Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 8
8 bridge 10 heimsmeistarar á Bridgehátíð ’84 ■ Bridgehátíð 1984 verður ekki síður skipuð spilurum en undanfarnar bridgehátíð- ir, einsog áður hefur komið fram hér í blaðinu. A.m.k. fjórir heimsmeistarar hafa staðfest þátttöku sína og afgangurinn af gestunum er ekki af verri endanum. Stærsti viðburðurinn er auðvitað koma Belladonna og Garozzo. Belladonna hefur oftast allra orðið heimsmeistari í bridge eða 13 sinnum og hann.er einnig stigahæsti spilari heims Garozzo hefur að vísu ekki jafn marga titla til að státa sig af en hann hefur alla jafna verið talinn einna fremstur meðal jafningja í hópi bestu spilamanna heimsins. Frá Ítalíu kemur einnig Dano DeFalco sem einu sinni hefur orðið heimsmeistari, en hann á marga Evrópumeistaratitla f safni sínu. Hann mun spila við fsraelsmann, Tapeia. Þessir fjórir spilarar munu, eftir þvf sem ég hef hlerað, spila saman reglulega í sveit á ftalíu. Alan Sontag hefur þegar komið á tvær Bridgehátíðir og hann er væntanlegur á þá þriðju. Síðan hann heimsótti okkur á síðasta ári hefur hann unnið heimsmeistaramótið í bridge eins og mönnum er sjálfsagt í fersku minni. Sveitarfélagar Sontag að þessu sinni eru ekki jafn frægir og þeir sem áður hafa komið hingað með honum, og reyndar er ekki fullljóst hverjir koma. Þó er víst að Mark Molson, sem spilaði hér á síðustu Bridgehátíð, kemur aftur. Stjarna Molson fer sífellt hækkandi í Ameríkunni og þó hann hafi ekki unnið til stórverðlauna er hann að verða fastagestur í undanúrslitum og úrslitum helstu móta í Ameríku. Þriðji maður í sveit Sontag verður Steve Sion. Sionþótti veraefnilegasti ungispilarinn sem kom upp á árunum fyrir 1980, og á tímabili vann hann nokkur helstu mót í Ameríku. En slíkir spilarar eignast alltaf öfundarmenn og Sion var skyndilega ákærð- ur, ásamt félaga sínum Kokin, fyrir svindl. Allur málareksturinn var óljós en endinn varð sá að Sion og Kokin voru reknir úr ameríska bridgesambandinu. Þeir höföuðu skaðabótamál gegn bridgesambandinu og það mál var að velkjast í dómskerfinu þar til í sumar að málinu lauk skyndilega mcð dómssátt: Sion og Kokin féllu frá kröfum sínum á hendur bridgesambandinu, og voru teknir aftur í bridgesambandiö með því skilyrði að þeir spiluðu ekki saman?! Fjórði maður í sveit Sontag er ekki ákveð- inn. Til stóð að fyrrnefndur Kokin kæmi en af því mun líklega ekki verða og heíur nafn Erik Kokish verið nefnt í staöinn. Það væri fengur af að fá Kokish til landsins því hann er, auk þess að vera spilari á hcimsmæli- kvarða, eipn afkastamesti bridgeblaðamaður heims og skrifar greinar í ótrúlegan fjölda blaða. Sjálfsagt myndi Bridgehátíð fáalþjóð- lega umfjöllun ef Kokish liti hér við. Tony Sowter og Steve Lodge frá Bretlandi munu einnig koma á Bridgehátíð einsog í fyrra og þeir þurfa ekki frekari kynningar við. Möller og Blakset var einnig boðið en þeir sáu sér ekki fært að koma og cr nú unniö að því að fá hingað sænskt par í staðinn. Sjálfsagt munu fleiri koma hingað á eigin vegum. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Að loknum 4 umferðum í undunkcppni mótsins er staða efstu sveita þessi: Úrval 62 Samvinnuferðir 60 Runólfur Pálsson 58 Þorfinnur Karlsson 56 Guðbrandur Sigurbergsson 50 Ólafur Lárusson 49 Gestur Jónsson 46 Bridgedeild Breidfírðinga 42 pör taka þátt í aðaltvimenning félagsins. Eftir eitt kvöld af sjö er staða efstu para þessi: Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 114 Björn Theodórsson - Erna Hrólfsdóttir 107 Erla Eyjólfsdóttir - Gunnar Þorkelsson 105 Jón G. Jónsson - Magnús Oddsson 88 Ása Jóhannesdóttir - Sigríður Pálsdóttir 87 Halldór Helgason - Sveinn Helgason 83 Albert Þorsteinsson - Jón Stefánsson 79 Gróa Guðnadóttir - Guðrún Jóhannesdóttir 77 Aðalsveitakeppni félagsins lauk með sigri sveitar Ingibjargar Halldórsdóttur sem hlaut 276 stig. Næst varð sveit Sigurðar Ámunda- sonar með 263 stig, en í 3.-4. sæti voru sveitir Helga Nielsen og Hans Nielsen með 250 stig. Sveit Helga hreppti 3. sætið á innbyrðisleik. „TBK“ Stjórnarfundur TBK var haldinn í lok desembermánaðar. M.a. var ákveðið að félagsgjöld yrðu tekin upp að nýju. Einstakl- ingar greiði kr. 150 fyrir árið en hjón skráð í TBK kr. 200 sameiginlega. Fyrirhugað er að aðalsveitakeppni félagsins verði spiluð cftir Monrad-kerfi sem óneitanlega getur gert keppnina jafna og spennandi, hún yrði 7-9 kvöld með heilum leikjum. Nú einhverja helgina (óákveðið) verður reynt að fara með 6. sveitir til Keflavíkur, við skuldum þeim semsé heimboð, allt í lagi með það. Nú síðastliðinn fimmtudag 12. janúar var háður eins kvölds tvímenningur, spilað var í 1.14. para riðli og urðu úrslit sem hér segir: I. Júlíus Guðmundsson - Bernharð Guðmundsson 210 2. Bragi Jónsson - Ingólfur Böðvarsson 188 3. Anton R. Gunnarsson - Friðjón ÞórhaHsson 182 meðalskor 156 Næstkomandi fimmtudag 19. jan. verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur. Ekki verður spilað hjá TBK 26. jan en þá er Reykjavíkurmótið í fullum gangi í Domus, þannig að aðalsveitakeppnin hefst eigi fyrr cn 2. febrúar. Við hjáTBK vonumst eftir því að sjá ykkur öll og jafnvel þótt þið séuð ekki í eða með sveit, þá er óhætt að láta sjá sig, það er aldrei að vita nema sé hægt að mynda eina til tvær sveitir ykkur staka fólkinu til ánægju. Spilaðer í Domus Medica. Keppnis- stjóri er Ágnar Jörgensen. Bridgefélag Akureyrar Nú er lokið sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, Akureyrarmóti. Alls spiluðu 20 sveitir og voru spilaðir tveir 16 spila leikir hvert spilakvöld. Akureyrarmeistari að þessu sinni varð' sveit Stefáns Ragnarssonar sem sigraði með yfirburðum. Sigraði sveitin í öllum sínum leikjum og sýnir það að þeir félagar eru vel að þessum sigri komnir. Auk Stefáns eru í sveitinni Pétur Guðjónsson, Þórarinn B. Jónsson, Páll Jónsson og Þor- móður Einarsson. Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. Sveit Stefáris Ragnarss. 337 2. Sveit Harðar Steinbergss. 293 3. Sveit Páls Pálssonar 279 4. Sveit Jóns Stefánssonar 265 5. Sveit Júlíusar Thorarensen 260 6. Sveit Arnar Einarssonar 252 7. Sveit Antons Haraldssonar 231 8. Sveit Stefáns Vilhjálmss. 225 Keppnisstjóri B.A. er Albert Sigurðsson. Tvímenningur, Akureyrarmót hefst þriðju- daginn 10. janúar í Félagsborg stundvíslega kl, 19.30. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 10. jan. var spilaður eins kvölds tvímenningur í tveimur 10 para riðlum. Úrslit urðu þessi: A-riðill 1. Guðjón Jónsson - Gunnar Guðmundsson 128 2. Guðmundur Grétarsson - Stefán Jónsson 121 3. Anton Gunnarsson - Árni Alexandersson 118 B-riðill 1. Sveinn Sigurgeirsson - Baldur Árnason 124 2. Dagbjartur Grímsson - Tómas Sigurjónsson 120 3. Guðmundur Sigursteinsson - Steingrímur Þórisson 116 Meðalskor 108 Næsta þriðjudag hefst sveitakeppni félags- ins. Hægt er að skrá sveitir hjá Baldri í síma 78055. Spilamennska hefst að venju kl. 19.30. Spilað er í Gerðubergi. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðasta mánudag var spilaður eins kvöld tvímenningur með þátttöku 22 para. Þar með telst upphitun spilara lokið og alvaran hefst með 4 kvölda barómeter næsta mánudag. Spilin verða tölvugefin og fá spilarar að vita skorina jafnóðum og spilað er. Fjöldi spila fer að nokkru leyti eftir þátttöku en stefnt er að því að ekki færri en 5 spil verði á milli para. Spilað er í Iþróttahúsinu við Strandgötu og hefst spilamennskan kl. 7.30. Úrslit síðasta kvölds: A-riðill I. Einar Sigurðsson - Sigurður Sigurjónsson 133 2. Eysteinn Einarsson - Ragnar Halldórsson 125 3. Guðbrandur Sigurbergsson - Þórarinn Sófusson 119 B-riðill 1. Árni M. Björnsson - Hermann Lárusson 120 2. Björn Eysteinsson - Kristófer Magnússon 119 3. Björn Svavarson - Ólafur Torfason 118 Allir nýir spilarar eru velkomnir. Frá Bridgesambandi íslands Meistarastigaskráin verður gefin út í ca. 2000 eintökum og er stefnt að því að allir félagsmenn sambandsins fái hana. Öll gögn í skrána þurfa að berast skrifstofunni í síðasta lagi mánudaginn 16. janúar, en þá verður skrifstofan opin til klukkan 21. Ef þið eruð á leiðinni með stig eða upplýsingar um félögin sem þið viljið koma í skrána, þá getið þið hringt á skrifstofuna á mánudaginn 16. janúar og látið okkur vita að þau séu á leiðinni, er þá hægt að gefa smá frest. LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1984 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1984 íþróttir umsjón: Samúel Öm Erlingsson IÞR0TT1R HELGARINNAR: HANBOLTI: ■ Þetta er sannkölluð handboitahelgi. Evr- ópuleikur í gær, Evrópuleikur í dag, Evrópu- leikur á morgun. í dag er það Tatabanya sem lendir í að reyna að verja heiður sinn í Hafnarfirði gegn FH, og er það ckki öfundsven hlutskipti, viðureignin hefst klukkan 14.30. Á morgun er síðari viðureign KR og Maccaby Le Zion, og hefst klukkan 20.00 ( Höllinni. - En handboltinn skoppar víðar. Einn leikur er í fyrstu deild karla t dag. Valur og Stjarnan keppa t Laugardalshöll klukkan 14.00. í kvennadeildinni er nóg að gerast, FH og KR í dag klukkan 16.00 í Hafnarfirði, og á morgun: Valur-Fram klukkan 13.00, ÍR-Akranes kl. 14.15, og Fvlkir-Víkingur kl. 15.30, alll í Höllinni. - I annarri deild karla: HK-Fram klukkan 14.(K) í Digranesi. KÖRFUB0LTI: ■ Úrvaldsdeildin á fullu, t gær, dag og á morgun. KR og Njarðvík, toppliðin, mætast í dag klukkan 14.00 í Hagaskóla, og á morgun keppa {R og Valúr í Seljaskóla klukkan 20.00. Þar er fyrsti leikur Péturs Guðmundssonar með ÍR. {1. deild kvenna keppa í dag KR og Njarðvík í Hagaskóla kl. 15.30, og Snæfell-Haukar í Borgarnesi kl. 14.00. - í 1. deild karla keppa Grindavík og ÍS í Njarðvík í dag kl. 14.00, og á morgun Laugdælir og Skallagrímur á Selfossi kl. 14.00. í Bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins er í dag leikur, Keflvíkingar fara norður á Akureyri og eiga við Þór, klukkan 14.00. Nóg að gera hjá Kefivíkingum, þeir léku við Hauka í gærkvöld. Annar leikurer í Bikarkeppninni á morgun, Breiðablik og Haukar klukkan 14.00 í Kópavogi. BLAK: ■ Bikarkeppni BÍaksambandsins er í fullum gangi um helgina. Þar ber hæst leik tveggja efstu liða í 1. deild karla, setn drógust saman í 1. umferð, blakunnendum til mikillar hrelling- ar. HK fær Þrótt í heimsókn. á morgun, og lcika liðin klukkan 15.30 í Digrancsi. Aðrirþrít leikir eru í Bikarkeppninni á morgun, allir í Hagaskóla. Fram-Breiðablik kl. 14.00 í karla- flokki, og í kvennaflokki ÍS-Breiðablik kl. 15.20, og Þróttur-Víkingur kl. 16.40. JÚDÓ: ■ Sveitakeppni Júdósambands íslands er í dag. Hún hefst klukkan 15.00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans, og verður glímt til þrautar í dag. Þarna verða að líkindum allir sterkustu júdókappar landsins, og áreiðanlega gaman fyrir júdóunnendur. HLAUP: ■ Annað Stjörnuhlaup FH er í dag, og hefst við Lækjarskóla kl. 14.00, ágætt fyrir þá sem ekki komast að sjá handboitann. Karlar hlaupa 5 km, konur og drengir 3 km og piltar og telpur 1,5 km. Umsjón hefur Sigurður Haraldsson í stma 52403. Bikarkeppni KKÍ ■ Eftirtaldir leikir hafa verið settir á í Bikarkeppni Körfuknattleikssambands (slands: Mcistaraflokkur karla: 14. janúar: Þór-Keflavík.............Akureyri 15. janúar: Breiðablik-Haukar........Digranes 20. janúar: Akranes-Grindavík .......Akranes Aðrir flokkar: 14. janúar: 3.fl.ka: Grindavik-Akranes (Grindavík leikur heimaleiki í Njarðvík) 15. janúar: 2.0. ka: Njarðvík-KR ..............kl. 16.00 3. fl. ka: Njarðvík-KR .............kl. 14.30 4. fl.ka: Njarðvík-Haukar...........kl. 13.00 20. janúar: 2. fl. ka: Keflavík-Fram...........kl. 21.30 2. fl.kv: Keflavík-Haukar...........kl. 20.00 -SÖE 14.00 20.00 kl. 15.30 Besti kafli KR-inga kemur loks eftir þessi mörk og minnka KR-ingar muninn niður í tvö mörk. Aðeins lifnaði yfir áhorfendum á þessum kafla sem lítið létu til sín heyra og virtust þeir vera álíka daufir og leikmenn KR. Staðan var orðin 14-12 Maccabi í vil en næstu fjögur mörk komu frá Maccabi og öruggur sigur var í höfn hjá þessu liði sem hefur komið langan veg til að spila Evrópuleik- ina við KR. KR-ingum tókst þó að minnka þennan mun og endaði leikurinn með þriggja marka sigri Maccabi. Leikmenn KR höfðu litla vitneskju um lið þetta að undanskildu því að þeir fengu myndbandspólu frá Dalheim í Svíþjóð en lið Maccabi lagði sænska liðið í 16 liða úrslitum. KR-ingar ættu því að vita betur að hverju þeir ganga í seinni leiknum. Lið þetta er mun sterk- ara en liðið sem FH-ingar léku við fyrir áramót í IHF keppninni. Sóknarleikur KR-inga var mjög lélegur í leik þessum og verða þeir að vera mun beittari í honum í síðari leiknum og eru þá góðir möguleikar fyrir KR-inga að komast áfram og ckki síst ef áhorfendur fjöl- menna á síðar leikinn og hvetja KR-inga til sigurs. Atkvæðamestur í liði Maccabi Rashon Le Zion var Oslander Yosef og var hann markahæstur sinna félaga, skoraði sex mörk. Lið þetta þætti lélegt hér á landi þó að þeir hafi unnið sigur í gærkvöldi. Björn Pétursson, leikmaður KR, sagði eftir leikinn að sóknarleikur KR-inga segir Atli Hilmarsson leikmaður FK-Tatabanya í dag ■ Hér hefur Jakob Jónsson komist framhjá Chaim og er á góðri leið með að skora. — sigrudu 19:16 f fyrri leiknum ■ „Við tökum þetta eins og hvem annan leik, við leggjum okkur alla fram, við vitum hvað þeir geta, og líka hvað við getum, og emm klárir á að við getum unnið leikin", sagði Atli Hiimarsson, leikmaður FH í Hafnarfirði í samtali við Tímann í gær, en í dag leika FH-ingar síðari leik sinn gegn Tatabanya frá Ungverjalandi. Ungverjarnir sigmðu í fyrri leiknum 35-27, og verða því FH-ing- ar að vinna þá minnst með 8 marka mun, 8 mörk duga ef um lægri tölur verður að ræða en í en í Ungverjalandi, en annars verður munurinn að verða 9 mörk eða fleiri. „Við emm vissir um að geta unnið leikinn, hvort við náum að vinna með nógu miklum mun er annað mál, við verðum þá að leggja okkur alla fram og vel það“, bætti Atli við. „Þetta lið, Tatabanya, er dálítið svip- að okkur, hugsar mikið um sóknarleik- inn. Þetta er aðallega spurning um varnarleikinn hjá okkur. Hjá þeim er einn leikmaður, sem við vissum mjög lítið urn fyrir leikinn úti, 21 árs landsliðs- maður, Marazi að nafni. Hann skoraði 12 mörk, flest fyrir utan og á ýmsan máta. Hann er mjög erfitt að stöðva. Svo er hornamaðurinn Kontra, hann er mjög góður, sá besti sem maður hefur séð. Svo hafa þeir þriðja landsliðsmarkvörð að vísu þekktir fyrir að tapa á útivöllum, en vinna allt heima. Honved er t.d. búið að tapa einum leik í ungversku deildinni í ár, og það var í Tatabanya, en allt getur gerst. - En við erum ákveðnir í að vinna, það er mikið mál fyrir okkur.“ - Eruð þið með eiphverjar sérstakar leyniuppskriftir í bígerð fyrir leikinn? „Ég veit varla hvað skal segja, um það, við förum einfaldlega út í þennan leik miðað við það sem var úti, og við verðum að stöðva þennan 12 marka mann, svo og Kontra, og ætlum okkur sérstakar aðferðir við það, við verðum að halda þeim niðri, það er númer eitt“, sagði Atli Hilmarsson. -SÖE „Það er nóg af miðum” — ekki víst ad hægt verði að sjónvarpa ■ Það er nóg til af miðum á leikinn, og alger misskilningur að það sé löngu uppselt á leik FH og Tatabanya. Ég vil bara hvetja fólk til að koma og styðja okkur, okkur er lítill stuðningur að þeim sem sitja heima í stofu", sagði Egill Bjarnason formaður Handknatt- leiksdeildar FH í samtali við Tímann í gær. Það á að reyna að sjónvarpa leiknum beint, en að því er mér skilst getur slæmt veður komið í veg fyrir að það takist, vegna tæknilegra erfiðleika á að koma sendingunni", sagði Egili. FH-ingar ætla að byrja að selja miða i dag klukkan 12 í íþróttahúsinu. Allar líkur eru á að fólk fái því miða, ef það flýtir sér, og enginn ætti að vera svikinn af leiknum, tvö sóknarlið og nóg af mörkum. -SÖE ■ Maccabi Rishon Le Zion, bikarmeistarar ísraels í hand- knattleik sigruðu fulltrúa íslands, KR í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi þegar liðin léku fyrri leik sinn í 8 liða úrslitum. Leikurinn sem var slakur, endaði með sigri Macc- abi 19 mörkum gegn 16. KR- ingar náðu sér aldrei á strik á meðan lið Maccabi lék agað og þar að auki nógu vel til að leggja slaka KR-inga. Fyrri hálfleikur var sá slakasti sem undirritaður hefur orðið vitni að milli liðs frá íslandi og erlends liðs. Bashan Dror náði strax forystu fyrir lið sitt en KR-ingar náðu að jafna og var það gamla kempan Björn Pétursson sem þar var á ferð. Þrjú næstu mörk voru frá gestunum en Guðmundur Albertsson minnkar muninn niður um eitt mark, úr víti. Aftur fylgja þrjú mörk frá ísraels- mönnum og staðan orðin 7-2 Maccabi í vil. Guðmundur Albertsson skorar nú úr víti og Gísli Felix ver víti. Þetta var skammgóður vermir því Guðmundur skýtur framhjá úr víti strax á eftir. Staðan í hálfleik var 9-4 og ættu tölurnar að tala sínu máli um gang fyrir hálfleiks. Druker Yoac eykur strax forystu sinna manna um eitt mark í upphafi síðari hálfleiks. Jakob minnkar aftur muninn en Chaim skorar ellefta mark Maccabi. ■ Atli Hilmarsson — segir Björn Pétursson Ungverja, hann varði ekki mikið á móti okkur um daginn, að vísu, en hann á að vera nokkuð góður.“ - Spilar þetta lið vörnina illa? „Já, maður varð hreinlega hissa á þeim færum sem maður fékk. Maðurfór inn í vörnina, og þá var allt í einu allt frítt. - En það getur allt gerst, þeir eru ppVið vitum að við jgetum unnið pú" ■ „Við vitum að hverju við göngum“, saðgi Björn Pétursson leikmaður KR þegar hann var spurður um möguleika KR í síðari leik sínum við lið Maccabi Rashon LE Zion frá ísrael eftir fyrri leikinn í gærkvöldi. „Við ættum að geta unnið upp þennan mun“ sagði Björn enn- fremur og ætti að vera hægt að taka undir orð hans. KR-ingar munu örugglega standa sig betur í leiknum sem leikinn verður í Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldkl. 20.00. Þaðsem aðallega vantaði í leiknum í gærkvöldi ■ Við eigum góða möguleika segir Björn KR-ingur Pétursson. fyrir utan betri'sóknarleik voru fleiri áhorfendur og meiri hvatn- ing frá þeim áhorfendum sem mættu. Þetta er einungis fyrri hálf- leikur og ætti það ekki að vera neitt mikið að vinna upp þrjú mörk. Annað eins hafa íslenskir handknattleiksmenn gert og ekki síst vegna hvatningar frá áhorf- endum. Þorvarður Höskuldsson fram- kvæmdastjóri handknattleiks- deildar KR sagði eftir leikinn í gærkvöldi. „Þaðeru möguleikar. Við þurfum að spila eins og menn og það getum við.“ Undir þessi orð tökum við og mætum í Höllina á sunnudagskvöld klukk- an 20.00 til að hvetja KR-inga í undanúrslitin. -BH PÁLMAR FÚR AF STAD OG HAUKAR UNNU ÍBK — Pálmar gerði 30 stig í leiknum ■ Pálmar reyndist félögum sínum í Haukum betri en enginn er liðið mætti Keflvíkingum í Úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Keflavík í gærkveldi. Keflvík- ingar leiddu 45-39 þegar skammt var eftir af síðari hálfleiknum, en þá tók Pálmar Sigurðsson, eins og hann heitir fullu nafni á sig mikið rögg og kom liði sínu yfir, 51-47. Lokatölur urðu síðan 59-55 fyrir gestina hafnflrsku. Leikur þessi var mjög skemmtilegur á að horfa, baráttan mikil svo og kappið og varnirnar firnasterkar eins og sést á lokatölunum, stigaskorun í algjöru lág- marki. Leikurinn var jafn upp í 16-16 en þá sigu Keflvíkingar fram úr og komust í 23-17, og síðan 27-23. Staðan í hálfleik var svo 31-30 fyrir hina gulklæddu Kefl- víkinga. Haukarnir voru hálflélegir í upphafi síðari hálfleiks, allavega það lélegir að Keflvíkingar bættu við forskotið og kom- ust í 41-32 og síðan var staðan 45-39. Þá tók hinn geðþekki og greindi körfuknatt- leiksmaður frá ullarborginni Hafnarfirði sig til, Pálmar nokkur Sigurðsson, og setti hverja körfuna á fætur annarri. Gerði pilturinn eigi færri en 17 stig í síðari hálfleiknum og hélt liði sínu algjörlega á floti þegar reið á. Haukarnir komust sem sagt yfir 51-47 en Keflvík- ingar gáfust ekki upp baráttulaust enda þekktir fyrir allt annað, strákarnir af Suðurnesjunum. Minnkuðuþeirmuninn í 53-51 en Pálmar var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og skoraði nokkrar körfur í vibót, bara svona upp á grín og leiknum lauk sem fyrr sagði 59-55 fyrir Hafnfirðingana. Pálmar og Sveinn Sigurbergs voru yfirburðarmenn í Haukaliðinu, sérstak- lega Pálmar sem bar höfuð og herðar yfir alla leikmenn á vellinum. Stig Hauka: Pálmar 30, Sveinn 12, Hálfdán 4, Reynir 4, Jón 4, Óli 3 og Kristinn 2. Óskar, Sigurður og Guðjón báru af hjá Keflvíkingum. Stig ÍBK: Óskar 10, Siggi 10, Jón Kr. 9, Þorsteinn 8, Guðjón 8, Pétur 8 og Björn Vignir gerði eina körfu. TÓP/Jól væri höfuðverkur og þar að auki væru - þeir ekki nógu agaðir í leik sínum. Léku .: allt of stuttar sóknir á meðan mótherj- arnir hefðu spilað langar sóknir og skorað úr færum sínum. Ennfremur sagði Björn að liðið væri teknískt og spilaði léttan bolta. Mörk KR skoruðu í gærkvöldi: Guðmundur Albertsson 7, Jakob Jóns- son 4, Björn Pétursson 2 (lv), Haukur Geirmundsson 1, Friðrik Þorbjörnsson 1 og Jóhannes Stefánsson 1. Mörk Maccabi skoruðu: Oslander Yosef 6, Druker Yoav 4 og Mowshovitz Chaim 3. Dómarar voru norskir Ekra og Schjenven og stóðu þeir sig ágætlega. - BH UNNIÐ ÞETTfl LH)” „GETUM ÞRIGGJA MARKA SIGUR MACCABIGEGN KR-INGUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.