Tíminn - 05.01.1984, Síða 7

Tíminn - 05.01.1984, Síða 7
FIMMTUDAGUR S. JANÚAR 1984 íþróttir 1 umsjón: Samúel Öm Erlingsson ..Tómatsósa” í öll mál segir Magnea H. Magnúsdóttir landslidskona í knattspyrnu ■ „Ætli það verði ekki bara tómat- sósa í öll mál, og súrmjólk og Cheerios þess á milli, við höfum hvorug mikla reynslu í eldamennsku, höfum eytt mestum okkar tíma næst matartímum Sigurður hættur! ■ Sigurður Dagsson hefur hætt störf- um sem þjálfari fyrstudeildar liðs Vals í knattspyrnu. Sigurður hefur haft starfiö með höndum frá því Claus Peter var sparkað í sumar. Sagt er að Sigurður hafi hætt af pcrsúnulegum ástæðum. -SOE á æfingum síðan við komumst til vits og ára", sagði Magnea Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Breiða- bliki í samtali við Tímann í gær. í gær hélt Magnea ásamt Brynju Guðjóns- dóttur landsliðskonu úr Víkingi til Svíþjóðar, þar sem stúlkurnar ætla að æfa og keppa með sænska fyrstudeild- arliðinu Öxnabáck. Við fáum íbúð saman, og munum byrja á að vera í skóla fyrstu þrjá mánuðina, með knatt- spyrnuæfingunum“, sagði Magnea ennfremur. Magnea sagði, að sænska ríkið greiddi útlendingum sem læra sænsku við upphaf Svíþjóðardvalar sinnar laun meðan námið stæðij í þrjá mánuði. „Síðan verður okkur útveguð vinna, þó slíkt sé nú fremur erfitt í Svíþjóð í Islenskir siglingamenn: Nádu gódum árangri í stórri keppni á Spáni ■ Tveir ungir siglingamenn, Gunnlaugur Jónasson og Jón Ólafur Pétursson náðu mjög góð- um árangri nú í vikunni á miklu siglingamóti sem haldið var í ná- grenni Barcelona á Spáni. Þeir Gunnlaugur og Jón Ólafur náðu 19. sæti í keppni á „470“ báti, en 54 keppendur voru í þeim flokki, flestir fremstu siglingamenn í þess- um flokki í heiminum. „470“ báturinn er einn staðlaðra báta, sem keppt er á á Ólympíu- leikum. Þetta mót á Spáni var sótt af flestum þeim sem þar munu keppa, hið fyrsta í röð margra móta, sem koma til með að ráða úrslitum um hverjir keppa frá hverju landi. Siglt var 6 sinnum, og gilti meðaltalsárangur úr 5 bestu keppnunum. Bestur árangur VALÞÓR, TIL LIÐS VIÐ KEFL- VÍKINGA ■ Valþór Sigþórsson, mið- vörðurinn sterki úr Vestmanna- eyjaliðinu, hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflvíkinga og er ekki að efa að hann á eftir að verða ÍBK mikill styrkur, þar sem hann er í hópi bestu mið- varða landsins. Einnig hefur Helgi Bentsson, sem lék með Þór sl. sumar en var áður með Breiðabliki skrifað undir fé- lagaskipti til Keflavíkur. Hins vegar er óvíst enn hvort Kári Þorleifsson úr Vestmanna- eyjum skrifar undir félagaskipti til Keflavíkur eins og talað hefur verið um. -SÖE í einstökum keppnum hjá piltun- um var 10. sæti. „Þetta er mjög góður árangur hjá piltunum, við Islendingar erum ekki vanir að keppa í svo stórum keppnum, og er þetta því mjög athyglisverð frammistaða hjá strákunum, sögðu þeir Ari Bergmann Einarsson og Jóhann Gunnarsson hjá Siglingasamband- inu í samtali við Tímann í gær. „Ég vil taka fram, að það eru engar áætlanir hjá okkur uppi um að senda einn eða neinn á Ólymp- íuleikana, eða krefjast þess af Ólympíunefndinni. Við viljum einungis styðja við bakið á okkar mönnum, og þeir vilja skiljanlega sjá hvar þeir standa miðað við þá sem koma til með að keppa þar,“ sagði Ari. -SÖE I dag, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir þar. En það tekst vonandi. Þá munum við einnig verða búnar að sjá möguleika okkar á að komast í lið þarna. Öxna- báck er eitt besta lið Svíþjóðar, og auk okkar bætast nú við fimm nýir leik- menn sænskir", sagði Magnea. . Magnea tjáði okkur að þær stöllur yrðu að líkindum hjá liðinu fram í október, ef allt gengi að óskum. Þær mundu hefja æfingar strax, og nú 6., 7., og 8. janúar mundu þær fylgjst með innanhússmeistaramóti Svíþjóðar í kvennaknattspyrnu, sem haldið yrði í Gautaborg, og Öxnabáck tæki þátt í. -SÖE ■ Magnea H. Magnúsdóttir skorar hér þríðja mark Breiðabliks í úrslitaleik Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu síðastliðið sumar. Magnea heldur nú til Svíþjóðar ásamt Brynju Guðjónsdóttur úr Víkingi, og þar munu stúlkurnar æfa, og vonandi leika með Öxnabáck. ALLRA VERSTUR víða er deilt á 12-1 sigur Spánverja á Möltubúum ■ Eins og kunnugt varð á dögunum og Tíminn skýrði frá, komust Spán- verjar heldur sögulega áfram í úrslit Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Ekki eru allir sáttir við þann máta sem þeir komust áfram á, það er stórsigur 12-1 á Möltubúum, og telja að maðkur hafi verið í mysunni. Það varð enda allt vitlaust á Spáni, þegar eitt blað- anna þar gerði að jólagabbi að leika yrði leikinn aftur, þar eð Möltubúum hefði verið mútað, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær. - En víða er deilt um þetta, þó ekki hafi Tíminn spurnir af blaðaskrifum eða umfjöllunum Hol- lendinga, sem töpuðu nær öruggu úrslitasæti fyrir vikið. Ekstrablaðið danska fjallaði um málið nýlega, og þar var vitnað mjög í ummæli Danans Johns Lauridsen, sem leikur með Espanol á Spáni, en Laur- idsen sá leikinn. „Spánverjar hafa sjálfir bent á hve sigurinn sé ótrúlega stór, þó ekkert dagblað hafi notað orðið „svindl“ þar um“, segir Laur- idsen, og bendir á að margt varðandi leikinn, leikurinn sjálfur, dómgæslan og undirbúningur Möltuliðsins væri vægast sagt furðulegt. „Dómarinn var verstur, að mínu viti,“ sagði Laur- idsen, „hann dæmdi vítaspyrnu á Möltu strax eftir tvær mínútur, og það vegna brots sem átti sér stað utan vítateigs. Það kom reyndar ekki að gagni, þar eð Spánverjarnir misnotuðu þessa jólagjöf. En það var fleira hjá dómaranum (sá var Tyrki, og hét Ercan Göksels), þegar Spánverjar skoruðu tólfta markið hlupu ærðir áhangendur liðsins inn á, og töfðu leikinn um 5-6 mínútur. Á meðan gekk klukka dómarans, svo að leiknum lauk fljótlega eftir að óskamarkatöl- unni var náð.“ Mest hissa á Möttubúum „En ég var samt mest hissa á Möltubúunum", sagði Lauridsen. „Þeir voru svekktir og kvaldir á allan hátt eftir að þeir komu til Spánar, og fram að leiknum. Þannig fengu þeir ekki að æfa á vellinum sjálfum fyrir leikinn, og var vísað til æfingavallar þar sem þeir þurftu að bíða í klukku- tíma eftir að komast inn á. Ekki nóg mcð það, þegar æfingunni var lokið var rútubílstjórinn sem þeim var látinn í té, farinn í aðra ferð, og þeir máttu bíða heillcngi eftir því að hann kæmi aftur, og sitja undir ókvæðisorðakór brjálaðra áhangenda spánska lands- liðsins á meðan. Þetta allt hefði nú átt að hafa þau áhrif að þeir létu Spánverj- ana finna fyrir sér, en það varð ekki, og á því varð ég hissa.“ Að lokum segir Lauridsen í viðtalinu við Extrabladet, að honum væri per- sónulega sama, hvort Spánverjar eða Hollendingar kæmust í úrslit Evrópu- keppni landsliða, - „að mörgu leyti er betra fyrir okkur Dani að fá Spánverj- ana í úrslit, því þeir eru svo miklu lélegri á útivelli, þar er ekki þessi endalausi skari kolbrjálaðra áhang- enda“, sagði John Lauridsen. - SÖE Margir þeir frægustu leika með ítölskum liðum ■ Eftir heimsmeistarakeppnina á Spáni 1982, þar sem ítalir urðu heims- meistarar í knattspyrnu, lá leið margra góðra knattspyrnumanna til Italíu. Þá um haustið var talað um að þar léku allir bestu knattspyrnumenn heims, en þegar frá leið var talað minna um þetta, þó enn beri það á góma. Að öllum líkindum hefur slakt gengi ítal- ska landsliðsins í knattspymu síðan, haft mikið að segja þar um, en þeirri staðreynd verður samt ekki haggað að líklega em hvað mestir pcningar í ítalskri knattspyrnu í heiminum, þó einn og einn heimsfrægur knattspyrnu- maður annars staðar í heiminum slái flesta ítalska knattspymusamninga út, má nefna þar nöfn eins og Maradona (á Spáni), Rummenigge (í V-Þýska- landi) Keegan (íFinnlandi). Þvíverður þó ekki á móti mælt, að enn í dag, em mjög margir af bestu knattspyrnu- mönnum heims á fullri ferð á Ítalíu. ftalirnir Paolo Rossi, Bruno Conti, Gentile og fleiri teljast til frægustu knattspyrnumanna heims, og svo flest- ir erlendu atvinnumennirnir í ítalskri knattspyrnu. Þar ber fyrst að nefna, knattspyrnumann ársins í heiminum 1983, Brasilíumanninn Zico sem hefur gert garðinn frægan á Italíu, þá landa hans Falcao hjá Roma, Frakkann snjalla, knattspyrnumann ársins 1983 í Evrópu og fyrirliða franska landsliðs- ins, Michel Platini hjá Juventus. Þar leikur einnig frægasti knattspyrnumað- ur Pólverja um þessar mundir, Zbign- iew Boniek. Argentínumennirnir Bertoni og Passarella leika með Fiorentina, V-Þjóðverjinn Hansi Múller er á Ítalíu, Belgarnir Coeck og Danirnir Berggreen og Laudrup. En lítum á liðin, og útlendingana hjá þeim: Ascoli: Alexander Trifunovic, Júgóslavíu, Juary dos Santos, Brasilíu. Avellino: Riccardo Ferretti, Mexíkó, Jorge Barbadillo, Perú. Fiorentina: Daníel Bertoni, Argentínu, Daníel Passarella, Argentínu. Genoa 93: Jan Peters, Hollandi, Eloi, Brasilíu. Inter Mílanó: Hansi Múller, V-Þýskalandi, Ludo Coeck, Belgíu. Juventus Torínó: Michel Platini, Frakklandi, Zbigniew Boniek, Póllandi, Lazio: Joao Batista, Brasilíu, Michael Laudrup, Danmörku. A.C. Mílanó: Luther Blissett, Englandi, Eric Gerets, Belgíu. SSC Napoli: Ruud Krol, Hollandi, Jósé Dirceau, Brasilíu. SC Pisa: Klaus Berggreen, Danmörku, Wim Kieft, Hollandi AS Roma: Paolo Roberto Falcao, Brasilíu, Toninho Cerezo, Brasilíu HC Sainpdoria: Liam Brady, frlandi, Trevor Francis, Englandi. Torino: José Hernandes, Argentínu, Walter Schacher, Austurríki Undinese: Zico, Brasilíu, Edinho, Brasilíu, Verona: Joe Jordan, Skotlandi, Wladislaw Zmuda, Póllandi. -SOE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.