Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 14. JANÚAK 1984 7 á vettvangi dagsins menningarmái Einvíjgið á akbrautinni: HVERS VEGNA? — eftir Gylfa Gudjónsson? ökukennara ■ Nú er árið 1983 liðið í aldanna skaut sem önnur ár er líða hjá. Umferðin hefur tekið stærsta skattinn að venju hjá þeim fjölskyldum, sem misst hafa ástvini sína í slysum hér á landi. Þó hefur umferðarslysum fækkað miðað við undanfarin ár og má þar e.t.v. þakka norræna umferðaröryggisárinu, sem' nú er farið frá okkur og hvað tekur þá við? - Skyldi þetta fara líkt og eftir breyting- una til hægri umferðar 1968 að með hverju árinu gekk allt til meiri ógæfu. Sturlungaöldin. með öllum sínum vígaferlum er trúlega orðinn sjálfsagður hlutur í hugum íslendinga. Ég skipa mér þó ekki í þann hóp og harma oft í einrúmi örlög margra forfeðra minna, er þeir bárust á banaspjótum. Það hefði mátt afstýra þessu blóðbaði öllu með ofurlítið meiri hyggindum, samstarfi og góðvild í garð hvers annars. - Seinna voru einvígi með öliu bönnuð og aflögð hér á landi. Því miður upphófum við Islendingar enn á ný þessi einvígi að nýju, og þá á akbrautum okkar. Við erum stórlátir og viljum ekki láta kúga okkur, hvorki samferðamenn okkar né aðra. Þetta liggur í blóðinu frá landnámi íslands. Þetta má enn laga og stöðva þessi einvígi með meiri hyggindum, meira samstarfi og meiri góðvild, ekki aðeins á akbrautinni, heldur einnig í ráðhúsum þeirrasem veita forsjá til ríkis og sveita. Það er e.t.v. táknrænt um skeytingar- leysi og bjöllusauðshátt ráðamanna líkt og á Sturlungaöldinni að háttsettur kerf- ismaður og stjórnmálamaður hafði boð- að mig til fundar á skrifstofu sína' miðvikudaginn milli jóla og nýárs milli kl. 11.00 og 12.00 varðandi þessi mál. Dyrnar voru læstar. í þessari grein langar mig að víkja betur að undirbúningsmenntun í grunn- skólum landsins, hvað varðar umferð- iria. Með lögum nr. 55, útg. 12. maí 1970, viðbót við umferðarlög 89. gr., er svo- hljóðandi sett fram af hinu háa Alþingi: Kennsla í umferðarreglum skal fara fram í barna- og unglingaskólum. Menntamálaráðherra setur að fenginni umsögn Umferðarráðs reglugerð um tilhögun kennslunnar og prófkröfur. Ég á þrjá syni, sem segja mér það að engin umferðarfræðsla né próf hafi verið í skólum þeirra, utan að lögreglan hefur haldið uppi einhverri fræðslu. - Ég segi ekki annað en það, að vesalings lögregl- an, sem er að drukkna í allri þessari umferð ætti að hafa frið til að beita afli sínu út í umferðinni við að halda umferð- arbrotum í skefjum. Þó er nauðsynlegt að kynna lögregluna unga fólkinu í skólunum, en ég sætti mig ekki við það að synir mínir, 16,14 og 10 ára skuli ekki hafa notið þeirrar fræðslu í umferðar- málum í skólum sínum, sem þó var skylt að gefa þeim og fjölda annarra jafnaldra þeirra. Það er óumdeilanlegt, ef farið hefði verið eftir framangreindum lögum að margur ungi bifreiðarstjórinn eða gang- andi vegfarandinn í dag væri betur fær í umferðinni ef notið hefði kennslunnar sem lögunum var ætlað að ýta úr vör. Þess vegna ætti að reka alla þá andskot- ans kerfiskarla, sem hafa setið í ráðu- neytum og fúskað um þessi mál í allra óþökk, þeir hafa ekki einu sinni rænu á að hissa upp um sig buxurnar, þó þeir séu rassskelltir opinberlega. - Þess ber og að minnast, að nú hafa verið sett lög um að embættismenn hafa takmarkaðan ráðningartíma, eftir því sem ég best veit. Því getur allur almennigur haft áhrif á setu gagnslausra manna í embættum og skal þá fylgst með hvenær þeirra tími rennur út. Lesendur verða nú að afsaka orð- bragðið og virða mér til vorkunnar að báðar ömmur mínar, hún María frá Bæjum og Svanfríður á ísafirði gátu verið illskeyttar og orðljótar ef því var að skipta, sér í lagi þó María, en karlarnir voru blíðari. Báðar þessar konur voru þó raungóðar og gerðu öllum gott sem bágt áttu. Að endingu langar mig að draga fram þau atriði, sem mestu máli varða um- ferðina, árekstrana, slysin og dauðsföll- in. 1. Umferðarfræðsla í grunnskólum Fræðslan þarf að stefna að aímennri kunnáttu í umferð, hvort sem fólk nokkurntíma tekur bifreiðastjórapróf eða ekki. Jafnframt fari fram kynning á helstu orsökum árekstra og slysa, sýndar auðskildar myndir í því efni, jafnframt verði dregin fram heildarmynd undan- farinna ára varðandi slysatíðni. Kynnt verði með skiljanlegum hætti hlutverk Umferðarráðs, lögreglu, ökukennslu, prófdómara, umferðarskipulags og til- gang umferðarreglna og umferðar- merkja. Framangreindur þáttur er van- ræktur. 2. Ökukennsla og ökupróf Bráðlega mun líta dagsins Ijós ný reglu- gerð um þetta efni, sem dómsmálaráð- herra mun þegar hafa undirritað. Mun þar að líta, sem ekki hefur áður tíðkast hér á landi. Væntanlega mun reglugerðin verða kynnt eftir gildistöku opinberlega, og reynslan mun skera úr um ágætið. Þröng sjónarmið, sem hvorki ráðherra, bifreiðaeftirlit né ökukennarar hafa ráðið við kynnu að skreyta plaggið. 3. Umferðarráð og almenningsfræðsla Samkvæmt lögum er áhrifavald Um- ferðarráðs og hlutverk mikið og stórt. Umferðarráð hefur verið svelt fjárhags- lega og er það mikið mein. Ráðið ber ábyrgð á almannafræðslu um umferð- armál skv. umferðarlögum. Vanda mætti betur val frá hinum ýmsu samtökum og stofnunum varðandi fulltrúa inn í Um- ferðarráð, þ.e. hafa þar hæfari menn. Umferðarráð á að gagnrýna opinberlega vankanta sem snerta umferðina, s.s. lögreglu, gatnakerfi, umferðarmerking- ar o.fl. 4. Lögreglan og umferðareftirlitið Lögreglan er langt á eftir fímanum, hvað varðar umferðina hér á landi. Meiri mannafla þarf að beita til umferð- arlöggæslu, ganga þarf rösklegar fram í því að hafa samband við þá sem sekir gerast um umferðarbrot og refsa fyrir. Tækjabúnað lögrcglunnar verður að stórbæta í þessu skyni og samhæfa um allt land. Samfara slíkum breytingum þarf að gera úttekt á starfsemi lögregl- unnar og tækjakosti, ennfremur hvort menntun lögregluefna í lögregluskóla fullnægi kröfum þjóðfélagsins í dag. 5. Bifreiðaeftirlit ríkisins Bifreiðaeftirlitið stendur frammi fyrir ýmsum breytingum til betri vegar vænt- anlega. Starfsmenn þess eru prófdómar- ar ökuprófa og eftirlitsmenn með ástandi bifreiðaflota landsmanna. Aukist hefur eftirlit með ástandi bifreiða á götum úti daglega, og er það skref í rétta átt. Auka þarf samstarf viðeigandi stofnana og samtaka við Bifreiðaeftirlitið svo betri árangur komi fram gagnvart umferðar- málum. Bifreiðaeftirlitið hefur miklum skyldum að gegna varðandi umferðina og enginn skyldi vanmeta það. 6. Vega- og gatnaskipulag — umferðarmerkingar Vega- og gatnakerfi landsins er mjög vanþróað í mörgum tilfellum. Ýmist er þar orsökin fjárvöntun, þröngsýni eða vanþekking. Slæmt er, þegar allir þessir vankantar koma saman í eina sæng. Ekki yrði það barnið frítt við fæðingu. Almennir borgarar og stjórnmála- menn þurfa að fylgjast betur með öllum framkvæmdum vega- og gatnagerðasér- fræðinga. Ennfremur mætti kenna þeim betur í þéttbýlinu hvernig nota á og koma skyldi fyrir umferðarmerkjum. Sumir þessara manna hafa nú fengið takmörk á ráðningatíma sinn, skv. lögum. Það þýðir ekki að senda þá í fleiri skóla, það er betra að vísa þeim úr starfi sem ekki standa sig og ráða síðan hæfari menn. Hér með lýk ég fjórðu grein minni í þessari langloku um leiðinleg umferð- armál. Er nú mál að linni, mun einhver segja. Mig langar þó til að biðja þreytta lesendur einnar bónar. Eru þeir fúsir að gera sér í hugarlund hvernig ástandið í umferðinni yrði árið 2.100, hjá annarri mestu bílaþjóð heims, ef enginn þeirra 6 aðila hér að framan gerði annað en að skafa undan nöglunum skömmu fyrir kl. 17.00 hvern dag. Ég held ég taki mér hvíld frá þessum málaflokki um tíma ogsjáum hvað setur. Mosfellssveit 8. janúar 1984. Musica Nova ■ Tónleikar Musica Nova mánudags- kvöldið 9. febrúar í Norræna húsinu voru helgaðir austurríska tónskáldinu Anton Webern (1883-1945) í tilefni aldarafmælis hans. Um hann segir Karó- lína Eiríksdóttir m.a. í tónleikaskrá: „Víst.er, að fremur hljótt var um hann í lifandi lífi og nú, næstum fjörutíu árum eftir dauða hans, er aðdácndahópur hans síst stærri en áður." Þó fékk hann fullt hús á Íslandi á 100 ára afmælinu. Webern var nemandi og vinur Schönbergs, ósveigjanlegur framúr- stefnumaður, höfundur seríalismans, meistari hins þrefalda píanissimós, verk hans örstutt, „smásmíðar, settar saman á flókinn og samþjappaðan hátt, þar sem hver nóta hefur margþætta þýðingu." En þessi smáverk hans hafa undarleg- an sjarma, enda eru mér mjög minnis- stæðir fyrstu Webern-tónleikar sem ég heyrði hér fyrir næstum 15 árum. Það var á listahátíð, tónleikar fyrir tómu húsi kl. 10 á laugardagsmorgni - allt á móti honunt. En tónleikarnir voru heillandi, og tónlistarmennirnir, fiðla og píanó, grafalvarlegir og niðursokknir í verk sitt, eins og flytjendur nútímatónlistar eru gjarnan. Því hér er enginn vettvang- ur til að gefa tilfinningum lausan taum- inn. Á afmælistónleikunum voru flutt eftir- talin verk: Sex bagatellur op. 9 fyrir strengjakvartett, þrjú smálög op. 11 fyrir knéfiðlu og píanó, Fjögur verk op. 7 fyrir fiðlu og píanó, Píanótilbrigði op. 27 og kvartett op. 22 fyrir fiðlu, klarinett, saxófón og píanó. Fimm sönglög op. 4 féllu niður vegna veikinda, svo sum hinna verkanna voru endurtekin í staðinn. Ég ímynda mér að a.m.k. í knéfiðlu- verkinu (op. 11) og fiðluverkinu (op. 7) hafi sannur Webern komið fram-stund- um var svo veikt spilað að það heyrðist ekki - svo og í síðari flutningi Píanótil- brigðanna. Sex bagatellur voru mjög ánægjulegar í bæði skiptin, en Kvartett op. 22 tókst verst, enda vafalaust hið mesta torf að spila. Þessir hljóðfæraleikarar komu fram: Þórhallur Birgisson og Kathleen Beard- en (fiðla), Helga Þórarinsdóttir (lág- fiðla), Nora Kornblueh (knéfiðla), •Snorri Sigfús Birgisson, Guðríður St. Sigurðardóttir og Svana Víkingsdóttir (píanó), Óskar Ingólfsson (klarinetta) og Vilhjálmur Guðjónsson (saxófónn). 10.1. Sig.St. Sinfóníutónleikar Efnisskrá: Herbert H. Áeústsson: Concerto breve, op. 19 Franz Liszt: Fantasía fyrir píanó og hljómsveit • Dmitri Shostakovits: Sinfónía nr. 9 op. 70 ■ „Hann er farinn að yrkja eins og Heine“ sögðu vinir Jónasar Hallgríms- sor.ar um hann, og ég segi að Herbert H. Ágústsson sé farinn að yrkja eins og Prokoffjeff. Concerto breve er að vísu meira en 10 ára verk, frumflutt árið 1971, en það breytir því ekki að það er mjög í stíl hins skemmtilega Pró- koffjeffs, einkum tveir fyrri þættirnir. Eins og vænta mátti af hornleikara, eiga hornin mikil augnablik í verkinu og láta þá mikið og kröftuglega að sér kveða, Prókoffjeff lætur hornin einmitt spila úlfinn í Pétri og úlfinum. Hljómleikaskráin segir, að Liszt hafi samið Fantasíu um ungversk þjóðlög fyrir píanó og hljómsveit fyrir Hans von Búlow, hinn fræga hljómsveitarstjóra, sem síðar varð tengdasonur hans. Og enn síðar var kokkálaður af Wagner. Gísli Magnússon lék einleik í Fanta- síunni af miklum fimleik, en þó vantaði í allan flutninginn þann Sígauna-trylling sem þar ætti að vera. Því Liszt sótti meira til Sígauna en til „ósvikinnar ungverskrar þjóðlagatónlistar." Shostakovits var eitt af höfuð-tón- skáldum Rússa á þessari öld; lengst af var honum hossað af kerfinu og Jósef gamla, og skáldið telur í endurminning- um sínum að hafi ætlazt til og búizt við að 9. sinfónían yrði til dýrðar sér: „Allir lofuðu Stalín, og nú átti ég að taka undir þann ófagra söng“. En, eins og Laxness sá hann í gegnum allt svínaríið og samdi allt öðru vísi verk, sem okkur þykir nú verulega skemmtilegt og áhrifaríkt, enda skiptir listamannasagnfræðin víst litlu máli miðað við listina. Og nú spilaði hljómsveitin prýðilega. Á þessum 7. tórileikum vetrarins bar það til nýlundu, að kaffi og kökur voru fram bornar í hléinu í stað ropvatns og teljum vér þá þjóðlegu sveiflu til bóta. Tónleikarnir voru 5. janúar í Háskóla- bíói, og voru, aldrei þessu vant, illa sóttir. Vafalaust olli illviðrið þar ein- hverju um, svo og veizluþreyta eftir hátíðarnar; vonandi ekki íslenzkt verk, íslenzkur einleikari og íslenzkur stjórn- andi, Páll P. Pálsson. - lO.l.Sig. St. Kammersveit Reykjavíkur 10 ára ■ Kammersveit Reykjavíkur hélt 10 ára afmælistónleika sína í Áskirkju, sem nú er nýbúið að vígja í Laugarási og hefur verið lengi í byggingu. Virðist hún vera að mörgu leyti heppilegt hljóm- leikahús, þótt margir lentu í harðræðum að komast þangað vegna fjarlægðar, óveðurs og bleytu. „List um landið“ var hin merkasta menningarstofnun í eina tíð, liður í menningarlegri byggðastefnu, og sunnudaginn 8. janúar voru einmitt tvennir úthverfatónleikar í Reykjavík á sama tíma, þessir afmælistónleikar í Laugarásnum og söngskemmtun í Breið- holti. Kammersveit Reykjavíkur var stofn- uð árið 1974 af 14 hljóðfæraleikurum með þeim ásetningi að koma á reglu- bundnu tónleikahaldi með fernum tón- leikum á hverjum vetri, með allri þeirri tímafreku undirbúnings- og æfingavinnu sem það gerði kröfu til, í þeirri von að þeim mætti auðnast að bjóða upp á vandaðan flutning alkunnra verka og lítt þekktrar tónlistar úr nútíð og fortíð“, eins og segir í inngangi Gunnars Egils- sonar. Og við þetta hefur Kammersveit- in staðið: sumir af tónleikum hennar hafa verið meðal hinna bestu, sem ég man eftir. Nú voru fluttar Árstíðirnar eftir Ant- onio Vivaldi, hinn vinsælasta allra bar- okk-tónskálda. Fjórir fiðlarar úr hljóm- sveitinni skiptust um að leika einleik: Helga Hauksdóttir í Vorinu, Unnur María Ingólfsdóttir (Sumrinu, Þórhallur Birgisson í Haustinu og Rut Ingólfsdóttir í Vetrinum. Nú er svo komið í heimi hér, að karlmenn verða að standa sig ennþá betur en kvenfólkið ef þeir eiga að teljast jafnir, og ég hafði vonast til þess að Þórhallur mundi lyfta merkinu hátt. Því hann var raunar eini karlfiðlarinn (af 8) í hljómsveitinni, og einn af fjórum í 15 manna sveitinni allri. En Rut Ingólfs- dóttir bar af einleikurunum, var raunar hin eina sem réð fyllilega við hlutverkið og kom því til skila með fölskvalausum glæsileik. Annars voru tónleikarnir mjög ánægjulegir í heild, hæfilegur óður til Kammersveitarinnar og hljóðfæra- leikara vorra, jafnt hinna upprennandi sem hinna reyndari. Tónleikaskráin var afbragð að fullkomleik, með lærðum ritgjörðum og tóndæmum. 10.1. Sig. St. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.