Tíminn - 19.01.1984, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 19S4
13
menningarmál
Eru fátækra-
hverfi hættuleg?
■ Einar Kárason
Þar sem djoflaeyjan rís
Skáldsaga
Mál og menning.
Þessi saga á að gerast í braggahverfi í
Reykjavík. Það er í samræmi við nafnið
sem sögunni er gefið, að árangur uppeld-
isins er heldur dapurlegur.
Það hefur löngum farið svo i borgum
að séu þar hverfi með óvönduðum og
ódýrum byggingum hefur úrræða-
minnsta fólkið safnast þangað. Þar hafa
því myndast fátækrahverfi. Og þangað
hafa dregist ýmiskonar utangarðsmenn.
Braggahverfi Einars Kárasonar og
það fólk sem við fáum að kynnast þar er
í samræmi við þetta. Þó að menn stofni
knattspyrnufélag fyrir strákana til að
beina viðleitni þeirra á menningarlegri
brautir stoðar það lítt. Þeir verða að vísu
duglegir að sparka en það hefur tak-
mörkuð áhrif á hugarfarið, og raunar
ekki öll sem æskilegust. íþróttavakning-
in er engin bindindisboðun. Kapparnir
drekka og verða misindismenn, enda
litu þeir sumir á knattspyrnuna sem
Sigurður A. Magnússon
Jakobsglíman
Uppvaxtarsaga
Mál og menning
■ Sigurður A. Magnússon heldur hér
fram uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannes-
sonar. Öðru bindi lauk með fermingu
Jakobs en hér segir frá tveimur vetrum í
gagnfræðaskóla og hálfum í mennta-
skóla.
Þegar litið er á þetta sem skáldverk er
sagan nokkuð langdregin og dvalið við
ýmislegt sem lítið varðar uppvaxtarsögu
Jakobs. Svo er t.d. um þáttinn um
lýðveldisstofnunina. Slíkt er þó eðlilegt
þegar menn skrifa minningabækur.
Þetta skáldverk er merkileg uppvaxt-
arsaga. Það var á köflum tvísýnt um
lífsstefnu Jakobs og um skeið eins og
líklegt að hann yrði utangarðsmaður
sem ekki aðlagaðist þjóðfélaginu. En
kennari hans einn kom honum til bjargar
og síðan K.F.U.M. I þessu bindi segir
einkum frá áhrifum hins kristilega félags-
skapar og þjónustunni við hann.
Nafn sögunnar er auðtvitað frá glímu
Jakobs þar semhannvildi ekki sleppa
guði sínum við fangbrögðin fyrr en hann
smábarnadellu. Lífsdraumar og lífs-
nautn þeirra félaga er alls ekki upp-
byggileg enda skemmtanalíf þeirra
beinlínis viðbjóðslegt (sjá t.d. bls. 175-
188).
En „sagan erekki login þótt atburðirn-
ir og persónurnar séu hreinn uppspuni",
segir höfundur.
Það er eðlilegt að lesandi þessarar
sögu spyrji hvort fátækrahverfi séu
hættuleg. Samkvæmt íslenskri reynslu
yrði þá hugsað til Pólanna, Höfðaborgar
og braggahverfanna. Nú er ekki vitað að
gerð hafi verið nein athugun á ferli þess
fólks sem átti heima og ólst upp á
þessum stöðum. En þó að slík könnun
væri gerð og sýndi lakari ávexti en í
meðallagi væri ýmsum spurningum
ósvarað. Hvers vegna var þetta fólk
úrræðalítið? Sumt sjálfsagt vegna þess
að það var lítillar gerðar að upplagi,
skorti bæði greind, kapp og framagirni.
Annað eflaust vegna drykkjuskapar. Og
hver voru þá áhrifin þaðan á heimilislíf
og uppeldi? Svo mætti lengi spyrja.
Einar Kárason kann að segja frá og er
fengi blessun hans. Þessi Jakob er ekki
að fullu sáttur við sinn guð og blessun
hans í bókarlok. Þó hefur K.F.U.M.
gefið honum tilgang og takmark til að
lifa fyrir þegar mest lá við.
Allar uppvaxtarsögur eru einstakl-
ingsbundnar. Hér þýðir því ekki að
segja hvað hcfði getað verið öðruvísi,
tala um þröngsýni K.F.U.M. o.s.frv. Þó
held ég að sé ljóst, að Jakob hefði haft
gott af því að standa nær þeim æsku-
draumum sem snérust um rómantíska
ást og voru í tísku framan af öldinni og
þá jafnframt að meta holdlegar fýsnir
samkvæmt því sem einskonar varasjóð
framtíðarinnar en ekki einungis sem
verkefni Satans og syndar.
En það verður að segja hverja sögu
eins og hún gengur. Og umræður unga
fólksins um trúmálin eru sögulega réttar.
Lokakafli þessa bindis segir frá jóla-
kvöldi heima hjá fjölskyldu Jakobs. Sá
þáttur er mjög vel gerður og áhrifamikill.
Sigurður hefur með lýsingu Jóhannesar
föður Jakobs auðgað íslenskar bók-
menntir um lýsingu hæfileikamanns sem
með drykkjuskap sínum kallar ógæfu og
raunir yfir sig og ástvini sína. Ég veit
miskunnarlaus sögumaður. Saga hans er
. að miklu leyti raunasaga. Hann eyðir
ekki löngu máli í að rökræða viðhorf
persóna sinna og kveða upp dóma um
sjúkt og hcilbrigt. illt og gott. umfram
það sem ávextirnir segja til um.
Á það verður að fallast með honum að
sagan sé ekki login. Og þá hefur hún
væntanlega sitt gildi enda þótt lesendum
kunni að þykja hún misjafnlega
skemmtileg.
H.Kr.
ekki hvar þeim örlögum er réttar og
átakanlegar lýst. Þeirri sögu tilheyrir
lýsing Mörtu. Hún er píslarvotturinn sem
heldur heimilinu saman og ber það uppi.
Píslarvætti hennar er maklega lýst.
Þetta jólakvöld er það kvíði og þreyta
sem nálgast örvæntingu sem einkennir
heimilið þrátt fyrir hlýja samúð og þrá
eftir jólagleði sameiginlega. Þaðan fer
Jakob með sálina barmafulla af trega-
þrunginni einmanakennd, „nakinn og
varnarlaus á víðavangi tilverunnar og
átti engan að nema Guð almáttugan sem
á þessari nóttu var mér bæði fráhverfur
og fjarlægur."
Glímunni miklu var ekki lokið eins og
hjá ættföður ísraelsmanna forðum.
H.Kr
Heimurinn
og holdið
Höfundur á
píslargöngu
Ásgeir hvítaskáld
Skáldið og draumurinn
Skáldsaga
fyrri hluti
Bókaútgáfan frjálst orð
■ Stephan G. tók einhverntíma svo til
orða að það væri aumt að vera fæddur
með mörgum kenjum snillinganna án
þess að bera gæfu til að bæta fyrir það
með einhverju afreksverki eins og þeir.
Eiríkur sá er hér segir frá virðist vera í
tölu þeirra meinlætamanna. Hann
dreymir um að verða heimsfrægt skáld
en er svo heimskur að þegar hann sér
línu frá sér í lesendabréfum í amerísku
tímariti heldur hann að það sé óskeikúll
dómur um hæfileika sem dugi til heims-
frægðar.
Eiríkur þessi situr löngum við ritvélina
8 stundir á dag. Hann semur m.a.
íslenska morðsögu eftir amerískri for-
skrift og býður hana Almenna bókafé-
laginu, Iðunni, og Emi og Örlygi, en er
alls staðar hafnað. Hann reynir að selja
smásögur og greinar í blöðin en tekst
ekki fyrr en Styrmir Gunnarsson borgar
honum 25 þús. kr. fyrirgrein „umgamla
seglskútu sem verið er að gera upp."
Þá verða þáttaskil í rithöfundarsögu
Eiríks enda er þá komið að lokum
þessarar bókar. En framhaldi er heitið á
næstu jólum.
Höfundur segir liðlega frá og getur vel •
greint frá því sem fyrir augu ber, þó að
óþarfi sé að hafa Morgunblaðshöllína
fyrir enda Austurstrætis. Mannlýsinga
gætir lítt í sögunni, enda er hún nánast
eingöngu um píslarsögu Eiríks sem á sér
drauminn um skáldfrægðina og langar til
að segja heiminum eitthvað, sem hann
veit þó ekki hvað á að vera.
Á bókarkápu segir að bókin sé" byggð
á sannsögulegum atburðum og er spenn-
andi." Þar eru líka þessi orð:
„Hann elskar stúlku en vill helga sig
ritstörfum einvörðungu. Hún reynir að
tæla hann. Veldur það mörgum drep-
fyndnum uppákomum." Það er smekks-
atriði hvað fyndið þykir og má vera að
sumír finni fyndnina þar sem ég greini
hana ekki. Hitt er ómaklegt að segja að
Rósa reyni að tæla Eirík. Hún vill að
hann leggist með sér og njóti sín en það
er tállaust frá hennar hlið. Hins vegar fer
hún svo glannalega að honum að lítt er
að undra hvernig fer.
Enn segir á bókarkápu: „Þetta er saga
með boðskap sem á erindi við þig". Ég
verð að játa að ég fann ekki boðskapinn.
Hins vegar held ég að öll hin merkari
skáld hafi vitað hvað þeim bjó í brjósti
og hvað þau vildu segja.
H.Kr
Vínarkvöld Sinfóníu-
hljómsveitarinnar
■ Hin árlegu Vínarkvöld Sinfóníu-
hljómsveitar íslands eiga miklum vin-
sældum að íagna. því húsið er troðfullt
af prúðbúnu fólki. sem að mestu leyti er
þó annað fólk en sækir hina hálfsmánaðar
legu tónleika hljómsveitarinnar allan
veturinn. Þetta fólk eru „léttklassíker-
arnir" nafntoguðu. Nú var fenginn
stjórnandi frá Vínarborg, Herbert
Mogg, en Sieglinde Kahmann söng, svo
og Karlakór Reykjavíkur.
En tónleikarnir fóru ekki vel af stað.
hljómsyeitin virtist vera í fýlu. og stjórn-
andinn varaði sig ekki á hljómburðinum
og spilaði alltof sterkt. Ef ég hefði ekki
séð Sieglinde Kahmann ganga inn á
sviðið hefði ég varla haft hugmynd um
að hún væri að sy.ngja þarna. því hún var
í hvarfi við hinn teinrétta og vörpulega
Mogg, og ekki heyrðist frá henni nokk-
urt hljóð fyrir hávaðanum í hljómsveit-
inni. En þetta stórlagaðist eftir hlé -
stjórnandinn hcfur vafalaust verið var-
aður við, þótt seint væri - og nú batnaði
stemmningin ísalnum. Þarna vorufluttir
forleikir úr vinsælum óperettum frá
Vínarborg, og sungnar aríur og söngvar,
eftir Jóhann Strauss yngri, Kalman,
Ziehrer, Schönherr, Lehar og Robert
Stolz. Um hinn síðastnefnda segir um-
sjónarmaður tónleikaskrárinnar
skemmtilega sögu: „Til viðbótar 50óper-
ettum samdi Stolz tónlist við um 80
kvikmyndir og lét þar á ofan eftir sig um
1200 söngva og „slagara" af ýmsu tagi.
Þegar sá sem þessar línur skrifar (þ.e.
umsjónarmaður tónleikaskrár) dvaldist
í Vín veturinn 1954-5 mátti oft sjá þar á
götum miðborgarinnar aldurhniginn
mann, fríðan og höfðinglegan, og um-
gengust menn hann eins og hann væri
þjóðhöfðingi, eða a.m.k. nákominn ætt-
ingi keisarans sáluga. Þessi maður var
Robert Stolz, síðasti merkisberi hinnar
sönnu Vínaróperettu."
Ég verð nú að viðurkenna, að ég er
heldur lítið fyrir þessa tónlist - það kann
að vera eins með hana eins og sumt vín,
að hún „ferðist illa". Kannski er hún
ennþá lifandi á áramótahátíðum Vínar-
búa. Og kannski hún sé eftir allt lifandi
í brjóstum þeirra 1000 tónleikagesta
sem þarna voru á fimmtudagskvöldið.
Herbert snéri þessu upp á smá-sýningu í
lokin og spilaði nokkur gamalkunnug
hlaup á píanó á milli þess að hann
stjórnaði - alveg eins og kollega hans frá
Vínarborg gerði við fiðlu sína í fyrra.
Var góður rómur gerður að þessu tiltæki,
og endurtók hann þá lagið a.m.k. einu
sinni, ef ekki tvisvar.
Á tónleikunum bar það til tíðinda,
sem ólíklegt mátti teljast, að frumflutt
var lag eftir Jóhann Strauss, ég held það
hafi verið „Suðrænar rósir" sem hafi
verið samdar fyrir Leðurblökuna, en
síðan ekki notaðar og eitthvert annað
lag notað í staðinn, vafalaust meö sama
nafni. Frá þessu sagði í útvarpinu fyrir
tónleikana, en ég heyrði því miður
ógjörla. Hins vegar nenni ég ekki að
gera upphlaup út af þessu frekar en
upphlaup yrði út af því gert ef áður óbirt
kvæði eftir Benedikt Gröndal fyndist -
og það væri kvæði, sem skáldið hefði
áður ekki talið eiga erindi á prent.
Sieglinde Kahmann söng af miklum
krafti eftir hlé, og sömuleiðis raulaði
Karlakórinn þekkilega. Lengi leit raunar
út fyrir að hann ætti bara að standa
þarna til skrauts, rétt eins og pianóið
sem stóð alla tónleikana opið við fætur
snillingsins Mogg eins og gleymzt hefði
að flytja það burtu eftir fyrri tónleika
eða æfingu. En hvort tveggja fékk sinn
vitjunartíma, kórinn og píanóið. og um
það yfir lauk höfðu þeir kórfélagar
sungið mikið, og sum lögin mörgum
sinnum. ÚtafhlutSinfóníuhljómsveitar-
innar á þcssum tónleikum, einkum fyrri
hlutanum, mætti spyrja sjálfan sig hvert
sé einkenni snillinga í hljóðfæraleik. Eitt
einkenni þeirra er ævinlega það að
leggja sig fram af frcmsta niegni við
hvaða verk sem þeir spila, hversu
ómerkilegt sem það kann að vera. Og þá
fer oftast svo, að flutningurinn verður
cftirminnilegur, ofurlítill listviðburður,
þrátt fyrir tónverkið sjálft. Eða skyldu
öll 20 eða 30 flautuverkin, sem samin
hafa verið fvrir Manúelu Wiesler, svo
dæmi sé nefnt, vera gullvæg? Galdurinn
er sá, þegar vei k er samið fyrir Manúelu,
að hún getur breytt vatni í vín og taði í
gull - en því nennti Sinfóníuhljómsveitin
ekki á þessum tónleikum. Og þar skilur
á milli sannra atvinnumanna og hinna,
því miður.
17.jan.
Sig. St.
Sigurður |H
Steinþórsson
skrifar um tónlist LhhhI
Léttur í
máli og
djarfur
Jónas Guðmundsson
Ný-mjólk
Útgefandi Skákprent.
■ Jónas Guðmundsson stýrimaður, rit-
höfundur, málari o.fl. hóf að skrifa
einskonar helgargreinar í blöð fyrir
nokkru. Þær birtust í blaði hans á
þriðjudögum, í Tímanum meðan hann
var þar en síðar í Dagblaðinu og Vísi.
Hér koma þessar ritgerðir í bókarformi.
Höfundur skrifar formála í þessa bók og
dagsetur hann í janúar 1983. Síðustu
greinarnar eru þó ekki skrifaðar fyrr en
að áliðnu síðasta sumri. En auðvitað er
mönnum frjálst að byrja bækur sínar á
formála ef þeir vilja.
Jónas Guðmundsson er ritfær vel og
temur sér frjálslegan stíl í þessum grein-
um. Sumar virðast skrifaðar í hálfkær-
ingi. Hér er gripið á margskonar þjóð-
málum og er þá komið að þeim frá
ýmsum hliðum.
Svona greinar eru yfirleitt tímabundn-
ar. Þeim er ætlað að vera þáttur í
daglegri umræðu. En slík umræða er að
verulegu leyti um dægurmál svo að hætt
er við að umræður fyrnist fljótt. En stíll
Jónasar lyftir þessari umræðu oft. Þó að
nianni finnist að þetta sé léleg pólitík
eins og stundum kann að verða er þó bót
í máli, ef tónninn er léttúr og skemmti-
legur. Það er munur á leiðinlegu bulli og
skemmtilegu bulli.
En auðvitað fléttast margt inn í
umræðu þó um dægurmál sé. Og Jónas
Guðmundsson hugsar talsvert um at-
vinnumál og veit að þau eru undirstaða
allrar afkomu. En atvinnumál eru þannig
vaxin að stundum er margs að gæta og
líta þarf á fleira en eitt áður cn ályktað
er. Jónas hefur t.d. bent á hagkvæmni
þess að hafa kýrnar á hafnarbakka svo
að dæla mætti kjarnfóðri í þær beint úr
flutningaskipi. Honum er illa við
„undanrennumusteri" í Reykjavík og
vill heldur hafa þau heima héruðunum
og þá væntanlega sitt í hverju héraðinu.
Hér verður ekki rætt um skoðanir þær
sem fram koma í bók Jónasar öðru vísi
eða nefna einstök dæmi. Þeir sem lesið
hafa þessar greinar sér til gamans og
ánægju vegna hressilegs málflutnings og
hæfilegrar ófyrirleitni hafa sjálfsagt gam-
an af að eiga þær í bók. Og þá er þeim
það síst of gott.
-H.Kr.
Halldor
Krístjánsson
skrífar um bækur