Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984
Hundaeigendur neita að greida sektir af hundum
sínum:
„HEF ALLS EKKI EFNI
A Afi BORGA MARGAR
SEKTIR A HVERIU ARI”
— segir Þuríður Bergmann, skreytingamaður,
sem kölluð hefur verið fyrir sakadóm í annað
sinn á stuttum tíma fyrir hundahald
Breimað á
Borginni!
— til styrktar hús-
byggingarsjóði
Kattavinafélagsins
■ Kattavinir ætla aö láta til skarar
skríöa næsta fimmtudagskvöld á Hótel
Borg, og halda tónleika, sem aflvsa
varð vegna veðurs fvrir viku sföan.
Tónleikarnir eru haldnir til að styrkja
húsbyggingarsjóð Kattavinafclagsins.
Þeir sem koma fram eru Róbert
Arnfinnsson ásamt Skúla Halldórs-
syni, Sönghópurinn Hálft í hvoru,
Unnur Jensdóttir ásamt Guðna Guð-
mundssyni, hljómsveitin „Aldrei
aftur" ásamt Geir-Atle Johnsen.
Kynnir verður Arnþrúöur Karlsdóttir.
Verð aðgöngumiða er 190 kr. fyrir
fullorðna og 90 kr. fyrir börn.
„Tölvur og
grunnskóli“
sýningar og
fyrirlestrar
fyrir kennara.
■ Námsgagnastofnun, í samvinnu við
menntamálaráðuneytið, Kennara-
háskóla íslands, skólarannsóknadeild,
fyrirtæki og einstaklinga, gengst fyrir
sérstakrí dagskrá undir yfirskriffinni
„Tölvur og grunnskólinn" dagana 14.-
29. janúar næstkomandi. Efnt verður
til sýninga, fyrirlestra og annars
fræðslustarfs í húsakynnum Kennara-
háskólans og Kennslumiðstöðvarinnar
við I.augaveg.
„Það er einlæg von okkar að sem
flestir skólar geti sent einn eða tvo
kennara á fræðsluerindin og að sem
alira flestir kennarar sjái sér fært að
sækja sýningarnar.
Flugleiðir og Arnarflug veita afslátt
af fargjaldi og gistingu fyrir þá sem
sækja þessa kynningu. Er afsiátturinn
veittur á tímabilinu 13. tii 30. janúar
og þeir sem vilja nýta sér hann eru
beðnir að snúa sér til umboðsmanna
flugféiaganna á viðkomandi stöðum.
-Sjó
Borgarfulltrúar
Framsóknar-
f lokksins leggja til:
Átak í endur-
hotum á eldra
húsnædi
■ Á fundi borgarstjórnar Reykjavík-
ur fyrir helgina, þar sem fjallað var um
frumvarp að ljárhagsáætlun Reykja-
víkur, var samþykkt að vísa til borgar-
ráðs áiyktungartiUögu frá borgarfuil-
trúum Framsóknarílokksins um að
borgarstjórn beiti sér fyrir sérstöku
átaki varðandi viðhald og endurbætur
eldra húsnæðis i Reykjavík. í tiilög-
unni er gert ráð fyrir að sett verði á
laggirnar sérstök nefnd til að vinna að
þessu verkefni, og sitji í henni meðal
unnars fulltrúar frá hinum ýmsu greiu-
um byggingariðnaðarins, Húsnæðis-
stofnun ríkisins, Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, og Arkitektafé-
lagi íslands. Sömuleiðis borgar.verk-
fræðingur eða fulltrúi hans. Skuli verja
500 þúsund krónum til þessa verkcfnis
á þessu árí.
í greinargerð með tillögunni segirað
búast megi við einhverjum samdrætti t'
nýsmíði húsa á þessu ári, og því geti
fylgt atvinnuleysi fyrir ýmsa starfshópa
innan byggingariðnaðarins. Úr því
megi e.t. v. bæta með áherslu á þá þætti
sem tillagan fjalli um. í flestum tilvik-
unt sé einnig um hagkvæma starfsemi
að ræða þar eð mörg eldri húsa séu illa
einangruð og með endurbótum megi
spara orku. Samþykkt tillögunnar gæti
því unnið gegn atvinnuleysi bygging-
armanna. stuðlað að bættri nýtingu og
orkusparnaði.
Borgarstjórn vísaði hins vegar frá
tillögu sömu borgarfuiltrúa þcss efnis
áð þegar skuli hefjast handa við
hönnun nýs skóla í vesturbæ. Meiri-
hluti borgarstjórnar er þeirrar skoðun-
ar aö hönnun skólahúss í Grafarvogi
eigi að hafa forgang fram yfir skóla í
vesturbænum. - JOK
■ „Mér Finnst þetta mál allt hið fárán-
legasta. Þetta er dýr sem við þurfum á
að halda og höfum tengst mjög sterkum
böndum og það kemur ekki til greina að
við látum það frá okkur. Og ég hef alls
ekki efni á að borga margar sektir á ári
fyrir það eitt að halda hund, sem ekki
gerir nokkrum manni mein. Ef svo
heldur áfram sem horfir og þeir kæra
trekk í trekk má búast við að scktirnar
verði upp undir 30 þúsund krónur á ári,“
sagði Þuríður Bergmann, skreytinga-
maður, í samtali við Tímann í gær.
Þuríður fékk nýlega kvaðningu frá
sakadómi Reykjavíkur vegna hunds sem
hún heldur og var hanni gert að mæta
hjá stofnuninni í dag. Er þetta í annað
■ „Ef menn undirgangast að greiða
tUtekna sekt geta menn ekki valið varð-
haldsleiðina í staðinn þó dómari ákveði
að ef sektin sé ekki greidd skuli vera
varðhald til vara. Ef menn þrjóskast við
að greiða sektina á að leita úrræða til að
fá þá greiðslu innta af hendi eftir sem
áður,“ sagði Olafur Walter Stefánsson,
skrifstofustjórí dómsmálaráðunevtisins,
í samtali við Tímann. TUefnið var að
skiptið á nokkrum mánuðum, sem hún
fær kvaðningu vegna hundsins. í fyrra
skiptið féll dómur í málinu og var Þuríði
gert að greiða 6.500 króna sekt eða sitja
í tugthúsi í átta daga. Hún hefur hvorki
borgað sektina né farið í tugthús til að
sitja hana af sér.
„Ég hef skrifað borgarráði bréf og sótt
um leyfi til að halda hundinn vegna
sérstakra heimilisástæðna. Við búum
hérna þrjár: ég, móðir mín, sem er hátt
á níræðisaldri, og dóttir mín, tólf ára.
Húsið okkar er gamalt og áður en ég
keypti það hafði það staðið autt í nokkur
ár og voru útigangsmenn farnir að venja
komur sínar í það. Þegar við fluttum inn
urðum við ítrekað fyrir ónæði af þessum
mönnum, þeir voru stundum komnir
könan, sem ætlaði að sitja af sér 6500
króna sekt, vegna hundahalds í Reykja-
vík, var látin laus samkvæmt fyrirmælum
frá dómsmálaráðuneytinu þegar hún
hafði set ið inni í 2 daga af þeim 8 sem
dómurinn sagði til um.
í 52. gr. almennra hegningarlaga segir
að „Hafi greiðsla sektar ekki farið fram
á tilskyldum tíma, skal þegar heimta
hérna inn fyrirvaralaust, og þess vegna
ákvað ég að fá mér hund af Labrador-
kyni til að verja húsið - hann er okkar
varðhundur og án hans getum við ekki
verið, það hefur margoft sýnt sig.
Borgarráð hefur ekki einu sinni sýnt þá
kurteisi að svara bréfinusagði Þuríður.
„Ég er alls ekki fylgjandi því að fólk
fái að halda hunda nema það geti sýnt
fram á að það fari vel með þá og sýni
nágrönnum sínum og meðborgurum
fyllstu tillitssemi. Ég fer til dæmis aldrei
með hann út öðruvísi en í ól og hef alltaf
meðferðis poka og hirði frá honum öll
óþrif. Enda veit ég ekki til að neinn hafi
haft nokkuð við mitt hundahald að
athuga," sagði Þuríður.
hana eða eftirstöðvar hennar með fjár-
námi, ef unnt er, nema lögreglustjóri
álíti að innheimtan muni hafa í för með
sér tilfinnanlega röskun á högum söku-
nauts eða manns sem hann framíærir.
Annars kostar krefst lögreglustjóri fjár-
náms og ber þá mat á högum sökunauts.
undir dómsvaldið".
-GSH
-Sjó
■ Hundur Þuríðar er af margverðlaunaðri Labrador ætf og er að hennar sögn mjög gæfur. Hann heitir Míró Labbi, en
seinna nafnið er ættamafn.
Tímamynd Róbert
Hundaeigendur sem gangast undir að greiða sekt:
„Ekki hægt að velja varð-
haldsleiðina í staðinn”
Lestunar-
áætlun
Hull/Goole:
Jan ... 23/1
Jan ... 6/2
Jan ... 20/ 2
Rotterdam:
Jan .. . 12/1
Jan ... 24/1
Jan ... 7/2
Jan .. . 21/ 2
Antwerpen:
Jan . . . 12/1
Jan .. . 25/1
Jan ... 8/2
Jan . . . 22/2
Hamborg:
Jan . . . 13/1
Jan . . . 27/1
Jan ... 10/2
Jan . . . 24/2
Helsinki:
Arnarfell . . . 12/1
Arnarfell . . . 12/2
Larvik:
Hvassafell . . . 16/1
Hvassafell . . . 30/1
Hvassafell . . . 13/2
Hvassafell . . . 27/2
Gautaborg:
Hvassafell . . 17/1
Hvassafell . . 31/1
Hvassafell . . 14/2
Hvassafell . . 28/2
Kaupmannahöfn:
Hvassafell . . 18/1
Hvassafell .. 1/2
Hvassafell . . 15/2
Hvassafell . . 29/2
Svendborg:
Hvassafell .. 19/1
Hvassafell .. 2/2
Hvassafell .. 16/2
Arnarfell . . 20/2
Árhus:
Hvassafell . . 19/1
Hvassafell . . 2/2
Hvassafell . . 16/2
Arnariell . . 20/2
Falkenberg:
Arnarfell . . 16/1
Mælifell . . 17/1
Gloucester Mass.:
Skaftafell . . 17/1
Skaftafell . . 17/2
Halifax, Canada:
'Skaftafeil . . 18/1
Skaftafell . . 18/2
OLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIÐJAN
(^clclc
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 45000