Tíminn - 29.01.1984, Síða 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Utlitstoiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
mm—mmmmm—m*mmm^mm^^mmmmmmmmm*im
Að veiða hæfilegt magn
á sem ódýrastan hátt
■ Sjávarútvegsnefndir Alþingis hafa nú til athugunar
ábendingar ráðgjafanefndar um sjávarútvegsmál, sem Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra skipaði til að gera
tilllögur um kvótaskiptingu fiskveiða. í ítarlegri og vel
unninni skýrslu hefur nefndin einkum bent á tvær leiðir sem
vænlegustu kostina. Það er svokölluð aflamarksleið og
sóknarmarksleið. í stórum dráttum er höfuðmismunurinn sá
að samkvæmt fyrrnefndu leiðinni er hverju skipi skammtað
ákveðið hámarksaflamagn sem veiða má á árinu, en hin leiðin
gerir ráð fyrir að skip fái úthlutað tilteknum fjölda sóknar-
daga og fiski þá hver sem betur getur.
Hvor leiðin sem valin verður er takmarkið hið sama, að
stjórna fiskveiðum á þann hátt að veitt verði hæfilegt magn
af fiski af æskilegri stærðargráðu á sem ódýrastan hátt.
í ráðgjafanefndinni sitja fulltrúar helstu hagsmunasamtaka
sjávarútvegs og fiksvinnslu ásamt sérfróðum mönnum um
þessi efni og efnahagsmál. Það eru ótalmörg atriði sem taka
verður tilllit til þegar gera þarf svo gagngerar breytingar á
þeim umfangsmikla og mikilvæga atvinnuvegi sem sjávarút-
vegur er. Af ástæðum sem ekki þarf að skýra ber brýna
nauösyn til að taka fiskveiðistefnuna föstum tökum og
vondar aflahorfur og slæm afkoma útgerðar um þessar
mundir krefjast þess að gripið verði til róttækra aðgerða.
Stjórnun fiskveiða og þar með kvótakerfið hlýtur að
takmarkast og miðast við það heildaraflamagn sem ákveðið
er að veitt verði á árinu. Það er einkum slæmt ástand
þorskstofnsins sem athyglin beinist að og þar er einna brýnast
að koma við kvótakerfi sem við verði unað.
Enginn ætlar sér þá dul að koma á kvótakerfi sem allir geti
við unað. Sjávarútvegsráðherra hefur margítrekað að ágrein-
ingur hljóti að rísa um fiskveiðistefnuna hvernig svo sem hún
verður framkvæmd, en skömmtun á sjávarafla sé gerð af illri
nauðsyn. Taka verður fullt tillit til ástands fiskistofna en
jafnframt að hafa í huga afkomu útgerðar og allra hagsmuna-
aðila. En fyrst og fremst verður að taka tillit til sjálfs
þjóðarbúsins, sem á svo mikið undir þeirri auðlind sem
fiskimiðin eru.
Mikil og góð reynsla hefur fengist af stjórnun margs konar
veiða og kvótakerfi í sambandi við margar tegundir sjávar
afla, sem tekið hefur verið upp þegar sýnt var að gengið var
of nærri einstökum tegundum. Svo hefur lengi verió um
síldveiðar, humar- og rækjuveiðar, loðnu, ogskelfisk. Ávallt
þegar veiðar á tiltekinni tegund hafa verið takmarkaðar og
kvótakerfi sett á hafa slíkar ráðstafanir mætt mótbyr
einstakra aðila, en þegar.fram í sækir þykja þær sjálfsagðar
og eðlilegar.
Með þessu móti er hægt að koma í veg fyrir rányrkju og
ofníðslu á einstökum stofnum og veiðislóðum og slíkt launar
sig þegar fram í sækir.
Þær hugmyndir sem nú hafa verið fram settar ná einkum
til veiða nytjafiska sem áður hafa ekki verið háðar strangri
skömmtun nema hvað áhrærir heildaraflamagn, en sjómenn
hafa veitt eftir vild og getu. Það er fyrst og fremst þorskurinn
sem athyglin beinist að í sambandi við þá mótun fiskveiði-
stefnu sem nú er unnið að. En þorskurinn er mikilvægasta
tekjulind íslendinga og mikið er í húfi að ekki verði gengið
of nærri stofninum, eins og allt bendir til að gert hafi verið,
og má einskis láta ófreistað til að halda ásókninni í hann
innan þeirra marka að eðlileg endurnýjun stofnsins geti átt
sér stað.
Sjávarútvegsnefndir munu láta sitt álit í ljósi um hvaða
valkostir þykja vænlegastir en endanlega mun sjávarútvegs-
ráðherra ákveða hvaða leið verður farin. En hvor leiðin sem
valin verður er takmarkið hið sama, að veiða hæfilegt magn
af fiski með æskilegri stærðardreifingu á sem ódýrastan hátt.
Nú í lok vikunnar mun ákvörðun verða tekin um kvótaskipt-
inguna og er það ekki vandalaust verk, eða eins og Halldór
Ásgrímsson lýsir því, það er mjög erfitt að segja að eitt sé
rétt og annað rangt í þessu sambandi. Þetta er allt saman
‘álitamál og úr vöndu að ráða.
-OÓ.
Wtmtm
horft í straumirm
SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1983
Land hækkar, skjálftar aukast,
og ríkisstjórnin er í miðju Gjástykki
þar sem eldsprungurnar eru að opnast
■ Land hefur hækkað ískyggilega á Kröflusvæði íslenskra
stjórnmála síðustu vikurnar, og jarðskjálftar gerast stærri og
tíðari. Ymsir eru farnir að óttast gos, en flestir vona þó enn,
að þetta verði aðeins. kvikuhlaup. Það er nokkurn veginn
augljóst, að ríkisstjórnin er nú stödd í Gjástykki lífslciðar
sinnar á vandrataðri vegferð sinni frá óðaverðbólgu til
jafnvægis, og nú brennur sú spurning á vörum flestra, hvort
hcnni muni auðnast að komast með aflafeng sinn yflr
eldvörpin, þar sem sprungurnar virðast í þann veginn að
opnast.
Það má líka líkja ríkisstjúrninni þessa dagana við inann,
sem situr með sprengju í liöndum og kann ekki enn ncin ráð
til þess að gera hana óvirka eða draga úr sprengiaflinu. Menn
bíða með öndina í hálsinum.
Ráðherrar finna hitann
oghoppa
Það virðist að því komið að loga upp úr á einstaka stað, og
viðkvæmustu ráðherrarnir eru farnir að finna hitann og
hoppa. Það er ekki björgulegt fyrir mann sem heldur á
sprengju. Sverrir hoppaði fyrstur með svigurmæli á vörum,
hótaði öllu illu, og kvaðst mundi beita hvaða ráðum sem væri
til þess að hindra að launaskriða brysti fram, en þótt hann
segði margt og kvæði fast að lá lausnarorðið honum ekki á
tungu. Albert þoldi heldur ekki hitann lengur og hoppaði á
hæla Sverri, en hann hafði lausnarorðið eins og hans var von
og vísa. Hann sagði: Við kjósum bara tafarlaust, ef stíflan
brestur. Hins vegar fylgdi engin skýring á því, hvernig
kosningar gætu bætt hag launafólks eða skilað ríkisstjórninni
og þjóðinnLyfir gjástykkið.
Það verður að segjast í fullri alvöru, að það er heldur
óheppilegt, að ráðherrar skuli ekki kunna sér meiri orðstill-
ingu á hættustund, jafnvel þótt þeim finnist jörðin vera farin
að brenna undir fótum þeirra. Svona svigurmæli eru til þess
fallin að bera neista að tundri og æsa til óbilgirni sem um fram
allt verður að forðast. Þá er nú skörin farin að færast upp í
bekkinn, þegar sáttasemjari ríkisins kvartar undan fleipri
ráðherra!!
Upphrópun Alberts um kosningar, ef launastífla brestur, er
harla girnilegt, sálfræðilegt rannsóknarefni. Maður.hlýtur að
spyrja í sakleysi sínu hvað mundi breytast til batnaðar í
launadeilunum við að kjósa eins og ástatt er nú. Menn sjá ekki
betur en stjórnarflokkarnir hafi þingstyrk til þess að gera það
sem þeim sýnist viturlegast nú þegar, og jafnvel þótt þeir bættu
hlut sinn í kosningum, styrkist aðstaða þeirra ekkert til þess
að gera sprengjuna óvirka. En meðan kosningahríðin er háð
getur ýmislegt gerst-til óþurftar þegar allt leikur lausum hala.
Öðru máli gegndi ef til vill, ef meirihluti stjórnarinnar væri
naumur, og farið að líða á kjörtímabilið.
Ætlar stjórnin að verða
klumsa í Gjástykki?
Þessi mál eru satt að segja ákaflega augljós, þótt varla séu
þau auðleyst að sama skapi. Skylduverkefni sem ríkisstjórnin
hefur sjálf lagt sér á herðar er deginum ljósara. Hún þrýsti
verðbólgunni niður með því að láta launþega borga brúsann.
Þar var mest lagt á láglaunafólkið og svo að því þjarmað að
segja má að það hafi verið slegið til jarðar. Þessu andmælir
engin sála í landinu. Stórlækkun verðbólgunnar með þessum
hætti var A ríkisstjórnarinnar, en á eftir verður B að fylgja -
að standa í skilum, koma árangrinum af verðbólguhjöðnun-
inni til þeirra sem lögðu fram herkostnaðinn, láglaunafólksins
fyrst og síðan til þeirra sem eru lítið eitt ofar í stiganum. Ef
ríkisstjórnin springur alveg á B-limminu, verður hún klumsa
í miðju gjástykkinu með sprengjuna í höndum. Og þannig er
að minnsta kosti statt núna.
Það er allljóst, að verðbólguhjöðnunin er þegar farin að
skila árangri sem gætu orðið kjarabætur, ef ríkisstjórnin stæði
ekki klumsa á þessari hættuleið. Ríkisstjórnin virðist ófær um
að koma til skila í vöruverði lækkun kostnaðar í verslunar
rekstri. Hún er ófær enn um að finna ráð til að bæta hag
láglaunafólks. Og það er vegna þessa seinlætisog úrræðaleysis,
að senn er að því kemið að upp úr logi á launamarkaði. Ef
stjórnin hefði haft manndóm til þess að lögleiða lágmarkstíma-
kaup eða finna leið til að rétta láglaunafólkinu aðra hjálpar-
hönd væri hún nú betur í stakk búin. Það er engin afsökun
fyrir ríkisstjórnina þótt verkalýðsforystan hafi sífellt brugðist
og bregðist við að rétta hlut láglaunafólks í samningum.
Stjórnin lifir ekki á því að skríða í slíkt skálkaskjól.
Það er siðvæðingin sem brást
Sannleikurinn er sá, að það er siðvæðingarbrestur ríkis-
stjórnarinnar sjálfrar sem er henni nú hættulegast fótakefli.
Ef hún hefði byrjað á því að greiða öllum sömu dýrf iðaruppbót
en ekki prósentur, haldið síðan áfram og komið á réttmætum
láglaunabótum um áramót og tekið þennan einboðna þátt út
úr samningum í tíma, hefði hún styrkt mjög siðferðilega stöðu
sína til þess að standa gegn verulegum launahækkunum upp
allan stigann. Þetta hefði þjóðin virt. En með því að láta þetta
dragast von úr viti og þar með inn í hringiðu almennra
launasamninga, stefnir hún sjálfri sér og árangrinum af
verðbólguhjöðnuninni í bráða hættu. Með þessu úrræðaleysi
hefur stjórnin veikt mjög fótfestu sína.
Og þennan siðvæðingargrundvöll hefði stjórnin getað styrkt
enn betur, ef ráðherrarnir hefðu sýnt í verki að þeir vildu bera
sínar byrðar persónulega eins og þeir ætluðust til af launafólk-
inu. Með því að afsala sér fríðindum í bifreiðum, neita sér um
aðstoðarmenn um leið og þeir ætlast til að aðrar ríkisstofnanir
dragi saman segl og fækki stöðugildum, hefðu þeir styrkt og
réttlætt kröfur til annarra. En þarna brást persónuleg
réttlætiskennd. Og svo koma ráðherrar, jafnt aflóga sem
ásettir, og réttlæta sjálfsgjöfina með því að þetta sé heimilt
samkvæmt reglum ríkisstjórnar og Alþingis!
Það er auðvitað fjarri lagi. Heimild þings og stjórnar er
aðeins leyfi ráðherrum til handa að spyrja samvisku sína,
hvort réttmætt sé eins og allt er í pottinn búið að notfæra sér
þetta og hygla sjálfum sér á þennan hátt. En þeir virðast
gleyma að biðja samviskuna um heimild, blessaðir, eða leggja
hana að minnsta kosti ekki fram, þegar þeir sækja um
tollfríðindin. Það er auðvitað samviskuheimildin sem ræður
úrslitum um þetta hjá hverjum sæmilegum manni. Og sem
betur fer er það ekki dæmalaust að menn leiti álits samviskunn-
ar í málum af þessu tagi og hafni fé sem þeim hefur verið veitt
af opinberri hálfu. Þetta hefur meira að segja komið fyrir
ráðherra. Oft var þörf að leita heimildar samviskunnar, en nú
var það lífsnauðsyn. Þessir hlutir ráða miklu meiri úrslitum í
stjórnarstarfi en skammsýnir og sérgóðir menn gera sér grein
fyrir.
En ferst ríkisstjórnin í gjástykki eldsumbrotanna eða kemst
hún upp á sigurbakkann? Það er mergurinn málsins, og hér er
um svo mikið að tefla fyrir þjóðina, að allir góðir menn hljóta
að biðja henni fararheilla. En tíminn er orðinn naumur, svo
að ekki sé meira sagt.
Bandormurinn nýi
En furður þessara vetrarvikna eru ekki bundnar við
ríkisstjórnina eina. Fyrir nokkrum dögum fæddist sá bandorm-
ur sem skaut mér meiri óhugnaði í brjóst en flest annað á
þessum köldu og dimmu dögum. Þessi bandormur er sam-
kræking tveggja stærstu blaða landsins á hægri væng, höfuð
borgarinnar og samvinnuhreyfingarinnar í sjónvarpsfyrirtæki.
Það er auðvitað engin furða þótt tvö stórblöð auki við sig með
þessum hætti. En hvaða erindi á höfuðborgin í slík samtök -
eða þá samvinnuhreyfingin? Satt að segja hafði ég síst af öllu
búist við því, að þeirerkifjendur, Morgunblaðið ogSÍS, tækju
höndum saman í einni fram-fram-fylkingu og áróðursvæðingu
á sama sjónvarpskapli. Það er satt að segja kraftaverki líkast,
ef samvinnumenn þykjast allt í einu geta gengið þurrum fótum
yfir það djúp sem staðfest hefur verið milli sjónarmiða
samvinnu og einkagróða. Auðvitað kom í Ijós að ekki voru
allir stjórnendur samvinnuhreyfingarinnar á einu máli um
þetta þjóðþrifafyrirtæki, og munu nokkur átök hafa orðið um
þetta. Mér þótti t.a.m. afar vænt um það, er ég sá í blöðum,
að varaformaður SÍS, Finnur Kristjánsson, fyrrum kaupfélags-
stjóri á Húsavík og einhver gagnvandaðasti samvinnumaður,
sem ég þekki, hafði ekki getað fellt sig við þetta og greitt
atkvæði gegn því.
En mér finnst satt að segja, að stjórnarmenn SÍS og
bandormsfeður skuldi samvinnumönnum í landinu ofurlitla
skýringu á líffræði ormsins, og það sé til heldur mikils mælst
að ætla þeim að sporðrenna honum með bestu lyst.
A.K.
Andrés p!
Kristjánsson m J
skrifar