Tíminn - 19.01.1984, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984
ALÞJÓÐAÁR ÆSKUNNAR
S.Þ. hafa
tileinkað
æskunni
árið 1985
■ „Við í íslensku framkvæmda-
nefndinni viljum fara inn á það, að
fá sem flest félög, samtök og
einstaklinga til að tiieinka sér eitt-
hvert ákveðið verkefni og taka
þátt í framkvæmdum á þessu Al-
þjóðaári æskunnar, sagði Níels
Arni Lund, formaður nefndarinn-
ar, þegar blaðamaður Heimilistím-
ans leitaði til hans um upplýsingar
um hið fyrirhugaða Alþjóðaár
æskunnar1985.
í kynningarbæklingi sem hefur
borist til Heimilistímans segir:
„Sameinuðu þjóðirnar hafa til-
einkað æskunni árið 1985 sem
Alþjóðaár hennar - undir kjörorð-
um: - Þátttaka - þróun - friður.
Ennfremur segir svo: Með þessum
kjörorðum er ungt fólk hvatt til
almennrar þátttöku og lögð
áhersla á að það verði virkt í því
umhverfi sem það lifir í.
Níels Árni var spurður hvort
langur aðdragandi hefði verið að
áætlunum um alþjóðaárið. Hann
sagði:
- Þetta hefur verið töluverðan
tfma í undirbúningi, en ekki vcrið
gert neitt í málinu fyrr en á sl. ári,
þá var farið að vinna að skipulagn-
ingu. Þá var skipað í nefndir um
allan heim, og það var eins á
íslandi, - að það var skipað í
framkvæmdanefnd á árinu 1983.
Sú nefnd hefur skipað undirnefnd
sér til aðstoðar, og haldnir hafa
verið um 20 sameiginlegir fundir
nefndanna til undirbúnings fram-
kvæmda.
- Er þetta fjölmenn nefnd?
- Þetta er 17 manna nefnd -
með undirnefndinni, og allir aðilar
tengjast æskulýðsstarfi á einn eða
annan hátt. Nefndin hefur starfað
frá því í sumar og kemur nú fram
til að kynna starfið. Þetta ár notum
við svo til áframhaldandi undir-
búnings.
- Kynningarbæklingurinn, - er
hann saminn af íslensku nefnd-
inni?
- Já, hann er saminn af nefnd-
inni, og við vorum að kynna starf
nefndarinnar með því að senda
bæklinginn í alla skóla, til allra
sveitarfélaga, æskulýðsfélaga,
æskulýðsnefnda- og ráða, æsku-
lýðsfulltrúa, samtaka æskulýðsfé-
laga og til fjölmiðla.
Níels Árni sagði, að nefndin
■ Níels Árni Lund er formaður Fram-
kvæmdanefndar Alþjóðaárs æskunnar
1985 á íslandi.
vonaði að bæklingur þessi yrði
kveikja að umræðum um alþjóða-
árið og að sem flestir taki virkan
þátt í starfi í þágu æskunnar. Hann
sagði, að nefndin licfði viljað fara
inn á það, að fá sem flesta til þess
að tileinka sér eitthverí ákveðið
verkefni og taka þátt í fram-
kvæmdum. T.d. gæti hugsast að
skátar veldu sér að vinna að friðar-
málum, ungmennafélögin gróður-
setningu og síðan gæti einstakt
skátafélag, einstakt félag eða skóli
staðið fyrir einhverju sérstöku
verkefni sem þykir aðkallandi á
hverjum stað, eða fólk hefur áhúga
á,t.d. skreytt sinn skóla í tilefni
æskulýðsársins o.s.frv.
- Við vonumst til að viðbrögð
komi frá félögum og samtökum
við þessum kynningarbæklingi
okkar, og þegar hafa komiö inn
nokkur svör og tillögur. Síðan
munurn við aðstoða við að sam-
ræma starfið, svo þeir aðilar geti
unnið saman, sem hafa áhuga á
sömu verkefnum.
Okkur voru veittar 100 þús.
krónur á sl. ári á fjárlögum og við
munum notaþað fé til kynningará
verkefnunum, sagði Níels Árni,
sem hefur starfað að þessum
málum, síðan nefndin var stofnuð.
Hann sagði að cnn hefði ekki
komið til neitt sérverkefni fyrir
íslenska aöila, en nefndin væri nú
aö undirbúa nokkurs konar starfs-
áætlun eða dagatal fyrir Alþjóöaár
æskunnar1985.
Hvernig hreinsa skal
vax af kertastjökum
■ í nýlegu blaði af Húsfreyjunni, sem
gefin er út af Kvenfélagasambandi
íslands. voru lciðbeiningar um hvcrnig
best er að hreinsa og fægja vax af
kertastjökum, eftir því hvaða efni cr í
stjökunum. Þar segir m.a.:
Kertastjakar úr járni
Þegar vax rennur niður kertastjaka úr
járni má bræða það af þannig, að leggja
stjakana á álpappír í ofnskúffuna, stinga
henni í ofninn og setja á ca 100 gráðu
hita C.Vaxið bráðnar á skammri stundu,
og stjakann ntá svo þurrka upp með
eldhúspappír eða ónýtum klút.
Kertastjakar úr tré
Vax af tréstjökum verður að skafa
varlega burt með lítið beittum hníf.
Varist að rispa tréð, þerrið stjakana með
volgum klút eða pappír. Á kertastjaka
úr tré er heppilegt að nota kertakraga úr
gleri eða málmi.
Kertastjakar úr tini
Tin þarf ekki að fægja, og það á alls ekki
að glansa eins og silfur, aðeins þarf að
þvo það vandlega og þerra.
Kopar og messinghlutir
Fægja má hluti úr kopar óg messing eða
fá á þá gljáa með því að láta þá liggja í
nokkrar mínútur í heitu vatni, sent í er
blandað 1 matsk. af vínsýru og 2 matsk.
af þvottalegi í hvern lítra vatns. Skolað
vel á eftir úr hreinu vatni og hluturinn
þerraður. Ef flóki er límdur neðan á
AÐHRBNSA KEPTA-
SDAKANA OG BORB-
SlfRB EFIR JÓUN
koparkertastjaka eða aðra hluti úr kopar
eða messing , skal varast á láta þá liggja
í heitu vatninu, en aðeins dýfa þeim vel
ofan í.
og einning óbætanlegum skaða á lifur.
Eiturefni þessi frá myglunni eru
leysanleg í vatni og breiðast því fljótt út
um alla matvöruna, þess vegna er ráðlagt
að fleygja öllu ef um saft, marmelaði eða
sultu er að ræða, jafnvel þótt aðeins sé
örlítill myglublettur ofan á krukku eða
flösku, og leggja það ekki sér til munns.
(Leiðbeiningar frá Statens
Hushoíuniugsrád í Danmórku).
Gljáandi borðsilfur
Auðvelt er að fá borðsilfrið gljáandi
með því t.d. að leggja það í sóda- og
álupplausn. Leggðu svolitla örk af ál-
pappír í stálvaskinn eða skál og helltu
sjóðandi heitu vatni (ekki hitaveitu-
.vatni) yfir, láttu 50 gr. af þvottasóda á
móti hverjum lítra. Láttu silfurborð-
búnaðinn liggja í þessu baði í nokkrar
mín. Skolaðu síðan vel og þerraðu.
Aðvörun!
Ekki skal setja hnífa, sem eru með blaði
úr ryðföstu stáli alveg niður í, því blaðið
gæti tekið á sig svarta flekki. Best er að
halda um hnífsblaðið og dýfa aðeins
sköftunum í.
Ekki má heldur setja í þessa upplausn
uxiderað silfur (þ.e.a.s. það sem er með
litarflekkjum á). Aðeins skal fægja þá
hluta sem eiga að vera silfurgljáandi
með fægilegi, hina ekki.
Ekki má heldur dýfa í þetta
sill'urkertastjökum sem flóki er límdur
neðan í, eða ef fóturinn er fylltur með
gipsi eða öðru efni.
Fleygið myglaðri sultu og saft
í nýlegum leiðbeiningum er húsmæðrum
ráðlagt að fleygja sultu og saft, sem
mygla hefur náð að vaxa í. Nú er vitað
að margar tegundir af myglu mynda
eiturefni, sem geta valdið bráðri eitrun