Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
a
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánédóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Viðvörun sem
var að engu höfð
■ Tími mikillar upplýsingar gengur nú yfir og er fjölmiðlunin
orðin svo mikil að fyrirferð, að margir eru farnir að efast um
eiginlegt gildi hennar og hvort ekki er orðið um slíka ofmötun að
ræða að menn séu hættir að taka við.
Síðast liðinn miðvikudag skall yfir foráttuveður á landinu, fyrst
um vestanvert landið og gekk síðan yfir það. Snemma á
fimmtudagsmorgni var stórstraumsflóð samfara nokkuð langvinnri
vcstanátt og haugabrim við strendur sem liggja á móti áttinni.
Þegar veðrið skall á stöðvaðist öll umferð um tíma vegna
mikillar ofankomu og ofsa. Margir lentu í hrakningum eða
tepptust um lengri eða skemmri tíma. Börn urðu innlyksa í skólum
og á dagheimilum og yfirleitt komst fólk ekki ferða sinna, samá á
hvaða aldri það er.
Um fótaferðartíma um morguninn var veður allsæmilegt og
ungir sem gamlir létu sér ekki detta annað í hug en fara í sína
dagvistun, hvort sem hún er í skólum, í vinnu eða í öldrunarþjón-
ustu.
En það furðulega við allt þetta er, að búið var að spá
nákvæmlega því veðri sem á brast. Veðurfræðingar voru marg,
margoft búnir að segja nákvæmlega til um hvernig veðrið myndi
verða miðvikudaginn 4. janúar.
Hver tyggur eftir öðrum að sjónvarpið sé öflugasti fjölmiðillinn
og nái best sjónum og heyrn landsmanna, og margir hafa orðið til
að dást að greinargóðum veðurfregnum sem þar eru fluttar nær
daglega. Veðurfræðingurinn sem skýrði veðurkortið á þriðjudags-
kvöld útlistaði veðurhorfur næsta dag með eins skýrum hætti og
frekast var kostur. Veðurlagið gekk nákvæmlega eftir spá hans.
Veðurfræðingurinn sem spáði næsta kvöld gat ekki að sér gert,
að sýna aftur hverju spáð hafði verið og allt kom það heim og
saman.
í hljóðvarpinu voru náttúrlega sömu veðurfréttir og var mjög
varað við áhlaupinu fram eftir morgni á miðvikudag. En allt bar
þetta að sama brunni. Hvergi var skólahaldi aflýst og ungir og
aldnir fóru á sín barnaheimili og öldrunarþjónustu. Hinir „öflugu“
fjölmiðlar höfðu lítil sem engin áhrif.
Hins vegar voru þeir yfirfullir af fréttum af ófærð og hrakningum
eftir að báiviðrið var skollið á. Þá sátu menn jafnfastir í umferðinni
við bæjardyrnar hjá sér eða í hundruðatali bókstaflega um allt
landið, því jafnt var lagt af stað í langferðalög og skottúra milli
húsa hvað sem veðurstofan sagði.
Smábílakraðakið í umferðinni í þéttbýli eftir að allt var orðið
ófært er svo kapituli út af fyrir sig. Það þurfti enga veðurspámenn
til að segja bílstjórum að allt væri kolófært þegar vart sá út úr
augum í kófinu og vaða þurfti snjóinn í klof til að komast að
bílunum. Þótt útvarpað væri stanslaust að allar leiðir væru lokaðar
átti það ekki að þurfa til, þar sem hverjum heilvita manni mátti
vera ljóst að færð var verri en slæm.
Að sama leytinu varaði veðurstofan eindregið við flóðahættu á
fimmtudagsmorgun. Samt kom hún sumum hverjum að minnsta
kosti á óvart. Hafnarstjóri á Suðurnesjum lét hafa eftir sér í blaði,
að það væru ávallt sömu mennirnir sem sýndu árvekni ár eftir ár
og að skip þeirra væru aldrei í hættu þegar stórstraumsflóð og brim
fara saman en aðra verður að vara við þegar allt er komið í óefni.
Veðrahamurinn og flóðin um miðja vikuna voru óvenjuleg. Við
slíkum náttúruhamförum má ávallt búast á íslandi en með árvekni
og fyrirhyggju má minnka tjón og koma í veg fyrir hrakninga.
Ekki urðu teljandi slys á fólki í þessu áhlaupi, og er það
guðsþakkarvert. Þeir sem réttast brugðust við voru íbúar byggðar-
laga sem snjóflóðahætta vofir yfir. Með góðri samvinnu veður-
stofunnar og íbúa þeirra svæða sem búa við slíka vá var skipulega
unnið að því aö flytja fólk á brott frá mestu hættusvæðunum.
Þarna er beint samband á milli en ekki treyst á að fólk taki eftir
viðvörunum í fjölmiðlum.
Það virðast orð að sönnu, sem starfsmaður rásar 2 lét hafa eftir
sér þegar fyrirtækið fór í gang, að útvarpsefnið þaðan er til að
heyra, en ekki til að hlusta á. En þetta virðist eiga við um fleira
en poppið.
-O.Ó.
Wmmm______
horft í strauminn
■ Sum blöð hafa tekið upp þann sið að kjósa mann liðins árs
við áramót. Þetta er oftast einhver frægðarpersóna sem unnið
hefur afrek öðrum til góðs á árinu.
Nú brá nýrra við. Dagblaðið fór ekki troðnar slóðir að þessu
sinni, þegar það valdi mann ársins um áramótin. Það varð
hvorki Steingrímur eða Geir, Jóhannes Nordal né eitthvert
stórmenni lista eða bókmennta. Blaðið kvaðst hafa valið hinn
almenna launamann í landinu mann ársins 1983. Þetta var
bæði rökrétt og réttlátt val. Við eigum fórnum hans að þakka
mikilvægasta árangur í þjóðarbúskap liðins árs - hjöðnun
verðbólgunnar - eða að minnsta kosti samþrýsting hennar.
Hins vegar er ekki enn komið í Ijós, hvort okkur tekst að eyða
þessum tímabundna samþrýstingi og gera hann að ládeyðu,
eða hann sprengir af sér allar hömlur og æðir sem fellibylur
yfir að nýju - eða eins og brimið á Akranesi og í Sandgerði á
dögunum.
Þetta er spurning ársins sem haldið hefur innreið sína.
Fjandinn í sauðarleggnum
Það eru vafalaust ánægjulegustu tíðindi við þessi áramót,
að augsýnilega hefur tekist að stöðva verðbólguna í bili og
jafnvel þjarma töluvert að henni. Þann árangur skulum við
skila, einkum til manns ársins 1983 —hins almenna launamanns
á lægstu þrepum. '
Ýmsir mcnn svinnir hafa sagt að lækkun verðbólgu sé
kjarabót, og landsfeður tekið undir það. Verðbólgulækkun er
það líka, meðan kaupgjaldsvísitala er í fullu gildi, jafnvel án
teljandi réttlætisþjónustu stjórnarherra. En þegar valdið
varpar þessari vísitölu fyrir róða, eins og gert hefur verið, þá
ieggst réttlætisskyldan um skil þessara kjarabóta með fullum
þunga á mannlegar herðar ráðherranna. Þetta er fyrsti
réttlætisbagginn, sem nú er beðið eftir að sjá hvort þeir rísa
undir. Og þeir ntunu verða fleiri á árinu.
Maður gamla ársins, láglaunamaðurinn, er nú satt að segja
kominn að niðurlotum. Á Itann verður varla meira lagt. Nú
er komið að mönnum nýja ársins - réttlætisársins - að rétta
honum hjálparhönd. Einhvervitlausasta og viðurstyggilegasta
ráðstöfun herforingjastjórnarinnar á síðasta ári var að borga
mönnum því hærri dýrtíðaruppbót sem menn höfðu hærri laun
fyrir. Slíkum viðhorfum verður nú að linna. En hvernig á að
bæta hlut láglaunafólks? Það er vafalaust engin þráðbein
réttlætisleið til í því efni. Leið fyrrverandi ríkisstjórnar gafst
illa og varð nánast að athlægi í öfugmæli sínu. Skattaleiðin
nær mjög takmörkuðum árangri fyrir þá sem verst eru settir.
Lögbinding lágmarkstímakaups væri spor í rétta átt en varla
SAUÐARLEGGNUM
EN LÆTUR ENN
ÓFRIÐLEGA
ekki vanmeta. En verðbólgustríðið á liðna árinu minnir mjög
á gömlu þjóðsöguna um skollann í sauðarleggnum. Fjandinn
var laus þá eins og stundum áður og síðar, en stjórnlistar-
mönnum tókst að lokka hann ofan í opinn sauðarlegg eða
þráðarlcgg og stinga tappa í. En stríðið var ekki unnið með
því bragði, því að skolli lá ekki kyrr í leggnum, heldur braust
fast um, og sá ótti vofði sífellt yfir, að hann sprengdi legginn
eða spýtti tappanum úr. Sá var vandinn að hemja hann í
leggnum, raunar öllu meiri en koma honum í hann. Svo er
enn, og það verður á þessu ári sem mest reynir á stjórnmála-
mennina - ríkisstjórnina - en verði skolli enn í leggnum um
næstu áramót, hvað þá ef farið verður að draga af honum svo
að um munar. verður lítill vandi að velja menn ársins 1984 -
ríkisstjórnina okkar.
Við skulum santcinast í einlægri ósk um að henni takist
þetta, því að hamingjan Itjálpi okkur ef verðbólgan steypist
yfir að nýju - eins og skollinn úr sauðarleggnum.
Réttlætið og valdið
En hvernig á ríkisstjórnin að heyja sér styrk til þess að halda
tappanum í sauðarlcggnum?. Skolla var troðið í legginn með
fórn launafólksins og valdbeitingu ríkisstjórnar. í hugann
koma spekiorð Pascals. „Þegar ekki er unnt að gera réttlætið
voldugt, bregða stjórnendur á það ráð að kalla valdið réttlátt".
Þctta var boðorð liðins árs. Og þetta er einmitt rökfræði
fjandans sjálfs. Þótt koma megi honum í lcgg með hans eigin
bragði, verður honum ekki haldið þar né dreginn úr honum
bakfiskurinn með þeim ráðum, heldur mun hann sprengja af
sér öll bönd með þeirri næringu.
Nú þarf annarra ráða við. Nú er að því komið í
verðbólgustríði ríkisstjórnarinnar að hætta að segja: Valdbeit-
ingin er Téttlát.
Nú er að því komið á ferli hennar að gera réttlætið voldugt.
Með því einu nást einhver varanleg tök á skolla.
Ganga ríkisstjórnarinnar á s.l. ári á vegi réttlætisins í garð
þegnanna var satt að segja hörmulegt ferðalag. En það var
líklega varla nema von, meðan hún taldi sig verða að kljást
við skolla undir því herópi, að valdið sé réttlæti. Og jafnvel
má fallast á, að varla hafi verið annars kostur eins og komið
var. Svo illa getur horft, að.herforingjastjórn sé afsakanlegum
stundarsakir, og það eru heldur ekki slíkar neyðartiltektir,
sem dæma þær til óhelgi, heldur framhaldið, sem oftast verður
það að þær láta undir höfuð leggjast að gera réttlætið voldugt
á eftir - og svo springur allt þegar frant líða stundir.
Ríkisstjórnin okkar hefur haft nokkurn svip herforingja-
stjórnar á síðasta ári. Hún verður þó ekki sakfelld á degi
dómsins fyrir það, heldur dæmd eftir hinu, hvort hún
kappkostar á þessu nýbyrjaða ári að gera réttlætið voldugt,
eða heldur áfram að segja að valdið sé réttlæti.
Að láta verðbólguhjöðnun
verða kjarabot
Það sem helst virðist kalla að næstu mánuði til viðreisnar
réttlætinu er að koma kjarabótum af verðbólguhjöðnun til
alhlítt eða nógu hraðvirkt núna. En einhver ráð verður að
finna - og þau ættu að finnast ef réttlætisviljinn er einlægur.
Að láta verðlækkanir skila sér
Þá má nefna það sem mikilvægan áfanga.til þess að gera
réttlætið voldugra.að vinna vel að því að lækkun verðbólgunn-
ar skili sér í vöruverði til almennings. Albert ráðherra segir
þessa dagana, að vöruverð eigi að lækka í búðum, því að
fjármagnskostnaður verslunarinnar m.a. af vaxtalækkun, hafi
minnkað. En vöruverðið lækkar samt alls ekki sjálfkrafa svo
nokkru nemi. Albert segist vilja, að þetta gerist af frjálsum
vilja og án allra afskipta stjórnvalda. En það gerist bara ekki
þannig ncma mjög treglega. Þarna ber stjórnvöldum að koma
til með nokkru atfylgi. Það er kannski ekki æskilegasta leiðin
þegar sjór er lygn, cn meðan skolli brýst um í leggnum er það
nauðsynlegt.
Réttlætið í eigin barmi
Þótt mest sé um vert að gera réttlætið voldugt utan
stjórnarráðsins og arma þess, er forsenda árangurs þar að
stjórnendur líti í eigin barm. Ég held að ráðherrum.væri hollt
í upphafi þessa árs að líta í bók Ingólfs á Hellu, sem út kom
fyrir jólin, og lesa það sem hann hefur að segja um
ráðherradóm. T.a.m. ættu þeir að festa sér þessa málsgrein
hans í minni: „Eitt verður ráðherra að forðast sérstaklega, og
það er að nota þá aðstöðu sem embættið býður upp á til að
skara eld að sinni köku“. Og taki þeir síðan sneið sem eiga.
Ráðherrar verða líka að hætta að hossa vinum sínum og
ofeldiskálfum. Eitt er t.d. að hætta þeirri ósvinnu að taka sér
flokkssugur sem hjálparkokka við störfin í þágu alþjóðar.
Annað að hætta að hygla verslun og bisnismönnum með því
að létta af þeim sköttum í almannaþágu. Og svo eru nú
utanlandsferðirnar og Seðlabankinn. Af nógu er að taka.
Ráðherrar kváðu stundum allfast að orði um það á árinu
sem leið, að nú mundi verða stjórnað. Þau hreystiyri áttu
sæmilega við, meðan herforingjastjórn sat undir því kjörorði
að valdið væri réttlæti, en þeirra er einnig þörf þegar
ríkisstjórnin snýr sér að því að gera réttlætið voldugt. Það
gerist nefnilega ekki af sjálfu sér, þó að Albert vilji það. Því
þarf ekki síður að stjórna - jafnvel miklu betur en hinu.
A.K.
Andrés o
Kristjánsson í'á
skrifar