Tíminn - 08.01.1984, Blaðsíða 10
10
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
erlend hringekja
^ Ottast atvinnu-
leysi af völdnm vélmenna
■ Japanir tóku vélmennum eins og
kunnugt er opnum örmum, ef svo má
segja, þegar þeir fóru að leysa
verkamenn af í leiðinlegum störfum t.d.
í bílaverksmiðj um á sínum tíma í Nissan
ogToyota. Eitthvaðmun samt hafa slest
upp á vinskapinn milli
mannshandarinnar og hinnar vélrænu,
því verkalýðsfélög og fyrirtæki í Japan
eru nú í óða önn að endurskoða
samninga sína í þessu efni.
Verkalýðsfélög hafa vaxandi áhyggjur af
atvinnuleysi í kjölfar
vélmenningarinnar, en það fyrirbæri var
óþckkt í Japan, þegar vélmenni komu til
sögunnar. Einnig hafa
verkalýðsforkólfar þungar áhyggjur af
atvinnuþróun í framtíðinni, ef svo
heldur fram sem horfir.
Verkalýðsfélögin sem unnu með
fyrirtækjunum er vélmenni voru innleidd
í japanskan iðnað, hafa sem sé vent
kvæði sínu í kross- upprunaleg aðdáun
á þessu tækniundri er svo gott sem úr
sögunni, þó að viðurkennd sé hagrænn
ávinningur af vélmennum. Fleira er í
húfi en peningar.
Petta kemur vel í Ijós í samningi, sem
verkalýðsfélög hafa gert við Nissan
samsteypuna nýlega. Samningurinn
gerir ráð fyrir því, að störf verkafólks í
verksmiðjunum verði að hluta
„vernduð" gegn óhóflegri notkun
vélmenna. Sérstaklega hafa menn í huga
að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af
vélmennum á vinnustað.
Margir forystumenn launþegasamtaka
í Japan naga sig nú í handarbökin yfir
því að hafa ekki sýnt þessari þróun
nægilega vakandi auga þegar í upphafi.
Nú er rætt um að koma jafnvel í
samninga ákvæði um að ekki megi undir
neinum kringumstæðum setja vélmenni
í störf án samráðs við þau verkalýðsfélög
sem í hlut eiga.
Ekki er það þó svo, að vélmenni séu
farin að hafa afgerandi áhrif á starfsemi
bílaverksmiðja. Hins vegar tóku
sérfræðingar verksmiðjanna t.d. eftir
því, að starfsaldur verkamanna hækkaði
mjög vegna þess að nýir menn voru ekki
ráðnir til starfa. Þetta hafði það m.a. í
för með sér að verkafólk átti erfiðara
með að aðlaga sig nýrri tækni og nýjum
aðstæðum á vinnustað.
News from Japan
Bretland:
Thatcher vill láta kasta
kjarnaúrgangi í hafið
■ Grindahlauparar, sem aðrir íþróttamenn á Ólympiuleikunum munu vart
setja stór met, ef iðnaðarmistur sest yfir Los Angeles meðan á leikunum
stendur. Það dregur mjög úr árangri íþróttamanna ef slíkt gerist, en „The
show must go on“, því ABC-sjónvarpsstöðin er ekki tryggð gegn mengun á
Ólympiuleikunum.
Engin trjgging gegn mengun á
Olympíuleikum í Los Angeles
■ „Yndisleg borg undir bláum himni
og í fallegu landslagi" skrifaði vikuritið
„TIME“ um Ólympíuleikana í Los
Angeles árið 1932. t>á var líka Los
Angeles yndisleg borg undir bláum
himni og landslagið sást langt að. Engar
líkur eru þó á, að borgin fái sömu
einkunn hjá blaðamönnum og
fréttamönnum í sumar - árið 1984 -
þegar Ólympíuleikar verða haldnir þar
að nýju. Aðstandendur keppninnar hafa
meira að segja nokkrar áhyggjur af
keppninni, sem fram á að fara í júlí/ágúst'
í ár, en þá kann hin svokallaða „Los
Angeles þoka“ að sýna á sér hina-verstu
lilið. Sérstakar áhyggjur hafa menn af
keppendum í þeim íþróttum þar sem
mest reynir á þol og þrautseigju
keppenda svo sem í langhlaupum.
Svo kvíðnir eru sporgöngumenn
Ólympíuleikanna í Los Angeles orðnir,
að þær raddir hafa komið upp á síðustu
vikum, að nauðsynlegt sé að færa leikana
til San Fransisco. Sérstaklega nefna
menn maraþonhlaupið í því sambandi.
En engin samstaða hefur náðst um þetta,
enda hefur ABC-sjónvarpsstöðin lýst
því yfir, að þeir muni einungis „kaupa“
maraþonhlaupið, ef þvíverður „startað"
frá hinum gamla Ólympíuleikvangi,
Colliseum.
Það hefur oft gerst á undanförnum
árum, að íþróttamótum og æfingum hafi
verið frestað eða jafnvel aflýst í Los
Angeles vegna mengunar í lofti. Það
verður hins vegar erfitt að fresta
ieikunum í sumar og ógerlegt er að aflýsa
þeim. ABC-sjónvarpsstöðin hefur
nefnilega tryggt sig gegn ýmsum
hamförum bæði af náttúru- og
mannavöldum. Þannig er
sjónvarpsstöðin tryggð gegn stríði,
jarðskjálfta og verkföllum, já meira að
segja tryggja þeir sig gegn
hermdan'erkamönnum, sem hlýtur að
kosta skildinginn. En enginn getur tryggt
sig gegn óþverralofti frá iðnfyrirtækjum
í nágrannafylkjum. Tryggingafyrirtækin
bjóða bara ekki upp á slíkt!
Not Man Apart
árið 2100
■ Ekki gera allir fráiðingar ráð fyrir
því að maðurinn tortími sér og sínum
einhvern tímann næstu áratugina. Svo er
að minnsta kosti um þá sérfræðinga
Sameinuðu þjóðanna, sem síðustu
mánuði hafa setið við og skoðað líklega
mannfjöldaþróun fram í tímann. Allir
vita að mannkyni fjölgar með
ógnarhraða. Mest er fjölgunin þar sem
minnstur er maturinn og fæstir kostir eru
til að koma börnum á legg og til nokkurs
þroska. Nú sem stendurerum við
jarðarbúar um 4.5 milljarðar. Um
næstu aldamót er ráð fyrir því gert að
| við verðum búin að íjölga okkur talsvert
og jarðarbúar nálgist þá 6 milljarða. Enn
mun þó jarðarbúum fjölga á næstu öld
og er búist við að 10 milljarðar búi á
jörðinni um árið 2100 eða meira en
tvöfaldur fjöldi þess, sem er á
jarðkringlunni í dag. Sérfræðingar
Sameinuðu þjóðanna eru yfirleitt
sammála um að alla næstu öld haldi fólki
á jörðinni áfram að fjölga, en um næstu
aldamót verði hins vegar umskipti í
þessu efni.
Ástæða er til að taka nokkurt mark á
þessum fullyrðingum með hliðsjón af
mannfjöldaþróun síðustu áratuga.
Langmest fjölgar mannkyninu í
þróunarríkjunum. En frá árinu 1965
hafa nienn tekið eftir því að vöxturinn
minnkar smám saman. Á fimmtán ára
tímabili frá 1965 til 1970 var árlegur
vöxtur um 2.4% en frá 1970-1980 fór
þessi tala niður í 2%. Það er talið að
þessi þróun muni halda hægt og sígandi
áfram á næsta áratug og sérfræðingarnir
meta það svo að jafnvegi verði komið á
mannfjölda í heiminum í kring um
áramótin 2100 eins og áður segir.
- Aftenposten
■ Atomurgangi kastað í sjó við Spánarstrendur, en þar eru víða Atlants-
hafsmegin mikil fiskimið.
Tíu
milljarðar
manna á
jarðkringhinni
■ Mikill úlfaþytur varð í bresku
ríkisstjórninni í haust sem leið. þegar í
Ijós kom, að opinber starfsmaður hafði
„lekið“ leynilegum áætlunum til
varnarmálaráðuneytisins breska um að
fyrir dyrum stæði að kasta miklum
atómúrgangi í Atlantshafið. Úr
varnarmálaráðuneytinu fóru
upplýsingarnar beina leið til
umhverfisverndarmanna, sem gerðu
harða hrtð að ríkisstjórninni. Eftir þeim
heimildum, scm út láku, áttu fulltrúar
þriggja ráðuneyta í Bretlandi með sér
fund um þetta mál ásamt fulltrúum
atómrannsóknarstöðvar í Bretlandi og
Rolls Royce bílaverksmiðjanna, sem
einnig framleiða vélar í
kjarnorkukafbáta.
Á fundinum kom fram sú hugmynd og
fékk góðar undirtcktir, að láta byggja
sérhannaða stóra geyma til að varpa
síðan í Atlantshafið með geislavirkum
úrgangi innanborðs. Leynifundur þessi
var haldinn á útmánuðum í vor, aðeins
nokkrum vikum eftir að haldin var
ráðstcfna um þessi mál í London. Á
ráðstefnunni var samþykkt að banna
þetta form á losun úrgangsefna í sjó í tvö
ár. Stóra-Brctland greiddi atkvæði gegn
samþykktinni. En hingað til hefur.
engum atómúrgangi verið hent í sjóinn
við Bretlandsstrendur þ.e.a.s. eftir
ráðstefnuna vegna mótmæla sjómanna
og annarra samtaka í Bretlandi, þar sem
menn óttast mjög áhrif geislavirkra éfna
í sjónum ef tunnur og geymar fara að
leka.
Guardian
Gleðitíðindi fyrir eiturlyfjaframleiðendur í Kaliforníu:
Maríhuana notað sem lyf
■ Loks hafa lyfjabændur í Kaliforníu
fundið löglegan farveg fyrir
framleiðsluvörur sínar. sem ekki hafa
verið vel séðar fram að þessu í
Bandaríkjunum. Marihuana, sem m.a.
er framleitt í Californíu, hefur ekki verið
á vinsældalistanum hjá yfirvöldum fyrir
margra hluta sakir. Nú hefur komið í
Ijós, að nota má þetta eiturlvf á áður
óþekktan máta. Nýleg rannsókn sýnir
nefnilega, að nota má marihuana til
lyfjagjafar til sjúkiinga á geislameðferð
vegna krabbameins. Hefur þetta glatt
mjög þá, sem lofað hafa og vegsamað
marihuana í amerísku þjóðlíft
undanfarin ár.
Rannsókn þessi sýnir. að 900
sjúklingar, sem leið mjög illa af ógleði'
og uppköstum eftir geislameðferð við "
krabbameini, tóku miklum framförum
við marihuananeyslu, en hún fór fram
bæði með töflum og rcykingum eftir
óskum sjúklinganna. Mcira en
helmingur sjúklinganna sagði að ógleði
og uppköst hyrfu alvcg við notkun
„lyfsins" eða um 60%. Rannsóknin
leiddi einnig í Ijós, að andlegur sljóleiki
og önnur einkenni sem fylgja
marihuananeyslu hafa ckki í för með sér
neina hættu varðandi notkun cfnisins í
læknisfræðilegum tilgangi. Og þá höfurn
við það!
New Scientist