Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1984 Mhmmn 23 ■ í fjögur ár lá lík Rémy á svefnpoka í einu herbergja hússins. ■ Hús systkinanna var fullt af óhreinindum og óhroda, sem safnast hafði fyrir á mörgum árum. Ester Albuoy fyirgaf ekki umkeiminum þá meðferð sem kún hlaut á dögum hernámsins í Frakklandi. Þau bróðir hennar vörðu öllum inngöngu á heimili sitt með hlaðin skotvopn við hendina harðlgestar og hlerum skotið fyrir alla glugga. Aðeins tvisvar í viku fór Rémy Albouy út í stutta innkaupaferð og kom við hjá bakaranum, slátraranum og blaðasalanum, þar sem hann keypti einkum myndahefti um brjálaða vísinda- menn og geimferðir. Systkinin hættu með öllu að greiða nunnunum leiguna og báru þær því fram kæru árið 1975. Barst systkinunum skipun um að flytja úr húsinu. En Húbert hótaði að skjóta hvern þann er kæmi nálægt þeim og kvaðst fyrr mundu ráða sjálfan sig og systkini sín af dögum en láta húsið af hendi. Var þá gripið til þess ráðs að taka rafmagnið af húsinu en láta systkinin í friði að öðru leyti. Þau höfðu nú orðið sér úti um vopn, riffil og Remington-byssu, sem ætluð var til þess, að skjóta stærri villidýr. Nú gerðist það æ tíðara að nágrannarnir heyrðu öskur innan úr húsinu og skot- hvelli. Svo var að sjá sem hatur Albuoy systkinanna á umheiminum færi vax- andi, eftir því sem hann gerði sér meira far um það að látast ekki af þeim vita. Hver sem ieið átti fram hjá húsinu mátti eiga von á því að kallað yrði að honum ókvæðisorðum eða hann grýttur. Iðulega var skotið á veggi klaustursins. Veturinn 1979 hætti Rémy að fara út til innkaupa. En póstmaðurinn ýtti mán- aðarlega ávísun á 2000 franka örorku- styrk undir útidyrahurðina. Um leið tók hann við seðli sem á var rituð pöntun til bakarans og kaupmannsins og getið um hvaða daga pöntunin óskaðist afgreidd. Þegar sendillinn kom að dyrunum beið hann uns hönd kom í ljós út um hlera á dyrunum og drjó inn til sín varninginn. Samtímis var greiðsla rétt út í staðinn. Enginn í Saint-Flour virtist kæra sig um að athuga nánar um hagi þeirra innilok- uðu. Það var loks er nýr bréfberi var ráðinn til starfa, sem veigraði sér við að afhenda lífeyri Rémy án þess að sjá framan í viðtakandann og kominn gagnrýnni embættismaður í þá deild bæjarskrif- stofunnar sem sá um greiðslu lífeyris að eitthvað fór að gerast. Nýjar kvartanir tóku og að berast frá nunnunum í klaustrinu sem næstum daglega sáu að mannasaur hafði verið klístrað á grind- verkið umhverfis klaustrið. Loks hugs- aði lögreglan sér til hrcyfings. Þann 19. októbernokkrufyrirbirtingu kom 19 lögreglumenn sér fyrir umhverfis húsið þar sem Albouy systkinin bjuggu. Þeir sprengdu upp dyrnar og náðu að handtaka bæði systkinin í rúmum sínum án mótspyrnu, enda notuðu þcir táragas. Tókst hvorugu þcirra að ná til vopna sinn, sem stóðu hlaðin nærri þcim. Gasgrímurnar sem lögreglumennirnir báru, komu að tvöföldum notum: Bæði til þcss að verjast gasinu og til þess að verjast ódæma ólykt þeirri sent var inni í húsinu. Gólfið var þakið sorpi og óþvcrra. Mannverur þær sem þarna fundust voru scm í brynju af óhreinindum. í herberginu við hliðina fannst bróðir þeirra Rémy liggjandi í svefnpoka. Hann hafði verið steindauður í nær fjögur ár. Þau Esther og Hubert höfðu skrifað á rúmið hans. „Rémy Albuoy, myrtur þann 5. desember 1979 af lögreglunni með lasergeislum ogeiturlyfjum." Aletr- un þessi bar vott um áralangan lestur myndahefta um ýmis furðuvísindi. Þau systkinin létu mótspyrnulaust flytja sig á geðveikrahæli. Lögreglu- mennirnir voru dögum saman að moka skítnum út úr húsi þeirra. Loks var eins og fargi hefði verið létt af samvisku manna í Saint-Flour. Einn eldri borgara bæjarins sagði: „Nú ættu menn að láta þennan viðbjóð aftan úr fortíðinni falla í gleymsku." ■ Myndin sýnir húsið þar sem systkinin bjuggu í einangrun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.