Tíminn - 19.01.1984, Side 6

Tíminn - 19.01.1984, Side 6
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1984 DALLAS-STJORNUR FA MORÐHOTANIR ■ Larry Hagman brosir með skrautlega hattinn sinn, - en honum er ekki rótt, segir hann... ■ Stjórnendur kvikmyndafélagsins sem stend- ur að DALLAS-þattunum, eru nú sem þrumu lostnir, og vita ekki sitt rjúkandi ráð vegna þess sem yfirgengur stjörnurnar í Dallas um þessar mundir. Leikararnir eru ónáðaðir með óþverra símhringingum - jafnvel þó þeir séu með leyni- númer - og þeir fá morðhótanir, bæði bréflega og gegnum síma! ■ Charlene Tilton ber sig vel. Hún segist treysta lífvörðunum, en annars muni hún reyna að verjast sjálf með byssu sinni. I'að er ckki alltaf eintóm ham- ingja sem fylgir því að vera þekkt persóna í Ameríku. Frxgðin hefursína ókosti. Margs konar skrýtið fólk hefur áhuga á því að komast í samband við leikara og aðra sem eru í fréttum og gerir frægu fólki lífið leitt með ágangi. En út yfir tekur þó, þegar fariö er að hóta morðum og íkveikjum, mannránum og öðru slíku. Flestallar þessar hótanir eru hreint gabb, segir öryggisþjón- ustan, sem hefur tekið að sér að gæta DALLAS-lcikaranna, en þó má ekki reikna með að ekki geti stafað hætta af þeim. Þaö eru einkum Larry Hagman, Linda Gray og Char- Larry Hagman (J.R.) gengur í skotheldu vesti og Charlene Titton (Lucy) sefur með hlaðna byssu við rúmið lene Tilton, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum brjálæðingum, þ.e.a.s. þegar þau eru í Texas við upptökur á þáttunum, en allt er rólegra þegar þau eru heima hjá sér í Hollywood. Fyrir utan bréf og simhringingar hefur ým- islegt komið fyrir til að hrella leikarana, eins og t.d. þegar Linda var nýlega í Texas og bjó á hóteli, sem kvikmyndafélagið hefur fyrir leikara sína - og leggur þeim til öryggisverði á staðnum, - en engu að síður hafði verið farið inn i herbergi Lindu Gray (Sue Ellen) og rótað í farangri hennar. Þar var stolið bæði bréfum og ýmsum persónu- legum munum ieikkonunnar, en skartgripir og peningar ckki hreyfðir! Stuttu seinna kom í Ijós, að einn af aukaleikurunum, sem ráðinn hafði verið í eitt fjölmennt atriði, sem gerast átti á Southfork, var sjúklingur frá geðsjúkrahúsi, sem hafði stolist þaðan. Hann var búinn að elta Lindu Gray um allt á upptöku- stað og gera henni ýmisleg fárán- leg tilboð þegar loksins komst upp um hann. Eftir þctta var öryggiseftirlitið enn hert. Larry Hagman (J.R.) segist vera dauð- hræddur Larry Hagman, sem er 51 árs, er jafnan í skotheldu öryggisvesti ■ Linda Gray varð dauð- hrædd, þegar hún komst að því, að einhver hafði komist inn í herbergi hennar - þrátt fyrir alla öryggisverði. þegar hann er í upptöku utan dyra í Texas. Og hann hefur stöðugt með sér öryggisverði hvar sem hann fer. „Þó ég leiki kaldan karl, hann J.R. þá er ég ekki svo kaldur sjálfur. Eg er dauðhræddur, bæði um sjálfan mig og allt mitt fólk“, sagði Hagmann nýlega, þcgar rætt var um öryggisráðstafanir vegna leikaranna í DALLAS. Charlene Tilton (Lucy) lærði að skjóta Charlene Tilton, sem leikur Lucy, segist finna öryggi í því að sofa með hlaðna byssu við rúmið þegar hún er í Texas. Eiginmað- ur hennar Johnny Lee, kántrý- söngvarí, hefur kennt henni að skjóta. Einhver uppstytta er nú í hjónabandi þeirra, svo Charlene er mikið ein með barnið, og hún hefur fengið sér varðmenn til öryggisgæslu þeirra allan sólar- hringinn. Victoria Principal (Pam) er líka hrædd, en .... Fyrrverandi sambýlismaður Victoriu Principal, Andy Gibb, segir að hún hafi líka veríð þrúguð af hræðslu og taugaveikl- un, - en það var ekki vegna morðhótana, heldur óttast hún alveg sjúklega að verða gömul! Andy segir að Victoria sitji fyrir framan spegilinn í leit að hrukku þangað til hún sé farin að skæla. Að síðustu lét hún leggja sig inn á spítala til að fá andlitslyftingu (sem enginn gat séð að hún hefði þörf fyrir, bætti Andy við), og þar var það að hún hitti sinn núverandi ástmann, fegrun- arsérfræðinginn dr. Glassman, og eru þau nú óaðskiljanleg. Nú er hún örugg, því að hjálpin er við höndina ef einhver hrukka skyldi láta sjá sig á hennar fögru ásjónu. Þessa kosti þarf biðill í Shanghai að hafa til að bera ■ Stúlkurnar í Shanghai í Kína hafa gert sér fulla og skýra grein fyrir því hvaða kostum sá maður verður að vera búinn, sem þær eru reiðubúnar að giftast. Þar er útlitið hreint ekki efst á blaði, og kemst reyndar alls ekki að á óskalistanum. Það almikilvægasta í augum stúlknanna er, að tilvonandi eiginmaður eigi mótorhjól og í sumum tilfellum er nægilegt að það skilyrði sé uppfyllt. En þær kröfuharðari eru með lengri lista. Þar fara þær fram á að eiginmaðurinn geti séð þeim fyr- ir saumavél og armbandsúri. Þá getur enginn karlmaður talist maður með mönnum, nema hann geti séð stúlkunni sinni fyrir „52 fótum“, og er þá vísað til fjölda húsgagna, sem verða að vera til á heimilinu. En þó að maðurinn uppfylli öll þessi skilyrði, getur hann ekki gengið að því sem vísu, að stúlkan, sem hann hefur auga- stað á, taki bónorði hans. Þá er sá maður vel settur, sem hefur tök á því að útvega stúlkunni sinni fatnað fylltan með anda- dúni í stað baðmullar, auk ofan- talins. Sé hann svo heppinn, má telja öruggt að engin stúlka í Shanghai standist hann. Það væri þá ekki nema hann ætti keppinaut, sem hefur hænsna- bú. Um þá lukkunnar pamfila er hreinlega slegist. viðtal dagsins Nú þurfa Eyjamenn ekki að senda filmur til framköllunar til Reykjavíkur: , JIEVNUM ALLTAF AÐ VERA SJÁLF- UMOKKURNÓG" — segir Guðmundur Sigfússon, sem opnað hefur Ijósmyndaþjónustu í Vestmannaeyjum ■ „Það hefur verið að brjótast til framköllunar enda er það - lengi í mér að opna Ijósmynda- bæði fyrirhöfn og er tímafrekt, þjónustu og framkairá filmur hér viðreynumalltafaðverasjálfum ■ Guðmundur Sigfússon ljós- á staðnum. Það er ómöíulegt okkurnóg. Ogéggetekki kvart- myndarií Vestmanuaeyjumfyrir fyrir Vestmannaeyinga að þurfa að yfir viðtökunum: hér hefur innan afgrciðsluborðið í Foto- að senda filmur til Rcykja\ u gengið prýðilega síðan við opn- Ijósmyndaþjónustunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.