Tíminn - 25.01.1984, Page 6

Tíminn - 25.01.1984, Page 6
■ Þó að sjónvarpsþætt- irnir vinsælu Dynasty séu einkum þekktir fyrir eins- takt safn af andstyggi- legum illmennum, má þó finna innan um venjulegar og heiðarlegar persónur. Með hlutverk einnar þeirr- ar fer John James, en hann leikur tengdason, sem álpast inn í olíuauð- kýfingafjölskylduna, sem allt snýst um í þáttunum. Með hlutverki sínu hef- ur John aflað sér fádæma vinsæida, en hann hefur þegar komist að því, að frægðin getur verið erfiður fylginautur og jafnvel hreint og beint hættuleg. Fyrst rann upp fyrir John Ijós um þær hættur, sem væru vin- sæidunum samfar, þegar hann var staddur á bar fyrir nokkrum mánuðum ásamt vinkonu sinni. I’á lagði stúlka ein, sem var í fylgd með risavöxnum og sterk- legum karlmanni, lykkju á leið sína til að komast í nánd við Jolin, og þóttist óvart hella ór glasi sínu yfír hann. Uppnámið, sem varð, notaði hún til að gauka að honum snepli með símanúmeri sínu, en var svo klaufsk, að ekki fór fram hjá neinum viðstöddum, hvað hún ■ Nú er allt fallið í Ijúfa löð milli Marciu Wolf og Johns James og framtíðin virðist brosa við þeim, bein og breið, nema... John James, góði strákurinn í Dynasty; FALL VAR FARARHQLL ÞEGAR HANN HITTI KAERUSnJNA SÍNA FYRST var að aðhafast. Afleiðingin varð sú, að John átti fótum fjör að launa, þegar fylgisveinn stúlk- unnar hugðist jafna um John. I annað skipti komst John í hann krappan sökum vinsæld- anna. Einhver náungi, sem líkir vel eftir rödd hans, tók upp á því, að hringja í hinar og þessar vinkonur kærustunnar hans, fyrirsætunnar Marcia Wolf, og bjóða þeim út. Þær sýndu Mar- ciu þá hollustu að láta hana óðar vita, að eitthvað væri John laus á kostunum. Það gekk ekki auð- veldlega fyrir John að sannfæra Marciu sína um, að hérna væri um eftirhermu að ræða og hann sjálfur væri alls saklaus af því að vera að taka vinkonur hennar á löpp. Það dugði ekki minna en að hann tilkynnti alþjóð í sjón- varpsþætti, þar sem hann kom fram, að hér með opinberaði hann trúlofun sína og Marciu, til að hún blíðkaðist. Marcia hefur nú flust búferlum frá New York til Hollywood til að hafa hönd í bagga með John, sem kann sér ekki hóf á sumum sviðum. Hann hefur nefnilega oftar en einu sinni fundið til verkja í brjóstholi, sem sumir óttast að kunni að vera alvarlegs eðlis, þó að John sé ekki nema 27 ára. Vinir hans hafa ráðlagt honum að fara í læknisrannsókn til að ganga úr skugga um hvað sé hér á seyði, en til þess er John ófáanlegur, þar sem hann óttast úrskurð læknisins, en föðurbróð- ir hans dó úr hjartasjúkdómi aðeins 37 ára gamall. Öðrum ráðleggingum vina sinna, og þá einkum Marciu, hefur hann tek- ið betur. Hann hefur t.d. iagt reykingar á hilluna og hyggst minnka við sig vinnu. Og Marcia styður hann með ráðum og dáð. Reyndar má segja, að fall hafí verið fararheill, þegar fundum þeirra Johns og Marciu bar saman. Það var fyrir 18 mánuð- um, að þau voru bæði stödd á sama hjólaskautadiskótekinu í New York, að þeim fataðist eitthvað báðum stjórnin, með þeim afleiðingum, að áður en þau vissu lágu þau í bendu á gólfínu. Það var upphafið að því lukkulega lífí, sem þeim virðist nú vera að takast að byggja upp, þrátt fyrir ýmsan mótbyr. ■ Það er skiljanlegt að jafn myndarlegur maður og John James gangi í augun á kvenfólk- inu, en hann hefur þegar fengið að reka sig óþyrmilega á það, að það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera bæði frægur og vinsæll. ■ Ennþá falla karlavígin hvcrt um annað þvert. Nú er m.a.s. kona tekin við hlutverki Tarzans apabróður, og þykir þá ýmsum, sem fokið sé í flest skjól! Bandaríska leikkonan Tan- ya Roberts hefur tekið að sér að feta í fótspor Johnnys Weissmuller, I.ex Rarker o.fl. og túlka Tarzan á hvíta tjaldinu sem stúlkan Shecna. Augljóst er, að það er ekki fvrir hvern sem er að sýna lávarðssoninn, sem alinn er upp af öpum í frumskóginum og eru allar leiðir færar i þeim heimkynnum. Hingað til liefur Tanya verið hagvanari á öðrum vettvangi. sem e.t.v. á eilthvað skylt við frumskóg að vísu. Hún hefur nefnilega að undan- förnu farið með hlutvcrk einn- ar glæsipiunnar í sjónvarps- þáttunum Englar Kalla (Char- lie’s Angels), sem vinsælda hafa notið beggja vegna At- lantshafsins á undanförnum árum, þó að við höfum ekki fengið að njóta þeirra enn og eigum kannski aldrei eftir að gera. Þar fást þær stöllur við lausn ýmiss konar glæpamála í frumskógum stórborgarinnar. Leikstjóri mvndarinnar er John Guillermin, sem leik- stýrði King Kong á sínum tíma. Hann er ákaflega hrifínn af Tanya.- Hún er hreint náttúru- undur, segir hann. Þó að hún sé allsendis óförðuð, er hún samt faileg, alveg dýrðlega falleg. Og það er cinmitt það. sem hun þarf að vera i hlut- verki Shecna, því að eitt aðal- einkenni drottningar frum- skógarins er einmitt kynþokki hennar, hætir hann við. Hafí allt farið samkvæmt áætlun, hefur myndatökum á þessari merku mynd iokið nú um miðjan janúar. viðtal dagsins „ÞETTAER LANDSLAG, SEM HEFUR OREMÐ T1L í MÍNUM EKIN HUG- — rætt við Sævar Daníeísson, sem sýnir um þessar mundir í Ásmundarsal við Freyjugötu ■ „Ég hef ekki verðlagt þessar til 15000 krónur. Ég er þeirrar eigi helst að hafa ráð á að kaupa En kannski er þetta full ódýrt, myndir hátt, þær kosta frá 6000 skoðunar að þeir sem áhuga hafa málverk, ekki bara auðmenn. margir reyna að verðleggja ■ Sævar Danielsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.