta var Willy Brandt ekki aöeins frægur í Vestur-Þýzkalandi, hcldur allri Evrópu. Þórarinn Þorarinsson, ritstjóri, skrifar NÆSTA ár varð Willv Brandt kjörinn borgarstjóri í Vestur- Berlín og gcgndi hann því starfi til 1966. Vegna álits þess, scm hann hafði unnið sér. varð hann miklu áhrifameiri í því embætti en svaraði til þeirra valda, sem fylgdu því. Það var á þcssum árum. sem Willy Brandt gcrðist talsmaður bættar sambúðar vcsturs og aust- urs í Evrópu, en það hefur Itann verið jafnan síðan. Enginn mað- ur hefur vcrið áhrifameiri tals- ntaöur slökunarstefnunnar svo- ncfndu eöa áorkaö ntcira í þcim cfnum. Fvrir þctta var hann sæmdur friðarvcrðlaununt Nó- bels 1971. Eins og áður segir, var Willy Brandt kosinn formaður sósíal- dcmókrata 1964. Leiö hans hlaut að liggja fljótlcga frá Berlín cftir það. Árið 1966 átti hann mikinn þátt í að koma á sambræðslu- stjórn sósíaldemókrata og kristi- legu flokkanna og var hann utan- ríkisráöherra í henni. Willy Brandt varð svo forsæt- isráðhcrra í stjórn sósíaldcmó- krata og frjálslyndra 1969 og gegndi því starfi lil 1974,. cr uppvíst varð að austur-þýzkur njósnari hcfði vcriö lionunt handgenginn. Hann hefur ekki gcg'nt ráöherraembætti síðan, cn vcrið áfram formaður flokksins og annar hclzti leiðtogi hans. Willy Brandt hcfur jafnan ver- ið ákvcðinn stuðningsmaður Nato, en lagt áhcrzlu á. að Nato starfaöi í anda slökunarstefn- unnar, sem á að vcra annar aöalþátturinn í starfi þess. Það var í samræmi við fortíð Brandts að hann beitti sér fyrir því, að uppsctningu eldflauganna væri frestað mcðan frckari samninga- tilraunir væru rcyndar. Willy Brandt giftist skömmu fyrir áramótin 37 ára gamalli konu. Brigitte Seebacher. cn hún var um skeið cinkafulltrúi hans. Síðar varö kunningsskapur þeirra mciri og þó einkum cftir að hann fékk hjartaáfaílið. Talið er að hún hafi átt ntikinn þátt í því, að hann hrcsstist fyrr en búizt var viö. Sagt er nú í gamni og alvöru, að haldi Willy Brandt áfram til næstu þingkosninga vcrði hann þá á sama aldri og Adenauer, þegar hann varð fyrst forsætis- ráðherra. Óhætt er að'segja. að enginn stjórnmálamaður hafi haft eins mikil áhrif á þróun ntála í Evr- ópu eftir síðari heimsstyrjöldina og Willy B randt, og er þá eink- um átt við þann þátt að vinna að bættri sambúð þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.