Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
mmm
Texti: Agnes Bragadóttir ''
Myndir: Árni Sæberg og Gel
til þess dyggilegrar aðstoðar rakarans og
þúsundþjaíasmíðsins Fígaró. Textióper-
unnar var skrifaður af Cesare Sterbini,
sem skrifaði jafnframt textann að Brúð-
kaupi Fígarós, sem Mózart gerði frægt.
Rakarinn og Fígaró er einn og sami
maðurinn, og að öllum líkindunt hefur
enginn rakari, raunverulegureða tmynd-
aður nokkurn tíma orðið jafnfra-gur og
Fígaró.
Rossini, sem að fornafni hét Gioacc-
hino fæddist árið 1792 í smáborginni
Pesaro á Ítalíu. Hann fæddist svo að
segja beint inn í óperulífið. því móðir
hans var óperusöngkona en faðir hans
horn- og trompetleikari. Rossini var
einungis 18 ára þegar fyrsta ópera hans
var frumflutt, en hann hafði framan af
tónsmíðar sem hliðargrein vió sönginn.
en hann þótti hafa forkunnarfagra rödd,
einkum sem drengur. Rossini var ekki
nema 24 ára þegar hann samdi Rakar-
ann, en hann var gífurlega afkastamikill
tónsmiður, því þegar hann var 28 ára
gamall þá hafði hann samíð 30 óperur.
Flestar af afþreyingaróperunum frá
fyrri hluta 19. aldar eru fallnar í
gleymsku og dá og margir telja með
réttu. Þó nokkrar hafa þó lifað góðu iífi,
þeirra á rneðal margar af óperum Rossin-
is, og þá scrstaklega Rakarinn frá
Sevilla. „Tónlist Rossinis hefur oft verið
líkt við freyðandi kampavín, og víst er
að hun geislar af gleði, fjöri og ólgandi
lífsorku. Þó er þetta ekki sérlega háleit
tóniíst eða djúp, en ber engu að síður í
sér neista snilligáfunnar og svffur á
áheyrendur enn þann dag í dag engu
síður en hún geröi á öðrum áratug 19.
aldarinnar," segir Halldór Hansen nt.a.
í grein sinni um Rossini og tónlist hans.
Hann segir einnig um Rakarann frá
Sevilla að textinn við þá óperu sé sá
langbesti sem Rossini hafi samið auk
þess sem tónskáldið fari snilldarlega að
þvt að láta hljómsveitina segja þaö sem
aldrei hefði verið hægt að koma í orð,
og þá oft með einstöku nærrii fyrir hinu
skoplega.
Við Tímamenn skruppum niður í
íslensku óperu nú í vikunni, þegar verið
var að leggja lokahönd á undirbúninginn
og ræddum stuttlega við nokkraaðstand-
endur þessarar uppfærslu.
■ Júlíus Vífill Ingvarsson fer með hlutverk unga greifans, sem keppir um ástir Rósínu. Hann er fremstur fyrir miðri mynd.
- Mynd Gel.
,,Ég geri aldrei sama hlutinn
tvisvar! Aldrei! Aldrei! Aldrei!
Francesca Zambello, leikstjóri Rakarans
■ „Ég\ 'ri aidrei sama hlutinn tvisvar,
aldrei! aldrei! aldrei! Það væri svo
leiðinlegt, hundleiðinlegt!“ segir leik-
stjóri Rakarans Francesca Zambello af
ástríðuþunga þegar blaðamaður spyr
hana hvort hún setji Rakarann upp á
annan hátt en hún hefur gert áður, en
hún hefur leikstýrt fjölda Rossiniópera
bæði í Bandaríkjunum og víða um
Evrópu, þar á meðal Rakaranum í
Sevilla.
Það er Ijóst mál, að Francesca er með
hressari kvenmönnum, allt hennar lát-
bragð og fas ber vitni um það, og
augljóslega hefur hún líka húmor, því
hún hlær af hjartans list, þegar heyrist
frá Sarah, búningahönnuðinum úr
saumastofunni. „Víst gerir þú stundum
eitthvað tvisvar. Þú öskraðir til að
mynda tvisvar á mig í dag!“
- Þrátt fyrir hressilegt fyrsta svar, dirf-
ist blaðamaður að bera fram aðra spurn-
ingu - þá hvort Francesca muni hugsan-
lega iíta á Rakarann, vinsælasta verk
Rossini öðrum augum en karlleikstjóri
það. Ég vildi bara að við hefðunr haft
betri tíma og meiri peninga, miklu meiri
peninga, við þessa uppsetningu, en það
vill maður nú reyndar alltaf, ekki satt?“
- Hvað er að þínu mati einkennandi
fyrir búningana og leikmyndina? „Það
er svolítið erfitt að segja um búningana,
því allar aðstæður varðandi búningagerð
voru eiginlega eins erfiðar og hugsast
getur. Þrátt fyrir það reyndum við og ég
hygg að það hafi tekist þó nokkuð vel,
þó ég segi sjálf frá, að ná fram kímninni
sem einkennir Rossini, auk þess sem við
reyndum að láta búningana passa nokk-
urn veginn við þann tíma sern óperan
gerist á, þ.e.a.s. fyrri hluta 19. aldar og
svo reyndum við að koma rómantíkinni
og spænska útlitinu til skila eins vel og
mögulegt var. Það var miklu léttara að
ná fram þeim áhrifum sem við vildum,
varðandi ieikmyndina, því við höfðum
allt til smíðanna sem við vildum, þannig
að ekki var mikill vandi að gera hana
ektaspænska,"
- Nú vinnið þið, þú og maðurinn þinn
mikið saman að búninga- og leikmynda-
gerð. Hvernig skiptið þið með ykkur
verkum? „Michael sér yfirleitt um
strúktúrinn á hlutunum, og ég um ytra
útlit, skreytingar, málningu og þess
háttar. Við höfum unnið saman í nokkur
ár, og það lætur okkur mjög.vel að vinna
saman, þó við séum hjón!" Og við þessa
athugasemd sína hlær Sarah hjartanlega,
eins og henni detti eitt hjónarifrildi eða
svo í hug.
myndi gera?
„í mínum augum hefur kyn leikstjora
ekkert með það að gera, hvernig þú
leikstýrir, því menn eru einfaldlega
menn. Það sem ræður því hvernig þú
lítur á verk, er hvernig maður þú ert,
hvernig skoðanir þú hefur, og hvaðá
stefnu þú hefur, slíkt er einstaklings-
bundið en ekki kynbundið. Hérna, í
íslensku óperunni hafa t.d. aðeins konur
verið leikstjórar, og það tel ég vera mjög
sérstakt fyrirbæri út af .fyrir sig, en ég
veit einnig að ég er mjög ólík bæði
Þórhildi og Bríet, og þær eru ólíkar hvor
annarri, en samt erum við allar konur.“
- Nú ert þú fastráðin við eina stærstu
óperu Bandaríkjanna, San Francisco
óperuna. Hvernig er að koma og setja
upp óperu hérna á Islandi?
„Ég hef starfað hjá nokkrum gríðar-
lega stórum óperuhúsum í Bandaríkjun-
um, og hálft árið er ég í föstu starfi hjá
einu slíku, San Francisco óperunni, en
hina sex mánuðina þá starfa ég „free
!ance“ hvar sem er, bæði í Bandaríkjun-
um og Evrópu, þannig að það er ekkert
nýtt fyrir mig að leikstýra í svona litlu
húsi. Ég hef reyndar áður leikstýrt hér
hjá ykkur, þegar Mikado var sett upp.
Nú, mér finnst geysilega spennandi,
krefjandi og oft gaman að taka þátt í
/einhverju nýju, til dæmis því að setja
upp sýningu hjá íslensku óperunni sem
hefur rétt tekið sín fyrstu skref á
þyrnóttri braut. Ég tók þátt í að setja á
fót nýtt óperufyrirtæki í Denver í Color-
ado, fyrir tveimur árum, og það fannst
mér jafnspennandi og að koma hingað
og taka þátt í þessari upphafsbaráttu.
Þetta leikhús hérna, Gamla bíó, er
yndislegt, lítið og heillandi leikhús, sem
fellur einkar vel að Rossini óperum, því
Rossini skrifaði óperur sínar fyrir
leikhús af þessari stærðargráðu. Ég er
vön að leikstýra óperum hans í leikhús-
um sem taka 2500 til 3000 áhorfendur,
þannig að það er heillandi að gera sama
hlutinn í svona litlu og töfrandi leikhúsi.
Maður einhvern veginn kemst í nánara
samband við Rossini, ef þú skilur hvað
ég er að fara?“
- Hvert er meginmarkmið þitt, þegar
þú leikstýrir óperu? „Ég held að allt sem
ég geri, sé í sjálfu sér nýtt af nálinni, því
ég reyni af fremsta megni að gera
tónlistina þannig úr garði, að hún verði
eitthvað sem hún fram til þess tíma hefur
ekki verið. Með því að finna nýjan flöt,
nýtt sjónarhorn, nýja túlkun, nýjan
skilning, get ég ef til vill gert tónlistina
enn betri en hún var frá höfundarins
hendi. Ef það tekst, þá tekst mér vel. Ég
er ekki endilega að segja að mér takist
þetta alltaf, en þetta er ávallt það sem ég
stefni að.“
- Hefur þetta verið ánægjulegt starf,
að leikstýra Rakaranum? „Frómt frá
sagt, þá líkar mér hreint ágætlega við
ísland, en það er ekki þar með sagt að
ég gangi með einhverja glýju í augum og
telji ísland heyra því fullkomna til. Það
eru ýmsir hlutir sem eru mér hálferfiðir,
og fara bókstaflega í taugarnar á mér.
Til dæmis finnst mér hlutirnir gerast hér
á ákveðnum hraða sem er engan veginn
nógu mikill hraði í mínum augum. Ég er
þannig úr garði gerð, að ég vil að
hlutirnir gerist hratt og að þeir gerist
örugglega. Ég verð því stundum pirruð
og úrill ef mér finnst ég þurfa að bíða
óhóflega lengi eftir því að hlutirnir
gerist.
í heildina hefur þetta nú samt sem
áður verið einstaklega ánægjulegur tími.
Til að mynda er hreint yndislegt að vinna
með söngvurunum í íslensku óperunni.
Þeir eru vinnusamir og duglegir. Þeir eru
auðvitað ungt fyrirtæki, sem gerir fjöld-
ann allan af mistökum, en þeim fer fram
með degi hverjum. Þeir þurfa bara að fá
stuðning stjórnvalda, til þess að þeir geti
almennilega skotið rótunt í menningar-
lífi ykkar. Þeir eiga það svo fyllilega
skilið og ísland á líka skilið að eiga
óperu. Mér finnst að íslensk fyrirtæki og
stofnanii; og sjónvarp ættu að hjálpa til
og fjármagna a.m.k. að hluta til uppsetn-
ingár á óperum. Þið eyðið svo miklum
tíma og krafti í að flytja inn menningu,
og farið heilmikið erlendis til þess að
njóta menningarlífs eins og óperu,
ballets, leikhúss og tónleika. Hvers
vegna skylduð þið ekki hlú að því sem
þið hafið hér heima. Það myndi tvímæla-
laust auka möguleika þeirra sem gjarnan
vilja njóta þessarar tegundar menningar,
en hafa ekki ráð á að fara alltaf út fyrir
landsteinana til þess að fá hennar notið.
Jæja, jæja, eigunt við ekki að segja þetta
gott og ég að hætta þessum umvöndun-
um. En þú mátt alveg prenta það, að ég
meinti hvert orð, sérstaklega þetta með
stuðning stjórnvalda."
■ „Þetta er módel af leikmyndinni, og þér að segja er leikmyndin alveg frábær -
sjálfsögðu aukna áherslu á mál sitt með handahreyfingum.
en það eru líka fleiri hlutir í Rakaranum,“ segir Francesca Zambello leikstjóri, og leggur að
(Tímamynd Árni Sæberg)