Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. JÍANÚAR 1984 3 fréttir Sautján tæki vid snjóruðninga hjá Reykjavíkurborg: „SENNILEGA EINN VERST1 DAGUR SEM HEFUR KOMH)” — segir Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri, en dagurinn kostaði hálfa milljón ■ „Þetta hefur veríð gífurlega erfiður dagur - sennilega með þeim verstu sem komið hafa lengi. Við vorum með 17 tæki í gangi á götum borgarínnar til klukkan níu. Þá fækkuðum við tækjun- um nokkuð og skiptum um mannskap þannig að óþreyttir menn geti haldið áfram í nótt. Klukkan fjögur munum við svo fjölga aftur og reyna að hafa allt fært þcgar fólk fer til vinnu, „sagði Ingi Úlfars Magnússon, gatnamálastjóri í Reykjavík, í samtali við Tímann í gærkvöldi. Ingi sagði að það hefði valdið gífur- legum erfiðleikum að fólk fór ekki að tilmælum um að fara ekki á ílla búnum bílum heim úr vinnu. Þær mjóu rásir sem ruddar hefðu verið á strætisvagnaleiðum hefðu fljótlega stíflast og umferð um þær hefði gengið mjög hægt fram eftir kvöldi í gær. „Fólk á að skilja bílana eftir á vinnustöðum og reyna að nota strætis- vagna þegar svona stendur á“ sagði Ingi. ■ Sautján tæki voru á götum borgarinnar í gær á vegum gatnamálastjóra við snjóruðning. Kostnaðurinn er áætlaður 500 þúsund krónur, sem er 2,5% af fjárveitingu sem ætluð er til snjóruðnings í Reykjavík í ár. Tímamynd Ámi Sæberg. Aðspurður um kostnað af snjóruðn- ingi í gær sagði Ingi að lauslega mætti áætla að hann væri nálægt 500 þúsund krónum, sem væri 2,5% af þeirri fjárveit- ingu sem ætluð er til snjóruðnings á þessu ári. „Ef það koma margir svona dagar má búast við að við verðum fljótir að eyða því sem okkur er ætlað að nota á þessu ári“, sagði Ingi. - Sjó. Snögg veðra- brigði f Reykjavfk: „Næstum eins og hendi væri veifað” ■ „Þaðernúekkinemutæptársíðan hvassara var hér í Reykjavik. Það sem nú gerðist var að þetta kom svo snöggt, næstum eins og hendi væri veifað. En vindhraðinn var ekki svo mikill - mest 9 vindstig í Breiðholtinu og 10 á Reykjavíkurf)ugvelli,“ sagði Eyjólfur Þorbjömsson, veðurfræðingur, i sam- tali við Tímann í gær. Eyjólfur bjóst við hvössunt útsynn- ingi með snörpum éljum í nótt en taldi líklegt að farið yrði að lægja þcgar fólk færi almennt á fætur í dag. Hann kvaðst ekki viss unt að útsynningnum fylgdi eins mikill skafrenningur og var suð-vestanlands í gær. þaitnig að ófærð á götum þyrfti ekki að verðajafnmikil. -Sjó. Margir bflar tepptir á Holta- vörðuheiðinni ■ Holtavörðuhciðin var ófær í allan gærdag og sátu allmargir bílar þar fastir. Nokkrir bílar, lögðu af stað norður frá Borgarnesi, i gærmorgun en snéru við þegar Ijóst var að leiðin varteppt. Að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi í gær- kvöldi voru bílar þaðan enn að berjast í sköflum á leiðinni til baka með aðstoð vegargerðarmanna. - GSH. Mikil röskun i millilandaflugi og innanlandsflug féll niður Venjuleg sex tíma ferð teygðist upp í tvo sólarhringa ■ Mjög mikil röskun varð á öllu milli- landaflugi Flugleiða í gær og áætlunar- ■ Snjóflóð féll í gær úr fjallinu Kubba og lenti á íbúðarhúsi við Holtabraut í hinu nýja Holtahverfi inni í flrðinum á ísafirði. Að sögn Guðmundar Sveinsson- ar fór flóðið yfir Holtabrautina og tók þar með sér bíl húsráðenda niður að húsinu. Flóðið fór inn í húsið sem fylltist af snjó. Sex manns vora heima í húsinu, en cngan. sakaði. Munaði þó mjóu, því húsfreyja var nýbúin að taka ungbarn úr vöggu, sem flóðið lenti á og braut. Drifið var í að moka snjóinn út úr húsinu, sem Guðmundur taldi að ekki hafi skemmst mjög mikið, nema vegna bleytunnar. Guðmundur sagði snjóflóð mjög sjaldgæf úr Kubbanum. Hann hreinsaði sig venjulega, a.m.k. í norðanátt, en áttin hafi verið á vestan í gær og þessvegna fest snjó í fjallið. Fólk úr flug innanlands féll niður, að undan- skildri einni ferð sem tókst að fljúga til einum fimm götum í Holtahverfi yfirgaf hús sín í gær og hugðist gista hjá vinum og skyldfólki annarsstaðar í bænum í nótt. Fólki var einnig ráðlagt að yfirgefa hús sín við nokkrar götur annarsstaðar í ísafjarðarbæ í gær, vegna snjóflóða- hættu. Guðmundur sagði veðrið hafa skollið á með gífurlegri snjókomu um hádegi í gær og enn var þar bylur á níunda tímanum í gærkvöldi. Hins vegar hafi ekki verið mjög hvasst í bænum. Línu- bátar frá ísafirði fóru á sjó í gærmorgun, og lögðu suður í Víkurál. Þeir urðu þó að halda til lands snemma vegna veðurs.' Togararnir voru allir á leið í land í gærkvöldi því veður var þá orðið mjög slæmt út af Vestfjörðum. Akureyrar áöur en óveðrið skall yfir, samkvæmt upplýsingum fréttafulltrúa Flugleiða. Vél sem kom frá New York í gærmorg- un gat ekki lent í Kcflavík og hélt því áfram til Glaskow þar sem skilja varð eftir milli 50 og 60 manns sem ætluðu af vélinni í Keflavík. Vonast var til að farþegar þessir kæmust heim seint í gærkvöldi, en undir kvöld var útséð um að það yrði fyrr en í fyrsta lagi um tíuleytið í kvöld. Mun þessi venjulega 6 tíma ferð því teygjast hátt í tvo sólar- hringa hjá þessum hóp. Skiptiáhöfn á N.Y. vélina sem fór frá Reykjavík í gærmorgun komst heldur aldrei lengra en í Hafnarijörð vegna ófærðar. Tvær vélar komust frá landinu í gærmorgun. Önnur fór með 156 farþega í sólina á Kanaríeyjum og átti að taka þaðan um 150 farþega heim á klakann á ný. Vonast var til að hún gæti haldið áfram heim í nótt eða með morgninum eftir millilendingu í London. Takist það er áætlað að hún fari til Luxemborgar og Kaupmannahafnar snemma í dag, m.a. með 50 farþega til Luxemborg sem ætluðu með N.Y. vélinni þangað í gærmorgun. Hin vélin sem komst utan í gærmorgun fór til London, og átti samkvæmt áætlun að koma heim síðdegis og fara þá til Oslóar og Gautaborgar og taka síðan strandaglópana í Glaskow í heimleið- inni. Vélin stöðvaðist hins vegar í London og var ekki búist við henni heim fyrr en nú í morgun. Var vonast til að hún gæti síðan haldið í fyrrnefnda Norðurlandaferð um hádegi í dag og komi þá heim eftir millilendingu í Glaskow um tíuleytið í kvöld. - HEI. ísafjörður: Snjóflóðid fór inn í húsið sem fylltist af snjó — íbúar fimm húsa í nágrenninu yfirgáfu hús sín í öryggisskyni ■ Ed Swan og kona hans í Öskjuhlíðinni. Tímamyndir Ámi Sæberg. Hjón ásamt vanfærri konu og litlu barni sátu föst í 5 tfma: „Er það versta sem maður hefur lent f ” ■ „Þetta er það versta sem maður hefur lent í, maður er ekki vanur svona miklum veðurofsa" sagði Ed Swan í samtali við Tímann er við hittum hann og konu hans í Öskjuhlíðinni en þá höfðu þau, ásamt annarri vanfærri konu og bami setið föst í bfl sínum í eina fimm tíma eða frá hádegi og fram yfir Id. 17. „Við vorum á leið frá BSÍ, þar sem við vorum að ná í stelpuna, er við lentum í þessu og höfum setið föst síðan. Við erum alltaf að vona að einhver komi og hreinsi þetta en ef það gerist ekki bráðlega þá verðum við að reyna að komast einhversstaðar inn því veðrið á víst að versna í kvöld“, sagði hann. Ed Swan sagðist hafa búið hérlendis síðan í október s.l. hann væri frá Kansas í Bandaríkjunum og þótt það ríki hefði átt við erfitt veðurfar að búa í vetur, einkum hefðu kuldar verið miklir, þá hefði það ekki verið neitt í líkingu við þetta veður. Ofar í Öskjuhlíðinni hittum við svo annan ökumann sem setið hafði fastur þar í eina fjóra tíma. Það var Jón Einar Samúelsson og sagði hann að hann hefði ekki lent í jafnslæmu veðri áður... „þetta hefur hinsvegar ekki komið mér neitt mjög illa, ég festist hérna vegna þess að bíllinn á undan mér festist en ég á von á að úr þessu leysist bráðlega", sagði hann. -HEI -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.