Tíminn - 19.01.1984, Page 3
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1984
3
fréttir
Áhrif minnkandi verðhólgu við fasteignakaup:
RAUNVERULEGT KAUPVERD HÆKKAR EF
ÚIBORGUNARHUfTFAU HELST ðBREYTT
■ Þótt söluverö á íbúðum haldist
óbreytt í krónum talið getur raunveru-
legt verð þeirra hækkað um hundruð
þúsunda meðan greiðslukjör breytast
ekki þrátt fyrir að verðbólga hafi lækkað
gífurlega, að því er fram kom hjá
forsvarsmönnum Fasteignamats ríkisins.
Astæða þessa er einfaldlega sú, að
verðbólgan nær ekki lengur að skerða
raunvirði afborgana á útborgunartíman-
um eins mikið og verið hefur. Þau áhrif
ein: valda því t.d. að kaupandi þarf að
greiða 13% hærra verð fyrir íbúð þegar
verðbólgan er 30% á ári heldur en á
meðan hún var 60% á ári. Af 1,5 milljón
króna íbúð mundi munurinn því vera
nær 200 þús. krónur.
Auk þess mun greiðslubyrði kaupand-
ans þyngjast. Sé t.d. litið á þá upphæð
sem hann þarf að greiða í fyrstu afborgun
af eftirstöðvum kaupverðs kemur í Ijós
að raunvirði þeirrar greiðslu er 24%
hærra í 30% verðbólgu en miðað við
60% veðbólgu. Enn frekari hjöðnun
verðbólgu hefur í för með sér meiri
hækkun raunverðs en þessi dæmi sýna.
Þrátt fyrir gífurlega hjöðnun verð-
bólgu (síðustu þrjá mánuði jafngilti
hækkun byggingarvísitölu t.d. 17% mið-
að við heilt ár) hafa þeir hjá Fasteigna-
matinu enn ekki orðið varir við breyting-
ar á greiðslukjörum á fasteignamarkað-
inum.
Þau viðskipti miðast enn við um 75%
útborgun og 20% vexti á eftirstöðvum.
Að sögn Guttorms Sigurbjarnarsonar er
það þó ástand sem hann trúir ekki að
geti varað lengi. heldur hljóti að breytast
þegar menn fari að tfúa því að verðbóg-
an hafi raunverulega minnkað.
Stefán Ingólfsson nefndi m.a. að vext-
ir á eftirstöðvaskuldabréfum hafi aldrei
verið hærri en vextir á almennum spari-
sjóðsbókum. Þeir vextir eru nú 21.5%
og búist við að þeir lækki niður í um 16%
á næstu dögum og jafnvel enn frekar
strax í næsta eða á næstu mánuðum.
Þessar breyttu aðstæður ættu að kalla á
brcytingar á greiðslukjörum.
Stefán nefndi og, að fyrir rúmum
áratug þegar verðbólga var hér hliðstæð
og nú er var íbúðaverð almcnnt greitt
þannig að um helmingur kaupverðs var
greiddur sem útborgun. en eftirstöðvar
lánaðar til 10 ára með 8% vöxtum.
- HEI.
■ Nágrannafrúin hlær ekki að bílunum á Bílasölu Guðfinns.
BHasala Gudfinns:
FLVTT HEIM
LÓD EIGANDANS
Tímamynd Róbert.
■ Bílasala Guðfinns hefur fiutt sig um
set, að þessu sinni heint á lóð til
eigandans, Guðfinns Halldórssonar. Að
sögn Gunnars Eydal skrifstofustjó ' hjá
Reykjavíkurborg, hefur ekki rey. .nnt
að útvega lóð fyrir bílasöiuna á ■'•“ði
sem eigandi hennar fellir sig við. t yrir
nokkru var greint frá því hér í blaðinu
að bílasölunni hefði verið úthlutað lóð
við Umferðarmiðstöðina rétt hjá fiug-
vellinum, en af öryggisástæðum vegna
flugsins var hætt við þá úthlutun.
Að sögn Williams Th. Möller fulltrúa
hjá lögreglustjóraembættinu í Reykja-
vík, hafa kvartanir borist frá nágrönnum
Guðfinns vegna hinnar nýju staðsetning-
ar bílasölunnar. en þau svör fengist að
bílarnir verði einungis hafðir þarna í
nokkra daga meðan millibilsástand ríki
í málum bílasölunnar. William sagði að
það væri enda öldungis fráleitt að hafa
þarna bílasölu til lengri tíma, til þess
þyrfti bæöi leyfi borgaryfirvalda og lög-
reglu.
-JGK
Skipulagsnefnd Reykjavíkur:
Samþykkt að
breyta Ham-
arshúsinu í
fjölbýlishús
■ Skipulagsnefnd Rcykjavíkur sam- Björnsson byggingameistari scm hefur
þykkti á fundi sínum s.l. mánudag, meö fcst kaup á Hamarshúsinu með það fyrir
þrem atkvæðum gegn tvcim að Hamars- augum að breyta því í íbúðarhúsnæði.
húsinu viö Tryggvagötu skyldi breytt í Báðir fulltrúar minnihlutans í skipu-
íbúðir ísamræmi viðteikningarsem lágu lagsnefnd Sigurður Harðarson og Ingi-
fyrir fundinum unnar af teiknistofunni björg S. Gísladóttir bókuðu mótmæli sírt
Klöpp. Þaðskilyrðivarsettframíbókun við þessari samþykkt. Sigurður byggði
meirihluta nefndarinnar um máliö að afstöðu sína á því aö Tryggvagata væri
bakhús á lóðinni skyldu rifin og þannig ein mesta umferðaræð borgarinnar, þar
sköpuð rýmileg aðstaða fyrir leiksvæði. ættu um 7000 bílar leið um daglega og
Nefndin tók ekki afstöðu til fjölda íbúða' hávaðamcngun því meiri en svo að
í húsinu en vísaði því til byggingancfnd- forsvaranlegt væri að hyggja þarna fjöl-
ar, sem og þar með þeirri ábendingu að býlishús. Ingibjörg Sólrún átaldi í sinni
hyggja þyrfti sérstaklega að þeim þætti bókun að skipulagsnefnd skyldi skilja
málsinssem snýr að umferðarhávaöa, en notkun þessa húss frá deiliskipulags-
greinargerð danska ráðgjafafyrirtækisins vinnu fyrir svæðið í heild. Slíkt vekti
Anders Nyvig um þann þátt var lögð grunsemdir um að annarleg sjónarmið
fram í skipulagsnefnd. Það er Ólafur S. réðu fcrðinni. -JGK
■ Hamarshúsið við Tryggvagötu (Tímamynd G.E.)
Aukin notkun mannbrodda að skila árangri:
HÁLKUSLYSIN
ÁUNDANHALDI
Kanadamenn frá AlCan íheimsókn
Skoða aðstöðu fyrir
álbræðslur hérlendis
■ „Það fer enginn óvitlaus ökumaður
út á bíl á sumardekkjum í flughálku en
margt fólk gengur um gangstéttirnar á
skóm með sléttum nælonsólum sem
verða eins og skautar í frosti“, sagði
Gísli Ferdinandsson, skósmiður, sem
undanfarið hefur auglýst mannbrodda.
„Gísli sagði að notkun mannbrodda
væri ein besta trygging sem gangandi
fólk gæti fengið sér gagnvart hálkuslys-
um enda hefði læknir á Slysadeild Borg-
arspítalans sagt sér að greinilegt væri að
dregið hefði úr slíkum slysum samfara
aukinni notkun mannbrodda.
„Eldra fólk ætti sérstaklega að nota
mannbrodda því það má ekki við miklu
og getur oft beðið varanlegt heilsutjón
af því að detta. Og það má einnig benda
á að það er dýr sólarhringur á sjúkrahúsi
og því gott fyrir þjóðfélagið ef hægt er
að draga úr þessum slysum á ódýran
hátt", sagði Gísli að lokum.
-GSH
■ Gísli Ferdinandsson skósmiður með
nokkrar gerðir mannbrodda.
Tímamynd GE
■ Tveir fulltrúar eins stærsta ál-
bræðsluhrings í veröldinni, ef ekki
þess stærsta, kanadíska fyrirtækis-
ins AlCan, eru staddir hér á landi
nú til þess að kynna sér aðstæður
þær sem ísland býður upp á, fyrir
álbræðslur. Eru þetta þeir Murray
Lester, einn forstjóra fyrirtækis-
ins, og tæknilegur sérfræðingur
fyrirtækisins, W.W. Robertsson.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
formaður stóriðjunefndar fylgdi
AlCan mönnunum um í gær, og
kynnti þeim aðstæður. Hann sagði
í samtali við Tímann í gærkveldi,
að hingaðkoma Kanadamannanna
væri alfarið skoðunarferð, en ekki
á nokkurn hátt samningaferð. Þeir
hefðu í gær skoðað álverið í
Straumsvík, einkum álbræðsluna
og í dag færu þeir til Akureyrar, til
þess að skoða aðstæður við Eyja-
fjörð.
Auk þess að hitta fulltrúa stór-
iðjunefndar að máli, munu Kan-
adamennirnir ræða við fulltrúa
Landsvirkjunar. Kanadamennirn-
ir fara héðan aftur á morgun.
- AB.