Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 12
Árið 1955 komust Færeyingar í heimsfréttirnar
vegna yfirvofandi styrjaldarátaka. Undirrótin var
aðeins deila um litlar 600 krónur, en áður en yfir
lauk hafði hún kostað danska ríkið þessa upphæð
þúsundfalda!
Sú fjárhæð sem hér var um að ræða var sekt sem
danski héraðslæknirinn í Klakksvík, Oluf Halvor-
sen, hafði verið dæmdur til að greiða fyrir samvinnu
við þýska hernámsliðið á stíðsárunum. Hann neitaði
allri sök. Þegar skipa átti annan mann í læknis-
embætti hans, brugðust Færeyingar hart við. Áður
en yfir lauk höfðu bæði varðskip og herskip verið
kölluð til frá Danmörku með ógrynni liðs og Viggo
Kampmann, fjármálaráðherra, var tvívegis sendur
til eyjanna að miðla málum. Rifflar, vélbyssur,
loftvarnabyssur og dynamit, - engu mátti muna að
öllu þessu yrði beitt/
Helgar-Tíminn rifjar upp þessa atburði í þessu
blaði og hinu næsta.
1.
■ Nokkrar nyrstu og austustu eyjarj
Færeyja nefnast Norðureyjareinu nafni.
Þær eru flestar langar og mjóar og
spyrna múlum í haf fram til norðurs og'
suðurs, ekki vogskornar til muna nema
stæsta eyjan, Borðey. Djúp og þröng(
sund kvíslast á milli þeirra meðgnæfandi |
fjöll á báðar síður. Sums staðar erul
strjálar byggðirnar á hjöllum og kinnum!
í hlíðarrótum, ef undirlendi brestur'
niðri við sjóinn.
Borðey er mjög miðsvæðis í þessum
eyjaklasa. Vestan hennar eru Konuey
og Karlsey, cn austan Viðey og Svíney
og Fugley nokkru fjær. Tveir firðir-
ganga inn í Borðey að sunnan, Árna-
fjörður og Borðvík. Vestan Borðvíkur
er mjór, cn alllangur fjallsrani, sem
minnstu munar að orðið hafi viðskila
við eyna, því að norður frá Borðvík er
lágt og mjótt eiði að annarri vík, sem
gengur inn í landið norðan frá, svonefnd-
■ um Vogi. Úti fyrir mynni hans rís há
fjallsöxl með skriðurunnum hlíðum og
lágum klettabeltum hér og þar. Það er
suðurendi Konueyjar.
Við Voginn er mikil byggð. Vestan
hans er næststærsti kaupstaður Færeyja,
Klakksvík, og nokkrar smábyggðir eða
hverfi eru austan við voginn og á sjálfu
ciðinu. Mjög er þessi staður luktur
fjöllum, enda eru víkurnar og eiðið líkt
og plógfar í gegnum landið og á báðar
hendur brattar fjallshlíðar, rákaðar
löngum, lágum klettabeltum, sem víða
eru mjög þctt saman, einkum þegar
dregur að brúnum, og minna helst á
hornahlaup á kind.
Um þennan stað kvað Hannes Haf-
stein, er hann kom þar fyrir tveimur
aldarþriðjungum:
Seilist um sólbjört skörð
sólskinið niður á jörð,
lýsir á bleikgræn börð,
blítt kyssir lygnan fjörð.
Tindrar úr tindum snær,
tó milli kletta grær.
Niður undan brosir bær,
brckkan í Ijósi hlær.
Fjallgirða, fagra vík,
fósturlandsstöðvum lík,
vorsólin veki þig,
vorblómin þeki þig!
í Klakksvík er mikil útgerð og fjölþætt
athafnalíf, skipasmíðastöðvar, rafmagn
frá vatnsaflsstöð, sýslumannssetur,
læknissetur, eitt af aðalsjúkrahúsum
Færeyja, gagnfræðaskóli og margt
annað, sem setur svip á staðinn. Hafn-
armannvirki eru þar mikil og Vogurinn
að öllu leyti til ákjósanlegasta skipalega
innan þröngrar innsiglingar. Skammt
utan við kaupstaðinn eru ekki nema
fimmtíu til sextíu metrar landa á milli.
Skipsleið til Klakksvíkur úr suðri er
um sundin mjlli Borðeyjarness að austan
og Austureyjar og Karíseyjar að vestan,
en úr norðri um Haraldssund milli
Borðeyjar og Konueyjar og Karlseyjar-
fjörð milli Konueyjar og Karlseyjar. Um
þessi sund eru siglingar tíðar, því að
mörg fleytan hefur löngum átt leið á
Voginn.
í Klakksvík var lengi einn umsvifa-
mesti athafnamaður Færeyja - kaup-
maður, útgerðarmaður, verksmiðjueig-
andi, iðjuhöldur. hann hét Kjölbro.
Flestir þræðir lágu í höndum hans, og
heldur voru fá þau atvinnufyrirtæki, er
nokkuð kvað, sem hann átti ekki einhver
. ítök í. Auk eigna hans heima fyrir var
hvalveiðistöð við svonefndar Ár á
Straumey.
Ekki var laust við Norðurbyggjum
þætti nóg um veldi Kjölbros. Um þúsund
mannsátti afkomu sína undir honum, og
nærri lét, að hann hefði heill og hamingju
allra byggðarlaganna við Vog og Borð-
vík í hendi sér, þegar umsvif hans voru
mest. Slíkur maður var að sjálfsögðu í
miklum metum, þótt sumum stæði stugg-
ur af honum, og raunar var Kjölbro líka
mikils háttar á marga grein. Varla þarf
að geta þess, að hann var lengi einn
lögþingsmanna Norðurbyggja. Fylgdi
hann Fólkaflokknum málum, en gerðist
aldrei forystumaður hans, því að hvort
tveggja var, að hann átti ærnar annir við
kaupsýslu sína og atvinnurekstur og
heimabyggð hans nokkuð fráskotin
höfuðstaðnum. Þar að auki var flokkn-
um ekki vant forystu.
Ekki setti það samt svo mjög mót á
Klakksvíkinga, þó að múgmaðurinn væri
lítið peð andspænis stóreignamanninum.
Sjálfsvirðing þeirra var ólömuð. Þeir
voru hæglátir í dagfari ogæðrulausireins
og Færeyingum er títt þolgóðir og
þrautseigir og ekki uppnæmir í andbyr.
En þeir voru skapríkir, og þætti þeim sér
misboðið, gat örsnauður fátæklingur
reist kambinn, við hvern sem var að etja.
Framtak og samhjálp stóð líka á gömlum
merg, og í Klakksvík hafði verið riðið á
vaðið með ýmsar nýjungar. Stuttu eftir
aldamótin síðustu var til dæmis stofnað
þar sjúkrasamlag, cr síðar hlaut viður-
kenningu stjórnarvalda, fyrst alira
sjúkrasamlaga í Færeyjum.
Það sást einnig í trúarefnum, að
Klakksvíkingar fóru sínar götur. Þeim
þótti bragðlítil kenning hinna ríkis-
launuðu presta, og höfðu margir hneigst
til fylgis við heimatrúboðsmenn. Voru
ítök þeirra í Færeyjum óvíða jafnmikil
sem í Klakksvík. Mun þessi trúaralda
hafa borist þangað frá Noregi, og voru
Norðmenn yfirleitt í hávegum hafðir.
En oft þótti anda heldur köldu til Dana
í Klakksvík, og nokkurs rígs gætti
löngum í garð Þórshafnar.. Klakksvík-
ingar töldu sig og bæ sinn engu síðri
höfuðstaðnum og íbúum hans.
II.
Þessu næst er þar til að taka, er
heimsstyrjöldinni síðari lauk, Færeying-
ar stjórnuðu málum sínum sjálfir meðan
Danmörk var í hers höndum, og höfðu
Englendingar, er sátu með her í eyjunum
öll ófriðarárin, viðurkennt sérstakan sig-
lingafána Færeyinga. Var það ekki að
óverðskulduðu gert, því að Færeyingar,
sigldu landa á milli, á hverju sem gekk,1
og færðu Englendingum mikla matbjörg.
Létu þeir ekki í neinu bugast, þótt þeir
gyldu slíkt afhroð á sjónum af völdum
kafbáta og tundurdufla að manntjón
þeirra varð svipað að hlutfalli og sumra
styrjaldarþjóðanna.
Þegar Þjóðverjar höfðu verið brotnir
á bak aftur og samgöngur hófust á ný á
milli Færeyja og meginlands álfunnar,
tóku Danir við stjórnartaumunum, þótt
fljótlega væri talsvert rýmkuð heima-
stjórn Færeyinga. Meðal þeirra manna,
sem þá var sendur frá Danmörku til
starfa í Færeyjum, var læknir einn, er
hét Oluf Halvorsen. Ilann gerðist að-
stoðarlæknir í sjúkrahúsinu í Þórshöfn
árið 1948. Nokkur skuggi hvíldi yfir
fortíð þessa manns: Hann var borinn
þeim sökum að hafa verið Þjóðverjum
vinsamlegri en hæfilegt þótti á þeim
árum. Brot hans var ekki talið alvarlegs
eðlis, en áminningu hafði hann sætt, og
fylgdi henni krafa um sex hundruð
krónur danskar, er rannsókn á ferli hans
átti að hafa kostað. Nú hefði fyrnst yfir
þetta, ef Halvorsen hefði greitt þennan
reikning góðfúslega. En það vildi hann
ekki gera. Hann hafði aldrei gengist við
sök þeirri, er hann var borinn, og leit á
það sem óbeina játningu, ef hann borg-
aði málskostnaðinn. Átti hann í úti-
stöðum við læknafélagið danska, sem
hafði sótt hann til saka, og var hann að
lyktum rekinn úr því, en jafnframt tjáð,
að hann gæti orðið fullgildur félagi á ný,
ef hann reiddi gjaldið af höndum.
Þetta vissu menn ekki í Færeyjum, er
hann hlaut læknisstarfið í Þórshöfn. En;
síðar vitnaðist, hvernig í pottinn var
búið, og var hann þá einnig sviptur aðild
að læknafélaginu færeyska.
Nú var það árið 1951, að danskur
læknir, s'em starfað hafði í sjúkrahúsinu
í Klakksvík, vildi með engu móti vera
þar lengur. Honum var brátt að komast
heim og fékkst ekki til þess að veita
neinn frest. Harla torsótt reyndist að fá
lækni.í hans stað og horfði svo að
sjúkrahúsið myndi verða læknislaust. í
þessum vandræðum sneru stjórnarvöldin
■ Mannsafnaður horfir á danska embættismenn og hermenn ganga upp bryggjuna í Klakksvík. Aftast á myndinni sést herskipið Hrólfur Kraki,
sem sendur var með innrásarflokkinn til bæjarins.
■ Frá Klakksvík
sér til Halvorsens. Að vísu var þá
kunnugt orðið, hvernig högum hans var
háttað, en í það var ekki horft eins og á
stóð. Gaf Halvorsen kost á því að fara
til Klakksvíkur, og mun hann hafa vænst
þess, að það myndi virt honum til
þegnskapar. Gaf og færeyska læknafé-
lagið samþykki sitt til þessarar ráð-
stöfunar.
í rauninni var ekki í kot vísað. Efna-
hagur var með blóma í Klakksvík,
göturnar malbikaðar, víða ný og falleg
hús, gnægð nýrra bifreiða, fókið elju-
samt og gestrisni mikil. En það var erfitt
starf, sem beið Halvorsens. Hann varð
ekki einungis sjúkrahúslæknir og sjúkra-
samlagslæknir í bæ með nálega þrjú
þúsund íbúa, heldur varð hann oft að
gegna störfum héraðslæknis, því að
misbrestur var á, að það embætti væri
skipað. Læknisdæmið náði um allar
Norðureyjar og hluta af Austurey, og
allar ferðir varð að fara á sjó, oft í stormi
og náttmyrkri.
Halvorsen reyndist dugmikill maður
og góður læknir. Hann var ótraúður og
jafnan til reiðu, þegar nokkuð lá við,
strangur bindindismaður og reglumaður
í hvívetna. Og þó hann væri kannski
ekki margmáll eða mannblendinn, öðl-
aðist hann virðingu og vinsældir. Engir
slógu þó um hann skjaldborg sem heima-
trúboðsfólkið. Það stafaði af því, að
hann baðst jafnan fyrir litla stund, áður
en hann hóf meiri háttar læknisaðgerðir. >
Um þessar mundir hafði breyting
veriðgerð á læknaskipan í Færeyjum, og
árið 1952 var staða yfirlækríis í sjúkra-
húsinu í Klakksvík auglýst. Mun hann
þó hafa gert sér vonir um, að hann yrði
látinn njóta þess, hve þegnsamlega hann
brást við, þegar læknislaust var í
Klakksvík, og sótti um embættið. En að
þessu sinni var hann ekki eini maðurinn,
sem fáanlegur var til þess að gegna þar
læknisstörfum. Annan fýsti þangað -
danskan tengdason Kjölbros gamla, Ru-
bæk Nielsen að nafni, lækni í Vogey. Ef
til vill hefur honum þótt álitlegt að gerast
læknir í ríki tengdaföður síns - ef til vill
hefur gamli maðurinn kosið að hafa
dóttur sína í nálægð við sig.
Svo fór, að Rubæk Nielsen var veitt
embætti, og var því borið við, að Hal-
vorsen stæði í óbættum sökum við
stéttarbræður sína og gæti þess vegna
ekki hlotið embættisveitingu. Þó var
kunnugt orðið þá þegar, að almenningur
í Klakksvík sótti það fast, að Halvorsen
hreppti embættið. En yfirvöldin hafa
vafalaust treyst, að Kjölbro gamli bæri
svo höfuð og herðar yfir aðra menn í
Norðureyjum, að enginn dirfðist setja
sig upp á móti þessari ráðstöfun.
Hér fór á annan veg. Heimatrúboðs-
fólkið hafði í upphafi staðið fremst í
flokki þeirra, sem ekki vildu missa
Halvorsen, en nú snerist þorri manna til
eindregins fylgis við hann. Því fór fjarri,
að mægðirnar við Kjölbro yrðu Rubæk
Nielsen til framdráttar. Það er jafnvel
líklegt, að mörgum hafi búið það í
brjósti, er haft var eftir einhverjum
Klakksvikingi um þessar mundir:
„Höfuðpaurinn, sem svo lengi hefur
drottnað yfir efnahag okkar, ætlar nú
líka að ráða yfir lífi okkar og limum.“
Annað var líka þungt á metunum:
Klakksvíkingum farínst það skjóta
skökku við, ef gamalt þras Halvorsens í
Danmörku átti að vera því til fyrirstöðu,
að hann hreppti starf í Færeyjum. Þeir
vildu ekki sætta sig við, að það réði
úrslitum um veitingu færeyskra
embætta, þótt danskir aðilar teldu ein-
hvern umsækjenda standa f óbættum
sökum við sig. Og þetta mun fljótt hafa
orðið kjarni málsins.
Annars var Nielsen fundið það til
foráttu, að hann væri næsta drykk-
felldur, og var þeim rökum teflt fram
fyrst í stað. Það var nærtækt, því að
Halvorsen hafði hreinan skjöld í því
efni.
Nú stóð um hríð í hinu mesta stíma-
braki. Halvorsen hafði sigekki í frammi
sjálfur, en gerði sig ekki líklegan til þess
að sleppa starfinu, og bæjarbúar hótuðu
að gera hinn nýja sjúkrahúslækni aftur-
reka. Ljóst var að ekki skorti þá afl til
þess, ef liðið var einhuga, því að meira
en níutíu af hverju hundraði fullorðinna
Klakksvíkinga höfðu krafist þess skrif-
lega að þeir fengju að halda Halvorsen.
Rubæk Nielsen átti að taka við yfir-
læknisstarfinu 1. apríl 1953. Þegar sá
dagur nálgaðist, komst allt í uppnám, og
reyndist ógerlegt að fá Klakksvíkinga til
þess að sætta sig við Nielsen. Loks
hugðist ríkisumboðsmaður Dana í
Þórshöfn, er þá var Kaj Vagn-Hansen,
taka af skarið. Hélt hann til Klakksvíkur
24. mars, og var Rubæk Nielsen í för
með honum.
Þeim gafst á að líta, er þangað kom.
Bryggjan var eitt mannhaf, og er talið,
að þar hafi verið um þúsund manns.
Þetta fólk var ekki til þess komið á
bryggjumar að fagna gestum: Þeim var
hótað því, að þeim yrði fleygt í sjóinn,
ef þeir tylltu fæti á land. En þeir vildu
ekki hætta á slíkt og kusu heldur að fara
erindisleysu. Húsgögnum Nielsens var
þó skipað upp, sem aldrei skyidi verið
hafa, því að þau voru brotin og áklæðið!
rist sundur, er það vitnaðist, hver átti|
þau. Sýslumaðurinn í Klakksvík, Hákon'
Hansen, fékk ekki rönd við reist. Hann
hafði ekki á að skipa nema tveimur
lögregluþjónum, svo að honum var einn
kostur nauðugur: Að forðast öll afskipti
eins og honum var unnt.
Yfirvöldin munu fljótlega hafa tæpt á
því, að Klakksvíkingar gætu fengið ann-
an lækni en Nielsen í stað Halvorsens.
Lést Halvorsen ekki mótfallinn því að
víkja, en sagðist ekki geta horfið frá
sjúkrahúsinu læknislausu, því að með
því ryfi hann lækniseið sinn. Allt strand-
aði á þ.ví, að bæjarbúar hleyptu ekki
öðrum lækni á land.
Og það voru orð að sönnu. Nokkru
eftir komu ríkisumboðsmannsins og
Nielsens reyndi læknir einn, Toftemark
að nafni, að komast þar á land. En
Klakksvíkingum gast ekki að því að hafa
hann meðal sín, og náði hann ekki
landgöngu fyrr en hann hafði klæðst
færeyskum þjóðbúningi. En engu fékk
hann fram komið og hlaut að verða á
brott, er upp komst um bragð hans. Enn
síðar voru tveir danskir Iæknar, er
yfirvöldin sendu þangað til starfa um
stundar sakir, gerðir afturreka.
Um þessar mundir hafði forystan í
læknadeilunni færst mjög í hendur hafn-
arstjórans í Klakksvík. Hann hét Hans
Fischer Heinesen, harðger maður og vei
menntur. Hann hafði verið kennari í
sjómannaskóla í Marstal í Danmörku,
en fór þar ekki dult með álit sitt á stjórn
Dana í Færeyjum. Er talið, að níðst hafi
verið á honum í hefndarskyni fyrir
bersögli hans, er hann sótti um starf,
jsem honum var hugleikið. Þétta mildaði
ekki hug hans í garð danskra embættis-
manna, og mun honum hafa hlegið
hugur í brjósti er teflt var fram liði, er
varnaði ríkisumboðsmanninum land-
göngu í Klakksvík.
Nú lék fylgismönnum Halvorscns hug-
ur á að tryggja sem best aðstöðu sína.
Svo heppilega vildi til, að bæjarstjórnar-
kosningar voru fram undan. Gripu þeir
tækifærið og buðu fram sérstakan lista
haustið 1954. Jarðvegurinn var góður,
og flokkaskipun í bænum riðlaðist mjög.
Listi Halvorsensmanna hlaut langmest
fylgi og náði fjórum bæjarstjórnarfull-
trúum af sjö. Einn úr þeirra hópi, Viggó
Joensen, var kosinn varaforseti bæjar-
stjórnarinnar. Hann gerðist nú annar
aðalforingi Klakksvíkurhreyfingarinnar.
III.
Um þessar mundir voru fimm stjórn-
málaflokkar í Færeyjum, einum færra en
nú. Sambandsflokkurinn var þeirra elzt-
ur og íhaldssamastur og vildi sem nán-
ustu tengsl við Danmörku, en Þjóðveld-
isflokkurinn yngstur, róttækastur og
harðastur í sjálfstæðiskröfum og ekki
vinsæll í Danmörku. Jafnaðarmanna-
flokkurinn var nákominn verkamanna-
flokknum danska og hafði ekki hug á
sjálfstjórn nema að takmörkuðu leyti.
Fólkaflokkurinn, flokkur Kjölbros, hélt
' fram sjálfstæðiskröfum, en fór ekki jafn-
geyst og Þjóðveldisflokkurinn. Sjálf-
stjórnarflokkurinn var minnstur og fór
nokkuð bil beggja.
Sú skipan hafði komist á fyrir fáum
árum, að færeysk landstjórn stýrði þeim
málum, sem lutu forræði heimamanna,
og var stjórnarsamvinna með þremur
flokkum um jtessar mundir. Kristján I
Djurhuus, einn af forvígismönnum Sam-
bandsflokksins, búsettur á Þvereyri á I
Suðurey, gegndi embætti lögmanns, eri
hér myndi kallast forsætisráðherra, en í
stjórn með honum voru Eðvarð Mitens
úr Sjálfstjórnarflokknum og Hákon
Djurhuus úr Fólkaflokknum. Hann I
hafði áður verið kennari í Klakksvík og
átti þar húseignir. Þessi stjórnarsam-
vinna byggðist ekki á afstöðu til sjálf-
stæðismálanna, heldur innanlandsmála.
Þetta var landsstjórn borgaraflokkanna.
Landstjórinn átti nokkuð í vök að
verjast, og einkum var Þjóðveldisflokk-
urinn harðsnúinn andstæðingur.
Forystumaður hans, Erlendur Paturs-:
son, yngsti sonur sjálfstæðishetjunnar'
Jóannesar Paturssonar, var jafnframt
formaður Fiskimannafélags Færeyja, og
bcitti hann sér um þéssar mundir fyrir
mjög hörðu sjómannaverkfalli. Urðu
úrslit á þann veg, að hann færðist í
aukana við þær sviptingar. Þverúð
Klakksvíkinga og þráseta Halvorsens
læknis norður þar hvert misserið af öðru
gat ekki talist til þeirra mála, er mestu
skiptu. Þó var Klakksvíkurdeilan sem
fleinn í holdi yfirvaldanna, enda illt'
afspurnar, að afskekkt byggðarlag skyldi,
setja landstjórninni stólinn fyrir dyrnar.
Þar að auki var Ijóst, að Þjóðveldisflokk-
urinn vænti sér uppskeru af deilunni.
Hann studdi Klakksvíkinga, enda var
Heinesen hafnarstjóri einn liðsmanna
hans. Jafnaðarmenn léku meira tveim
skjöldum, svo sem þeim væri bæði sárt
og klæjaði.
Lögmanninum, Kristjáni Djurhuus,
þótti óráðlegt að láta lengur reka á
reiðanum. Hann sneri sér til ríkisstjórn-
arinnar dönsku og óskaði liðveislu
hennar. Árið 1954 var haldinn fjöl-
mennur fundur í Kaupmannahöfn til að
ráðgast um málið, og voru á honum, auk
lögmanns og þáverandi forsætisráðherra
Dana, Hans Hedtofts, eigi færri en fjórir
danskir ráðherrar, fjórir deildarstjórar,
fyrirliðar úr Sambandsflokknum og
flokki jafnaðarmanna í Færeyjum og
fulltrúar danskra og færeyskra lækna.
En allt reyndist þungt í vöfum. Danska
stjórnin var treg til afskipta, og lyktaði
fundinum svo, að Hans Hedtoft úrskurð-
aði þetta viðfangsefni færeyskra stjórn-
valda. ^r eigi hefðu enn reynt allar
leiðir til sátta.
Eftir þetta tok Kristján Djurhuus sér
sjálfur ferð á hendur til Klakksvíkur. En
það fór eins og fyrri daginn: För hans var
heft. Við þetta tók deilan að harðna á
ný. Af hálfu landstjórnarinnar var látið
í veðri vaka, að sjúkrahúsinu kynni að
verða-lokað. Urðu Klakksvíkingar ó-
kvæða við og töldu firn mikil ef togstreit-
an um lækninn ætti að bitna á sjúku fólki
í Norðureyjum. Hótuðu þeir að hætta
skattgreiðslu og láta peningana renna til
sjúkrahússins. Enn slógu yfirvöldin
undan, og var imprað á því, að formenn
stjórnarflokkanna hétu Halvorsen því
skriflega, að hann fengi yfirlæknisstöð-
una í sjúkrahúsinu, ef hann hyrfi frá
störfum um sinn og næði sættum við
læknafélögin, svo að unnt væri að skipa
hann löglega í embætti yfirsjúkrahús-
læknis. Átti þá að fela öðrum manni,
Axel Poulsen, héraðslæknisembættið.
En Halvorsen var nauðugt að beygja
sig, og Klakksvíkingar vildu ekki sjá af
honum. Þessu var vísað á bug.
Rubæk Niclsen hafði átt veitingarbréf-
ið í skrifborðsskúffu sinni í tvö ár, en var
vísast fyrir löngu orðinn afhuga embætt-
inu, enda farinn til Danmerkur. Enginn
orðaði lengur, að hann yrði sjúkrahús-
læknir í Klakksvík. Vald tengdaföður
hans í bænum var brotið á bak aftur, og
harðskeyttir andstæðingar hans höfðu
þar tögl og hagldir. Ekki þurfti að gera
því skóna, að hann vildi framar róa á
þessi mið. Landsstjórnin varð því að fá
einhvern nýjan mann sér til fulltingis ef
hún vildi ekki gefast upp með öllu.
Klakksvíkingar glottu, þegar þetta bar á
góma. Þeir bjuggust við, að torvelt
veittist.að finna lækni, sem hætti sér út í
ævintýrið, eftir það sem á undan var
gengið. Þetta þrátefli hafði staðið lengi,
og þeir væntu, að þeir hefðu í fullu tré
við andstæðinga sína framvegis.
En nú var þess samt skammt að bíða,
að hærri og brattari alda risi en nokkru
sinni fyrr.
IV.
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn
21. apríl 1955 kom farþegaskipiðTjaldur
til Klakksvíkur og lagðist að bryggju að
venju. Allt var með kyrrum kjörum í
bænum - slangur af fólki á bryggjunni
eins og títt var við skipakomu, en
liðssamdráttur enginn. En það komst
fljótt kvik á heimamenn: Upp úr skipinu
komu óboðnirgestir. Þetta voru Eðvarð
Mitens ráðherra, Elkjær Hansen, en þá
var ríkisumboðsmaður Dana í Færeyj-
um, Feilberg-Jörgensen fógeti, Rindahl
sórinskrifari og Dahl, færeyskur yfir-
læknir sjúkrahússins í Þórshöfn. Fylgdu
'
llill
181H t"
a . o
Sfffj | \\
J jí U
\ íipll* 'ateii'
'i
4
íftíl
& :í 1
W 'J
mm
\
ÍiBff
1IIIÁ
mm
m
Mmitm
SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1984
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984