Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1984, Blaðsíða 1
ítarleg úttekt um óveðrsð á landinu bls. 3, 8, 9 og 16 FJÖLBREYTTAI OG BETRA BU RA m Fimmtudagur 5. janúar 1< 4. tölublað 68. árgangur 384 Sidumula 15 -Postholf 370Reykjavik- Ritstiorn86300-Augtysingar 18300- Atgreiösla og asKrrtt 86300 - Kvoldsrmar 86387 og 86306 Neyðarástand á höfuðborgarsvæðinu þegar óveðrið skall á: MESTA OFÆRÐ SEM KOMD HEFUR í REYNAVÍK í MARGA ÁRAIUGI — Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni losaði hálfa milljón ■ „Mér er nær að halda að þetta sé mesta ófærð sem orð- ið hefur í Reykjavík í áratugi. Þetta skall svo snöggt á og stóð það lengi yfir að þó margir bflanna sem stóðu fastir væru vel útbúnir var þetta meiri ófærð en góður búnaður þolir“ sagði Páll Eiríksson aðstoðaryfírlögreglu- þjónn í samtali við Tímann um óveðrið sem gekk yfír landið í gær og ófærð sem fylgdi í kjölfar þess. Veðrið skall á um 11 leytið í gærmorgun og frameftir degi var ástandið verst á vestan og suð- vestanverðu landinu. Víða um iandið voru truflanir á rafmagni ■ Fólk hjálpaðist mikið að við að losa bílana úr snjónum og ökumenn sem sumir hverjir höfðu setið þar fastir í fimm tíma er myndin tekin í Öskjuhlíðinni þar sem lið manna aðstoðaði eða meir. Timamynd Árni Sæberg ■ Aðstæður til hjálpar og björgunarstarfa voru oft og tíðum mjög erfiðar eins og sést af þessari mynd sem tekin var í Kópavogi en þar lokuðust allar götur er veðurofsinn skall á. Tímamynd Árni Sæberg og símasambandi og allstaðar átti lögregla annríkt við að hjálpa bílstjórum sem höfðu fest bíla sína f-snjó. í Reykjavík var ástandið mjög slæmt: bílar stóðu fastir á götum um alla borgina og víða þurfti fólk að bíða í bílum sínum í rharga klukkutíma þar til aðstoð barst. Aflýsa þurfti skólum og ýmsum viðburðum sem fyrirhug- aðir voru, strætisvagnar hættu fljótlega að ganga. Þegar leið á daginn gekk veðr- ið niður og var þá hafist handa við að ryðja helstu götur borgar- innar til að strætisvagnarnir gætu aftur farið af stað. Það reyndist þó tímafrekt verk því víða stóðu bílar fastir á götum og eins reyndu margir að nota tækifærið þegar veðrið lægði til að komast heim úr vinnu, og ruku af stað á bílum áður en götur voru orðnar færar. Fjöldi fólks leitaði í lögreglu- stöðvar borgarinnar og reyndi lögreglan ásamt félögum í björg- unarsveitum og hjálparsveitum að aðstoða það til að komast heim til sín. Úm kvöldmatarleyt- ið hafði síðan tekist að greiða úr umferðarflækjunni og var ástandið þá orðið viðunandi. Starfsmenn umferðardeildar borgarinnar unnu þó við að moka götur til kl. 9 í gær- kvöldi en þá var tekið hlé. í nótt var síðan haldið áfram mokstri og átti að reyna að opna allar götur. í gærkvöldi var því spáð að hvessa færi á ný í nótt en ekki var búist við að því fylgdi eins mikil úrkoma og skafrenningur og veðrinu í gær. Þó liafa skólayfir- völd í Reykjavík ákveðið að fresta skólastarfi að minnsta kosti til hádegis í dag til vonar og vara. Það vekur eftirtekt að fyrir nákvæmlega 1 ári, 4. janúar 1982, gerði einnig óveður og ófærð í Reykjavík og víðar á landinu og var ástandið þá svipað og í gær. GSH Spottinn milli Akra- ness og Borgarness: Sex bílar f uku! ■ Sex bílar fuku út af veginum milli Akraness og Borgarness í gær að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi, en engin slys urðu á fólki. Umferðin var mjög erfið fram eftir degi í Borgarnesi og ná- grenni og þurfti lögreglan að aðstoða marga við að komast leiðar sinnar. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.