Tíminn - 19.01.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1984, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 7 ■ Sðngvarinn er aðeins 163 sm á hæð og orðinn 59 ára, en hann segist vekja blíðar tilfinningar hjá konum og fá hjörtu þeirra til að slá hraðar. M.a.s. Margaret Bretaprinsessa hefur skrifað honum aðdáendabréf. Charles Aznavour söngvari: „EG KEM ENN HJORTUM KVENNA TIL AÐ SLÁ HRAÐAR, EN..." ■ Charles Aznavour, franski söngvarinn vinsæli, segist hafa lært ýmislegt í þremur hjóna- böndum sínum. „í fyrsta lagi komst ég að því, að það eru ekki alltaf konumar, sem hlaupa á sig,“ sagði hann, „heldur geta karlmenn það ekki síður. Ég var mjög bráður og fljótfær í fyrsta hjónabandi mínu, en ekki eins skapvondur og uppstökkur í því næsta, og skipti aldrei skapi í því þriðja - og síðasta". Konan, sem hefur veitt honum ró og hamingju í þriðja hjóna- bandinu, heitir Ulla, Ijóshærð sænsk fegurðardís, 17 árum yngri en söngvarinn. Charles segir um Uilu: „Hún kemur frá landi þar sem frjáls- ræðið ríkir á öllum sviðum. Sjálf hefur hún verið alin upp í frelsi og agaleysi, og svo var komið að hún vildi vera einhverjum undir- gefin. Ég ræð öllu á heimilinu, - nema kannski hvaða bíómyndir við förum að sjá.“ Þau höfðu búið saman í þrjú ár áður en þau giftu sig, en hjónabandið hefur staðið í 16 ár. Tvö börn hafa hjónin eignast, Katia, 13 ára og Mischa, 12 ára. Þegar Aznavour var spurður um fyrri hjónaböndin sagði hann: „Við vorum bæði of ung þegar ég gekk í fyrsta hjóna- bandið. Hún aðeins 16, en ég 21 árs. I öðru hjónabandinu urðu leiðindi vegna þess, að konan var alltaf að læra. Henni fannst hún vera betur menntuð en ég og lét mig heyra það, og það fannst mér ekki nógu gott“. Söngvarinn á dóttur, 36 ára, frá fyrsta hjónabandinu, og 32 ára son með konu, sem hann giftist ekki. „Konur hafa alltaf verið hrifn- ar af mér, hvemig sem á því stendur", sagði Aznavour, „þeim líkar vel við hin ijúfu lög sem ég vel mér til að syngja á plötur, og ég fæ aðdáunarbréf. Ég held þó að nú orðið veki ég helst einhverja föðurlöngun hjá ungu kvenfólki, því að ég er nú ekki ncitt kyntákn lengur". uðum enda eðlilega mikið að gera kringum jól og áramót í svona starfi", sagði Guðmundur Sigfússon í samtali við Tímann en Guðmundur opnaði Foto- ljósmyndaþjónustuna við Her- jólfsgötu í Vestmannaeyjum, 3. desember s.l. Þar framkallar Guðmundur flestar gerðir lit- filma auk þess sem hann hefur á boðstólum ýmislegt sem kemur við Ijósmyndun. - Er langt síðan þú fórst að fást við Ijósmyndun? „Ég fór að taka myndir og framkalla fyrir sjálfan mig árið 1972 og áhuginn hefur frekar aukist en hitt. Ljósmyndunin hefur nú verið aukagrein hjá mér þar til ég opnaði þessa stofu." „Er áhugi á Ijósmyndun í Vestmannaeyjum? Það er hérna talsvert af efni- legum ljósmyndurum í Vest- mannaeyjum en það vantar meiri félagsstarfsemi. Það er til einn ljósmyndaklúbbur sem starfar frekar stopult og það er nauðsyn- legt að efla hann svo menn geti komið saman og skipst á skoðun- um og miðlað af reynslu sinni, jafnvel sett upp sýningar er því er að skipta." - Nú er þó nokkur blaðaút- gáfa í Vestmannaeyjum. Hvern- ig er markáðurinn fyrir Ijós- myndara? „Það er rétt að hér er gefið út talsvert af blöðum. Hér koma út tvö fréttablöð vikulega, stjórn- málaflokkarnir hafa sín málgögn og síðan eru gefin út ársrit á vegum þjóðhátíðarnefndar og sjómannadagsráðs. Þannig er markaðurinn sæmilegur ef menn eru duglegir við að koma sér á framfæri. - Nú tekur rekstur fyrirtækja mikinn tíma. Verður einhver tími aflögu hjá þér til að taka myndir? „Ég hef að vísu ekki haft mikinn tíma til þess undanfarið. En ég ætla að vona að það verði ekki það mikið að gera hjá mér í sambandi við ljósmyndaþjón- ustuna að ég geti ekki sinnt Ijósmynduninni eftir sem áður. -GSH erlent yfirlit Á ÞESSU ári eru liðin rétt fimmtíu ár síðan Habib Bourg- uiba stofnaði flokk sinn Neo Destour. Bourguiba var þá þrí- tugur að aldri og hafði nýlokið lögfræðiprófi í Frakklandi. Á þessum tíma var eins konar konungsstjórn í Túnis undir vernd Frakka. Völdin voru að nafni til í höndum eins konar varakonungs, sem nefndist bey, og hafði sú skipan komizt á í tíð Tyrkja, sem réðu Túnis frá 1580 til 1881, er Frakkar tóku við verndargæzlunni. I tíð Tyrkja hafði beyin'n allmikilvöld og var nánast sagt eins konar landstjóri Tyrkja. Embætti þetta hafði til- heyrt sömu ættinni síðan um 1700. Eftir að Frakkaj tóku við verndargæzlunni styrktu þeir ■ Habib Bourguiba er orðinn áttræður og heilsuveill Viðhorf hans virðast um margt svipað viðhorfum franskra jafn- aðarmanna, enda hefur hann sótt flestar fyrirmyndir sínar mest til Frakklands. Þótt telja megi stjórn Bourg- uiba einræðisstjórn, er frjálsræði þar meira en í flestum eða öllum löndum Araba. T.d. njöta konur miklu meiri réttinda þar en í öðrum Arabaríkjum. Það er m.a. þakkað því, að seinni kona Bourguibas, Vassila, er mikill kvenskörungur og er talin hafa gripið oft ákveðið í stjórnartaumana, einkum þó eft- ir að heilsu Bourguibas tók að hraka, en hún er sögð hafa verið léleg síðustu árin. EFNAHAGSERFIÐLEIK- AR þeir, sem hafa komið við Fráfall Bourguiba mun valda óvissu í Túnis Óeirðirnar þar að undanförnu spá ekki góðu stöðugt yfirráð sín í Túnis og hélt beyinn völdum sínum nánast sagt aðeins að nafni til. Bourguiba stofnaði flokk sinn til að vinna gegn yfirráðum Frakka. Takmarkið var að Túnis yrði sjálfstætt ríki. Frakkar hugðust bæla flokkinn niður og höfðu Bourguiba oft í varðhaldi. Hann varð því brátt cins konar þjóðhetja. Krafa hans um sjálf- stæði Túnis hlaut sívaxandi fylgi. Árið 1956 var svo komið, að Frakkar töldu sér ekki lengur fært að standa gegn henni. Túnis var veitt fullt sjálfstæði. í kosningunum, sem fóru fram 1957, fékk flokkur Bourguiba yfirgnæfandi fylgi. Samkvæmt nýrri stjórnarskrá var bey- embættið lagt niður og Túnis gert lýðveldi. Bourguiba var kos- inn fyrsti forseti þess og hefur verið það stöðugt síðan. Árið 1975 var hann kosinn forseti til lífstíðar. I REYND hefur stjórn Bourg- uiba farið með einræðisstjórn allan þennan tíma. Flokkur hans var fram til 1982 eini löglegi flokkur landsins en þá var öðrum flokkum einnig leyft að taka þátt í kosningunum. Að sjálfsögðu vann flokkur Bourguibas öll þingsætin. Nú er í ráði að leyfa þrjá flokka til viðbótar flokki Bourg- uiba og verður kommúnista- flokkurinn einn þeirra. Bourguiba mun ekki óttast, að kommúnistar fái mikið fylgi. Hann mun hins vegar telja hag- kvæmt vegna samskipta við Sov- étríkin að leyfa starfsemi komm- únista. Hann hefur fylgt þeirri stefnu í utanríkismálum að eiga vinsamleg skipti jafnt við vestr- ænu ríkin og kommúnistaríkin. Vestrænu ríkin hafa yfirleitt reiknað hann sín megin, og því þolað honum ýmis frávik. T.d. hefur hann verið harður and- stæðingur ísraels og fordæmt samninga, sem Egyptar hafa gert við ísraelsmenn. Vestrænum ríkjum leist hins veg- ar miður vel á það, þegar Bourg- uiba og Khaddafi, forseti Libýu, voru að semja um sameiningu ríkjanna fyrir 10 árum. Hvor um sig ætlaði að snúa á hinn, Khadd- afi - með tilstyrk olíuauðæfanna, en Bourguiba í skjóli þess, að Vassila, seinni kona Bourguiba. Hún er af áhrifamikilli ætt ■ Túnis og sögð mikill skörungur. Áður var Bourguiba giftur franskri konu íbúar Túnis eru um 7 milljónir, en íbúar Líbýu 3 milljónir. Áður en endanlega var frá þessum samningum gengið sner- ist Bourguiba hugur og sleit viðræðunum. Síðan hefur verið grunnt á því góða með honum og Khaddafi. Vestræn ríki hafa auk- ið stuðning við Túnis, því að þau telja Túnis mynda varnargarð gegn útþensludraum Khaddafis við Miðjarðarhaf. í innanlandsmálum hefur Bo- urguiba fárið eins konar milliveg milli sósíalisma og kapitalisma, þótt hann telji sig sósíalista. Þorarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifa' sögu í heiminum á síðari árum, hafa ekki farið framhjá Túnis. Árið 1978 kom til mikilla óeirða í landinu vegna efnahags- erfiðleika. Sumir telja, að Khaddafi hafi ýtt undir óróleik- ann. Bourguiba tókst þó að lok- um að leysa þessa þraut og koma á aftur ró og reglu í landinu. Nýjar óeirðir hófust svo á síðastliönu hausti, þegarstjórnin hætti niðurgreiðslum á ýmsum vörum, m.a. brauðvörum, og miklar verðhækkanir urðu á þeim. Víða kom til blóðugra átaka milli lögreglu og mann- fjölda, sem var að mótmæla verðhækkunum. Oft varð nokk- urt mannfall. Eftir að þetta hafði gcrzt um hríð, tilkynnti Bourguiba, að stjórnin myndi halda niður- greiðslum áfram og lækkaði verðlag í samræmi við það. Þá sneru Túnisbúar við blað- inu. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í mörgum borgum til að lofsama og hylla Bourguiba. Fréttaskýrendur töldu líklegt þá, að Bourguiba myndi láta Mzali forsætisráðherra víkja, þótt hann hefði haft augastað á Mzali sem eftirmanni sínum. Þetta gerði Bourguiba þó ekki, heldur vék innanríkisráðherran- um, sem stjórnað hafði lögregl- unni, úr embætti. Þeir, sem best þekkja til, álíta þó daga Mzali talda, því að Vassila cr talin andvíg honum. Þótt Bourguiba hafi lægt óeirðaöldurnar í bili. er það mál ekki leyst. Erfitt er að sjá hvernig hann ætlar að afla fjár til að geta staðið undir niðurgreiðsl- unum. Bourguiba varð áttræður á síðastliðnu ári, og er sagt, að heilsu hans hraki. Óvíst er því, að hann eigi langt eftir. Við fráfall hans getur hafizt mikil óvissa um framtíðina í Túnis. Ekki minnst eru Bandaríkja- menn áhyggjufullir, því að þeir óttast að við fráfall Bourguiba fari Khaddafi á kreik. Á síðasta ári veittu Bandaríkin Túnis 140 milljón dollara í hernaðarað- stoð. Arafat má líka hafa áhyggjur. Hann hefur ákveðið að koma sér upp aðalbækistöð í Túnis. Verð- ur Túnis ef til vill þriðji staður- inn, sem hann verður að hrekjast frá?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.