Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 6
6 Mimm SUSNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 „Þessi ópera hreint vítamín í skamm- deginu hér á íslandi” — segir Sigríður Ella sem syngur Rósínu ■ „Tónlist Rossinis cr svo sannarlega leiftrandi glöð og kát, en þó að eitthvað sé skemmtilegt, þá þarf það ekki þar með að vera léttvægt, og ég er alveg á móti því að segja að tónlist Rossini sé ekki fullkomlega alvarleg tónlist," segir Sigríður Ella Magnúsdóttir, er blaða- maður Tímans spyr hana hvort tónlist Rossinis sé að hennar mati jafn léttvæg og niargir hafa viljað meina. „Tónlistin í Rakaranum er svo sannar- lega freyðandi og full af kát ínu og ég held að þessi ópera sc lireint vítamín í skammdcginu hér á íslandi," hcldur Sigríður Ella áfram. „Ég get ekki sagt að ég þckki öll verk Rossinis," segir Sigríður Ella," en ég þekki Öskuhusku, sem er líka mjög skemmtileg, cn sem heildarverk þá finnst mcr Rakarinn bcra af verkum hans," segir Sigríður Ella. Aðspurð um hvernig henni líki við hlutverk Rósínu, segir Sigríður Ella: „Þctta er skemmtilegt hlutverk. Rósína er mjög siðprúð og settleg, eins og hún segir sjálf í aríunni sinni, en ef einhver ætlar að fara að leika á hana, þá sýnir hún klærnar og hún cr svo sannarlega slóttug." —Eigið þið Rósínaeitthvaðskylt? „Við Rósína?" 'Ncg.ir Sigiiður Ella, „Já, ætli það ekki. Hún hefur alla þessa kvenlegu klæki og notar þá. Hún á að vísu að vera kornung, en ég held að nú til dags, þegar maður gctur orðið sungið Rósínu, þá er maður venjulega kominn vel yfir ja, minnsta kosti tvítugt. Rossini var giftur söngkonu sem var mezzosópran og hann skrifaði þessvegna gjarnan hlutverk fyrir þessa rödd, og þar á meðal Rósínu sem er kóloratúr mezzósópran. En svo gerðist það á tíma, í ein 40 ár, að þcssi rödd var hrcinlega ekki til, og þá voru það alltaf liáar kóloratúrsópransöngkonur sem sungu Rossini, vegna þess að hlutvcrkið liggur bæði mjög hátt og lágt. En við það breyttist nokkuð karakter Rósínu, og mér finnst hún missa svolítið af þcssum holdlegheitum, sem hún á að hafa frá Rossinis hendi. En nú til dags þá hcfur það komið aftur á allra síðustu árum, að mezzósópransöngkonur hafa aftur farið að spreyta sig á Rossini." -Hvcrnig finnst þcr svo að koma hingað heim og taka þátt í óperuupp- færslu, svo ég spyrji nú einnar ómiss- andi? „Mér finnst það auðvitað óskap- lega gaman - heima er best. Það er yndislegt að gera þetta, en samt sem áður en þetta líka talsvert erfitt núna, því það var með mjög stuttum fyrirvara sem við vissum þetta. þannig að þetta var mikil röskun fyrir mig og mína fjölskyldu og reyndar fleiri, því ég var búin að leigja húsið mitt og þurfti þess vegna að svíkja fólkið sem ég hafði leigt, en með góðra manna hjálp kom þetta heim og saman. Sérstaklega með aðstoð ■ Rósína, (Sigríður Ella) bæði siðprúð og settleg, en samt full af þessum kvenlegu klækjum. _ Mynd Gel. mannsins míns, foreldra minna og þess fólks sem ég var búin að leigja húsið mitt, en þaö flutti fvrir mig úr húsinu á nýjan lcik, sv f jölskyldan gæti flutt þar inn." - Raskar svona lagaö ekki einnig dagskrá þinni í London? „Jú, að hluta, en að vísu hef ég síðastliðin tvö og hálft ár verið að gera það sama og söngkon- urnar gerðu í gamla daga, þegar Rossini var upp á sitt besta-þ.e.a.s. ég hef verið að æfa svona einn til einn og hálfan tíma á dag, dag hvérn, en þetta hef ég gert vegna þess að ég ákvað að vera ekkert að þeysast mikið að heiman frá börnun- um á meðan þau væru svona lítil. Ég ákvað því að nota tímann til þess að æfa vel og það hef ég gert. Þessar æfingar koma mér núna til góða, því ég hefði sjálfsagt ekki ráðist í það fyrir tveimur árum síðan að syngja Rossini. Auk þess var það mér ómetanleg reynsla að fá að syngja 13 sinnum með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á árinu, eins og ég gerði." -Hvað getur þú verið hér lengi? „Ég á samning fram í márs, en það er fremur af fjölskylduástæðum, sem ég vil ekki vera lengur. Elsta dóttir okkar er byrjuð í skóla, og maðurinn minn er starfandi í London. Við reynum að hafa aðskilnað- inn í fjölskyldunni ekki of langan, og auk þess þá treysti ég mér ekki til þess að vera alein með börnin þrjú, svo mánuðum skipti. Maðurinn minn er hérna með okkur núna, en hann fer að syngja í London í tveimur óperum í febrúar, og þá verð ég ein eftir hérna með börnin. Auk þessa þá ereinfaldlega ekki hægt að klippa á allt sem heitir þátttaka í útlöndum, í langan tíma, því samkeppnin er svo mikil, að ef þú ert j ekki á staðnum, þá er ailtaf hægt að fá mann í þinn stað. Ef þú á annað borð ætlar að taka þátt í leiknum, þá verður þú að vera á staðnum." -Hvað tekur svo við hjá þér, þegar þú ert komin aftur til London? „Það er best I að segja sem minnst um það, en ég get þó sagt frá því að undirbúningur fyrir næsta ár verður efst á döfinni hjá mér." Sigríður Ella bað mig endilega að koma því á framfæri að sér hefði þótt það mjög ánægjulegt að starfa með hljómsveitarstjóranum Marc Tardue, því það væri fátítt að stjórnendur fylgd- ust með því hvernig söngvararnir vinna ópcruna. Hann hefði bæði leikið undir hjá söngvurunum og leitt þá á æfingum. „Það'er mikill fengur aðþví að hafa hann hér," sagði Sigríður Ella að lokum. ■ Krístinn Sigmundsson og Sigríður Ella Magnúsdóttir í hlutverkum Fígarós (Rakarans í Sevilla) og Rósínu. - Mynd Gel. „Elska Rakarann í Sevilla” — segir SarahConly, sem sér um búninga og leikmynd, ásamt manni sínum Michael Deegan ■ Hjónin MichaeJ Deegan og Sarah Conly sjá um gerð leikmyndar og bún- inga, auk þess sem þau annast lýsingu, í Rakaranum. Blaðamaður ræddi lítillega við Sarah, þar sem hún var önnuni kaFin við saumaskap. Sarah er frá Neiv York, og þar starfar hún sem „free lance“ lcikhúninga- og lcikniyndahönnuður, bæði fyrir óperur og leikhús. - Hefur þú áður unnið við uppsetn- ingu á Rakaranum? „Nei, aldrei, en ég er einstaklega ánægð með tækifærið að fá að vinna við þessa uppsetningu, því ég beinlínis elska þetta stykki og mig hefur alltaf dreymt um að fá að vinna við Sarah Conly við búningagerð, nú í vikunni. Tímamynd - Árni Sæberg Rakarinn í Sevilla frum- sýndur annað kvöld ■ Jón Sigurbjörnsson og Kristinn Hallsson Sevilla. sínum hlutverkum í Rakaranum í Tímamynd - Ami Sæberg. ■ Annað kvöld sunnudagskvöld kl. 20 framsýnir íslenska óperan Rakarann ■ Sevilla eftir Rossini, mcð fremstu söngvurum íslands í aðalhlutverkum, þeim Sigríði Ellu Magnúsdóttur og Kristni Sigmundssyni, sem bæði komu gagngert hingað til lands til þess að taka þátt í sýningunni. Marc Tardue er hljómsveitarstjóri, en hann er þegar orðinn þekktur hér á landi fyrir hljómsveitarstjórn við óperuflutn- ing, og ieikstjóri er Francesca Zambello, scm er fástráðin við San Francisco óperuna, auk þess sem hún hefur lcik- stýrt óperum víða um heim. Aðstoðar- leikstjóri er Kristín S. Kristjánsdóttir og í um leikmynd, búninga oglýsingu sjá þau Michael Dccgan, sem starfar hjá Metro- politan óperunni í Néw York og Sarah Coníy. Þá fara þau Júlíus Vífill Ingvars- son, Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörns- son, Elísabet F. Eiríksdóttir og Guð- mundur Jónsson með stærri hlutvcrk og smærri hlutverk eru í höndum þeirra Ásbjörns Björgvinssonar, Sigurjóns Guðmundssonar og Svavars Bcrgs Páls- sonar. Auk ofantaldra koma fram kórog hljómsveit íslensku óperunnar. Rakarinn í Sevilla er þekktasta og jafnframt vinsælasta verk Rossinis, þó svo að það hafi verið hrópað niður frumsýningarkvöldið í Róm árið 1816. Strax f annarri sýningu sló verkið í gegn, og sigurganga þess hefur verið stánslaus síðan. Rakartnn er gamanópera í tveimur þáttum, sem gerist í Seyilla á Spáni snemma á 19. öld. Sagan segir frá ungum grcifa, sem reynir að ná ástum yngis- meyjarinnar Rósfnu, en hann á í harðri samkeppni við annan vonbiðil, verndara stúlkunnar. Greifinn bregður sér í mörg gervi og beitir ýmsum brögðum, og nýtur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.