Tíminn - 29.01.1984, Page 2
SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1983
Þessi mynd birtist í öðru tölubiaði Tímans eftir að Elías Snæland Jónsson tók við ritstjórn, fyrir tæpum þremur árum.
Tímamynd G.E.
„I GOBSEMI VEGUR
ÞAR HVER ANNAN”
■ Það er víðar en í pólitíkinni sem
menn vega hver annan í hinu mesta
bróðerni. Til að mynda teljast siík víg
vart til tíðinda í fjölmiðlaheiminum, -
og þó. Hver man ekki eftir aðför þeirra
Sveins og Harðar að Vísismönnum og
Dagblaðsmönnum, fyrir rúmum tveimur
árum, þar sem Dagblaðinu og Vísi var
steypt saman í eina sæng á einni nóttu
án þess að nokkur almennur starfsmaður
blaðanna hefði minnstu hugmynd um að
sameining stæði fyrir dyrum? Voru
nokkrir biaðamenn reknir eftir þessa
sameiningu, og afleiðing þessarar sam-
einingar varð sú, að það skárra af
síðdegisblöðunum tveimur, Vísir, var
ekki til lengur, því Dagblaðið kokgleypti
Vísi, tók í engu breytingum til batnaðar,
en heitir eftir kokgleypinguna Dagblaðið
Vísir, eða DV. Þá gerðust tíðindi hjá
Alþýðublaðinu nú fyrir skömmu - öllum
starfsmönnum blaðsins var sagt upp, og
ríkir nú hin mesta óvissa með framhald
á útgáfu blaðsins, þó ég hafi hlerað að
þeir alþýðuflokksmenn hyggist eindreg-
ið halda áfram útgáfu blaðsins, a.m.k. í
einhverju formi. Þá hefur ekki svo lítið
verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar
hér á Tímanum, að undanförnu.
Við starfsmenn Tímans höfum vitað
það í a.m.k. eitt ár, að fyrir dyrum stæðu
verulegar breytingar á rekstrarformi
blaðsins, en ekki höfum við vitað með
hvaða hætti þær breytingar ættu að
verða, fyrr en nú nýverið. Við fengum
uppsagnarbréf okkar um síðustu ára-
mót, sem við höfum reyndar beðið eftir
í allt haust, þar sem við vissum að þau
væru undanfari þeirrar breytingar sem
fer í hönd 1. apríl n.k., þegar nýr
rekstraraðili, Nútíminn hf. yfirtekur
rekstur blaðsins. Þegar uppsagnir þessar
voru undirbúnar, héldu núverandi for-
maður stjórnar Nútímans, Hákon Sigur-
grímsson og einn stjórnarmanna Nútím-
ans, Haukur Ingibergsson rjómatertu-
fund með starfsmönnum blaðsins í ein-
um kaffitímanum, þar sem þeir skýrðu
frá þeim breytingum sem í vændum
væru. Aðspurðir um uppsagnirnar,
sögðu þeir heldur lítið, en létu þó mjög
í veðri vaka að þær væru einungis „pro
forma“. Þetta er rifjað hér upp, vegna
þess að þau tíðindi hafa nú gerst, sem
ekkert okkar á ritstjórn Tímans uggði að
gætu gerst - þar á ég við þá ákvörðun
stjórnar Nútímans hf, sem mér er sagt
að hafi verið einróma, að endurráða
ekki ritstjóra okkar, Elías Snæland
Jónsson. Málið horfir einfaldlega þannig
við frá mínum bæjardyrum séð, og
reyndar fleiri hér á ritstjórn, að Elías
hefur verið úrskurðaður bakarinn af
stjórn Nútímans, sem skyldi hengjast
fyrir alla smiðina, sem starfa við blaðið.
Að vísu er Elías ekki eini maðurinn sem
er látinn fara, en líklega er hann sá eini
sem er látinn fjúka, án þess að nokkur
haldbær ástæða búi þar að baki. Auðvit-
að er vinnuveitanda heimilt að segja upp
starfsmönnum, og ráða aðra í staðinn,
rétt eins og launþega er heimilt að segja
upp störfum, og ráða sig í vinnu annars
staðar. Samt sem áður held ég að það
geti verið fróðlegt að rekja aðkomu
Elíasar hingað að blaðinu, og hvað hefur
gerst á blaðinu, þau ár sem hann hefur
stýrt því í fréttalegu tilliti, til þess að
menn geti gert upp hug sinn hvort hér
var réttmæt ákvörðun tekin, þegar
ákveðið var að endurráða ekki Elías.
Ráðinn hingað
sem kraftaiferkamaður
Það eru um þrjú ár síðan að okkur á
ritstjórninni var sagt að ráðinn hefði
verið nýr ritstjóri í stað Jóns Sigurðsson-
ar, og hann væri Elías Snæland Jónsson,
fréttastjóri á Vísi. Var okkur greint frá
því að hér væri mikill fréttahaukur á
ferð, sem myndi einkum hafa með
daglega fréttaritstjórn á blaðinu að gera
og það talið líklegt að Elías myndi gera
kraftaverk á blaðinu. Elías kom með
fríðu föruneyti frá Vísi, en honum
fylgdu þeir Gunnar Trausti Guðbjarts-
son, „lay-outmaður“, undragóður sem
slíkur, Páll Magnússon, fréttamaður,
sem varð hörkufréttastjóri Tímans, og
Illugi Jökulsson einn liprasti og flínkasti
penni blaðamannastéttarinnar, sem tók
að sér að stýra Helgar-Tímanum. Þessir
menn, ásamt okkur sem fyrir vorum,
gerðu mikið átak hvað varðar efni, útlit
og fréttir blaðsins. Um það eru allir
sammála, enda hefur Tíminn fengið það
orð á sig, að hann hafi nokkra sérstöðu
á meðal íslenskra blaða, fyrir það að
vera gott innlent fréttablað. Meira að
segja Morgunblaðsmenn hafa viður-
kennt það, þegar vel hefur á þeim legið!
Hverjum er það svo að þakka? Sjálfsagt
okkur öllum sem höfum unnið að frétta-
öflun fyrir blaðið. En það höfum við gert
undir öruggri leiðsögn og stjórn Elíasar
Snæland Jónssonar. Hann veitti okkur
mörgum fyrstu leiðsögn í fréttaskrifum,
þótt sum hver hefðu þá þegar nokkra
starfsreynslu. Hann kom að blaðinu
með fítonskraft, staðráðinn í því að
átak það sem gera átti, til þess að bæta
hag blaðsins, auka útbreiðslu og efla á
allan hátt, skyldi takast. Það tókst líka,
a.m.k. hvað Elíasar þátt varðaði. Hann
dreif samstarfsmenn sína áfram - oft af
hörku - þannig að hljóð eins og „djöf..
karlinn" og þess háttar heyrðúst stöku
sinnum úr strokki, að vísu lágt, en það
heyrði þó til undantekninga að slíkt
heyrðist, enda menn sáttir við að láta
reka sig grimmt áfram, þegar þeir sáu að
sá sem stjórnaði ferðinni, þrælaði engu
minna en þeir sem létu stjórnast.
Hvað fór úrskeiðis?
Nú er það staðreynd, að þótt við sem
blaðið höfum unnið undir stjórn Elíasar,
teljum að blaðið hafi farið batnandi, þá
hefur vegur þess ekki vaxið að sama
skapi, og því má spyrja hvað hefur farið
úrskeiðis?
Þar má sjálfsagt tilgreina margt, en ég
ætla aðeins að drepa á örfá atriði, sem
gætu varpað einhverju ljósi á málið.
Fyrir tveimur árum eða svo var ráðinn
nýr framkvæmdastjóri að blaðinu, Gísli
Sigurðsson. Gísli hafði ekki komið ná-
lægt blaðarekstri áður, er símvirki að
mennt, og starfaði sem slíkur hjá Sjón-
varpinu áður en hann kom hingað. An
þess að vilja hallmæla Gísla í nokkru,
hygg ég að vanráðið hafi verið af þáver-
andi blaðstjórnarformanni, Halldóri Ás-
grímssyni, að leggja til að mágur hans
Gísli yrði ráðinn að blaðinu sem fram-
kvæmdastjóri. Það er erfitt að reka
dagblað - það vita allir, og til þess að
gera það eins vel og hægt er, hlýtur
viðkomandi að þurfa að hafa einhverja
innsýn í viðskiptahætti og framkvæmda-
stjórn. Mér er til efs að Gísli hafi haft
yfir slíkri þekkingu að ráða þegar hann
hóf störf við Tímann, þótt hann kunni
að búa yfir henni nú að einhveriu leyti.
Þá hefur það lengi verið vitað mál að
dreifing Tímans hefur verið í molum.
Hvað eftir annað hefur átt að gera
stórátak, en einhvern veginn hefur
minna orðið úr, en efni stóðu til. Þá hafa
framsóknarmenn af flokksskrifstofunni
og úr ungliðastarfinu flykkst hingað inn
á ritstjórn svona með ársmillibili eða
svo, sest við símann og byrjað að safna
nýjum áskrifendum. Þetta hefur tekist
um stundarsakir, því í herferð sem farin
var í fyrra, man ég að einir 900 nýir
áskrifendur söfnuðust, en þeir hurfu
bara jafnóðum aftur. Blaðið höfðaði
ekki til þeirra - blaðið barst ekki til
þeirra - blaðið var ekki nógu fjölbreytt
- blaðið var ekki nógu líflegt. Aldrei var
kvörtunin á þá vegu, að fréttirnar væru
ekki nógu góðar. Það var sem sagt aldrei
kvartað yfir því að Elías skilaði ekki sínu
hlutverki nógu vel. Auðvitað hefur verið
kvartað yfir því af þeim sem við nefnum
gjarnan „genatíska framsóknarmenn"
að fréttirnar skiluðu ekki flokkslínunni
nógu vel, en við á ritstjórninni, sem
höfum verið ábyrg fyrir fréttaskrifunum
höfum jafnan litið á slíka gagnrýni, sem
hin bestu meðmæli.
Ég get því ekki ályktað á annan hátt
en þann, að Elías hafi verið hengdur
fyrir alla flöskuhálsana sem gert hafa
aukna útbreiðslu blaðsins ómögulega.
Hugsanlega spila einhverjar pólitískar
ástæður inn í þessa ákvörðun einnig,
sem mér eru þó með öllu ókunnar, en
meginorsökin hlýtur að vera sú, að
menn þeir sem nú tóku þá ákvörðun að
losa blaðið við einn sinn besta
starfskraft, til þess að hrinda af stað
einni kraftaverkabreytingunni enn,
þekkja ekki til blaðareksturs, hæfra
fréttamanna, hæfra ritstjóra og hæfra
ritstjórna sem skyldi. Þeir drógu þá
ályktun, að til þess að hægt væri að
hrinda þeim hugmyndum sem þeir hafa
í huga, í framkvæmd, þá þyrftu allir
toppar blaðsins að endurnýjast. Það var
að mínu mati röng ályktun, en tíminn á
eftir að leiða í ljós hvort það mat mitt er
rétt. Það sem getur hugsanlega átt eftir
að hjálpa upp á sakirnar, hjá þeim
Nútímamönnum, er að fyrir valinu í
ritstjórastól Elíasar, varð maður sem
öllum á Tímanum er vel til, og allir
þekkja af góðu einu. Maðurinn er
Magnús Ólafsson, og verður sjálfsagt
ætlast til þess að hann haldi áfram
kraftaverkasmíðinni, þar sem Elías var
Iátinn frá hverfa. Ég vona bara að
Magnús sleppi ekki frá Glæsivöllum
Nútímans kalinn á hjarta, eins og mér
býður í grun, að forveri hans á ritstjóra-
stól Tímans muni gera.