Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 2
„Kjör okkar verri en við verður unaðá< — segja starfs- menn útvarps og sjónvarps ■ „Kjör okkar eru verri en svo að við verði unað. Launamenn hafa sýnt langlundargeð gagnvart þeim efna- hagsráðstöfunum sem gripið hefur ver- ið til þessar ráðstafanir hafa nær allar verið á kostnað þeirra einna. Ríkis- valdið boðar áframhaldandi kjara- skerðinu," scgir m.a. í ályktu fjöl- menns fundar starfsmannatelags út- varps og sjónvarps sem haldinn var í fyrrakvöld um launamál. Þar segir jafnframt: „I Ijósi þess, hvetjum við félagsmenn BSRB og aðra launamcnn að snúast til varnar á kröftugan hátt en gert er í kröfugerð BSRB. Fylgist vel með viðbrögðum ríkisvaldsins í komandi viðræðum um kjaramál. Sláið ckki striki yfir kjara- skerðinguna. Hyggið að baráttu- leiðum". ’ - AB. Norræna husiö: Sýning á verkum C.F. Raut- erswárd ■ ÁmorgunverðuropnuðtNorræna húsinu sýning á verkum þessts sænsks myndlistarmanns, Carls Fredriks Reutcrswárd. Þar verða sýnd 27 verk unnin á árunum 1955-65, cn listamað- urinn telur það mjög mikilvægt tímabil á ferl sínum. Sýningin er farandsýning og kentur hingað frá Listasafninu í Malmö. Aðasteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar um Rcuterswárt í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Eins og Erró okkar er CFR heims- borgari, býr innan um þotuferðalanga í Svisslandi og er sjálfur á þeytingi milli landa. Þar aðauki virtist CFR skipta um vinnubrögð og stíi eins og aðrir skipta um sokka, líkt og sá landi hans sem honum er skyidastur í andanum, Öy- vind Fahlström. í ofanálag er CFR fjölfróði, vel lesinn í hugvísindum jafnt sem raunvísindum, vitnar í James Joyce og leikur sér mcð lasergeisla jöfnum höndum. Og flækir þannigalla skynjun hins venjulega áhorfanda. CFR er í scnn afar flinkur handverks- maður og myndbrjótur, sannfærður fulltrúi hins klassíska Parísarskóla í myndlist og Dadaisti. Hvorttveggja cr honum jafn eiginlegt. Af því leiðir að allur pósitífismi er scm eitur í hans beinum: á hverju máli hljóta að vera a.m.k. tvcir fletir jafngildir". Sýningin í Norræníi húsinu verður opindagl. kl. 14—19til 29janúarn.k. ■ Nappapels-sútaður herrajakki, mjúkur, hlýr og fallegur. Jakkinn er ófóðraður, því loðnan á skinninu snýr inn, en ytra byrðið er með glansandi leðuráferð. Rekstur Iðnaðardeildar Sambandsins: Réttu megin við strikið í fyrsta síðan ■ Iðnaðardeild Sambandsins kynnti fyrir fréttamönnum ullar- og skinna- vörur fyrirtækisins á Hótel Sögu sl. Fimmtudag. Þar var haldin hin glæsileg- asta tískusýning og var Bryndís Schram kynnir. Sérstaka athygli fólks vöktu íslenskir Iambskinnspelsar og nappapels-jakkar og kápur. Nappapels-vinnsla á skinnum cr það nýjasta hjá verksntiðjunni, en það er mokkaskinn, sem hefur verið vatnsvarið sérstaklega og síðan með- höndlað þannig, að á leðurhlið skinnsins er ekki mokkaáferð, heldur leðuráferð. Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri, bauð gesti velkomna og ræddi síðan nokkuð um útflutningsmál og rekstur Iðnaðardeildar. í viðtali við blaðamenn sagði Hjörtur- er hann var spurður um afkomu fyrirtækisins, - að hún væri réttu megin við strikið, en það hefði hún ekki verið síðan 1979. Meira skipti ’79 jafnvægi væri nú í viðskiptum með hjöðnun verðbólgu, og horfur í framtíð- inni lofuðu góðu. Forsvarsmenn ullar- og skinnaiðnað- ardeilda Sambandsins sögðu að eftir- spurn eftir framleiðslunni ykist stöðugt, og markaðurinn stækkaði jafnt og þétt, bæði í Austur- og Vestur-Evrópu, og einnig vestan hafs. Nýlega hefur Iðnað- ardeildin byrjað viðskipti við Japan og Sovétríkin eru alltaf stór viðskiptavinur, t.d. voru nýlega keyptar 10.000 mokka- kápur til Sovétríkjanna. Stór þemi Iðnaðardeildar Sambands- ins varð 60 ára á sl. ári. Um 1000 manns er á launaskrá alls hjá Iðnaðardeild Sambandsins, og því má eflaust telja hana fjölmennasta vinnustað landsins. Myndir frá tískusýningunni munu birt- ast á síðu Heimilistímans nk. þriðjudag. -BSt Kynningarfundur SUF um húsnæðismál: ,,Tel þennan fund gott innlegg í húsnædisumræduna’ ’ — segir Finnur Ingólfsson, formaður SUF ■ „Ég tel þessi fundur sé gott innlegg í umræðuna um húsnæðismálin“, sagði Finnur Ingólfsson, formaður SUF, um fræðslu- og kynningarfund SUF um húsnæðismál, en fundurinn hefst í dag kl. 13.30 í Hótel Hofi við Rauðarárstíg. „Þegar við völdum frummælendur höfðum við það að markmiði að sem flest sjónarmið kæmust á framfæri. Þessi fundur ætti því að vera gagnlegur þeim sem vilja koma yfir sig þaki, en hafa t.d. ekki kynnt sér upp á hvað er boðið, eða hvað hugmyndir eru í gangi". Finnur sagði að Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, væri fyrstur á dagskrá á fundinum, en hinir frummæl- endurnireru: PéturH. Blöndal, formað- ur Húseigendafélags Reykjavíkur, Jón Rúnar Sveinsson, formaður Húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta, og Bjami Axels- son, stjórnarformaður Byggingasam- vinnufélagsins Aðalból. „Helgi Péturs- son, fréttamaður, og Inga Þ. Kjartans- dóttir, skrifstofumaður, munu stjórna pallborðsumræðum, sem hefjast strax eftir að framsöguerindum líkur. Áheyr- endur geta komið fram með spurningar að einnig geta frummælendurnir spurt hvorn annan ef þeir hafa áhuga á. Þetta fundaform hefur gefist vel og gerir fundi mun líflegri en gerist og gengur", sagði Finnur að lokum. ■ Úr Forsetaheimsókninni, f.v. Soffia Jakobsdóttir, Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Sigríður Hagalín. Leikfélag Reykjavíkur: Aftur miö- nætursýningar ■ Miðnætursýningar LR á For- setaheimsókninni sem hafa legið niðri yfir hátíðarnar hefjast nú aftur um helgina. Fyrsta sýningin á þessu ári verður anað kvöld í Austurbæjarbíói kl. 23.30. Mið- nætursýningar LR haf notið mikilla vinsælda og síðustu 10 árin hafa séð þær 203.838 manns að því er segir í frétt frá félaginu. í kvöld og sunnudagskvöld verð- ur bandaríska verðlaunajeikritið Guð gaf mér eyra sýnt Iðnó og annað kvöld Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. -JGK. Gúmmí-Tarzan í Kópavogi ■ Nú eru aftur að hefjast sýningar á söngleiknum Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard, sem Leikfélag Kópa- vogs hefur sýnt í vctur við miklar vinsældir. Sýningar eru á iaugardögum og sunnudögum í Félagsheimili Kópa- vogs kl. 15 báða dagana. Símanúmer miðasölu er 41985. Stjórn Félags íslenskra sérkennara: „Mótmælir harðlega þeirri mis munun sem við gengist hefur„ —Athugasemd vegna viðtals við félagsmálaráðherra í Tímanum 4. janúar ■ í dagblaðinu Tímanum miðvikudag- inn 4. jan. s.l. er rætt við Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra um Lög um málefni fatlaðra sem tóku gildi 1. jan. 1984. í þeim lögum eru sem kunnugt er ákvæði um Framkvæmdasjóð fatlaðra sem ætlað er að fjármagna nýbyggingar skóla og annarra sérstofnana fyrir fatl- aða. í lögunum er skýrt tekið fram að þar til kjörin stjórnarnefnd deili árlega út ráðstöfunarfé sjóðsins. Þrátt fyrir þessi skýru fyrirmæli lag- anna verður ékki annað skilið af ummæl- um ráðherra en að hann sé búinn að ráðstafa fé sjóðsins árt þess að stjórnar- nefndin hafi þar komið við sögu. Þetta vekur furðu, ekki síst með tilliti til þess að sjóðurinn hefur á þessu ári verið mikið skertur - og þó nokkuð mikið umfram aðra sjóði. Annað sem vekur athygli eru þt^t ummæli ráðherra að fénu verði í ár eingöngu varið til framkvæmda sem falla rekstrarlega undir félagsmála- ráðuneytið. Með öðrum orðum: Engu fé skal í ár varið til framkvæmda á sviði sérkennslumála. Ráðherra segir í viðtal- inu að þegar hafnar framkvæmdir við Öskj uhlíðarskóla muni verða stöðvaðar. Stjórn Félags íslenskra sérkennara vill benda á að allmörg undanfarin ár hafa Öskjuhlíðarskóli og þjálfunarskólarnir fyrir alvarlega þroskahhefta og fjölfatl- aða nemendur haft á að sklpa kennara- Iiði samkvæmt reglugerðum þar um. Hér eru því stofnanir sem ekki síður er tryggður rekstrargrundvöllur en þeim nýju stofnunum sem ráðherra áformar að taki til starfa á árinu. Það er þó vitað mál, að nefndir skólar hafa búið við allsendis ófullnægjandi húsnæðisaðstæð- ur þau nær 10 ár sem grunnskólalögin hafa verið í gildi. Fróðlegt væri að heyra rökin fyrir því að nemendum og starfsliði Öskjuhlíðarskóla og þjálfunarskól- anna, er enn ætlað að sitja á hakanum, á sama tíma og gert er ráð fyrir að umsvifalaust séu byggð ný hús yfir stofnanir sem félagsmálaráðuneytinu er skylt að koma á fót. Hvers vegna í ósköpunum er ekki unnt að hefja rekstur nýrra og nauðsynlegra stofnanna á veg- um félagsmálaráðuneytisins f leiguhús- næði eins og venjan hefur verið með skólana fyrir fatláða? Stjórn Félags ís- lenskra sérkennara mótmælir harðlega þeirri mismunun sem viðgengist hefur í þessum efnum og skorar á þá stjórnar- nefnd, sem lög gera ráð fyrir að fjalli um málið, að íhuga vandlega hvernig verja skuli því takmarkaða fé sem til ráð- stöfunar er úr Framkvæmdasjjóði fatl- aðra. Stjórn Félags íslenskra sérkennara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.