Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
mmm
21
■ Um þessar mundir
stendur yfir í felags-
heimilinu a Seyðisfirði
sýning á Ijósmyndum.
Hún er tvískipt—annars
vegar er um að ræða
þróunarsögðu Ijós-
myndunar í máli og
myndum, en hins vegar
sýningu á gömlum
Ijósmyndum frá kaup-
staðnum. Sýningin er
unnin fyrir tilstuðlan
menntamálaráðu-
neytisins, en Ljós-
myndasafn íslands sér
um framkvæmdina.
Fjöldi merkilegra
mynda sem varða sögu
Seyðisf jarðar eru á sýn-
ingunni. Má nefna
myndir frá heimsokn
Friðþjófs Nansen
Friðþjófur
Nansen
á
Seyðisfirði:
••
■ Friðþjófi og öðrum gestum var boðið til veislu inni í dalnum, nálægt Gufufossi.
ff019 vu, sætt
brauð og vindlar"
sumarið 1910. Tekið
var á móti honum og
skipsfélögum hans á
norska herskipinu Frið-
þjófi með lúðrablæstri
og tilheyrandi. Austri,
blað Seyðfirðinga,
sagði svo frá heimsókn-
inni:
„Norska herskipið Friðþjófur kom
hingað 13. júlí síðast liðinn, með nafna
sinn Friðþjóf Nansen innanborðs. Alls
voru á skipinu 170 manns, þar af 25
sjóliðsforingjaefni.
Foringi skipsins, Caspar Erlandsen
komandör, og Nansen komu í land strax
fyrsta daginn og heimsóttu konsúl
Norðmanna St. Th. Jónsson og nokkra
fleiri bæjarmenn. Áður haföi konsúllinn
verið úti í skipinu, og var skotið heiðurs-
skotum fyrir honum, er hann fór þaðan
í land aptur.
Síðar var 10 bæjarmönnum boðið til
dagverðar út í skipið og sama dag var
margt kvenfólk þar í boði. Voru
móttökurnar hinar bestu og vinsamleg-
ustu. Þar á eptir buðu bæjarmenn skip-
verjum í land og komu þeir 31 talsins,
með prófessor Nansen og kommandör
Erlandsen í broddi fylkingar.
„Fálkinn" var þá nýkominn frá út-
löndum, og var Níelsen kapteini boðið
að vera gestur bæjarbúa ásamt svo
mörgum skipsmönnum, er hann vildi, og
■ Norska herskipið Friðþjófur við
bryggju á Seyðisfirði 1910. Áhöfn-
in var 170 manns.
kom hann við fimmta mann. Þegar allir
gestirnir voru komnir saman hér á
Öldunn, var sest á hestbak og riðið hér
inn dalinn, inn að Gufufossi, þar sem
mönnum var útbúið ágætt matborð og
ræður haldnar.
Hornaleikflokkur bæjarins lék á eftir
ræðunum, og stóðu allir berhöfðaðir
meðan þjóðsöngvarnir voru leiknir.
Veður var fagurt og blítt og skemmtu
menn sér hið besta fram eftir deginum.
Um kvöldið komu menn svo aptur saman
í barnaskólahúsinu nýja og var þar
dansað fram á nótt. Þar var gestum
veitt: vín, öl, sætabrauð og vindlar."
„ímynd hinna
fornu víkinga“
„Seyðisfjörður má vera hreykinn yfir
þessari heimsókn, því þetta voru sjald-
gæfir og kærir gestir, eigi síst Friðþjófur
Nansen, hinn frægi afreksmaður. Hvert
mannsbarn á íslandi, sem komið er til
vits og ára, hefur lesið um þann frækna
Friðþjóf og dáðst af andlegu og líkam-
legu atgjörfi hans, og hefði því haft
gaman af að sjá hann. Það dylst engum,
er hann hefur séð augliti til auglitis, að
þar cr mikilmennið, ímynd hinna fornu
víkinga: Hár, herðabreiður, svipmikill
og brúnaþungur, en einkar hýr og Ijúf-
legur í viðmóti. En þrátt fyrir hýrt bros
er eins og þung sorgblandin alvara búi á
bak við það“, segir í Austra.
- Sjó.
■ Svona leit kaupstaðurinn út á fyrstu áratugum aldarinnar. A myndinni má þekkja Liverpool,
verslun Imsland, Skaftabæ, og Framtíðarhúsin tvö. Brúna, sem sést lengst til hægri á myndinni
byggði Otto Wathne. Handan fjarðarins er hús ións Grímssonar, söðlasmiðs.
■ Goðafoss leggst að Garðarsbryggju á Seyðisfirði árið 1916 - hann strandaði skömmu síðar
við Straumnes.
Myndimar útvegaði Einar Vilhjálmsson.