Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 Um vörusvik á fjórða áratugnum: „Höfum við ekki hrækf á sjálfstæði yoðariimar11? — Vilmundur landlæknir gagnrýndi vörusvik m.a. í fiskiðnaði fyrir hálfri öld ■ „En hvernig var ástandið undanfarið ár^ einmitt þegar engu mátti muna og við borð lá, að markaðurinn lokaðist gersamlega fyrir þessari aðflutningsvöru, með þeim afleiðing- um, sem engum gat dulist: óumflýjanlegt gjaldþrot ríkisins, hallæri í landinu og jafnvel mannfellir. í landi, þar sem svo mikið er í húfi og þar sem eru heimsins bestu skilyrði ekki eingöngu til að veiða hinn besta fisk, heldur til að gera hann að hinni fullkomnustu vöru, þar sem löggjöf er til þess í besta iagi, eiðsvarnir matsmenn stjórnarinnar úti um allt land og næg kunnátta vafalaust fyrir hendi, hrakar vörugæðunum með hverju ári sem líður og eru verst hið síðasta.“ Þetta er ekki tekið úr áramótagrein anno 1983 eins og einhver gæti haldið eftir alla þá umræðu um fiskmat, ónýtan fisk og úldinn, maðksmoginn og orm- étinn á liðnu ári. Pistilinn skrifaði Vilmundur Jónsson, landlæknir á því herrans árí 1935 fyrir nærfellt hálfri öld síðan. Vilmundur er harðorður í bæklingi sem hann skrifar sér- staklega um vörusvikin í þjóðfélaginu, ekki aðeins svikinn fisk og sviknar afurðir í land- búnaði, heldur einnig auglýsingaskrumið og mammonsdýrkun kaupmannaveldis þessara ára á fjórða áratugnum. Bæklingur þessi er hinn forvitnilegasti fyrir margra hluta sakir. Við skulum fyrst heyra hvað Vilmundur hefur að segja um svikna fiskinn, en sögur þar að lútandi eru ekki síður átakanlegar, en það sem dregið var fram á síðasta árí um gerónýta útflutningsvöru í formi skreiðar og saltfisks. „Eitt hið átakanlegasta dæmi um van- mátt þjóðfélagsins, þegar það af éin- lægum vilja, vegna lífsnauðsynjar heild- arinnar, leitast við að hafa hemil á vörusvikum einstakra framleiðenda, er það sem nýlega hefur verið uppvíst um fiskmatið hér á landi. Hvað er ekki saltfiskurinn fyrir okkur íslendinga og markaðurinn fyrir hann suður í löndum. Við lifum fyrir hann og á honum og trúuin á hann eins og eðlilegt er, því að frá honum fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Höfum við ekki hrækt á sjálfstæði þjóðarinnar, þegar Spánverjinn hefur bent? Og mundi það ekki vera samþykkt í einu hljóði, jafnvel á synódus, að ganga af allri guðstrú í þessu landi, ef Spánar- markaðurinn krefðist þeirrar fórnar? Það er ekki heldur hægt að segja, að þjóðfélagið hafi verið fyrirhyggjulaust um ráðstafanir til að tryggja álit þessarar vöru. Alþingi hafði naumast verið endurreist, en verið var að ræða nauðsyn á opinberu fiskmati, og höfðum við um langan aldur beitt því við hvern ugga, raunar með miklum árangri. Því hvar værum við staddir án þess?... ...(En samt) hrakar vörugæðunum með hverju ári sem liður og eru verst hið síðasta. Viktin reynist svo svikin, að spönsk járnbrautarfélög hafa neitað að flytja íslenskan fisk fyrir þær sakir. Jafnvel er ekki hægt að reiða sig á, að rétt sé greind sporðatala í fiskpökk- unum. Flokkunin er af handahófi, svo að af 1600 pökkum, sem allir voru taldir til 1. flokks, voru 800 pakkar 2. flokks og 3. flokks. í heilum sendingum, sem nema þúsundum pakka, reyridist vera í hverjum pakka jarðslagi, sandur og rusl. Á Eyrarbakka hafði verið laumað inn í pakkana sólsoðnum fiski og rifnum úr- gangsfiski, en það er verslunarmáti, sem minnir helst á það, sem mælt var að einu sinni endur fyrir löngu hafi komið fyrir, að einmitt á Eyrarbakka, að lagður hafi verið þar inn í verslunina ullarpoki, og innan um í ullinni heill úldinn hundur! Og eru þó hin síðari svik ólíkt hættulegri fyrir þjóðfélagið nú en hin fyrri voru þá. Táknandi fyrir umkomuleysi þeirra, sem eiga að gæta hagsmuna þjóðfélagsins gagnvart einstökum framleiðendum, er að, „að dæmi eru til þess, að fiskmats- maður, sem vildi rækja starf sitt sam- viskusamlega, hafði engan frið á sér og... hefur verið rekinn út úr húsum a.m.k. þriggja útgerðarmanna." Mbl.. 14. okt. 1935.“ Svo mörg voru þau vakningarorð Vilmundar landlæknis um fisksvikin árið 1935. Hann dregur sinn „rnóral" af sögunni og sem sannur sósíalisti á þeim árum kennir hann vitanlega hinu „kapi- talistiska þjóðfélagi" um vörusvikin. Ekki er víst að margir taki undir það sjónarmið í dag, en röksemdir og fram- setning Vilmundar á þessu efni er engu að síður forvitnileg og skemmtileg. Hann hefur lítið álit á auglýsingum. „Djöfulleg veiðibrella“ „ Almenningur er oftast auðblekktur - og eru þar auglýsingarnar djöfulleg veiðibrella - auk þess sem lífskjör alls þorra manna eru þau, að þeir eru blátt áfram nauðbeygðir til að kaupa jafnan hinar ódýrustu vörutegundir, hvað sem vörugæðum kann að líða. Samkeppni heiðarlegra manna við hina óprúttnari verður erfið og oftar en varir fullkomið ofurefli. Sá sem hefur allan vilja á því að vanda vörur sínar sem allra best lendir fyrr eða síðar í þeim vanda að eiga aðeins um tvennt að velja: að leggja árar í bát með framleiðslu sína eða verslun eða dansa nauðugur með í svikum og fölsunum. Og skiptir raunar litlu máli fyrir heildina, hvorn kostinn hann tekur. Hætti hann, er einum heiðarlegum manni færra í þeirri starfsgrein, en velji hann síðari kostinn, er þó ekki nema einum svindlara flera, sem prýðir hópinn. ■ „Hvað er ekki saltfiskurinn fyrir okkur íslendinga og markaðurinn fyrir hann suður í löndum? Við lifum fyrir hann og á honum og trúum á hann eins A ••. '. ■■■ -u og eðiilegt er, því frá honum og fyrir hann og til hans eru allir hlutir", sagði „Apparot I Dlliril Vilmundur Jonsson í predikunarstíl við landsmenn á því herrans ári 1935. ...Sé nánar að gætt, má vo heita, að Ekki virtist af veita miðað við þann óþverra, sem sumir framleiðendur í hver hlutur í verslunum, sem ætlaður er fiskiðnaði sendu frá sér og kölluðu fisk. Umræðan um skemmdan fisk, til almennra nota, sé tilvalin ímynd svika ormétinn og úldinn er liklega jafngömul íslandssögunni, en Vilmundur og blekkinga. Gljáandi og ginnandi í skammar framleiðendur í mikilvægustu útflutningsgrein landsmanna fyrir búðargluggum og freistandi hvers smæl- að gera ekki betur, sem vel var hægt þá eins og nú. ingja, en af göflum genginn næsta dag eftir að hann hefur verið tekinn til notkunar. Hvað tolla sköftin lengi á borðhnífunum og tinskeiðunum eða nikkelhúðin lengi á hinum skárri skeið- um? Að ógleymdum fatnaðinum: skónum, sem freista mest dætra okkar í dag og þær gráta yfir hælalausum á morgun, silki sokkum, sem ekki er einn þráður af silki og hrapa sundur jafnvel áður en í þá er farið, alullartauinu úr einni saman bómull, léreftunum, sem hanga saman á steiningunni:.. eða barnaleikföngin, sem við gleðjum börnin okkar með hálfa stund á afmælisdaginn þeirra til þess að horfa á þau grátandi yfir þeim í mörgum stykkjum allan hinn hluta dagsins og síðan í marga daga. Vélarnar, höfuðprýði hinnar kapítalisku framleiðslu, eru engin undantekning, a.m.k. ekki þær, sem ætlaðar eru al- menningi til nota. Hún talaði af djúpri tilfinningu gamla konan fyrir vestan, mædd af að hafa langa ævi tjaslað við öll husganleg skrapatól: stíflaða og vind- lausa prímusa, forskrúfaða reykjandi kogara, þaðan af verri lampa, sprungnar hakkamaskínur, saumavélagarma, allt purpandi annan sprettinn og rykkjandi hinn, klukkur, sem flýttu sér í gær, en seinkuðu sér í dag og stóðu þegar mest á reið. Þó tók út yfir hennar sorglegu reynslu af móturunum í fiskibátunum með alla sína biluðu stimpla, bræddu legur og bognu krúmtappa. Þegar hún svo frétti, að jafnvel flugvélin, sem svo ■ Vilmundur Jónsson var um árabil héraðslæknir i ísafjarðarhéraði og sjúkrahúslæknir á ísafirði, þar sem hann kom fram miklum umbótamáium í heilsugæslu. Myndin er frá ísafirði snemma á öldinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.