Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.01.1984, Blaðsíða 16
Opið virka daga / 9-19 ú Laugardaga 10-16 HEDD? , Skemmuvegi 20 Kopavogi ( S.mar 191)7 75 51 & 7 80 30 V S n Varahlutir Æt Mlkió úrval Sendum um land allt Ábyrgö a öllu Kaupum nýlega ^ bíla til niöurrifs SAMVINNUr'^f'l tryggingarLtxJ & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 igf ^^■abriel rHÖGGDEYFAR w GJvarahlutir sri“ðaiy Ritstjorn 86300 — Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 ^ Laugardagur 14. janúar 1984 Landhelgis- gæslan skoðar þyrlur á olíu- pöllum í Norðursjonum ■ Starfshópur á vcgum Land- helgisgxslunnar liefur undan- farið tekið saman gögn til að gera tillögur um þyrlukaup til Landhelgisgxslunnar, með til- liti til þess hvaða tegund þyrlna sé heppilegust og hvernig rekstri þyrlna verði best háttað. Fulltrúar frá Sikorskyverk- smiðjunum hafa undarfarið rætt við Landhelgisgæsluna um hugsanleg þyrlukaup og einnig hafa verio kannaðir möguleik- ar á kaupurn á frönskum þyrl- um af Pumagerð. Að sögn Gunnars Bergsteinssonar for- stjóra Landhelgisgæslunnar er starfshópurinn nú á förum til Aberdeen þar sem er stór þyrlumiðstöð vegna olíubor- palla í Norðursjó. I>ar verður skoðaður rekstur hjá fyrritækj- um og skoðaðar fleiri gerðir af þyrlum en helst hafa verið til umræðu til þessa. Aðspurður um hvort á döf- inni væri að kaupa tvær eða fleiri þyrlur til Landhelgisgasl- unnar, sagðist Gunnar ekki ' geta sagt til um það en það lægi þó fyrir að rekstur tveggja þyrlna væri hagkvæmari en Jtnnar. -GSH Enginn sátta- fundurboðað- ur í Straums- víkurdeilunni ■ í gærkvöldi hafði enginn sáttafundur verið boðaður hjá Sáttasemjara ríkisins í launa- deilu álvcrsins og starfsfólks þess. N.k. þriðjudag verður fund- ur með Félagi bókagerðar- manna og útgefendum en engir aðrir fundir hafa verið fastsett- ir hjá Sáttasemjaraembættinu. JGK Fundur líffræðinga og fiskifræðinga: ■ „Markmiðið er auðvitað að ná sem bestri nýtingu á þessum stofni og um það eru allir sam- mála. En hvort smáfiskafriðunin er rétt leið tcl ég engan veginn liggja fyrir. Ég held að í fyrsta lagi aféti smáfiskurinn, ef of mikið er af honum, stxrri fiskinn og í öðru lagi getum við skapað því sem eftir verður af smáfiski betri lífskilyrði með því að veiða hluta af honum,“ sagði Jón Kristjánsson, fiskifrxðingur, meðal annars á fundi fiskifrxð- inga og líffrxðinga, sem haldinn var í Norrxna húsinu í gær. Fundurinn var gífurlega vel sóttur og umræður voru fjörug- ar. Var stefna Hafrannsóknar- stofnunar varðandi friðun á smáfiski, möskvastærð og fleira harðlega gagnrýnd. Dr. Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur, sagði mcðal annars, að þrátt fyrir mikinn lestur á gögnum stofnunarinnar frá síðustu árum hefði hann hvergi rekist á hald- bær rök fyrir friðun og aflahá- marki. Hann benti á, að á ■ Fundarsalur Norræna hússins var fullur út úr dyrum og umræður ræðustól. árunum 1980 og 1981, sem voru einhver bestu ár í sögu landsins hvað varða þorskveiði, hefði ver- ið veitt af stofnum sem urðu til fyrir tilkomu skyndilokana og smáfiskafriðunar. Hann taldi að meginástæðan fyrir slæmu ástandi þorskstofnsins núna væri á fundinum voru mjög líflegar. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, er í Tímamynd GE að ekki væri næg fæða í sjónum. Hann gagnrýndi Hafrannsóknar- stofnun fyrir að líta ekki á vistkerfi fiskistofna í heild. Fiskifræðingar Hafrannsókn- arstofnunar svöruðu þeirri gagn- rýni sem fram kom og sögðu meðal annars, að ekkert hefði komið fram, sem benti til að fæða smáfisks hefði minnkað í sjónum. Hins vegar mætti nefna margar skýringar á því, að þorsk- ur væri smærri nú en var fyrir örfáum árum, svo sem versnandi skilyrði í sjónum, þ.e.a.s. lægra hitastig, minnkandi loðnustofn o.fl. Þá bentu þeir á, að sú fullyrðing, að smáfiskur æti fæðu stærri fisk fengi alls ekki staðist þar sem smár fiskur og stór fiskur lifðu alls ekki á sama stað og að auki sæktust þeir ekki eftir sömu fæðu. - Sjó HARÐAR DEILUR UIH STEFNU HAFRANNSÓKNARSTOFNUNAR 711 á atvinnuleys isskrá í Reykjavík — langflestir ur fiskidnaði ■ 711 manns voru skráöir atvinnulausir i Reykjavík hjá ráöningarskrifstofu borgarinn- ar í þcssari viku, 431 karlmaöur 280 konur, að sögn Gunnars Helgasonar forstöðumanns. I hópi atvinnulausra karla eru ófaglærðir vcrkamenn fjöl- mennastir, eöa 179, sjómenn voru 47, bifreiðastjórar 44 og verslunarmenn 32. Atvinnulausar konur voru langflestar vcrkakonur eða 139. þar af 80-90% úr fiskiðn- aði og úr vcrslunarstétt eða 60. Gunnar sagði að verkakarlar kæmu að líkindum að meiri- hluta til úr fiskiðnaöi, en ann- ars kæmu þeir úr mörgum greinum, þó mætti geta þessað byggingariðnaöur stendur nokkuð vel um þessar mundir. Á sama tíma í fyrra voru atvinnulausir karlar í Reykja- vík 320 og konur 91 eða 411 samtals. Hér er því um veru- lega fjölgun atvinnulausra að ræða, en aukningin kemur að langmestu leyti úrfiskiðnaðin- um að sögn Gunnars Helga- sonar. Hann sagði atvinnuleys- ið fara stöðugt vaxandi, um áramót hefði tala atvinnu- lausra verið 614 og væri því fjölgunin um 100 manns á tvcim vikum. -JGK FJORÐUNGUR LAUNÞEGA FÆR LAUN SIN GREIDD ÚR OPINBERUM SJÓÐUM ■ Nærri lægur að laun fyrir fjórða hvert starf sem unnið var í landinu árið 1982 hafi verið greidd úr opinberum sjóðum og enn hærra hlutfall ef störf við ýmsar opinberar stofnanir eru talin með. Stærsti hópurinn 17.672 ársverk, var í opinberri þjónustu og þar við bættust 5.237 störf í opinberri stjórnsýslu. Við götu- og sorphreinsun voru ársverk 260. Ársverk við framkvæmdir á vegum opinberra aðila voru 2.846. Samtals eru þetta 26.015 ársverk, eða 23,4% af alls 111.230 ársverkum sem unnin voru í landinu þetta ár. Þessi 26.015 ársverk voru unnin af samtals 37.655 manns, sem er 24.4% af þeim 153.783 sem þátt tóku í atvinnulífi landsmanna árið 1983. Störf hjá ríki og öðrum opin- berum aðilum eru þó fleiri en þetta beint og óbeint. Ársverk hjá Pósti óg síma voru t.d. 1.613 og hjá veitustofnunum 1.091. Þá voru ársverk í bönkum, 2.929 (þeir stærstu eru ríkisbankar) og ársverk sem falla undir menning- arstarfsemi 1.634 (mörg greidd af því opinbera). Alls eru þetta 7.267 störf. Auk þess eru að sjálfsögðu fjöldi ársverka unnin hjá ýmsum fyrirtækjum og stofn- unum, sem að öllu eða nokkru leyti eru í eigu opinberra aðila og hér hafa ekki verið talin.HEI dropar „Búinn að sækja- einn þorskhaus“ ■ Eins og kom fram í fréttum nýverið hefur Björgvin Guð- mundsson fyrrverandi forstjóri BÚR stofnað útflutningsfyrir- txki með ferskan fisk, auk þess sem hann hcfur tekiö upp samstarf við Jóhönnu T. Bjarnason um umboðssölu á fiski. Fyrir áramót náðust samn- ingar milli Jóhönnu og BÚR, að því er heimildir Dropa segja, um að hún keypti þorsk- hausa af fyrirtækinu á vægu verði. Hins vegar dróst að hún sækti umsamda vöru. Kom þetta í tal í hópi embættis- manna borgarinnar og nokk- urra borgarfulltrúa nú eftirára- mótin. Fuliyrti embættismaður að enn væri Jóihanna ekki búin að sækja þorskhausana. Segir sagan við þessi orð hafi einn borgarfulltrúanna glott mikið og svarað að bragði: „Jú, hún er búin að sækja Ragnar f jarri góðu gamni ■ Ailt bendir til þess að til verkfalls komi í Álverksmiðj- unni í Straumsvík 27. janúar nk., eða eftir tæpan hálfan mánuð. Búast má við löngum og ströngum samningavið- ræðum þar til og ef að verkfall- inu kemur. Einn er þó sá maður sem af öllum látunum missir, nefnilega forstjóri fyrir- tækisins Ragnar S. Halldórs- son. Þannig hagar nefnilega til að cinmitt þessa stundina er stór hópur íslenskra iðnrek- enda á ferðalagi í Asíulöndum að kynna sér uppbyggingu iðn- aðar þar, og er hann ekki væntanlegur aftur fyrr en verk- falliö í Straumsvík hefur staðið í þrjá daga ef af því verður. Ráðherrar hafa verið skammaðir fyrir að hlaupast af landi brott þegar svipað hefur á staðiö varðandi stjórn landsins, og hafa þá atvinnu- rekendur og verkalýðsrekend- ur iðulega látið í sér heyra. Það er greinilega ekki sama hverjir eiga í hlut, þegar mikið liggur við. Krummi . . ..Ragnar þverskallast við...? gZSRBSBIBaRfil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.