Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 9

Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUK 11. JANÚAR 1984 á vettvangi dagsins ■ Ég held að nokkuð bresti á að við almennt gerum okkur fulla grein fyrir því hver tímamót urðu í þjóðlífi og þjóðarsögu á íslandi þegar regla góðtemplara nam hér land með stofnun stúkunnar ísa- fold nr. 1 á Akureyri 10. janúar 1884. Þetta urðu tímamót því að segja má að landið væri félagslega ónumið þangað til. Nú voru stofn- aðar stúkur, félög þar sem menn komu vikulega saman á fund. Verkamenn og sjómenn sátu þar við hlið embættismanna og kaup- manna. Konur höfðu þar allan sama rétt og karlar. Þar var enginn stéttamunur, enda orti Gestur Pálsson um „að þíða stéttaklakann kalda, kenna í reynd að bræður erum við.“ Þessi félög þar sem allir voru jafnir færðu þjóðinni fundarsköp, ákveðnar, fastar reglur um funda- störf. Bræðralag og bindindi var grundvallarhugsjónin en fljótlega var farið að láta til sín taka í skemmtanalífi og menningarlífi almennt. Strax á fyrstu áratugum reglunn- ar stofnuðu templarar félög, eins og Leikfélag Reykjavíkur og Glímufélagið Ármann. Stofnaðir voru sjúkrasjóðir, sem voru fyrsti vísir að sjúkratryggingum. En mest var um það vert að þjóðin varð félagslega virk. Stéttarfélög voru stofnuð samhliða stúkunum, ■ Núverandi framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Þorgrimsson, Bryndís Þórarinsdóttir, Hilmar Jónsson, Guðbjörg Sigvaldadóttir og sr. Björn Jónsson. Aftari röð: Kristinn Vilhjálmsson, Björn G. Eiriksson, Árni Valur Viggósson, Amfinnur Amfinnsson, Ójafur Jónsson og Guðlaugur Fr. Sigmundsson. Á myndina vantar Svein KrisfjánssaiL Halldór Kristjánsson: Á aldar af mæli góðtemplara- reglunnará íslandi Ávarp flutt í Hallgrímskirkju 8. janúar einkum sjómannafélög, og þau sniðu fundarsköp sín og reglur eftir fundarsköpum templara og þeirra lögum. Eftir aldamótin komu ung- mennafélögin til sögunnar. Þau byggðu á þeim grunni sem félags- skapur templara hafði lagt og voru sjálf á ýmsan hátt sniðin eftir honum. Vafasamt er að forustu- mönnum ungmennafélaganna hafi almennt verið ljóst hve sá skyld- leiki var náinn. Fyrirmynd þeirra var sótt til Noregs og vafasamt að íslenskum ungmennafélögum hafi verið Ijóst hvað Norges Ungdoms- lag sótti til templara. Hér skal það eítt nefnt að skuldbindingarskrá Ungmennafélags íslands var frá orði til orðs eins og skuldbinding- arskrá templara þar til kom að nafni þess félagsskapar sem menn hétu trú og hollustu. En félagsstarf þarf húsaskjól. Þegar templarar hófu að byggja yfir starfsemi sína var ekkert orð til í íslensku um fundahús, sam- komuhús eða félagsheimili. Björn Jónsson ritstjóri var mikill ís- lenskumaður og talaði um sam- kunduhús og sótti það orð til biblíunnar. Svo fjarlægt var það íslensku þjóðlífi þá, að til væru sérstök hús helguð fundarstarfi og félagslífi fyrir utan kirkjurnar, sem vitanlega voru bundnar sínum sérstöku verkefnum. Víða um land urðu stúkuhúsin fyrstu hús sem reist voru fyrir fundahöld og sam- komur. Auðvitað hefði öld félagshreyf- inganna hlotið að ná til Islands, enda þótt félagsskapur góð- templara hefði aldrei náð hingað. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Sé nokkurs staðar hægt að benda á sérstakan atburð eða ákveðinn dag, sem marki þáttaskil í félags- málasögu íslensku þjóðarinnar þá er það 10. janúar 1884 þegar stúkan ísafold var stofnuð. Auð- vitað átti hin félagslega þróun sér nokkurn aðdraganda eins og jafn- an verður og margs konar þróun fylgdi á eftir þessari félagsstofnun. Én eins og þegar er sagt kom hér sú hreyfing sem gerði þjóðina félagslega virka. Þar með varð grundvallarbreyting á þjóðfélag- inu. Síðan hefur hverjum og einum staðið opið að láta til sín taka og að sér kveða í frjálsum félagsskap. ísland varð annað land og betra. Það var numið félagslega ef svo má segja. Þetta heyrir sögunni til og þessa minnumst við nú. Leiðum svo hugann að því hvar við stöndum og hvort nú sé þörf fyrir hugsjónir góðtemplarareglunnar. Dveljum ögn við drauminn um frið á jörðu og bræðralag aílra manna. Það er og hefur verið grundvallarhugsjón þessa félags- skapar frá upphafi hans. Nú lifum við í heimi þar sem mestu stórveldi ógna hvert öðru og virðast ímynda sér að þau megni að hræða hvert annað til afvopnunar og slökunar. Það er hin versta villutrú að trúa á hræðsluna. Hræðslan göfgarengan né bætir. Hún gerir menn grimma og tortryggna. Við vitum að börn sem alast upp við hræðslu og öryggisleysi bíða oft tjón á sálu sinni. Þannig elst upp á meðal okkar utangarðsfólk sem hefur neikvæð viðhorf til mannfélagsins og úr röðum þess koma flestir síbrotamenn. Hræðslan og örygg- isleysið elur á tortryggni og hatri. Það eru ekki gæfulegar forsendur í uppeldi einstaklingins og ekki gæfulegri í heimspólitík. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú að vinna að bræðralagi allra. Það er bræðralagið eitt sem getur unnið bug á tortryggninni en tor- tryggnin elur á þeirri hættu sem mest er í heiminum. Því er mann- kyni öllu lífsnauðsyn að áhersla sé lögð á bræðralagið. Hvað er svo um bindindishug- sjónina? Hvenær hefur verið meiri þörf fyrir hana en einmitt nú? Aldrei. Hvers vegna stafar meiri hætta nú en nokkru sinni fyrr af bindind- isleysi? Til þess eru tvær ástæður. önnur er sú, að nú er meira framboð og fjölbreyttara af vímu- efnum en nokkru sinni fyrr. Fyrir sumum þeirra er rekinn mikill áróður, stundum ófyrirleitinn, stundum lævís. Og ég held, að þeir séu fáir, sem ekki stendur ógn af einhverjum vímuefnanna. Annað er svo það, að vegna meiri frítíma, meiri fjárráða, þétt- ari byggðar og bættra samgangna verða tilefni neyslunnar fleiri og þéttari fyrir þá sem á annað borð neyta vímuefna, og áfengisneysla er harla almenn nú á tímum. Því óftar sem áfengis er neytt, því meiri líkur eru til að menn verði háðir því og þ'ví styttri tíma tekur að ánetjast. Þess vegna er það hættulegra nú en áður var að venjast áfengi. Það er sama hvort við dveljum við drauminn um frið og bræðralag eóa bindindishugsjónina. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir þessar hugsjónir á íslandi en einmitt nú. Eg hef hér ekki rætt um þann árangur sem íslensk bindindis- hreyfing hefur náð til að móta þjóðlífið. Sumir halda því fram að þau áhrif séu lítil og jafnvel nei- kvæð það sem þau eru. Um það mun ég ekki þrefa hér, en gullöld bindindisseminnar á fyrstu ára- tugum aldarinnar var glæsilegur og gæfulegur tími. Við höfum margt að þakka, líka sem þjóð. Éin er sú spurning sem eðlilega verður efst í huga við þessa minn- ingarathöfn. Hvað er framundan? Hvernig verður best unnið, svo að hugsjónirnar fornu megi rætast? Því svarar að sjálfsögðu hver fyrir sig. Sjálfur er ég sannfærður um það, að í baráttunni við vímuefnin næst ekki æskilegur árangur nema með fjöldasamtökum sem afdrátt- arlaust hafna allri neyslu vímu- efna. Mér finnst ekki hægt að ljúka þessari minningarsamkomu án þess að bera fram persónulegar þakkir fyrir hönd einstakra fé- lagsmanna. Félagsskapur templara hefur nú í hundrað ár hjálpað mörgum íslenskum manni til að finna það leiðarljós sem gaf lífi hans fyllri tilgang en honum var áður ljós. Og í þjónustu við bind- indishreyfinguna hefur margur lif- að það bræðralag sem varð að frjórri lífsnautn og sannur gæfu- vegur. Þar eigum við margt að þakka. Og hér skulum við sameinast í þeirri bæn að hinar fornu hugsjónir góðtemplarareglunnar um frið á jörðu, bræðralag allra manna og bindindi á hvers konar vímuefni, lifi og glæðist og undir þeirra merki finni komandi kynslóðir lífi sínu takmark og tilgang. Fjarri sé mér að segja að félags- skapur templara eigi eða hafi átt nokkurn einkarétt á þessum hug- sjónum, enda eru þær báðar sprottnar úr kristinni menningu. Félagslífið stefndi að eins konar guðsþjónustu. Félagshugsjónin var lifandi musteri höfundi lífsins til vegsemdar. Bindindið var skil- yrði þess að hver og einn gæti náð þeim árangri sem algóðum manni var eiginlegur. Því hafa þessar hugsjónir eilífðargildi - falla ekki úr gildi fremur en kærleikurinn, og undir þeirra merki verður sigurinn unninn. Sú leið stendur enn opin. Mættu sem flestir sameinast á þeim gæfuvegi. Sú er bæn okkar á þessum minningardegi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.