Tíminn - 19.01.1984, Page 2

Tíminn - 19.01.1984, Page 2
■—MFA—--------------------------------------- Félagsmálaskóli alþýðu 1. önn 12. - 25. febrúar 1. önn verður haldin í Félagsmálaskóla a'þýðu dagana 12.-25. febrúar n.k. í Ölfusborgum. ( aðalatriðum verður starfið með hefðbundnum hætti, en viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfarandi: Félags- og fundarstörf, ræðumennska, framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, saga verklýðshreyfingarinnar, vinnuréttur, stefnuyfirlýs- ing ASÍ, kjararannsóknir og vísitölur, undirstöðuatriði í féiagsfræði og hópefli (leiðbeining í hópvinnu). Námsstarfið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og almennum umræðum. Flesta daga er unnið frá kl. 09.00-19.00 með hléum. Nokkur kvöld á meðan skólinn starfar verða menning- ardagskrár, listkynningar, upplestur og skemmtanir. Einungis félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist í Félagsmálaskólanum. Hámarksfjöldi á önninni er 25. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 8.febrúar n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. MENNINGAR-CX3 FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU Hjúkrunarfræðingur Óskum að ráða nú þegar hjúkrunarfræðing til starfa við Heilsugæslustöðina í Grundarfirði, gott húsnæði og barnagæsla til reiðu. Allar frekari upplýsingar veita Hildur Sæmunds- dóttir í Síma 93-8711 og Ingibjörg Magnúsdóttir deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu í síma 28455. Heilsugæslustöðin Grundarfirði. \V Útboð Tilboð óskast í loftstreng fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. febr. 1984 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKtíRBOR^AR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Verknámsnemi í búskap Piltur eða stúlka á aldrinum 17-21 árs, óskast á norskt sveitabýli, sem rekur kúabú með nútíma- sniði. Ökuréttindi áskilin. Ráðningartími frá fyrstu viku í júlí nk. Umsóknir ásamt meðmælum sendist Pál Dobloug, 2350 Nes H. Norge. Vegna útfarar Magnúsar Jónssonar bankastjóra verða allir af- greiðslustaðir Búnaðarbanka íslands lokaðir föstudaginn 20. janúar til kl. 13:00. Búnaðarbanki íslands Wrnrnm HMMTUDAGUU 19. JANÚAR 1984 Formflökin bæta hag Sambandsfrystihúsanna: VERÐMÆTAAUKNINGIN VARÐ HALF MllilÓN BANDARfKIADOLIARA ■ Sambandsfrystihúsin húfu á sl. ári útflutning á svokölluðum formflökum til Bandaríkjanna, og samkvæmt því sem Guðjön B. Ólafsson forstjóri Iceland Seafood, sölufyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum upplýsti Tímann í gær, þá skiluöu formflök sem flutt voru út á síðasta ári, hálfri milljón dollara meira verðmæti til frystihúsanna á íslandi, hcldur en þau hefðu gert ef þessi vara hefði verið flutt út í blokkarformi. Það er vert að benda sérstaklega á þessa verðmætaaukningu, því þegar þessi út- flutningur hófst, þá kölluðu Coldwater- menn þessi formflök „drullukökur" og kalla víst enn. Tíminn ræddi í gær við Guðjón B. Ólafsson um árangur liðinna ára hjá Iceland Seafood, markaðshlutdeild, aukningu og framfíðarhorfur: Guðjón var fyrst beðinn að rekja söluþróun fyrirtækisins í Bandaríkjunum undanfar- in ár: „Verksmiðjan a þessu svæði, byrjaði í Steelton í Pennsilvaniu, 1959, og fyrsta framleiðsluárið var framleiðslan 168 tonn. 1966 var flutt í nýja verksmiðju, hérna í Camp Hill, þar sem hún stendur enn í dag, og framleiðslan fyrsta árið í henni eða 1966, er 2646tonn. Ef ég nefni þér næst árið Í970, en það er fyrsta árið þar sem ég hef með nokkurri vissu dollarasölu fyrirtækisins, þá var fram- leiðslan komin upp í 10150 tonn og heildarsalafyrirtækisinsvar 18.9 milljón- ir dollara. Fimm árum síðar, 1975 þá er framleiðslan 11.400 tonn og heildarsala fyrirtækisins 34.2 milljónir dollara. 1980 er framleiðslan komin í 18.300 tonn og heildarsalan 91.6 milljónir dollara. Síð- astliðið ár var framleiðslan 25.000 tonn og veltan 120.4 milljónir dollara. Þá get ég nefnt þér, að árið 1982 var heildarneysla í Bandaríkjunum á verk- smiðjuframleiddum fiskréttum talin vera um 173 þúsund tonn og þá var okkar hlutdeild í heildarmarkaðinum 11.7%. Við seljum ekkert í smásölu, heldur eingöngu á þessum stofnanamarkaði, og á árinu 1982 var hlutdeild okkar í þeim markaði eftir því sem best er hægt að áætla, 19.3%. 1981 er talið að heildar- neyslan á fiskréttum hafi verið um 190 þúsund tonn, og þá var okkar hlutdeild 13.1% af heildinni, eða 21% af þessum stofnanamarkaði." Hlutdeild Coldwater minnkar, en lceland Seafood vex - Nú hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því, að þótt markaðshlutdeild Ice- land Seafood í Bandaríkjunum hafi farið vaxandi undanfarin ár, þá hafi heildar umsetning Islendinga vestra ekki vaxið. Til dæmis veit ég að Coldwater hefur ekki aukið sölu sína í dollurum frá því 1979. Ég veit að 1979 var sala Coldwater 223.5 milljónir dollara, 1980 var hún 201.9 milljónir dollara, 1981 var hún 195.6 mílljónir dollara, 1982varhún 197.5 milljónir dollara og 1983 var hún 193.8 milljónir dollara. Kannt þú ein- hverja skýringu á því hvers vegna hlut- deild ykkar fer vaxandi, en Coldwater tekst ekki einu sinni að halda í horfinu? „Ég svara ekki svona spurningu. Það væri ekki smekklegt af mér að gera það. Þú verður að spyrja hina aðilana um skýringar á því." - I hverju eru söluhvetjandi aðferðir ykkar hjá Iceland Seafood helst fólgnar? „Við höfum fundi með okkar umboðs- mönnum annað hvert ár hérna. Þá köllum við þá hingað til tveggja daga ■ Guðjón B. Ólafsson. ■ fundar, sem er bæði vörukynningarfund- ur og kynning á okkar söluprógrömmum og þess háttar. Hitt árið höfum við svæðisfundi með þcim út um landið. Þá höfum við einn fund á vesturströndinni, einn í miðlandinu og einn á austur- ströndinni. Þá tökum við prógrammið í minni hópum og reynum þá að fara svolítið nánar ofan í hlutina. Við höfum haft þessa fundi svona reglulega að minnsta kosti þessi níu ár sem ég er búinn að vera hérna. Auk þess erum við með svæðissölustjóra, sem eru búsettir úti iirn landið, og þeir vinna með um- buðsmónnunum hver á sínu svæði. Þar fyrir utan er auðvitað alltaf talsvert um ferðalög, bæði er það að kaupendur koma til okkar og við ferðumst til meiriháttar kaupenda. Við erum auðvit- að með alls konar auglýsingarherferðir og vörukynningarherferðir stöðugt í gangi." - Finnið þið fyrir því að salan taki fjörkipp hjá ykkur, eftir að þið haldið fundi með umboðsmönnum ykkar? „Nei, það er ekkert sem gerist snögg- lega, eða allt í einu. Árangur í svona viðskiptum er alls ekki til sem skyndiár- angur. Ef okkur gékk sæmilega á sein- asta ári, þá myndi ég þakka það starfi tvö til þrjú ár þar á undan og jafnvel enn lengra tímabili. Þetta gerist þannig, að fyrirtæki vinna smám saman upp traust á sinni vöru, sinni þjónustu og áreiðan- legheitum yfir höfuð. Þetta tekur langan tíma að byggja upp, en tekur afskaplega stuttan tíma að glata, ef í það fer. Árangur næst í rauninni aðeins með langtíma prógrömmum og stöðugri vinnu.“ Formflökin skilað hálfri milljón dollara meir, en þau hefðu gert í blokk - Hvernig hefur salan á formflökunum gengið, sem útflutningur hófst á í fyrra? „Það hefur verið talsverður vöxtur í sölu þessara formflaka. Raunar má segja að þau hafi á miðju seinasta ári komist af tilraunastiginu yfir á fram- leiðslustigið, eins og ég held að Sigurður Markússon hafi orðað það einhvern tímann. Það hefur verið vaxandi, og nú eru fimm eða sex frystihús með fram- leiðslu á formflökunum, og salan á sl. ári skilaði Sambandsfrystihúsunum hálfri milljón dollara meira verðmæti en hún hefði gert ef þessi vara hefði verið seld í blokk." - Ertu bjartsýnn á að Iceland Seafood takist að halda áfram á þessari braut upp á við í náinni framfið? „Það getur náttúrlega enginn spáð fram í tímann, og ég hallast að því að það sé rétt að það sé enginn góður spámaður fyrr en eftir á. Burtséð frá því get ég sagt þér, að ef við náum fyrstu þrjá fjóra mánuði þessa árs, sömu sölu og á þeim tíma í fyrra, því væri ég mjög ánægður, því þessi tími í fyrra varokkar mikli aukningartími. Það sem mér finnst hins vegar blása svolítið á móti núna, er það, að nautakjöt og náttúrlega fyrst og fremst hakkað nauta- kjöt, sem er notað í hamborgara, það er mjög ódýrt núna. Þvert á allar fyrri spár, þá er nautakjötið mjög ódýrt núna, því það hefur verið óvenjumikið um slátran- ir á nautgripum út af háum fóðurkostn- aði. Þetta þýðir aftur það að þessar verulega stóru veitingahúsakeðjur, sem ’selja bæði hamborgara og fiskrétti, hafa meiri hvatningu í bili til þess að reyna að selja sína hamborgara, heldur en fiskinn. Ég er dálítið hræddur um að þetta geri fiskinum dálítið erfitt fyrir á næstu mánuðum, og ég á einhvern veginn ekki von á því að markaðurinn verði verulega sterkur, fyrr en þá vonandi seinni hluta ársins. Mín tilfinning er sú, að hann sé ekki alveg eins sterkur og hann var um þetta leyti í fyrra. Ég á því ekki von á því að á næstu mánuðum verði neinar frægðarsögur um aukningar hjá okkur." -AB Askriftar- tónleikar Sinfóníunnar í kvöld Penderecki og Schu- mann ■ Næstuáskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Háskóla bíói í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru verkin Dies lrae (dagur reiðinnar) eftir pólska tónskáldið Penderecki og 1. sinfþnía Schumanns (Vorsinfóní- an). Dies Irae var samið árið 1967 að tilhlutan alþjóðlegrar nefndar sem fal- ið var að skipuleggja minningarathöfn um fórnarlömb nasista í fangabúðun- um í Auschwitz. Texti verksins er tekinn úr grískum harmlcikjum og samtímaljóðum pólskra og franskra skálda. Flytjendur með hljómsveitinni verða söngvararnir Marianne Mellnás, Svend Anders Benktsson og Sigurður Björnsson. Kórhlutverkið er mjög stórt en með það fara söngsveitin Fílharmónta og félagar úr karla- kórnum Fóstbræðrum. Baldvin Hull- dórsson leikari mun lesa íslcnska þýð- ingu textans fyrir flutninginn. Stjórnandi þessara tónleika verður Guðmundur Emilsson. Guðmundur lauk mcistaraprófi í tónlistarfræðum í ■ Eastman tónlistarskólanum í Rochest- er í New York. Hann stjórnaði mörg- um tónleikum vestra innan skólans og utan og á árunum 1980-1982 var hann stjórnandi New Music Ensamble við tónlistarháskóiann í Indiana. Hann er nú stjórnandi íslensku hljómsveitar- innar og Söngsveitarinnar Fílharmón- íu, auk þcss sem hann stjórnar af ogtil hjá Sínfóníuhljómsveitinni. V - JGK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.