Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 4
J.i; i4.r l*f.\ ,t>; j : !/ ' V SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983 Hve vel þekkir þú sjálfan þig? ■ Hefur það nokkru sinni hvarflað að þér að spyrjast fyrir um það í sálartetrinu, hvernig foreldri þú ert? Já, þú sjáifur? Hér gefst þér tækifæri til þess. Auðvitað er þetta ekki annað en leikur hér á síðunni, þar sem þú leitar að sjálfum þér. Ert þú strangt foreldri, siðavandt eða jafnvel meðal hinna frjálslyndu? I leiknum felst þó ofurlítil alvara. Hóparnir hér eru nefnilega smíðaðir út frá allmerkri könnun, sem gerð var á viðhorfum foreldra í Frakklandi. Eflaust reynist þér ekki erfítt að finna hvar línurnar liggja eða þar um bil. Og þá er bara að taka því eða breyta því, ef þér líkar illa félagsskapurinn. Þér til fróðleiks, má geta þess að samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, reyndust „verndar- arnir“ alls um 28% úrtaksins. Hinir „ströngu“ voru heldur færri eða um 23%, „siðavöndu“ voru svipaðir að fjölda og frjálslyndir um 18%. Hinir eftirlátu ráku svo lestina - náðu aðeins 8% af heildarfjöldanum í könnunini. Og þá er að reyna að finna sér samastað. Hvers konar foreldri ertu? siða- • 0 vondu Þú ert þokkalega ánægður með þá menntun og uppeldi, sem þú hefur fengið í æsku og þú ert reiðubúinn til að beita sömu aðferðum á þín eigin börn. Þér líður vel, fjarri skarkala borgarlífs- ins, vinnur t.d. í landbúnaði eða við stjórnunarstörf í fyrirtæki. Þú ert viss um, að nægilegt sé að sýna börnum þínum og öðrum gott fordæmi, þá muni þau ganga í sporin. En þú ert ungur og óreyndur. Aldrei hefur reynt á það í raun og veru, hvernig skoðanir þínar ganga upp. Að öllum líkindum eru börn á þín ekki komin unglingsár enn, þannig að þú hefur ekki þurft að standa við skoðanir þínar frammi fyrir þeim kröfu- harða hópi. Þú fylgist mjög vel með krökkunum þínum, hvert þau fara og með hverjum þau eru, hvað þau eru að gera. Þú vilt, að þau velji sér góða kunningja og þú talar mikið við krakkana þína. Um allt milli himins og jarðar. Þú ert skilnings- rík, lætur oft undan að því tilskildu að börnin þín fylgi venjulegum umgengnis- reglum heimilisins og þeim siðum, sem þið foreldrarnir hafið komið ykkur sam- an um á heimilinu. Þú leggur t.d. mikið upp úr því, að barnið fylgi ákveðnum kurteisisreglum við matarborðið, bíði þolinmótt eftir drykknum og ljúki við matinn af disknum. En þú ert mikið bundinn við hefðir og siði, sem þér hafa verið innprentaðir í æsku. Þetta eru þau meginatriði, sem lífið snýst um að þínu mati. Og það er vegna þessa viðhorfs, sem eitthvað skortir á, að þú sért nógu sveigjanlegur við barnið þegar þörf er á. Samt sem áður verður að geta þess, að þú ert ekki mikið fyrir refsingar. Þú notar næstum aldrei harðar refsingar, enda eru ekki mörg tilefni til slíks á þínu heimili. Þú ert líka að jafnaði nokkuð ánægður með lífið og allmiklar líkur eru á að barnið þitt muni líkjast þér þegar fram líða stundir. ■ Ef að líkum lætur, þá ert þú vinstri sinnaður, kannski skilinn og hefur til- hneigingu til að að berjast gegn siðalög- málum þjóðfélagsins. Þú telur, að hlut- verk uppalandans sé ekkert stórmál og gerir þér ekki rellu út af öllum gömlu formúlunum, sem foreldrar allra tíma hafa látið börnum sínum í arf. Kannski byggist þetta viðhorf þitt á því að þú hefur nokkuð góða mynd af þinni eigin persónu. Þú ert fullur sjálfstrausts, þú ert sjálfstæður og býrð yfir miklum eldmóði. Hvílíkur brunnur fyrir barnið þitt að eiga þig að. Þess vegna æxlast það svo, að barnið þitt fer fljótlega að setja saman eigin stundatöflu lífsins. Síðar verður hann/ hún lyklabarn. Smám saman skiptir þú þér ekki mikið af því hvar barnið heldur sig. Það borðar það sem verkast vill, horfir á hvað sem er í sjónvarpinu, eyðir vasapeningunum að eigin vild og kaupir sín eigin föt, þegar þar að kemur - hjálparlaust. Þú hjálpar barninu þínu í skólanum. þegar þar að kemur. Jafnvel áttu það til að gera æfingarnar fyrir hann/hana. Þú leitar að bókum, sem kynnu að vekja áhuga hans/hennar og kemur því svo fyrir, að barnið hafi nóg að gera í íþróttum og hvers kyns félagsstarfsemi eða listum. Þú vilt gjarnan eyða löngum stundum í samræðum við unglinginn; stjórnmál eru þér hugleikin samræðuefni í því sambandi. Að því leyti líkist þú ekki neinum í öðrum hópum hér að framan. Þú gerir þér sérstakt far um, að börnin þín fylgist með því, hvað þú ert að gera úti í samfélaginu. Þú býrð ekki yfir neinni sérstakri blíðu, en vinnur þó hugi og hjörtu með rólyndi þínu, bjartsýni og tröllatrú á sjálfum þér, sem þú að sjálfsögðu veitir áfram í arf til barnanna þinna. Og allar athugasemdir tcngdámömmu eða hnýsinna nágranna, þar sem þetta fólk er að gagnrýna uppeldi þitt - (vitaskuld af miklu þekkingarleysi) lætur þú að sjálfsögðu lönd og leið. Þú ert auðvitað yfir allt slíkt raus hafinn. Þú hefur ekkert út á uppeldi þitt að setja. Foreldrar þínir voru hinir full- komnu uppalendur. Því er um að gera að endurtaka visku forfeðranna á börn- unum þínum. En þetta gengur ekki átaklaust! Þú veist líka, að'þetta verður ekki tekið út með sældinni; þýðir ekkert að þrefa um það. Þú bannar börnunum að sitja iengi á kvöldin yfir sjónvarpinu. Þú leggur það á þig að segja þeim sögur. Og síðar meir reynir þú að koma í veg fyrir, að þau séu of mikið úti á lífinu. Ekki of oft í kvikmyndahús, takk! Þú fylgist vel með náminu. Svo vel, að þú veist hvað barnið á að læra á hverjum degi. Þú sérð um innkaupin á bókasafn barnanna og þú hjálpar þeim að gera heimaverkefni sín í skólanum. En þú vilt líka sjá almenniiegar einkunnir, ekkert múður það! Þú leggur mikið upp úr því, að þau sýni árangur í skólanum, „standi sig“. Annað dugir ekki. Þú krefst mikils af börnunum, en þú leggur líka mikið á þig til að kröfur þínar standist. T.d. á alltaf að vera einhver heima til að hjálpa þeim, hlusta á þau, þegar þau koma heim úr skólanum, ef mögulegt er. Þú ert ekki sérlega hrifin af því að taka þau á hné þér við matarborð- ið, þegar þau eiga að vera að borða. Strax og þau hafa aldur til eru þau leidd í allan sanleikann um fjárhag fjölskyldunnarog þú skýrir fyrir þeim hinn kalda veruleika lífsins. Þar eru sko staðreyndir, sem barnið þitt þarf að fá inn á gráu sellurnar. Því fyrr því betra. Hinir ströngu fá með tímanum sinn skammt af uppreisnargjörnum ungl- ingum. Þú kemur að öllum líkindum úr miðstéttarfjölskyldu. Þér er efnaleg vel- ferð fjölskyldunnar mikils virði og þú leggur mikið upp úr því að skara fram úr, verða eitthvað í samfélaginu. Þú ert þeirrar skoðunar, að ákveðin staðfesta í lífinu og skólanum sé besta uppskriftin til að ná þessum markmiðum í framtíð- inni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.