Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 A F HELLO, KÆRU AÐDAENDUR - OH, MY GODlWERE IS1HE CADAIAC? sagði „Gæludýr meðamerískum hreim við heimkomuna! ■ Danska stúlkan Jeanette Dyrkjær frá Bröndby Strand í Danmörku, var óþekkt ung og falleg stúlka í heimabx sínum fyrir txpum mánuði' Þegar hún kom aftur heim til Danmerkur eftir að hafa verið kosin „Gæludýr ársins“ á vegum Penthouse-útgáfunnar, og unnið í verðlaun 10 millj. d.kr. (ca. 30 millj. ísl. kr.) var Jeanette fagn- að með fánum og blúmum, og vinir og vandamenn og margir aðdáendur komu út á flugvöll til að taka á móti henni. Allt í einu voru 33 blaðamenn og Ijósmynd- arar komnir í kring um stúlkuna, svo að lögreglan varð að hjálpa henni við að komast áfram. Jeanette var glaðleg á svip þegar henni var hjálpað inn í ■ Þarna er Jeanette með „Herra 15%“, en svo erumboðs- maður hennar, Gerry Coard, kallaður. Hann hafði samið við stúlkuna, áður en hún fór í Penthouse-keppnina, að hann fengi 15% af því sem hún ynni ■ Michael, kxrasti Jeanette og vinir, fagna henni með fánum og blómum á flugvellinum. viðhafnarbiðstofuna (VlP-bið- stofuna) á flugvellinum, og þar gaf hún stutt viðtal við frétta- menn. Frásögn hennar var mjög enskuskotin, og spurði einhver af blaðamönnum, hvernig stxði á því, að það vxri eins og hún væri komin með amerískan hreim eftir þriggja vikna dvöl vestanhafs - hvort hún væri bara búin að gleyma móðurmáli sínu. Jeanette lét ekkert koma sér úr jafnvægi, en sagðist bara hafa talað ensku þessa dagana - og mér finnst það svo gaman, sagði hún, ég er alltaf að æfa mig. Svo er ég varla búin að átta mig á að ég er komin heim. Þetta gengur allt svo fljótt fyrir sig. „Oh, my God, where is the Cadillac?“ sagði hún svo en henni hafði verið sagt, að silfurgrár kadilják- ur biði hennar á flugstöðinni. Eftir hátíðarnar leggur hin danska verðlaunastúlka af stað í hnattferð á vegum Penthouse, og fær hún 250.000 dollara fyrir að vinna á vegum þess fyrirtxkis í 103 daga. „Hann Michael minn kemur með mér í ferðalagið, hvað sem þeir segja,“ sagði Je- anette við blaðamennina, en Michael er kærastinn hennar og vinnur sem húsasmiður. ■ Marie Codina með dæmigerðan „Casa Miguel-málsverð" fyrir framan sig: Pylsur og baunir, agúrkusalat, vínber sem ábætir, brauð og borðvín - allt fyrir 20 krónur!. Ódýrast í heimi: Þriggja rétta málsverður með borðvíni á 20 krónur! ■ Ef þið eruð á ferð í París og hafið ekki alltof rúm fjárráð, þá er ykkur hér með ráðlagt að fara á matsölustað sem nefnist Casa Miguel, - ódýrasta matsölustað í heimi, eftir því sem auglýst er. Og líklega stendur auglýsingin fyrir sínu, því að þarna ku vera hægt að fá þríréttaða máltíð ásamt brauði og borðvíni fyrir sem samsvarar 20 krónum ís- lenskum! Marie Codina heitir eigandi veitingastaðarins, og hún hefur i 34 ár rekið staðinn, og ávallt kappkostað að halda kostnaðin- um í lagmarki. Marie er nú orðin 75 ára, en hún vinnur þó frá því klukkan 6 á morgnana, en þá leggur hún af stað á götumarkaði í París til þess að leita að ódýrustu matvæl- unum. Það er ekki þar með sagt, að hún kaupi léleg matvæli, heldur hefur hún góð sambönd, sem hún hefur komð sér upp í gegnum árin og veit hvar bestu kaup er hægt að gera á hverjum tíma. „Eg er ekki áhugasöm um að safna auðævum. Fyrir mér er mikils virði að geta veitt gleði og ánægju til samborgara minna. Eg geri það með því að reka hér veitingahús, þar sem öllunt kostnaði er haldið í lágmarki, fólk sem hefur litla peninga getur gengið út frá því að fá hér góðan og ódýran mat. Eg geng langar leiðir til að fá keypt ódýrara brauð en fæst í næsta bakaríi og kjöt kaupi ég oft í stórum stykkjum, sker í smásteik utan af beinunum, sem síðan fara í súpupottinn hjá mír með ódýru en góðu grænmeti,“ sagði Marie Codina, þegar hún var spurð að því, hvernig í ósköpunum henni tækist að láta reksturinn ganga með því að selja svona ódýrar máltíðir. Á venjulegum degi þá býður Marie upp á: forrétt, sem getur verið hálfur avocado-ávöxtur, agúrkusneiðar eða paté (nokk- urs konar kæfa). Aðalrétturinn gæti svo verið kindakjöt og grænar braunir, kartöflur, eða macaroniréttur, eða pylsa og grænmeti, stundum kjötbúðing- ur. Eftirrétturinn er svo krydd- kaka, ostar eða ávextir. „Þetta er heimsmet", sagði Colin Smith, einn af útgefendum Heimsmetabókar Guinness. „Þetta eru vissulega góð matar- kaup", bætti hann við, eftir að hafa keypt sér þarna miðdeg- isverð. Marie segist framreiða 70 máltíðir á dag, en veitingastofan hcnnar hefur aðeins 32 sæti. Hún er opin í hádeginu og á kvöldverðartíma, en á sunnu- dögum aðeins í hádeginu. Hún hefur fram til þessa að mestu leyti sjálf séð bæði um innkaup, matreiðslu og framreiðslu - og er það út af fyrir sig áreiðanlega heimsmet hjá 75 ára gamalli konu. L viðtal dagsins „DÓKAÚfGÁFA ER HBLLANDI VMNA“ segir Kristján Jóhannsson, forstjóri Almenna bókafélagsins ■ „Án þess að ég hafi mikla reynslu á þessum vett- vangi held ég að mér sé óhætt að fullyrða að bókaút- gáfa sé heillandi viðfangs- efni. Hjá forlagi eins og AB, sem hefur metnað, skilst mér að rcksturinn sé eilífur línudans. Það verður að vera ákveðið jafnvægi í útgáfunni milli vinsælla bóka og bóka sem fyrst og fremst eru gcfnar út til menningarauka - eru bók- menntaverk sem hafa eitt- hvert gildi umfram það að vera fólki til afþreyingar," sagði Kristján Jóhannsson, sem nú um áramótin tók við starfi forstjóra Almcnna bókafélagsins, en þá hvarf forveri hans Brynjólfur Bjarnason, til starfa hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. „Með þessu er ég ekki að segja að afþreyingarbækur hafi ekkert gildi. En stað- reyndin er.sú, að það er miklu minni áhætta að gefa þær út. Oftast eru þær ódýr- ari í vinnslu fyrir utan það að menn geta verið nokkuð vissir um söluna. Þaðgegnir öðru máli um sígild stærri verk, Ijóðabækur og annað slíkt, sem auðvitað verða að koma út,“ sagði Kristján. - Þú varst hagfræðingur Félags íslenskra iðnrek- enda. Er nýja starfið ekki í eðli sínu ólíkt því gamla? „Það er ólíkt en ekki mjög. Nú er ég að fást við daglegan rekstur nokkuð stórs fyrirtækis og glíma við vandamál sem rekstrinum fylgja. Hjá FÍI þurfti ég að fylgjast með afkomu heillar atvinnugreinar - margra fyrirtækja. En auðvitað hugsanagangurinn í hvoru tveggja í meginatriðum sá sami þó að nú einskorði ég mig við minni einingu." - Hefur þekking á bók- menntum ekki nokkuð að ■ Kristján Jóhannsson forstjóri Almenna bókafélagsins: Tímamynd GE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.