Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 6
6 v Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Rltstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 66300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Andstæðingar velferðarþjóðfé- lagsins töpuðu ■ Úrslit þingkosninganna í Danmörku breyttu litlu í dönskum stjórnmálum öðru en því, að tveir íhaldssömustu flokkarnir, sem mest hafa barizt gegn velferðarþjóðfélaginu svonefnda, Framfaraflokkur Mogens Glistrup og miðdemó- kratar undir forustu Erhards Jacobsen, töpuðu miklu fylgi. Sigurvegarinn varð íhaldsflokkurinn, sem er mun hófsam- ari en áður nefndir tveir flokkar. Þannig var tilfærslan nær öll á hægri væng stjórnmálanna og fólst í því, að afturhalds- sömustu flokkarnir töpuðu, en hófsamari íhaldsflokkur vann mikið á. Ríkisstjórnin, sem nú fer með völd í Danmörku, hefur orðið að grípa til verulegra aðhaldsaðgerða vegna erfiðs efnahagsástands, en hún hefur jafnframt reynt að þrengja sem minnst að hinu svonefnda veíferðarþjóðfélagi, sem hefur verið að myndast í Danmörku undanfarna áratugi og allir flokkar, nema þeir afturhaldssömustu eins og Framfaraflokk- urinn og miðdemókratar, hafa stutt að meira og minna sameiginlega. í samræmi við það hefur ríkisstjórn Pouls Schlúter reynt að skerða sem minnst framlög til félagsmála og miðað við það, þegar til slíkrar skerðingar hefur verið gripið, að sníða af ýmsa vankanta, en að breyta ekki grundvallaratriðum velferðarkerfisins sjálfs. Sama hefur gerzt í Svíþjóð og Noregi, þar sem hófsamir íhaldsflokkar og miðflokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn- um. Ríkisstjórn slíkra flokka í Svíþjóð reyndi að skerða velferðarkerfið sem minnst og sama gildir um þá stjórn Hægri flokksins og miðflokkanna, sem nú fer með völd í Noregi. Það er sameiginlegt öllum umræddum stjórnum í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, að þær hafa kappkostað að viðhalda því, sem bezt er í velferðarkerfinu, en reynt að sníða það burtu, sem miður hefur farið og einkum hefur beinzt í þá átt að vera til ávinnings þeim, sem betur hafa verið settir. Velferðarþjóðfélagið hefur vissulega áorkað miklu til að bæta hag mikils fjölda manna, sem áður bjó við óviðunandi kjör. Það takmark þess hefur þó ekki náðst að útrýma fátækt og tryggja öllum mannsæmandi kjör. Það er mesti gallinn á velferðarkerfinu um þessar mundir. Hér þarf að taka til höndunum og bæta kjör láglauna- fólksins. Þetta verður ekki gert með kauphækkunum, eins og bæði samtök atvinnurekenda og launþega hafá gert grein fyrir, heldur verður að grípa til aukinna félagslegra aðgerða, eins og hækkunar á barnabótum og fjölskyldubótum, svo að eitthvað sé nefnt. Par er um að ræða endurbætur á velferðarkerfinu. Það er athyglisverð staðreynd, að öfgaflokkar til hægri, sem mest hafa barizt gegn velferðarþjóðfélaginu, biðu eftirminnilegan ósigur í dönsku kosningunum á þriðjudaginn. Danskir kjósendur hafa gert sér ljóst í vaxandi mæli, að Friedmanisminn er ekki leiðin til farsældar og því snúið baki við postulum hans. Þetta mætti valda leiðtogum Sjálfstæðisflokksins nokkurri umhugsun. Innan hans er nú rekinn sá áróður að Friedman- isminn og baráttan gegn velferðarþjóðfélaginu eigi að verða aðalmarkmið flokksins. Enn virðist sitthvað benda á, að þessi sjónarmið kunni að sigra í flokknum. Því ætti flokkurinn að hugsa sig um oftar en tvisvar áður en hann heldur lengra inn á þá braut. Þótt á móti blási um stund, mega menn ekki hverfa til afturhalds. Þar hefur danska stjórnin gefið gott fordæmi og áðurnefndar stjórnir í Svíþjóð og Noregi. Þótt grípa þurfi til aðhaldsaðgerða vegna erfiðra efnahagsaðstæðna, verður það grundvallarsjónarmið að ríkja að bæta lífskjör þeirra, sem lakar eru settir, og láta ekki blinda markaðshyggju leiða til aukinnar fátæktar annars vegar og óhæfilegrar auðsöfnunar einstaklinga hins vegar. P.P. skrifað og skrafað LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1984 Hvar á að draga saman? ■ Þannig spyr leiðara- höfundur Dags af gefnu til- efni og segir: „Það er alkunna, að þegar á bjátar og erfiðleikar gera vart við sig, eykst tilhneiging manna til að finna sökudólga, kenna einhverjum um ófar- imar. Erfiðleikarnir sem nú er við að etja í sjávarútvegi hafa orðið mönnum hvati til slíkrar leitar að sökudólgum. Æði oft er byggðastefnan nefnd íþessusambandi. Með byggðastefnunni komu jú skuttogararnir og stórfelld endurnýjun varð í fiskverk- unarfyrirtækjunum. Menn gleyma því hins vegar gjarn- an að þessi sama byggða- stefna hefur að stærstum hluta staðið undir þeim gífur- legu framförum sem orðið hafa hér á landi á liðnum árum. Menn gleyma því gjarnan líka að víðar hefur verið fjárfest en í sjávarútvegi, þó honum hafi nær eingöngu verið ætlað að standa undir öllum framförum í landinu. Meiri afli og betri nýting hans vegna aukins og bætts tækjakosts hefur m.a. valdið því að höfuðborgin hefur tek- ið stakkaskiptum á liðnum áratug hvað stóraukna fjöl- breytni í þjónustu varðar. En hvernig vilja menn svo að brugðist verði við þeim erfiðleikum sem við er að etja í sjávarútvegi? í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðs „allra landsmanna" sl. sunnudag er ýjað að lausnum, sem virðast vel- þóknanlegar á þeim bæ. Spurt er hvort sú stefna að dreifa stórvirkum togurum um landið allt, sem hafi verið þungamiðja byggðastefnunn- ar, hafi valdið því að afli hefur dregist saman. Þessar hugleiðingar koma í fram- haldi af útreikningum útgerð- armanns á Suðurnesjum, sem sýna að afli hefur aukist mest á Norður- og Austurlandi á liðnum áratug. Er ekki með þessu verið að segja óbeinum orðum, að þeir landsmenn sem mesta verðmætaaukn- ingu hafa skapað í þjóðfélag- inu skuli nú draga úr sinni útgerð meira en aðrir? Er Morgunblaðið að koma því inn hjá fólki að taka undir þau sjónarmið sumra útgerð- ar- og sjómanna á Suðurne sjum, að þorskurinn eigi að fá að ganga óáreittur kringum landið og veiðast aðeins, eða að stærstum hluta, í net þeirra Suðurnesjamanna? Þessum spurningum er varp- að hér fram til umhugsunar og umræðu.' Og má þá ekki spyrja ann- arrar spurningar, nefnilega þeirrar, hvort ekki þurfi að draga stórlega úr yfirbygging- unni í þjóðfélaginu, sem auknar þorskveiðar Norð- lendinga og Austfirðinga og reyndar annarra íbúa lands- byggðarinnar, hafa staðið undir? Það ætti þá varla að vefjast fyrir mönnum hvar sá samdráttur yrði, því upp- bygging þjónustustarfsem- innar, sem margir kalla yfir- byggingu í þjóðfélaginu, hef- ur að langstærstum hluta orð- ið á höfuðborgarsvæðinu. Þessi orð verða sjálfsagt af mörgum talin af hinu illa og til þess líkleg að efla væringar milli landshluta. En er það ekki skrýtið, að það er aðeins þegar landsbyggðafólk ber hönd fyrir höfuð sér og krefst réttlátrar skiptingar gæð- anna, sem umræðan er talin af hinu illa.“ Hugleiðing um kvótaskiptingu Það er of mikið verk og vanþakklátt að koma saman nothæfum reglum um kvóta- skiptingu í fiskveiðum, en að því er nú unnið eins og al- kunna er. Valkostir eru margir og seint munu allir verða sammála um hvaða leiðir er heillavænlegast að fara. Óumdeilanlegt kvóta- kerfi verður aldrei til. Guð- jón A. Kristjánsson formað- ur Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands veltir fyrir sér fjórum valkostum í síð- asta tölublaði Víkings og skrifar: „Ef farin verður sú leið að kvótaskipta aflanum 1984 í fleiri einingar, en við höfum gert á undanförnum árum (1983 var skipt heildar þorsk- afla á milli báta annarsvegar og togara hinsvegar og einnig á þrjú 4ra mánaða tímabil) þarf nauðsynlega að gefa val- frelsi um 2-4 leiðir, svo reynsla fáist sem fyrst af þeim valkostum sem mögulegir eru í stjórnun veiða á þennan hátt. Aflanum skipt á skip mið- að við 3 ára veiðar. Þau skip sem eru ný verður að meta sérstaklega með hliðsjón af afla hvers skipstjóra, ef þau hafa ekki verið í veiðinni á þessu ári, annars verður að líta á afla þeirra á úthaldsdag með samanburð við afla ann- arra á þessu ári. Taka verður tillit til langra frátafa frá veiðum (20-30 dagar eða1 meira). Þegar búið er að skipta aflanum upp á að gefa þrjá til fjóra valkosti til að veiða, sem útfærðir verða af Sj ávarútvegsráðuneytinu þannig: 1. Kvótinn sem búið er að finna eftir ákveðnum útreikningsforsendum er af ákveðinni stærð og mið- ast við ákveðið skip, sem veiðir þá sinn fasta kvóta og ekkert annað. 2. Kvótinn sem fundinn var er lagður saman og mynd- ar þannig landshluta kvóta, sem sfðan erveidd- ur af skipum í þeim landshluta, eftir ákveðn- um reglum. sem gætu ver- ið þannig: a) Landshlutakvótanum skipt upp á milli báta og togara (fundið aflamark hvers skips, 3ja ára afli). b) Hvorum kvóta fyrir sig skipt í þrjú 4ra mánaða tímabil, með hliðsjón af lönduðum afla á undan- förnum árum. c) Frelsi í veiðum innan kvótans og á hverju 4 mánaða tímabili allt að 10% miðað við meðal aflamark skips. (Skýring: ef 20 togarar veiða svona kvóta upp á 10.000 tonn af þorski og 5 af þeim ná 10% umfram meðal afla- mark, þá missa þeir 15 sem eftir eru hluta af sín- um afla. Ef eitt eða fleiri skip bila á tímabilinu þá fellur aflamark viðkom- andi skips út úr sameigin- lega kvótanum umrætt4ra mánaða tímabil og verður fastur kvóti á viðkomandi skip. Sama á við um aðrar tegundir af fiski og þorsk ef tegundin er kvótaskipt. 3. Valkostur lands- hlutakvóta skipt upp í mánaðarkvóta miðað við afla undanfarandi ára og á milli báta og togara, sem síðan veiða hvor umsig sameiginlegan mánaðar- kvóta. Leyfilegt að fara 15% umfram aflamark á skip. Sá afli sem á hverjum mánuði gefur stærðina 100% í hverri viku er leyfilegt að veiða allt að 33% mánaðaraflans mið- að við 25% umfram meðal aflamark. (Skýring: mánaðar- kvóti 2000 tonn, skip 20, aflamörk frá 80-120 tonn á skip miðað við undan- farin ár. Hámark umfram meðal aflamark 25 tonn = 25% af 100 tonnum. Sá sem best fiskar þá vikuna fær 145 tonn, hafi aflamark hans verið 120 tonn, ef aflamark hans var 80 tonn getur skipið náð 105 með því að veiða 25% af meðalaflamarki mánaðarins). 4. Valkostur. Landshluta- kvótf, en sóknin ákveðin með því að lengja 1. hafnarfrí, 2. ákveða að stöðva skipin í sumarfríi skipshafnar, 3. stöðva veiðar frá 15.-20. des - 10.-15. jan., 4. páskafrí 7-10 daga, 5. 4 daga Sjó- mannadagsfrí. Samtals 100-120 dagar eða hluti af þessum stöðvunartíma við aðrar veiðar, sem voru utan við aflakvóta, svo sem rækju, skarkola, út- hafskarfa, kolmunna, gulllax, langhala. (Skýringar: sumarfrí ekki tekin jafnt á öllum skipum og sama með jólafrí og páskafrí, en helmingur helgidaga um páska þó inn í fríinu, laugardagar og Sjómannadagurinn en hinir tveir ýmist fyrir eða eftir.) Ákvörðun verði tekin í viðkomandi landshluta í hvaða kerfi þeir vilja veiða sinn úthlutaða aflakvóta, og það kerfi sem valið er til- kynnt til Sjávarútvegsráðu- neytis, sem fylgist með hvernig aflinn kemur á land með upplýsingum frá við- komandi skipi sem sent yrði Sjávarútvegsráðuneyti í skeyti þegar skip kemur til hafnar. Það sem ynnist við það að hafa þessa valkosti væri það að á einu reynsluári í kvótaksiptum veiðum kæmi í Ijós hvað gæti gengið og hvað væri hagkvæmast, ef aðeins ein regla væri í gildi tæki mörg ár að finna hag- kvæmasta kerfið, en forsenda hagkvæmni í veiðum er að taka fiskinn sem næst löndun- arstað. Þess vegna er tómt mál að tala um kvótaskiptar veiðar, ef ekki á samhliða að auka frelsi veiðiskipa nteð öll veiðarfæri í fiskveiðilögsög- unni. 12 sml. línan verður að falla burt, meini menn eitt- hvað með sínu hagkvæmnis- tali. Þessar hugmyndir eru sett- ar hér fram vegna þess að engin leið er góð í kvótaksipt- um afla og umræðan var takmörkuð við kvóta a skip eingöngu, en ekki afköst skipstjóra og skipshafnar. Tillögur FFSÍ eru að sami þorskafli verði 1984 og 1983 og veiðum stjórnað með þorskveiðibönnum ef þurfa 1 þykir.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.