Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 22
22
Ittimm
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
■ Lögreglumenn leiða Ester Albouy út.
■ Ester á fermingardaginn.
Hún lok
þar voru þær bundnar niöur í stóla. Þar
sá rakarinn Thioleron um að framkvæma
þá athöfn sem tíðkaðist um allt Frakk-
land þessa dagana, að raka allt hárið af
stúlkum sem orðaðar voru við innrásar-
liðið. Þær voru sagðar hafa varpað
hneykslisskugga yfir orðstír hinnar
„miklu þjóðar" (Grande Nation).
Ein þeirra fimm sem krúnurakaðar
voru var Ester Albouy, og þar með hófst
harmleikurinn í lífi hennar. Hún var þá
19 ára og vann við símaþjónustu á
pósthúsinu í bænum. Var henni gefið að
sök að hafa komið upp um samstarfs-
stúlku sína og bróður hennar og sagt
Þjóðverjum að þau væru andspyrnufólk.
Eftir þessa opinberu háðungarathöfn
var hún sett í fangelsi og hálfu ári síðar,
þegar engar sannanir höfðu komið fram
fyrir sekt hennar var Ester Albouy látin
laus.
Hún sneri heim í hús foreldra sinna,
en húsið hafði fjölskyldan haft á leigu
hjá Karmelita-nunnunum frá árinu 1923.
Ester var niðurbrotin eftir hina harka-
legu meðferð og allt hneykslið og upp
frá þessu kom hún ekki út fyrir hússins
dyr. Faðir hennar starfaði hjá póstþjón-
ustunni og þar hafði Rémy bróðir hennar
einnig fengið vinnu. Frú Albuoy hafði
um þetta leyti mestar áhyggjur af yngsta
barninu, dreng að nafni Húbert, sem
fæddur var árið 1941.
Eftir að heimilisfaðirinn lést árið 1966
einangraði fjölskyldan sig enn meira en
áður. Eftir að Rémy varð fyrir slysi í
vinnunni og komst á örorkustyrk, lokaði
einnig hann sig inni í húsinu. Hubert
hætti laganámi við háskólann í Cler-
mont-Ferrand árið 1968 og flutti fyrir
fullt og allt heim til ættingja sinna.
Þegar móðir þeirra lést árið 1973 leið
vika áður en systkinin gátu fengið sig til
að gera yfirvöldum aðvart. Læknirinn
sem gaf út dánarvottorðið var eini gest-
urinn sem í tíu ár gekk inn fyrir dyr
heimilisins. Eftir þetta voru dyr jafnan
■ Krossinn vid gömlu brúna yf ir ársprænuna
Lander er löngu orðinn kolrydgaður. Hann á
að vera minnismerki um „hina innilokuðu“ í
Saint Flour, konu sem á 11. öld gerðist
einsetukona til þess að biðja fyrir bænum og
að pestin mundi ekki koma þangað. Hún lifði
einlífi í smáum timburkofa við brúna og lifði á
því sem þakklátir grannar hennar viku að
henni.
En nú hefur það aftur gerst að einsetukona
hef ur hrært við samvisku manna í Saint-Flour.
En enginn mun þó reisa kross til minnis um
Ester Albouy, sem nú er 58 ára. Um hana er
ekki annað minnismerki að sjá en húsið á móti
Karmelítaklaustrinu í St. Flour, þar sem hún
lokaði sig inni allt frá árinu 1945, þaðan kom
hún ekki út fyrr en lögreglan sótti hana
þangað.
í nærri fjóra áratugi bjó Ester Albouy
í sjálfkjörinni einangrun mitt á meðal
hinna 9000 íbúa Saint-Flour og þannig
hélt hún vakandi minningunni um
skuggalegan kapítula í franskri sögu. -
kapítula sem íbúunum þótti ekki þægi-
legt að vera minntir á. Það var saga
þýska hernámsins og minningin um þá
er unnu mcð hernámsliðinu.
Aðfaranótt 24. ágúst 1944 héldu þýsku
hcrflokkarnir sem dvalið höfðu í Saint-
Flour á braut, en franskir andspyrnu-
flokkar skutu upp kollinum í þeirra stað.
íbúarnir þustu út á göturnar til þess að
fagna því aðokinu var aflétt, — og til þess
að gera upp reikningana við svikarana.
Iðulega æptu þeir hæst um hefnd og
endurgjald sem sjálfir höfðu áttsamstarf
við Þjóðverjana. Nú voru gleymd öll
uppljóstrunarbréfin sem rigndi yfir
Gestapo og herinn frá Frökkum sjálfum,
en þau höfðu komið mörgum borgara í
Saint-Flour í fangabúðirnar.
Þá var og gleymd sagan um Lulu Gay,
er talin var fegursta stúlkan í bænum.
Hún var saklaus ákærð um að vera
svikari og andspyrnumenn tóku hana
höndum og skutu, eftir að hafa nauðgað
henni.
Þennan ágústdag árið 1944 fundust
því næstum ekki aðrir í Saint-Flour en
réttlátir, - næstum ekki. Fimm ungar
stúlkur voru þó dregnar um göturnar
undir ópum og óhljóðum mannfjöldans
að veröndinni á hótelinu “Evrópa," en
■ „Við söknum þýsku
svínanna okkar." Fimm
ungar stúlkur hafa verið
nauðrakaðar fyrir að
hafa átt kunningsskap
við hernámslið. I miðið
stendur Ester Albouy.