Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 8

Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. RitstjórnarfulltrOi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofurogauglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Bjuggust reykvískir kjósendur við þessu? ■ Hjá því getur ekki farið, að endanleg afgreiðsla fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgarfyrir árið 1984 valdi mörgum Reykvíking- um vonbrigðum. Einkum á þetta þó við um þá reykvísku kjósendur, sem greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt í borgarstjórnarkosningunum 1982 og alþingiskosningunum 1983. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 lýstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins yfir því, að þeir ætluðu ekki að lofa Reykvík- ingum gulli og grænum skógum, eins og hinir flokkarnir. Þeir ætluðu aðeins að gefa eitt loforð. Þeir ætluðu að létta skattbyrðina á Reykvíkingum. Fyrir alþingiskosningarnar 1983 hétu frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins því, og þó alveg sérstaklega frambjóðendur hans í Reykjavík, að þeir myndu gera sitt ýtrasta á komandi kjörtímabili til að draga úr verðbólgunni. Aðrir flokkar myndu ekki reynast skelcggari í þeim efnum. Hvaða staðreyndir blasa nú við reykvískum kjósendum varð- andi efndir á þessum loforðum? í fyrsta lagi, að samkvæmt hinni nýju fjárhagsáætlun verða fasteignagjöldin mun hærri á þessu ári en þau voru í tíð fyrrverandi borgarstjórnarmeirihlula, þegar það er tekið með í reikninginn, að fasteignamatið hefur stórhækkað og því hefði álagningarprós- entan þurft að lækka miklu meira en gert hefur verið, ef gjöldin áttu ekki að hækka í reynd. í öðru lagi verður aukning á útsvarsbyrðinni mikil, þegar það er tekið með í reikninginn, að ekki er gert ráð fyrir nema 20% tekjuhækkun hjá skattborgurunum á milli ára, en útsvörin hækka um 40%. Vegna lækkandi launagreiðslna, sem væntanlega hljótast af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar á þessu ári, hefði mátt lækka útsvörin mjög verulega frá því, sem nú hefur verið ákveðið. Auk hækkunar á fasteignagjöldum og útsvörum, eru svo öll þjónustugjöld hjá borgarfyrirtækjum stórhækkuð. Miðað við það, að tekjur skattborgaranna hækki um 20% milli ára, mun greiðslubyrði fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík aukast um 16 þúsund krónur á þessu ári, og er þá átt við álögur borgarsjóðs eins. Þessi tala fer langt fram úr 20 þúsundum króna, ef hækkanir á þjónustufyrirtækjum borgarinnar eru teknar með í reikninginn. Þannig efnir borgarstjórnarmeirihlutinn í ár loforð þau, sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982. Þannig efnir borgarstjórnarmeirihlutinn þau loforð, sem Sjálf- stæðisflokkurinn gaf fyrir alþingiskosningarnar 1983 um öflugt viðnám gegn verðbólgunni. Það er ekki furða, þótt margir Reykvíkingar séu nú vonsviknir. Andstaðan í borgarstjórn Það hefur vakið athygli, að í sambandi við afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir 1984 í borgarstjórninni var Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn, sem að ráði beitti sér gegn hinni stórauknu skattbyrði og flutti tillögur í samræmi við það. Rétt er að geta þess, að tillögur Framsóknarflokksins hlutu eindreginn stuðning fulltrúa Alþýðuflokksins. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina greiddu fulltrúar kvennaframboðsins atkvæði með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins gegn tillögu Framsóknarmanna um lækkun fasteignagjalda og aðstöðugjalds. Fulltrúar Alþýðubandalagsins sátu hjá. Við aðra umræðu mönnuðu þó fulltrúar þessara flokka sig upp í það að greiða atkvæði með þeirri tillögu Framsóknarmanna, að útsvarsprósentan yrði lækkuð úr 11% í 10%. Fulltrúar Alþýðubandalagsins vildu þó helzt komast hjá að greiða atkvæði um þetta, heldur vísa málinu til Alþingis. í raun voru það fulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins, sem beittu sér af eindrægni gegn aukningu skattbyrðarinnar. Þ.Þ. MIÐVIKuDAGUR 11. JANUAR 1984 skrifað og skrafað Framtíðarstefna í atvinnumalum ■ Ingvar Gíslason al- þingismaður skrifar ára- mótabréf til Dags á Ak- ureyri. Þar lítur hann yfir stjórnmál og þjóð- mál á áramótum. Um framtíðina segir hann, að brýnt sé að móta fram- tíðarstefnu í atvinnu- málum og verði öll þjóð- in að standa heilshugar að baki slíkri stefnu- mörkun. Ingvar skrifar: Fram að þessu hafa íslendingar getað „leyft sér“ skipulagsleysi og handahóf í atvinnumálum og fjármálum og reyndar lifað af óðaverðbólgu ár eftir ár vegna þess að sjávarútvegurinn hefur búið yfir undraverðum hæfileikum til fram- leiðslu- og verðmætis- aukningar. Árið 1983 markar hér hins vegar svo glögg skil, að hver maður hlýtur að sjá, að tímabili handahófsins er lokið. Auðlindir sjávar- ins rísa ekki undir blindri framleiðsluaukningu eins og nú er komið. Sá tími er liðinn. Að þessu leyti urðu tímamót á síðasta ári. Vonandi er að ráðamenn og almenn- ingur átti sig á hvað gerst hefur og þá ekki síður hvað gera verður í fram- haldi af því sem orðið er. Sjávarútvegsráðherra hefur haft forgöngu um að stíga fyrstu sporin til aðlögunar að breyttum aðstæðum í fiskveiðimál- um. Fiskiþing mótaði reyndar þá stefnu, sem ráðherra lagði fyrir Al- þingi. Samtök hagsmunaaðila í sjávar- útvegi lýstu stuðningi við fyrirhugaðar aðgerðir um veiðitakmarkanir og víðtæka heimild til handa ráðherra að á- kveða aflakvóta fiski- skipa. M.ö.o.: Ástand mikilvægustu fiskstofna við ísland (þ.á.m. þorsk- stofnsins) er orðið slíkt, að taka verður upp skömmtunarkerfi til þess að bjarga þeim frá hruni. Og skömmtunarkerfið hefur hlotið víðtækan stuðning útgerðarmanna og sjómanna. En gera menn sér grein fyrir hvaða áhrif þetta muni hafa á afkomu, efnahag og lifnaðarhætti íslensku þjóðarinnar og hvers einstaklings? Stefnubreyting — Hugarfars- .breyting Fyrir þá, sem hafa van- ið sig á ofneyslu og of- eyðslu í skjóli þess að auðlindir sjávarins séu, óþrjótandi, eru þessi tíð- indi að sjálfsögðu ógn- vekjandi, - ef þeir þá hafa áttað sig á því sem hefur gerst. Og vissulega eru þetta ógnvænleg tíð- indi hverjum manni. En það sem hins vegar blasir j nú við og ekki verður i , umflúið, er að taka upp stefnubreytingu í efna- hags- og atvinnumálum í samræmi við þann sam- drátt sem orðinn er í sjávarútvegi og á túlega eftir að vaxa á þessu ári. En samdrátturinn krefst ekki aðeins stefnubreyt- ingar í pólitískum skiln- ingi, heldur hugarfars- breytingar, sem felst í því að fólk skilji að al- menn lífskjör hljóta að rýrna (þau hafa þegar gert það) og að atvinna verður minni og óvissari en hún hefur verið á hinum miklu uppgangs- árum að undanförnu. Ráðstafanirgegn atvinnuleysi Að sjálfsögðu mun at- vinnusamdrátturinn, þ.e. minnkandi fram- leiðsla til sjávarins og hæg- ari velta í þjóðfélaginu yfirleitt, koma við alla þjóðina, hvert mannsbarn í landinu. En telja má víst, að öryggisleysið,sem samdrættinum fylgir, mæði mest á lausráðnu verkafólki, sjómönnum og iðnaðarmönnum. Þess vegna verður ríkis- stjórnin að beina aðgerð- um sínum sérstaklega að hagsmunum þessa fólks. Samtök launþega verða á sama hátt að einbeita sér að þessum vanda. Aðgerðir verða fyrst og fremst að beinast að því að koma í veg fyrir at- vinnuleysi, þ.e. dreifa at- vinnutækifærum réttlát- lega og bjóða upp á verkefni, sem kunna að vera fyrir hendi, en hafa verið látin ónotuð. Slík verkefni eru til. í þessum efnum dugir þó ekki að seilast um hurð til lokunnar. Skýjaborgir duga ekki Hér dugir til að mynda ekki að fara að búa til skýjaborgir um orku- j framkvæmdir og „stór-' iðju“ og láta fólk trúa að' slíkt sé hinn vísi vegur til einfaldrar lausnar á at-i vinnumálum eins og nú háttar. Enn sem komið er byggjast stóriðjuhug- myndir á óljósum kenn- ingum, nánast vangavelt- um, en engum praktísk- um úrræðum, sem hægt er að henda reiður á. Hér er um svo flókið vandamál að ræða, tæknilegt, fjárhagslegt, lagalegt og pólitískt, að það mun taka langan tíma að komast til botns í því. Reyndar er unnið að athugun þessa máls á vegum ríkisstjórnarinn- ar. Sérstök nefnd fer með málið og mun kanna möguleika í þessu efni, en nefndin er rétt að hefja störf sín. Að svo komnu er allt í óvissu um hver niðurstaðan verður. Það er því óþarfi og reyndar til óþurftar að ræða stóriðjumál í sömu andrá og brýn atvinnu- vandamál verkafólks og iðnaðarmanna á þessari stundu. Það væri að drepa hagsmunamálum þessara stétta á dreif. Þjóðareining um atvinnustefnu Annað mál er það, að atvinnuástandið eins og það hefur þróast, ætti að verða til þess að opna augu manna fyrir nauð- syn þess að móta skýra framtíðarstefnu í atvinnumálum. Það væri verðugt verkefni fyrir , stjórnmálaflokkana að glíma við slíkt stórmál í sameiningu og miða að því að koma á þjóðar- samstöðu um svo aðkall- andi verkefni. Vel færi á því að þjóðin stengdi þess heit á 40 ára afmæli lýðveldisins að sameinast .um alhliða uppbygging- arstefnu í atvinnumál- um. Við mótun slíkrar stefnu á ekki að útiloka neinn möguleika fyrir- fram, en heldur ekki að gylla svo einn möguleik- ann - t.d. orkufrekan iðnað - að aðrir komi naumast til umræðu. Við mótun framtíðarstefnu í atvinnumálum verður að hafa að leiðarljósi, að atvinnulífið sé fjölbreytt - en ekki einhæft, og að hver atvinnugrein skili að jafnaði arði sér tii við- halds og uppbyggingar. Það mun taka alllangan tíma að móta slíka lang- tímastefnu í atvinnumál- um og síðan að hrinda henni í framkvæmd. Það kann að myndast erfitt millibilsástand áður en fullmótuð og frambæri- leg atvinnustefna kemst í framkvæmd. Það bil yrði þá brúað með íélags- legum ráðstöfunum í at- vinnumálum án þess að um einhver gustukaverk væri að ræða eða atvinnubótavinnu í nei- kvæðri merkingu þess orðs. Slíkar félagslegar ráðstafanir yrðu aðeins liður í því að ráða fram úr tímabundnum vanda meðan varanlegri að- gerðir væru í undirbún- ingi. Lokaorð í þessu áramótabréfi mínu til Dags hef ég lagt láherslu á nauðsyn þjóð- arsamstöðu um eitthvert stefnumarkandi stórmál í stað þess að sundra þjóðinni með sérhags- munadekri og tískumál- efnum og alls kyns smámunum, þegar aug- ljós brestur er kominn í sjálfa undirstöðu efna- hagslífsins og þar með grundvöll þjóðfélagsins. Við slíkri vá verður að bregðast með viðeigandi ráðstöfunum og skynsamlegu hugarfari. Það verður að tryggja hagsmuni þess fólks sem stendur höllustum fæti hvað atvinnuöryggi snertir. En umfram allt ættu ráðandi öfl að sam- einast um mótun alhliða uppbyggingarstefnu í at- vinnumálum, stefnu sem horfir til framtíðar. Verðugt væri á 40 ára afmæli lýðveldisins, að hefjast handa um slíkt verkefni og ná um það þjóðarsamstöðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.