Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1984
SVIPTU SUNDUR KYRTLI YFIR-
LÆKNISINS OG DRÓGU AF HONUM RIFNÍURNAR
þeim nokkrir lögregluþjónar, líkt og
lífvörður væri. Snöruðust menn þessir
þegar á land og gengu snúðugt til
sjúkrahússins.
Erindi gestanna var að svipta Halvors-
en fcrráðum sjúkrahússins með fógeta-
valdi og fela Dahl yfirlækni forsjá þess
til b.áðabirgða. Hafði þar ekki verið
valið af verri endanum, því Dahlmaður
í miklum metum og frábær skurðlæknir.
Sér til aðstoðar átti hann að fá Axel
Poulsen héraðslækni, og var hans von
þá og þegar á einum af bátum þeim, sem
héraðslæknar eyjanha nota til ferðalaga.
Pessi ferð hafði verið undirbúin af
mikilli launung og þess vendilega gætt,
að engar spurnir bærust af henni. Það
var þó ærnum vandkvæðum bundið, er í
hlut áttu hinir fremstu og þekktustu
menn í litlu samfélagi. En svo hljóðlega
og kænlega hafði verið að öllu farið og
dyggilega um hnútanajrúið, að Klakks-
víkingum barst engin njósn. Kom það
því mjög flatt upp á fólk, er þessi fylking
birtist á bryggjunni.
Á samri stundu varð uppi fótur og fit
í Klakksvík. Það barst eins og eldur í
sinu um bæinn, aðóvinirnirværu komnir
á land og myndu ætla að láta til skarar
skríða gegn Halvorscn. Fólk hljóp út á
götu eins og það stóð, þcgar þessi tíðindi
spurðust, og þeir, sem við vinnu voru,
köstuðu frá sér verkfærum sínum og
verkcfnum. Innan lítillar stundar voru
flest hús í bænum mannlaus og vinnu-
staðir auðir. Allir þyrptust aö sjúkrahús-
inu.
Gestakomuna hafði borið að svo
óvænt, að flestum féllust hendur í
upphafi. Flokkurinn komst því nokkurn
veginn klakklaust í sjúkrahúsið. Gengu
gestir umsvifalaust inn, og cr þcir urðu
manna varir, spurði Mitsen ráðherra
eftir Halvorsen lækni. Honum var tjáð,
að hann væri ekki heima. Dahl bjóst þá
þcgar til starfa, dró hvítan lækniskyrtil
upp úr farteski sínu og fór í hann. Hann
ætlaði tafarlaust að hefja stofugang.'
Hinir biðu átekta.
En það skipti engum togum: Snögg-
lega var komin iðandi mannþröng að
sjúkrahúsdyrunum, ogstöðugt streymdu
fleiri og fleiri að. Nokkrir menn tóku sig
út úr hópnum gengu í húsið, véku sér
formálalaust að gestunum og skipuðu
þeim að hafa sig á brott. Nokkur fyrir-
staða var á, að gcstirnir hlýddu þessum
fyrirmælum, og vék Feilberg Jörgensen
orðum að því, að hann vildi ná tali af
Hákoni Hansen sýslumanni. En honum
var fljótt gert skiljanlegt, að þess myndi
enginn kostur þennan daginn. Eftir
nokkurt þras þreif einn heimamanna til
Dahls yfirlæknis svipti sundur kyrtli
hans og dró af honum rifníurnar. Við
svo harðmannleg handtök féll komu-
mönnum ketill í eld, og sáu þeir sér þann
kost vænstan að hörfa út.
Úti fyrir voru þegar nokkur hundruð
manna og urðu nú pústrar og hrundning-
ar í mannþrönginni. Lögregluþjónar
þeir, sem fylgdu gestunum, fengu ekki
rönd við reist, því að Klakksvíkingar
voru mjögsamtaka. Eftirskammaviður-
cign voru hinir tignu gestir ogförunautar
þeirra reknir eins og fénaður eftir kví
niður aðalgötuna. Hvarvetna voru
steyttir hnefar á lofti, og sums staðar brá
fyrir bareflum. Áverkar urðu þó ekki að,
neinu ráði, og var það helst haft á orði,
að Feilberg-Jörgensen hnaut á flóttan-
um, kannski sökum þess að óþyrmilega
var stjakað við honum, og skall á grúfu
á götuna. Hlaut hann við það ákomu á
auga og nokkrar skrámur á kinn. Honum
var þó veitt svigrúm til þess að standa
upp.
Þannig hrökkluðust þéir félagar fram
á bryggju með æpandi mannfjöldann á
báðar síður. Ókvæðisorð glumdu úr
öllum áttum - margt af því lítt fallið til
að festa á bók. Var mjótt á mununum,
hvorir brugðu fyrir sig mergjaðra orða-
lagi, barkaðir verkamennirnir eða há-
kristið heimatrúboðsfólkið. Það var að
minnsta kosti lítið um aðrar bænir en
bölbænir á götunum í Klakksvík þennan
eftirminnilega dag.
Jafnskjótt og gestunum hafði verið
stuggað yfir borðstokkinn á Tjaldi, var
hlaupið að landfestunum. En tæpast er
unnt að komast svo að orði, að þær væru
leystar. Axir voru til reiðu, og þær voru
höggnar sundur á bryggjubrúnni.
í sömu andrá og Tjaldur seig frá, bar
að læknisbátinn, sem Axel Poulsen var
á. Stóð hann í stafni með læknistösku
sína í hendinni, en náði ekki að stíga á
land, því að lið var mikið til varnar.
Poulsen kallaði til heimamanna, er hon-
um meinuðu landgöngu og spurði:
„Hver ræður hér?“
I „Við ráðum allir," var svarið. „Hypjið
ykkur til Þórshafnar."
Læknir bað einhvern að nefna sig, en
enginn ansaði honum, varð hann að
snúa frá við svo bújð.
Skipstjóranum á Tjaldi þótti og vænst
að halda sem skjótast brott. Embættis-
mcnnirnir mæltu ekki gegn því, enda
mun þeim hafa þótt sinn fótur fegurstur
að sleppa úr þessum darraðardansi.
Getur hver láð þeim það, er vill.
En Klakksvíkingum hló hugur í
brjósti. Þcir stigu sigurdans með glaum
og gleði næturlangt. Hetjukvæðin voru
sungin, uns dagur Ijómaði:
Hildibrand gav so stórt eitt högg,
frálíkur öðrum mönnum,
Klývur Rana í Isans landi,
sverðið stóð í tönnuni.
Ógvuligt var at líta á,
tá Hildibrand roynir alvi:
Klývur Rana, Ijóta tröll,
bókin niður i nalva.
Taö var hin ungi Hildibrandur,
sínum svörði brá,
hann kleyv Rana, Ijóta tröll,
sundur í lutir tvá.
V.
Ekki þarf að gera því skóna,1 að
embættismönnum scm til Klakksvíkur
Tóru á sumardaginn fyrsta 1955. hafi
vcrið létt í skapi er Tjaldur öslaði með
þá út Voginn og Pollinn og suður um
Gafl. Þetta var háðuleg för, og það, sem
gerst hafði í Klakksvík varekkert minna
en uppreisn gegn löglegum yfirvöldum
landsins. Það var úti um alla stjórngæslu,
ef múgnum átti að haldast uppi ofbeldi
sitt og bæði færeyskum og dönskum
yfirvöldum mátti sýnast virðing sín í
veði. Þcini hlýtur að hafa sollið móður,
ferðamönnunum.
Þeir komu til Þórshafnar klukkan sjö
um kvöldið, og var þá Feilberg-Jörgen-
sen með stóran heftiplástur á hægri kinn.
Hann hafði fengið gert að sárum sínum
við Saltangaá á heimleiðinni.
Margt fólk var niðri á bryggju í
Þórshöfn, er þeir stigu þar á land.
Skrámur fógetans báru því vitni. að í
odda hafði skorist í Klakksvík. En
áhorfendur þurftu ekkert að láta segja
ser. Allt hafði þegar frést um ferðir
höfðingjanna og erindislok, og þeir
fundu fljótlega, að andrúmsloftið var
miður gott. Almcnningur virtist á bandi
Klakksvíkinga.
Þetta sama kvöld sneri sórinskrifarinn
sér til dönsku ríkísstjórnarinnar og bað
um lögreglusveit frá Danmörku til þess
að koma Halvorsen frá Klakksvík.
Fógetinn hafði talið óhjákvæmilegt, að
hann fengi slíkan liðstyrk, því að
lögreglulið það, sem hann hafði á að
skipa, væri vanmegnugt að halda uppi
lögum og reglum. Ríkisumboðsmaður-
inn og ráðherrarnir féllust á þetta.
Lögmaðurinn, forsætisráðherra
landsins. var að sönnu ekki nærstaddur,
en dönsku stjórninni var hægt um vik að
ráðgast við hann. Hann var í Danmörku.
nýkominn af fiskimálastefnu í Róma-
borg, en ætlaði að bregða sér til Parísar,
áður en hann færi heim, því að hann
hafði þegið boð um að vera þar við
vígslu dansks gestaheimilis.
Ríkisstjóriin danska hafði verið treg
til þess að skipta sér af Klakksvíkurdeil-
unni. En nú var brugðið skjótt við, er
þessi eindregnu tilmæli bárust. Kristján
lögmaður Djurhuus var leitaður uppi í
skyndi og skotið á ráðstefnu, og til
ráðuneytis voru kvaddir tveir færeyskir
stjórnmálamenn, sem setu áttu á danska
þinginu - Pétur Mohr Dam, foringi
jafnaðarmanna, og Jóhann Poulsen úr
sambandsflokknum. Heldur var hrapað
að öllu og afráðið áður en til sængur var
gengið að senda skip frá Danmörku með
fjölmenna lögreglusveit, sem skakkað
gæti leikinn.
Og nú voru hendur látnar standa fram
úr ermum. Tekið var á leigu skip, sem lá
í höfn í Esbjerg, Parkeston, og hundrað
og þrjátíu manna lögreglusveit kvödd til
ferðar. Voru henni meðal annars fengn-
ar lögreglubifreiðir og þjálfaðir lögreglu-
hundar til þess að etja á uppivöðslu-
menn. Sérstök járnbrautarlest var látin
flytja sveitina til Esbjerg um nóttina, og
var Djurhuus lögmaður í för með henni,
því að ekki þótti annað hæfa en æðsti
maður Færeyja væri nálægur, er land
hans var í slíkum vanda statt. Af slíkri
skyndingu var þetta allt gert, að Parke-
1 ston lét úr höfn klukkan sjö næsta
morgun, nákvæmlega einu dægri eftir að
embættismennirnir í Þórshöfn komu
heini úr Klakksvíkurleiðangri sínum.
Fram að þessu hafði Klakksvíkurdeil-
unni ekki verið gefinn mikill gaumur
utan lands. Fáein blöð höfðu einungis
drepið á hana, helst til þess að henda
gaman að skrítilegri þrákelkni Klakks-
víkinga. En nú breyttist viðhorfið.
Kaupmannahafnarblöðin birtu langar
frásagnir með risastórum fyrirsögnum
um víkingaöldina, sem gengin var í garð
á ný í Færeyjum. Prentvélarnar spúðu
blöðunum úr sér tugþúsundum saman,
blaðasalarnir æptu tíðindin á hverju
götuhorni, rafmagnsborðarnir á húsurn
stórblaðanna runnu hring eftir hring og
eldletrið hrópaði til starandi mann-
fjölda: uppreisn í Klakksvík. danskt lið
sent til Færeyja.
En þetta var einungis upphafið.
Klakksvík varð sá staður á jarðarkringl-
unni, sem hvað tíðast var nefndur í
blöðum margra nálægra landa hina
næstu daga. Jafnvel rósturnar á Kýpur
hurfu að nokkru leyti í skuggann. Þessu
ollu harðfengileg viðbrögð Klakksvík-
inga.
Markmiðið með tiltæki dönsku stjórn-
arinnar hefur vafalaust verið að skjóta
Klakksvíkingum skelk í bringu. En þar
fór á annan veg. Vitneskjan um „hunda-
skipið", sem svo var nefnt í Færeyjum,
verkaði líkt og olíu hefði verið hellt á
eld. Klakksvíkingar hervæddust bókstaf-
lega, bæði karlar og konur. Öllum
skotvopnum, sem tiltæk voru, var safnað
saman - rifflum, haglabyssum, skamm-
byssum og vélbyssum, sem til voru síðan
á styrjaldarárunum. Jafnvel gamlar loft-
varnarbyssur, sem enska setuliðið hafði
skilið eftir, voru dubbaðar upp. Hvala-
spjót, sveðjur og barefli voru líka höfð
til reiðu, og brátt höfðu verið dregin
saman vopn handa mörg hundruð
mönnum. Brunadælur bæjarins voru
flultar niður á bryggjur, tálmanir voru
gerðar á vegi, varðmenn settir á fjöll til
þess að fylgjast með skipaferðum um
sundin, svo að óvinirnir kæmu ekki
bæjarbúum á óvænt, og bátar allir, sem
voru að síldveiðum norðan við Færeyjar,
kvaddir heim og beðið um liðsauka úr
næstu byggðarlögum. Loks var tilkynnt
í talstöð, að höfninni í Klakksvík yrði
lokað, svo að hvorki kæmist þar fleyta
út né inn án leyfis hafnarvarða. Tilkynn-
ingar um þetta voru þuldar linnulaust á
mörgum tungumálum í talstöðina í
Klakksvík.
Og ekki var látið sitja við orðin tóm.
Um miðnætti á sunnudagsnóttina var
togaranum Barmi lagt þvert um Voginn.
þar sem hann er mjóstur, og daginn eftir
' var annað skip, Svíneyjar-Bjarni, fengið
til þess að loka innsiglingunni alveg.
Voru skipin svínbundin u,u þveran vog
með akkerisfestum og stálvír, sem dufl
1 voru látin halda uppi. Duflin voru síðan
fyllt með sprengiefni og tengdir við þau
rafþræðir, svo að unnt væri að kveikja í
sprengiefninu úr landi og sprengja í loft
upp hvert það skip, sem freistaði að
rjúfa hafnbannið. Firnum af sprengiefni
var líka komið fyrir í Barmi. Var sumt
af því dýnamit, sem Klakksvíkurbær
átti, en auk þess var púðurs og spreng-
iefnis aflað víðs vegar um Norðureyjar
og flutt til Klakksvíkur. Landstjórnin
hafði að vísu bannað sölu skotvopna,
skotfæra og sprengiefnis. En henni var
um megn að framfylgja því banni og var
það að litlu haft.
Svo vildi líka til, að skip var nýkomið
með sprengjur og skotfæri handa hval-
veiðistöð Kjölbros við Ár, því að hval-
veiðitíminn nálgaðist. Allt.sem aðvopni
mátti verða, var tekið úr þessu skipi á|
sunnudagsnóttina, og fór tvennum
sögum af því, með hvaða heimild það
var gert. Ósennilegt er að minnsta kosti,1
að Kjölbrosfjölskyldan hafi látið birgðir
hvalveiðistöðvarinnar af hendi með Ijúfu
geði. Og nú var ofan á allt annað hafist
handa um að búa til handsprengjur. j
Þessi dægur var Klakksvík í enguj
frábrugðin borg, þar sem almenningur,
snýst í örvæntingu til varnar og býst til
þess að verjast langvinnu umsátri óvina.,
Enginn sinnti lcngur daglegum störfum.i
hamarshöggin í skipasmíðastöðvunum
voru hljóðnuð, fiskimennirnir skeyttu
ekki lengur um síldina - margir neyttu
! tæpast svefns né matar. Sumir komu á
brott börnum og gamalmennum, og öllu
ungviði var bannað að vera á ferli við
höfnina. Æsingar voru að sjálfsögðu
miklar. Hákoni sýslumanni Hansen og
lögregluþjónunum tveimur var bannað
að vera á ferli úti við, og maður úr
sjúkrahússtjórninni, sem dregið hafði
taum landstjórnarinnar í deilunni um
Halvorsen, flúði á brott föstudaginn 22.
apríl með konu sína og tvö börn.
Andrúmsloftið var rafmagnað, og
þrumuskýin, sem grúfðu yfir Færeyjum
sortnuðu með hverjunt degi. Alls konar
flugufregnir voru á sveimi, og einn I
daginn sagði maður manni, að Halvor-
sen hefði verið sýnt banatilræði: Skotiðj
á hann tveimur skotum. Þó að útlendir'
blaðamenn hefðu þyrpst til landsins, var
örðugleikum bundið að kannasannleiks-
gildi kviksagnanna. Forystulið Klakks-
víkinga vakti yfir hverju orði, sem sagt
var í talstöðina, og í símstöðinni var
ströng varsla. Þar hafði ritskoðun verið
sett á símskeyti, og þegar símtöl voru
leyfð við menn í öðrum byggðarlögum,
var vandlega fylgst með þeim og sam-
bandið rofið, ef eitthvað var vikið að'
hernaðarleyndarmálum staðarins. Ensk-
ir blaðamenn, sem reyndu að komast til
Klakksvíkur, voru gerðir afturreka og
settir á land í Fuglafirði á Austurey, og
hald var lagt á póstbátinn, er hann kom
þangað.
VI
Ókyrrðin, sem vitneskjan um ferðir
„hundaskipsins" olli, var ekki bundin
við Klakksvík eina eða Norðureyjar.
Það sauð alls staðar og kraumaði. Al-
menningur reis öndverður gegn íhlutun
hinnar dönsku lögreglusveitar, einnig
margir fylgismenn landsstjórnarinnar,
þótt ekki hefðu þeir sig stórum í frammi
af stjórnmálalegri tillitssemi. Sjálf
læknadeilan hvarf í skuggann, og álit
manna á því ofurkappi, sem Klakksvík-
ingar lögðu á að halda Halvorsen, skipti
ekki lengur meginmáli. Erlendur Paturs-
son mun hafa snert streng í brjósti
margra, er hann sagði í blaði sínu, 14.
september: „Við getum ekki látið er-
lenda menn taka landa okkar höndum."
Flestum var líka orðið ljóst, hvílík
hætta vofði yfir. Klakksvíkingar voru
ekki að gera að gamni sínu. Það hlaut að
hafa í för með sér mannfall ogeignatjón,
ef lögreglusveitin leitaðist við að hertaka
Klakksvík, og eins líklegt, að allar
eyjarnar myndu þá loga í óeirðum, sem
vandséð var, hvaða stefnu kynnu að
taka. Jafnvel blöð stjórnarflokkanna
tóku í svipaðan streng, þegar fram í sótti.
Fyrst af öllu var þeim áskorunum
beint til landstjórnarinnar, að hún
ihlutaðist til um, að lögregluskipið væri
látið snúa við. Miðstjórn Þjóðveldis-
flokksins reið á vaðið, en mörg félög,
sem ekki áttu neinna stjórnmálahags-
muna að gæta, lögðust á þessa sveif, þar
á meðal Norræna félagið. Sjálf sneri
bæjarstjórn Klakksvíkur sér til Friðriks
konungs með þá beiðni, að hann tæki í
taumana, og í fréttaskeytum var jafnvel
hermt, að hún hefði leitað ásjár Samein-
uðu þjóðanná,
Utan lands hitnaði líka mörgum í
hamsi, er skipaliði var stefnt að þessum
litla kaupstað. Samúðarskeytin, sem
streymdu til Klakksvíkinga, voru ekki
öll frá færeyskum mönnum, heldur einn-
ig útlendinguni, einkum Norðmönnum
og íslendingum. Jafnvel íslensk félags-
samtök gerðu samþykktir, birtu
áskoranir og sendu kveðjur sínar til
Klakksvíkur. ífermingarveislunum.sem
haldnar voru í Reykjavík sunnudaginn
24. apríl, varekki meira umannaðtalað,
að fermingargjöfunum undanteknum,
en styrjaldarhorfurnar í Færeyjum. Það
þurfti sérstaka áhugamenn um íslensk
bæjarstjórnarmálefni til þess, að þeim
fyndist ekki Kópavogsdeilan, sem stoð
sem hæst um þetta leyti, snöggt um
ónterkilegri en Klakksvíkurdeilan.
í Kaupmannahafnarblöðunum brá
einnig fyrir röddum manna, scm þótti
tcflt í tvísýnu. í Politiken birtist viðtal
við dönsk hjón, sem átt höfðu langdvalir
í Klakksvík:
„Við þekkjum fólkið í Klakksvík,"
sögðu þau „Það er duglegt fólk með öra
lund náttúrubarnsins, og við höfum séð
ýmis viðbrögð þess. Þvi er gefin sterk
samúð og andúð, oftast enginn milliveg-
ur. í Klakksvík er oft erfitt að koma
fram lögum og rétti, og lögregluþjónarn-
ir tveireru oft lítilsvirtir. Fólkiðvill helst
ekki leita til þeirra. Það gerir út um
deilumál sín sjálft.
Fyrir nokkrum árum horðum við á
grindadráp í Fuglafirði, sem ekki er
viðurkenndur staður til hvalreksturs.
Þegar grindareksturinn stóð sem hæst
skaut Klakksvíkingum þar upp. Þeir
gerðu kröfu til hlutar í hvalnum. Varð af
þessu hörð rimma og kom til átaka.
Klakksvíkingar skutu hiklaust hinum
þungu hvalaspjótum stnum eftir Fugl-
firðingum, og þessu lyktaði svo, að
grindin slapp."
Auðséð var, að hjónin vildu í senn
, skýra atferli Klakksvíkinga og vara við
því, að þeir væru til alls búnir í hörðum
sennum.
Kaupmanni einum í Óðinsvéum virtist
deilan af litlu tilefni sprottin og auðgert
að leysa hana með minni tilkostnaði og
áhættu en Færeyjaför fjöimenns lög-
regluliðs hafði í för með sér. Hann sendi
sex hundruð króna ávísun til greiðslu á
skuld þeirri, er læknafélagið taldi Hal-
vorsen eiga ólukta. En hann skildi ekki
undarlegar flækjur þessa máls. Krónurn-
ar frá Óðinsvéum megnuðu ekki að
greiða þær.
Og enn syrti í lofti.
VII
Lögregluskipið Parkeston plægði sjó-
inn og nálgaðist Færeyjar óðfluga. Yfir-
völdin þráuðust við að fara þess á leit,
að skipið yrði stöðvað, enda úr vöndu að
ráða úr því, sem komið var. Á laugar-
dagskvöldið var það komið mjög nærri
Færeyjum, og klukkan sjö á sunnudags-
morguninn sigldi það inn á höfnina í
Þórshöfn og varpaði þar akkerum. Djur-
huus lögmaður fór þegar á land í báti,
og fylgdu honum tveir lögregluforingjar.
Danska varðskipið beið fyrir atan höfnina með 150 manna lögreglulið, en innsiglingunni var lokað með prömmnm og tundurduflum