Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 3
* • < I • sandi ■ Ótíðin að undanförnu hefur valdið miklum truflunum víða um land á símaþjónustu, póstferðum og öðrum samgöngum. Þannig voru bæir á Rauðasandi án símasambands í 10 daga umáramótin. Áramótablöin bárust þangað fyrst í gær. Oft hafa samgöngur við Patreksfjörð stöðvast og því m.a. orðið að hella niður mjólk. Frakkar og Bandarfkja- menn bjóda stjórnvöldum þyrlur ■ Fulltrúar bandarísku flugvélaverk- smiðjanna Síkowsky gengu á fund Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra í því sjónarmiði að kynna honum þyrlur, sem þeir vilja selja íslenskum stjórnvöld- um, sem arftaka þyrlunnar sem fórst. „Frakkarnir komu hérna um daginn, og kynntu sínar þyrlur. Ég held að báðir aðilar hafi áhuga á að selja okkur þyrlur,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær, „þeir ætla báðir að gera tilboð í endurnýjun á þessari þyrlu sem fórst en ég þori á þessu stigi ekkert um það að segja hvor aðilinn býður betur. Hins vegar held ég að þessir tveir aðilar séu þeir sem öflugastir eru á þessu sviði, og líklegastir til þess að bjóða vel.“ - AB. Norræna húsið á sunnudag: Sænskur bassi í heimsókn ■ Sven-Anders Benktsson, sænskur bassasöngvari, heldur tónleika í Nor- ræna húsinu ásunnudaginn kl. 15.00. Þar syngur hann m.a. aríur eftir Tchaikow- sky, Verdi, og Rossini og sönglög eftir Mozart, Beethoven og Schubert. Með- leikari hans á píanó verður Carl-Otto Erasmie. Sven-Anders Benktsson hefur það sem kallað er á fagmál basso-profundo rödd, eða mjög djúpa bassarödd og hefur lagt áherslu á að flytja verk sem samin eru fyrir þá raddgerð en þau eru sjaldheyrð. Benktsson mun einnig koma fram með Sinfóníuhljómsveit íslands fimmtudaginn 19. þ.m. í verki pólska tónskáldsins Krysztof Pendereckis, Dies irae. — um að beita sér fyrir að Ótíð á Rauða - JGK. útburðinum á Akureyri verði frestað ■ Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra voru afhentir í gær tæplega 600 undir skriftir undir áskorun um að hann beiti sér fyrir að útburði hjónanna á Þingvalla- stræti 22 á Akureyri, yrði frestað þar til Mannréttindanefnd Evrópuráðsins hefði fjallað um málið. Einnig var skorað á dómsmálaráðherra að hann beitti sér fyrir að lög sem útburðardómurinn byggist á verð endurskoðuð. Samkvæmt kröfu dómhafa verður út- burðurinn framkvæmdur næsta þriðju- dag. Að sögn Ólafs Rafns Jónssonar á Þingvallastræti 22 verður útburðarmálið væntanlega tekið fyrirhjá Mannréttinda- nefndinni fyrri hluta febrúarmánaðar, en þar verður tekin ákvörðun um hvort því verður vísað áfram til Mannréttinda- dómstóls Evrópuráðsins. - GSH. Kolbeinn Sigurbjörnsson afhendir Jóni Heigasyni dómsmálaráðherra undirskriftalistana. Tímamynd GE. FORMLEGA GENGIÐ FRÁ STOFNUN Á NÚTÍMANUM ■ Framhaldsstofnfundur Nútímans hf. félagsins sem tekur við rekstri Tímans þann 1. apríl nk. var haldinn í fyrrakvöld, og fór stjórnarkjör þannig að aðalmenn í stjórn voru kjörnir þeir Þorsteinn Ólafsson, Hákon Sigur- grímsson og Haukur Ingibergsson, allir tilnefndir af Steingrími Hermannssyni formanni Framsóknarflokksins sem fór á fundinum með atkvæðisrétt flokksins, 40%. Auk þeirra voru kjörnir þeir Hallgrímur Sigurðsson og Einar Birnir, tilnefndir af Yilhjálmi Jónssyni. Fulltrúar ritstjórnar Tímans, í hópi hluthafa buðu fram mann úr sínum röðum, Skafta Jónsson, en því fór fjarri að hann næði kjöri. ■ Ritstjórn Tímans fjölmennti að sjálfsögðu á fundinn, og studdi framboðskand- ídat sinn í stjómarkjörinu, hváð lítið stoðaði. ■ Menn skipuðu séð í röð og sóttu atkvæðisseðla í hendur Eiríks Tómassonar og fleirí, áður en stjórnarkjör fór fram. Fyrir miðri mynd era þeir Guðmundur Bjarnason alþingismaður og Ólafur Jónsson tollvörður. Tímamyndir - Róbert. Atkvæði félllu á þann veg að Hákon og Þorsteinn hlutu 6740 atkvæði Hauk- ur hlaut 6725 atkvæði Einar Birnir hlaut 800atkvæði, HallgrímurSigurðs- . son hlaut 780 atkvæði og Skafti hlaut 205 atkvæði. Formaður flokksins beitti aðeins atkvæðum flokksins í atkvæða- greiðslu um þá sem voru tilnefndir. í öðrum tilvikum sat hann hjá. Áður en til stjórnarkjörs kom var stofnsamn- ingur fyrir Nútímann kynntur og sam- þykktur, svo og samþykktir fyrir félag- ið. í stofnsamningnum er m.a. kveðið á um að hlutafé félagsins sé ákveðið 15 milljónir króna og að hlutabréf skiptist í 1000, 5000, 10.000 og 100.000 króna . var fundarstjóri. hlut. Eitt atkvæði fylgir hverjum 1000 króna hlut. Fimmta grein samningsins er svo hljóðandi: „Framsóknarflokkurinn lætur félaginu í té nafnið „Tíminn", ásamt áskriftum að samnefndu dag- blaði, ljósmyndasafni, og viðskipta- samböndum þess hinn 1. apríl 1984. Viðskiptavild þessi er metin á 6 mill- jónir króna og skuldbindur Framsókn- arflokkurinn sig til þess að taka við hlutabréfum í félaginu fyrir sömu upp- ■ Þessi mynd gæti heitið samsærið, en hún er tekin þegar formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson og þrír þeirra sem voru kosnir í stjórn Nútímans stinga saman nefjum, áður en stjórnarkjör fór fram. Sitjandi er Haukur Ingibergsson; Steingrímur stendur á milli þeirra Hákons Ingibergssonar og Einars Birnis. hæð enda skoðist það sem full og endanleg greiðsla fyrir umrædda við- skiptavild.“ Tíminn ræddi stuttlega í gær við Hákon Sigurgrímsson, annan þeirra sem hlaut flest atkvæði í stjórnarkjör- inu. Hann var spurður hvenær fyrsti stjórnarfundurinn yrði haldinn í nýju stjórninni. „Við reiknum með að halda fyrsta stjórnarfund nú á þriðjudaginn. Það er ekki mögulegt fyrr, þar sem einn stjórnarmanna er ekki á landinu. Á þessum fyrsta fundi munum við skipta með okkur verkum." - Verður eitthvað annað gert á þessum fyrsta fundi nýju stjórnarinn- ar? „Stjórnin mun taka til óspilltra mál- anna við verkefni sín, og númer eitt er að ganga frá ráðningu starfsmanna.“ - Hafið þið einhver tímamörk í huga í því sambandi? „.Við munum flýta því eins og mögulegt er.“ Rétt er að geta þess hér, að í stofnsamningi félagsins segir í 9. grein að að félagið taki við útgáfu Tímans og öllum eignum þeim, er tilheyra blaðinu frá 1. apríl 1984. Um leið taki félagið að sér greiðslu á ákveðnum skuldum sem nemi samtals jafnhárri upphæð og bókfært verð eignanna miðað við 1. janúar 1984. Aðrarskuldirdagblaðsins Tímans sé félaginu óviðkomandi. - AB Dómsmála- ráðherra fær 600áskoranir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.