Tíminn - 25.01.1984, Side 2

Tíminn - 25.01.1984, Side 2
2 fréttirj Spurningar vegna könnunar fæðudeildar RALA: MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1983 ERU ISLENSK EGG LELEGRI EN ÖNNUR EM MEÐFERÐIN VERRI? — MSprunguhlutfall auðvitað allt of hátt og ætti raunar að vera í núlli hjá framleiðendum” segir Jón Óttar Ragnarsson ■ „Sprunguhlutfall það sem fram kom í þessari könnun er auðvitað allt of hátt, ætti raunar að vera í núlli frá framleið- endunum, og mun lægra í verslunum en fram kom í könnuninni. Hins vegar vantar hér framhaldsrannsóknir til að miða við og reyna að finna út hvernig á þessu stendur. Spurning er t.d. hvort einhver munur er á íslenskum eggjum og öðrum eða hvort einungis er lélegri meðferð um að kenna“, sagði Jón Ottar Ragnarsson, forstöðumaður fæðudeild- ar RALA, spurður hvort niðurstöður hafí komið á óvart í könnun á ástandi cggja scm sagt hefur verið frá. Jón Öttar sagði ýtarlegri rannsóknir þurfa að fara fram til að finna út hvar helstu vandamálin liggja og reyna síðan að draga úr þeim miðað við aðstæður hér á landi. Margt sc að athuga í þessu sambandi, svo scm fóðrið og hvort það henti hænsnastofninum, stofninn sjálfur og svo auðvitað kæligeymslur og ýmis- legt annað. Margir þættir spili þarna saman. Líta þurfi á þá hvern fyrir sig og reyna að finna út hvar vandans er helst að leita. Varðandi geymsluþol eggja sagði Jón Óttar miðað við að ósprungið egg eigi að geta geymst í um 5 mánuði í kæli, þ.e. við 4-5 'gráðu hita. Á sprungnum eggjum sé engin leið að nota þá viðmiðun. Bjarni Guðmundsson í landbúnaðar- ráðuneytinu var spurður hvert framhald- ið yrði varðandi gæðamálin. Hann kvað þá frumkönnun sem farið hafi fram einn lið í starfi nefndar sem nú er starfandi á vegum ráðuneytisins varðandi þessi gæðamál. Nú hafi verið lagt til við fæðudeild RALA að rækilegri könnun fari fram á gæðum eggja, svipað og unnið hafi verið að varðandi mjólkur- og kjötafurðir. Bjarni sagði mjög Iítið vitað um ástand eggja hér á landi nema það sem menn yrðu sjálfir varir við sem neytendur eða heyrðu frá öðrum. Nauð- synlegt sé því að bæta úr því þekkingar- leysi. Erlendis sagði Bjarni egg ekki einung- is flokkuð í tæk eða ekki tæk, heldur í ákveðna gæðaflokka þannig að fólk viti hvað það er að kaupa. Hjá Bretum og Norðmönnum sé t.d. miðað við 3 til 4 gæðaflokka og síðan í ákveðna stærðar- flokka. -HEI ■ Jón Óttar Ragnarsson. Fyrirhuguð 25% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur: „BEITI MÉR EKKIFYRIR AÐ STEINN VERÐI SETTUR í GÖTll FYRIRTÆKISINS” — segir Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra ■ „Hitaveita Reykjavíkur hefur verið svelt heilu hungri árum saman vegna vitlausra vísitöluviðmiðuna - hún ein hitaveitna var látin vigta inn á vísitölu. Þannig má ekki fara með vel rekið fyrirtæki og þess vcgna mun cg ekki ■ Framsóknarfélag Sauðár- króks hélt aðalfund sinn mánu- daginn 16. þ.m. og var hann fjölsóttur. Stefán Pedersen, Kvöld- námskeið í myndlist í Vest- manna- eyjum ■ Kvöldnámskeið í myndlist eru um þessar mundir að hefjast í Félagsheimili Vestmannaeyjabæjar við Heiðarveg. Jafnframt hefst um næstu mánaðamót námskeið þar sem kennt verður annan hvern laugardag í vetur. Markmiðið með námskeiðum þessum er að endurvekja Myndlistarskólann í Vestmannaeyjum. Ætlunin er að sem mest fjölbreytni verði höfð í huga við uppbyggingu skólans. Kennarar við Myndlistarskóla Vestmannaeyja verða: Björgvin Björgvinsson og Sigurfinnur Sigurfinnsson. beita mér fyrir því að settur verði steinn í götu fyrirtækisins. Enda er það yfirlýst stcfna ríkisstjórnarinnar. að stjórnir sveitarfélaga eigi sjálfar að ákveða verð- lag á sinni þjónustu," sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, þegar formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar og ræddi um málefni framsóknarfélagsins og flokksins, í víðara samhengi, í ýtarlegri og yfirgripsmikilli ræðu. Stefán kvaðst ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Sama gerði og Sæmundur Hermanns- son, en þeir hafa báðir starfað í stjórn framsóknarfélagsins um árabil, voru þeim þökkuð góð störf. í stjórn félagsins voru kosnir: Jón Eðvald Friðriksson, formaður, Ástvald- ur Guðmundsson, ritari, Steinar Skarp- héðinsson, endurkosinn gjaldkeri. í trúnaðarráð félagsins voru kosnir: Mar- teinn Friðriksson, Guðjón Ingimundar- son, Stefán Pedersen, Sveinn Guð- mundsson, Guttormur Óskarsson, Ólaf- ur Friðriksson, Erla Einarsdóttir, Hall- grímur Ingólfsson, Geirmundur Jónsson og Sæmundur Hermannsson. Auk þess eiga sæti í trúnaðarráði, bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, aðal- og vara- menn svo og alþ ngismaðurinn Stefán Guðmundsson. Stcfán Guðmundsson, alþingismaður Outti erindi um stjórnmálaviðhorfið. Kom hann víða við í ræðu sinni og var góður rómur gerður að henni. Margir fundarmanna tóku síðan til máls og stóðu untræður fram yfir miðnætti. -G.Ó hann var spurður hvort hann hefði ekki eitthvað að athuga við fyrirhugaða 25% hækkun á þjónustu Hitaveitu Reykja- víkur, sem á að taka gildi 1. febrúar næstkomandi. „Fólk verður að hafa það í huga að gjöld Hitaveitu Reykjavíkur eru aðeins 20% af óniðurgreiddri olíu. Eftir hækk- unina fara þau upp í 25%, sem mér finnst alls ekki óeðlilegt hlutfall," sagði Sverrir. -Hefurðu engar áhyggjur af því hver áhrif þetta hefur á vísitöluna? „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggj- ur af því. En okkur hefur gengið vel í áflogunum við verðbólguna en það verð- ur ekki við öllu séð. Við megurn til dæmis ekki missa niður eða rýra lífs- nauðsynlega þjónustu. Tilfellið er, að fyrirtækið þarf lífsnauðsynlega á hækk- uninni að halda til að halda úti eðlilegri þjónustu og geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir," sagði Sverrir. -Sjó 4% sam- dráttur sölu- magns hjá Cold- water ár- ið 1983 ■ Sölumagn Coldwatcr í Banda-1 ríkjunum dróst á sl. ári saman um 4%, en það jafngildir um 2% sam- drætti í dollurum. Salan á liðnu ári nam í dollurutn 194 milljónum, sem jafngildir 5,7 milljörjfum króna, en árið 1982 var salan í dollurum 197.5 milljónirdoll- ara, sem jafngildir 5.8 milljörðum króna. Samdrátturinn varö mestur í flakasölu, en einnig varð nokkur, samdráttur í verksmiðjufram- leiddum vörum. -AB Framsóknarfélag Saudárkróks: JÓN EÐVALD VAR KJÖRINN FORMAÐUR ■ Sigurður Ólafsson tekur lagið, Ný hátíð á Broadway: „Allt á floti allsstadar...” ■ Ný sönghátið eða sýning verður frumsýnd á veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöldið, undir heitinu „í gegn- um tíðina, MANSTU LAGIГ? en hún er í framhaldi af fyrri sönghátíðum staðarins. # Blaðamönnum gafst kostur á að líta inn á eina æfingu hjá hluta þeirra skemmtikrafta sem fram munu koma en þessi hátíð spannar tímabilið frá fyrstu gróskunni í íslenskri plötugerð á miðjum sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda og ekki er að efa, miðað við fyrri reynslu, að um hclmingur gesta muni vera í tárum mestan hluta kvöldsins og „nostalgían" leka um hvern krók og kima staðarins eða eins og Skapti Ólafs- son syngur: „Það er allt á floti allsstað- ar“.... Að sögn Björgvins Halldórssonar sem umsjón hefur með uppsetningu sýning- arinnar mun hún verða á dagskrá föstu- dags- og laugardagskvöld næstu helgar en síðan verður fljótlega farið í að setja upp nýja rokkhátíð, svipaða þeirri sem var í fyrra og mikla lukku vakti, en ætlunin er að gera betur nú óg verður meira lagt í uppsetninguna m.a. verða dansarar með nú. Þegar líður á veturinn er svo ætlunin að nýja sönghátíðin og nýja rokkhátíðin muni verða sitthvort kvöldið um helgar. -FRI ■ .......allt á floti allsstaðar".. syngur Skapti Olafsson. Tímamyndir Róbert

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.