Tíminn - 19.01.1984, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ftagnar Snorri Magnússon. Afgrciðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Hlutverk norrænu
miðflokkanna
Hér í blaðinu var nýlega vakin athygli á þeirri athygl-
isverðu staðreynd, að helzta breyting, sem varð í kosning-
unum í Danmörku, var sú, að tveir íhaldssömustu flokkar
landsins, sem sérstaklega höfðu hamast gegn velferðar-
þjóðfélaginu, biðu mikinn ósigur. Vinningurinn féll hóf-
sömum íhaldsflokki í skaut.
Jafnframt var vakin athygli á því, að þótt núverandi
ríkisstjórn Danmerkur hafi verið knúin til þess að grípa
til allróttækra aðhaldsaðgerða, hefði hún leitazt við að
varðveita öll grundvallaratriði velferðarþjóðfélagsins.
Hins vegar hefði hún reynt að sníða af þar ýmsa vankanta,
sem reynslan hafði leitt í ljós.
Þá hefði áfram verið reynt eftir megni að tryggja hlut
þeirra, sem lakast væru settir.
Úrslit kosninganna gáfu til kynna að þessi stefna hefði
fallið dönskum kjósendum vel í geð. Auk þess, sem
íhaldsflokkurinn vann fylgi frá íhaldssömustu flokkunum,
styrktu miðflokkarnir, Vinstri flokkurinn og Radikali
flokkurinn, stöðu sína. Sá fyrri hefur tekið þátt í
ríkisstjórninni, en sá síðari veitt iienni óbeinan stuðning,
nema í utanríkismálum.
Ríkisstjórnin í Noregi, sem byggist á samvinnu íhalds-
flokksins og miðflokkanna, Miðflokksins og Kristilega
flokksins, hefur fylgt mjög líkri stefnu og stjórnin í
Danmörku. Hún hefur þurft að grípa til aðhaldsaðgerða,
en gætt þess að skerða hlut velferðarþjóðfélagsins sem
minnst.
Sömu stefnu fylgdi ríkisstjórn miðflokkanna í Svíþjóð,
Miðflokksins og Frjálslynda flokksins, sem fór með
völd næst á undan núverandi ríkisstjórn þar. Ríkisstjórn
miðflokkanna í Svíþjóð naut stuðnings íhaldsflokksins, en
áður höfðu þessir þrír flokkar unnið saman.
Niðurstaðan er því sú, að það hefur ekki breytt neitt að
ráði afstöðunni til velferðarþjóðfélagsins, þótt ríkisstjórn-
ir íhaldsflokka og miðflokka hafi leyst ríkisstjórnir
sósíaldemókrata af hólmi.
Ástæðan fvrir þessu er augljós. Miðflokkarnir hafa átt
verulegan þátt í því að velferðarþjóðfélag hefur myndazt
á Norðurlöndum.
íhaldsflokkarnir hafa stundum tekið þátt í því starfi,
þótt oftar hafi þeir reynt að tefja fyrir hinni eðlilegu þróun,
og veriö þá talsmenn þess að horfið yrði aftur til „hinna
góðu gömlu daga“ fyrir tíð velferðarþjóðfélagsins.
í seinni tíð hafa íhaldskenningar Friedmans einnig
fengið nokkurn hljómgrunn innan þeirra, en það ekki haft
áhrif á samvinnu þeirra og miðflokkanna.
Hin félagslega sinnaða afstaða miðflokkanna hefur haft
áhrif á margan hátt á Norðurlöndum. Hún hefur dregið úr
öfgum til beggja handa.
Ef sósíaldemókratar hafa hneigzt til fylgis við róttækar
sósíalískar kenningar, hafa þeir átt á hættu að missa fylgi
til miðflokkanna. Sama hefur gilt um íhaldsflokkana, ef
þeir hafa hneigzt að hægri öfgum og Friedmanisma.
Það hefur verið hlutverk miðflokkanna á Norður-'
löndum að tryggja og treysta í sessi hina hófsömu
félagslegu þróun, sem hefur orðið þar á undangengnum
áratugum og gert hefur norrænu ríkin að mestu fyrirmynd-
arríkjum heims á sviði félagsmála og mannréttinda.
Þótt margt standi enn til bóta og sumt hafi tekizt
misjafnlega, mun reynast auðvelt að bæta úr því, ef áfram
verður unnið á grundvelli þeirrar þróunar, sem hefur verið
að miklu leyti verk miðflokkanna.
Þ.Þ.
&ímhm
skrifað og skrafað
Hass er hægt að
kaupa alla daga
ársins
■ Erla Sigurbjörns-
dóttir skrifar stutta en
kjarngóða forystugrein í
Eystra-Horn:
„Höfn í Hornafirði er
dæmigert sjávarpláss,
uppgangsstaður. Næg at-
vinna fyrir alla, sem vett-
lingi geta valdið. Blóm-
legar sveitir, náttúrufeg-
urð, velmegun. Undir-
staðan sjávarafli, þorsk-
urinn sem við seljum
Bandaríkjamönnum,
ýsan sem við teljum
mannamat og etum sjálf.
Og allt í lukkunar vel-
standi. Við kvörtum yfir
því að ný ýsa fæst ekki
nema annan hvern dag.
Mér hnykkti því nokkuð
við, þegar bent var á, að
góð ýsa fengist hér nál.
160 daga á ári, en hass
gætu menn keypt alla
daga ársins. Er það rétt
að 80-90% unglinga 17
til 19 ára hafi reykt hass
í einhverjum mæli?
Er það rétt að fræðsla
unglinga um eiturlyf sé
minni en fræðsla um
Drangeyjarsund Grettis
Ásmundarsonar? Er það
rétt að aldraða kynslóðin
sé svo upptekin í lífs-
gæðakapphlaupinu að
hún sjái ekki skóginn fyr-
ir trjánum? Leggjum við
áherslu á malbik og fjar-
varmaveitu, en hvar er
íþróttaaðstaðan, hvar er
félagsmiðstöð, hvar er
sundlaug? Hvernig eru
samskipti foreldra og
barna? Hvers vegna
reykja og drekka ung-
lingar í laumi fyrir for-
eldrum sínum? Hvers
vegna í laumi?
Við tölum um jafnrétti
og viljum jafnrétti. Sömu
laun fyrir sömu vinnu.
Við tölum um kvenna-
framboð og jafnréttis-
ráð. En erum við ekki
steinblind á misrétti í
Hafnarskóla og Heppu-
skóla? Er þar mikill mis-
munur á aðstöðu fyrir
stráka og stelpur?
Er strákur íþrótta-
hetja, stelpa klapplið.
Eiga börnin úr sveitun-
um ekki líka undir högg
að sækja í þessu efni?
Er ekki mál komið að
staldra við? Á þetta að
líðast öllu lengur? Þurf-
um við ekki kennarar,
foreldrar og allir þeir sem
bera framtíð barnanna
og unglinganna fyrir
brjósti sér að taka hönd-
um saman, hugleiða
þetta saman og glíma við
aðbætahaghinnaungu? ’
Látum lífsgæðakapp-
hlaupið lönd og leið.
Eyðum ekki tíma og pen-
ingum í fánýti. Búum vel
að hinum ungu og sinn-
uni þeim. Það er trúa
mín að með því móti
verði framtíð þeirra best
borgið og framtíð heim-
kynna okkar tryggð.“ -
Lítum einnig á
Ijósu punktana
Jón Kristjánsson rit-
stjóri Austra skrifar:
„Pað er víða dauft yfir
atvinnulífi um þessar
mundir og margir eru á
atvinnuleysisskrá. Þegar
menn í upphafi árs horfa
fram á veginn og hug-
leiða þróun í atvinnu-
málum eru menn áhyggju-
fullir og það er ekki
að ástæðulausu að þessu
sinni, þótt í kringum jól
og áramót sé sá tími sem
hjól atvinnulífsins snúast
að jafnaði með minnst-
um hraða.
Hætt er við að sá sam-
!dráttur í aflamagni sem
fyrirsjáanlegur er við
sjávarsíðuna valdi sam-
drætti í atvinnulífinu og
er nauðsynlegt að dreifa
áhrifum samdráttarins
sem mest og huga sér-
staklega að þeim byggð-
arlögum sem eru algjör-
lega háð sjávarafla.
Stjórnarandstaðan
hverju sinni notar gjarn-
an tölur sem berast um
atvinnuleysi málstað sín-
um til framdráttar og.
skrifar þá ástandið al-
gjörlega á reikning
stjórnvalda. Þá eru tölur
gjarnan teknar þegar
mestur fjöldi er á at-
vinnuleysisskrá og lagt
út af þeim um ástandið.
Þetta gerir stjórnarand-
staðan nú og þetta er
áreiðanlega ekki nýtt
fyrirbrigði í stjórnmála-
umræðu.
Það er auðvitað frum-
skylda stjórnvalda að
huga að því í sínum gerð-
I um að full atvinna sé
tryggð. Núverandi ríkis-
stjórn lét það verða sitt
fyrsta verk að gera að-
gerðir til stuðnings at-
vinnuvegunum, en huga
ber að því nú hvert ást-
andið hefði verið án
þeirra aðgerða. Það er
alveg Ijóst að án þess að
tekið hefði verið í taum-
ana hefði þorri fyrirtækja
í sjávarútvegi stöðvast á
miðju ári. Það hefði hall-
að undan jafnt og þétt í
iðnaðinum, þannig að ef
allt hefði rekið á reiðan-
um er það alveg. • víst að
við hefðum um þessi ára-
mót séð stærri tölur um
atvinnuleysi heldur en
nú eru, og stærri heldur
en um langt árabil.
Þó menn hafi áhyggjur
af ástandinu við sjávar-
síðuna, núna, og ekki að
ástæðulausu, þá eru þó
ljósir punktar í atvinnu-
lífi landsmanna. Iðnað-
urinn sem menn hafa tal-
að mikið um að ætti að
taka við fólksfjölgun á
vinnumarkaðinum
stendur að sögn for-
ráðamanna hans vel um
þessar mundir og fréttir
berast af góðum samn-
ingum um sölur á er-
lendum mörkuðum.
Vonir eru bundnar við
að fólki fjölgi í iðnaði á
næstunni. Þetta stafar að
sjálfsögðu af því að verð-
bólga hefur farið niður á
við og gengi hefur verið ■
stöðvað. Iðnaðinum er'
lífsnauðsyn að búa við
jafnvægi í efnahagsmál-
um. Það er höfuðskilyrði
til þess að hann geti dafn-
að og slík skilyrði auka
mönnum sem starfa að
iðnaði bjartsýni og eru
hvati til þess að ráðast í
ný verkefni.
En það eru ekki öll
byggðarlög sem búa að
iðnfyrirtækjum til þess
að veita sínu fólki at-
vinnu og að því þarf að
huga sérstaklega hvernig
framvindan verður þar
sem sjávarafli er uppi-
staðan í atvinnulífinu.
Vonandi tekst að skipta
þeim afla þannig sem upp
úr sjó kemur að atvinna
verði tryggð sem víðast.
Tilraunir stjórnar-
andstöðunnar nú til þess
að kenna ríkisstjórninni
og stjórnarstefnunni um
það sem miður fer í
atvinnumálum hljóma
sem mikið öfugmæli.
Þvert á móti mætti hugsa
til þess með hryllingi
hvert ástandið væri nú ef
verðbólga væri í þeim
hæðum sem hún var um
mitt ár."
Búsorgirnar
hismi eitt
Kristján skáld frá
Djúpalæk skrifar hug-
leiðingar í Dag um liðið
ár og hið nýbyrjaða. Þar
segir m.a.:
1 Páll veðurfræðingur
segir að ár hinna jöfnu
talna séu betri hvað tíð-
arfar snertir en hin með
stöku tölunum. Þetta er
alveg hárrétt hjá honum.
Því má góðs vænta ’84.
Satt að segja var síð-
astiiðið ár heldur leiðin-
legt. Jafnvel hér nyrðra
var fátt um heila sólskins-
Idaga. Einkenni veðrátt-
unnar var óstöðugleiki,
eins og í fjárreiðum og
atvinnu. Veiðiskapur all-
ur gekk illa. Fiskur sá er
í fersku vatni hrygnir er
einhvers staðar á villigöt-
um og kannski ekki
lengur með öllum mjalla.
Ef ég er ekki því kalkaðri
orðinn fullyrði ég að hafa
heyrt þá frétt í fjölmiðl-
um að hrygnandi lax hafi
fundist á veiðisvæði Fær-
eyinga í miðju hafi. Sé
þetta rétt er það ein
merkilegasta frétt ársins
og kollvarpar allri trú
okkar á mikilvægi ánna
og lækjanna er til sjávar
falla.
Hitt megum við vera
vissir um að sveiflur hafa
alltaf verið í göngu vatna-
fiska, eins og hinna er
aðeins byggja sæ. Það er
því engin þörf að ör-
vænta þó úr veiði dragi
ár og ár. Raunar eru
allar okkar búsorgir
hismi eitt hjá hinu sem
hlýtur að liggja þyngst á
hug’a nú, það er hvort
friður helst hér á norður-
slóð eða atómkjarnaeld-
ur verður kyntur. Manni
skilst að spurningin sé
ekki hvort svo verði held-
ur aðeins hvenær. Þeir
þessir stóru og vitru sem
ráða heimshlutum eiga
sprengjur til að eyða öllu
lífi, ekki einu sinni held-
ur margsinnis. Þeir hljóta
að trúa á endurfæðingu
alls sem Iifir, telja því
vissara að sjá við slíku.
En íslendingar geta
þrátt fyrir kvóta sína og
kauplækkun borið hýra
há-verði bið á eldregni.
Þá liggur næst fyrir að
fara að blaða fyrir alvöru
í þessum 500 bókum sem
komu út fyrir nýliðin jól.
Einar 30-40 hljóta að
vera þess virði að vera
lesnar."