Tíminn - 29.01.1984, Síða 14
14
„Fyrir þessa
grein fer ég
í tugthúsiðy”
- sagði ég við
setjarann
bak viö lás og slá, - tilfinning sem er
nokkur lífsreynsla.
En þessi vist mín þarna varö til þess
m.a. aö ég kynntist séra Bjarna Jónssyni
og uröum við mcstu mátar. Það var einn
morguninn er ég sat í klefa mínum og
var aö lesa blöö aö Jón Sigtryggsson,
yfirfangavöröur kemur inn til mín, lokar
vandlega á eftir sér og segir: „Hefðir þú
nokkuð á móti því aö hann séra Bjarni
liti inn til þín?"
„Hann séra Bjarni?" segi ég. „Hvers
vegna vill hann tala viö mig?"
„Ja, það er nú þannig," scgir Jón, „aö
liann séra Bjarni er prestur stofnunar-
innar og kcmur hér alltaf einu sinni i
mánuöi og líturtil fanganna. Nú vildi ég
spyrja þig hvort þú heföir nokkuö á móti
aö hann iiti til þín, því þegar þeir sátu
hér í vetur sem leiö, kommúnistarnir í
dreifibréfsmálinu, þá vildu þcir ekki tala
viö hann.“
Ég sagöi aö mér vreri þaö hin mesta
ámegja að tala viö séra Bjarna og svo
bciö ég afskaplega spenntur og hugsaði
meö mér: „Hvað ætlar séra Bjarni að
segja viö mig? Lítur hann á mig sem
forhertan glæpamann?"
Ekki hafði ég gert mér svariö í
hugarlund, þegar séra Bjarni vindur sér
inn úr dyrunum, hress og brosmildur,
heilsar mér meö virktum og segir: „Það
er nú mikill léttir aö koma inn til'þín.
Þetta er nú allt þannig vaxiö. En ég get
ekki að því gert aö ég vorkcnni alltaf
þessum strákagreyjum sem álpast suöur
meö sjó á ball, drekka sig fulla og stcla
svo kannske frakka."
Séra Bjarni stóö svo við hjá mér um
stund og við spjölluöum saman og aö
lokum sagði hánn: „Má ekki bjóöa þér
brjóstsykur?"
„Jú, þakka þér fyrir, ég hef alltaf veriö
niikiö fyrir sætindi," svara ég. „Þá dró
séra Bjarni upp kramarhús mcö brjóstr
sykri og skildi eftir hjá mér. Síöar kom
Itann aftur, rétt fyrir jólin, og þá
hundum viö þaö fastmælum að við
skyldum hittast, þegar ég væri orðinn
laus og liðugur. Sagði hann mér aö koma
til sín í morgunkaffi og þaö geröi ég.
Þctta varð ein sú skemmtilegasta stund
sem ég hef lifað. því Bjarni var frábær
maður og frásagnarlist hans cinstök.
Sátum við á spjalli allt til hádegis og
sagði hann mér margt frá liðnum árum
æfi sinnar, skólaárum og starfsæfi. Voru
ávallt góð kynni með okkur sr. Bjarna
vftir þetta.
Um áramótin 1942-194? hvarf ég frá
Þjóðólfi. Ég var skráður einkaeigandj
blaðsins, en hafði notiö stuðnings lítils
hóps manna sem var ansi sundurleitur.
Þó var þaö svo að cr blaöið hafði komiö
út í eitt ár, þá vildu þcir endilega fara í
framboð. Þar átti m.a. aðild að Árni
Jónsson frá Múla. sem bolað hafði vcrið
frá sctu á lista Sjálfstæðisflokksins við
scinni kosningarnar 1942. Þaðhafði hins
vegar aldrei verið i mínum huga aö
blaðið yröi flokksblað. Ég var sjálfur
ekki í neinum flokki, hafði sagt mig úr
Framsóknarflokknum vorið 1941 og er
svona var komiö haföi ég ekki áhuga á
því að vera viö blaðið lengur. Komst það
því formlega í eigu þeirra manna sem
stutt höfðu viö bakið á mér og sjálfur
yfirgaf ég blaðiö.
En svo gerðist það fyrri hluta ársins
1943 að Stefán Pjetursson, ritstjóri Al-
þýðublaðsins, hringdi til mín og spurði
hvort ég væri ekki til í að koma til starfa
á Alþýðublaðinu. Ragnar Jóhannesson
var þá að láta þar af störfum til þess að
taka við skólastjórastöðu á Akranesi.
Ég sagði að það gæti náttúrulega ekki
gengið, þar sem ég væri ekki í Alþýðufl-
okknum og ætlaði mér ekki að ganga í
neinn flokk. Á þessum tíma gerðust þess
ekki dæmi að aðrir menn störfuðu við
blöðin en flokksmenn. En Stefán tók létt
á þessu og sagði að þctta væri þannig
starf að þarna skiptu pólitískar skoðanir
engu niáli, fréttaskrif og annað slíkt. En
samt yrði hann að ætlast til að ég skrifaði
leiðara ef hann væri forfallaður. Sagði
hann að leiðarar þyrftu nú ekki endilega
SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1983
■ „Ég hafði aldrei hugsað mér að fara að skipta mér opinberlega af stjórnmálum, en fyrst ég hafði sagt „A“,
gat ég ekki skorast undan að segja líka „B“. (Timamynd G.E)
alltaf að vcra flokkspólitískir og auk
þess vissi hann að ég væri Alþýðuflokks-
mönnum sammála um margt. Það varð
úr að ég réðst til Alþýðublaðsins og
starfaði þar til ársloka 1944og líkaði mér
þaö ágætlega. Stefán Pjetursson erágæt-
is maður, mjög vcl menntaður og marg-
fróður. Urðu kynni mín af honum hin
ánægjulegustu. Starfi mínu á Alþýðu-
blaðinu sagði ég síðan upp frá og með
áramótum 1944-45 af því að ég hafði
ákveðið að fara að gefa út bækur.
Ég hafði dálítið kynnst bókaútgáfu,
þar sem ég var um skeiö hjálparkokkur
hjá Guðjóni Guðjónssyni, sem þá gaf
talsvcrt út og vann að hinu sama hjá
Gunnari Einarssyni, þáforstjóra Isafold-
ar. Einnig um skeið hjá Pálma H.
Jónssyni, scm var með bókaútgáfu
norður á Akureyri. Þannig hafði ég
talsverða nasasjón af þessu og blaða-
mennskan kom mér einnig að talsverðu
gagni.
En ef til vill réð það úrslitum að tveir
góðir vinir mínir hvöttu mig mjög til þes
að snúa mér að þessu og veittu mér
nokkurn stuðning í upphafi, skrifuðu til
dæmis upp á fyrsta víxilinn scm ég fékk,
og cftir þaö hefég haldið mig við þennan
leist.
löunn er stofnuð 1945, en fyrst í stað
voru þetta tvö forlagsnöín sem ég var
með, - Iðunnarútgáfan og Draupnisút-
gáfan. Var sú verkaskipting höfð á að
Draupnisútgáían gaf út þýddar bækur,
cn Iðunnarútgáfan íslenskar bækur.
Nokkrum árum síðar felldi ég niður
Draupnisútgáfunafnið og gaf út á nafni
Iðunnar.eingöngu.
Þótt undarlcgt megi virðast, þá var
það ekki ég scm gaf út fyrstu bókina sem
var á mínum snærum, heldur keypti ég
lítiö upplag af þýddri skáldsögu af Guð-
jóni Ó og næsta bókin varð svo saga sem
birst hafði scm framhaldssaga í Tíma-
num, - „Kona manns”, eftir Mobcrg.
Svo var mál með vexti að hlaðið hafði
látið prcnta af sögunni 1800 cintök og
eitt sinn þegar ég ko'm í Eddu-húsið,
reyndust þeir vera í hálfgerðum vand-
ræðum með hvað þeir ættu að gera við
þétta. Var mér boðin sagan til kaups og
er ckki að orðlengja það að ég lýsti mig
þegar fúsan til kaupanna og viðskiptin
voru gerö á staðnum. Ég fór nú niður í
prentsalinn og spurði hvort búið væri að
leggja af „satsinn" og reyndist svo vera.
En ég sctti nú þessi 1800 eintök á
markað og þau seldust upp á einum og
hálfum degi. Það er hraðasta sala á bók
sem ég veit um. Ekki hafði ég þó auglýst
bókina ncma með einni fremur lítilli
tvídálka auglýsingu í Morgunblaðinu.
Það var allt og sumt. En ég lét setja
bókina að nýju og kom hún aftur á
markað fyrir jólin 1945 og seldist upp á
skömmum tíma. Fyrir þessi jól gaf ég
líka út einhverjar barna- og unglinga-
bækur, cn strax á næsta ári kvað talsvert
mcira að útgáfunni.
Nú skipti mestu máli fyrir tnig að
rcyna að koma sem fyrst sæmilega
tryggum fótum undir bokaútgáfu. því ég
var enn fátækur, var í húsnæðishraki og
hafði engan samastað fyrir útgáfuna.
Taldi ég að mestu möguleikar mínir
mundu liggja í því að láta þýða bækur
og sneinma hitti ég á ýmsar erlendar
bækur sem gengu mjög vel, ekki síst bók
Thor Heyerdal, „Á Kon-Tiki yfir Kyrra-
Húsakynni Iðunnar á horni Bræðraborgarstígs og Öldugötu
haf". Ekki hafði égNþó miklar vonir um
bókina í byrjun. því ég hafði fregnir af
að annar væri búinn að tryggja sér
þýðingarréttinn. En um vorið kemur til
mín Jón Eyþórsson sem ráðinn hafði
vcrið til að þýða bókina. Hann átti við
mig smáerindi sem hann lauk, en þegar
hann er að fara, snýr hann sér skyndilega
við í dyrunum og segir: „Ekki má bjóða
þér þýðingu á „Á Kon-Tiki yfir Kyrra-
tiafi.““? Sagði hann að sá er fyrst hafði
tryggt sér útgáfuréttinn væri orðinn af-
huga útgáfunni og fannst Jóni það leitt
vegna forstjóra Gyldendal, semm átti
réttinn ytra og hafði góðfúslega veitt
útgáfuleyfi hér. Hafði Jón þegar vakið
máls á þessu við tvo stóra útgefendur,
sem báðir höfðu fúlsað við því. Ég bað
Jón að skjótast eftir bókinni, kvaðst
mundu lesa hana um kvöldið og lafa
hann svo vita morguninn eftir. Þetta
gerði ég og sagði við Jón um morguninn:
„Haltu áfram að þýða,-éggef út." Þctta
varð mikil sölubók.
Um 1950 var forlagið farið að vaxa
verulega og' það ár gerist allmcrkur
viðburður. því þá kom út fyrsta bókin af
„Öldinni okkar", en senn áttu fleiri
bækur af því tagi eftir að koma út. Salan
á bókinni varð strax mjög mikil og varð
ég strax að láta endurprenta hana. Varð
hún það vinsæl að senn var farið að
spyrja hví ekki væri gerð samskonar bók
um 19. öldina. Varð það því úr að Gils
Guðmundsson, höfundurinn að „Öld-
inni okkar", tók að sér að rita aðra bók
sem nefndist „Öldin sem leið". Þá sögðu
menn sem svo: „Nú er buið að gera 19.
öldinni skil og þá þarf að skrifa um 18.
öldina". Var sá ágæti maður Jón Helga-
son fenginn til þess verks og kom þá upp
vandamál. Hvað átti að kalla bókina?
Mönnum fannst að halda þyrfti ákveð-
inni línu scm mörkuð hafði verið með
því að kalla bækurnar „Öldin" þetta eða
hitt. Var hægt að segja „Öldin átjánda”?
Lengi velti ég þessu fyrir mér og á
endanum hringdi ég til Vilmundar Jóns-
sonar og spurði hann álits. „Ég veit nú
ekki", svaraði Vilmundur, en lofaði að
hugsa um þetta og hringja síðan til mín.
Skömmu síðar hringdi hann og sagði:
„Mér finnst þetta fara vel í munni".
Þetta réð úrslitum og nú finnst mér
ekkert nafn vera eðlilegra. „Aldirnar"
eru nú orðnar tólf talsins og kom sú
síðasta út fyrir síðustu jól. Já, þessar
bækur hafa alla tíð selst jafnt og þétt og
seljast allt árið. Er þó brátt hálfur fjórði
áratugur frá því er fyrsta bókin kom út.
Þessar bækur hafa verið verulegur þáttur
í þessu forlagi og hafa þær verið endur-
prentaðar eftir þörfum. Margur eignast
líklega eina bók á einhvern hátt og tínir
svo smám saman inn f safnið. Ymsir
kennarar hafa sagt að þrátt fyrir það að
lengi vel var engar kennslubækur að
hafa um tuttugustu öldina, þá hafi þeir
orðið þess varir að nemendur í mennta-
skólum reyndust betur að sér um atburði
á tuttugustu öld en þeir áttu von á, er
þeir fyrst komu í skólann. Reyndust þeir
þá hafa lesið um þetta í „Öldinni", þótt
þarna sé ekki um beina sagnfræði að
ræða. heldur fréttablað.
Nei, ég veit ekki nákvæmlega hve
margir titlar hafa komið út hjá forlaginu,
en þeir eru verulega á annað þúsund.
Með endurprentunum yrði talan mun
hærri.
I bókaútgáfu hafa ^kipst á skin og
skúrir, ekki er því að neita. Þannig var
árið 1951 mesta áíallaárið sem ég man
eftir, þar sem salan brást þá alveg.
Bækur höfðu verið ein allra mesta gjafa-
varan í vöruskortinum eftir stríðið, en
um þetta Ieyti jókst frambóð á margs-
konar öðrum varningi mjög mikið og
komu þau umskipti niður á bóksölunni.
Að liðnu þessu ári hurfu ýmis forlög af
sjónarsviðinu, svo sem „Prentsmiðja
Austurlands" og Bókaútgáfa Pálma H.
Jónssonar o.fl. Árið 1952 var einnig
dræmt söluár, en úr því tók að glaðna til.
Nýliðið ár var líka áfallaár í bókaút-
gáfu. Það er enginn vafi á því að bókin
á í vök að verjast um þessar mundir, þótt
hún muni ekki hverfa og bókin er og
verður nauðsyn. En það þrengir að
henni og vafalaust á myndbandavæðing-
in þar drjúgan hlut að máii. Þetta á ekki
síst við um sérstakar tegundir Boka, ef
svo má segja. Þótt bókin muni halda
velli er víst að hlutur hennar minnkar
frá því sem var.
Já, þú spyrð mig um afskipti mín af
stjórnmálum og „Þjóðvarnarflokkinn".
Nú, tildrögin að þeim atburðum voru
fyrst og frcmst andstaðan gegn herstöðv-
unum og aðildinni að Nato, sem var
mjög á dagskrá eftir að herinn kom hér
að nýju árið 1951. Ég var þá og er enn,
- ég dreg síst dul á það -, mjög
andsnúinn þessu hvoru tveggja.
Sumarið 1952 komu svo menn að máli
við mig og höfðu orð á því að nú þyrfti
að taka í árina. Þa var starfsemi „Þjóð-
varnarfélagsins", sem gaf út blaðið
„Þjóðvörn". lokið. og þótti mönnum að
nauðsyn bæri til að haldið yrði á þcssum
málum öllum af aðila, sem óhaður væri
hernaðarbandalögunum báðum. Kalda
stríðið var komið í algleyming, þar s
Morgunblaðið fylgdi Bandaríkjunum að
málum en Þjóðviljinn Sovétríkjunum og
vildum við hvorugra taglhnýtingar vera.
Byrjað var að gefa út „Frjálsa þjóð"
haustið 1952, en ég hafði ekki aðstöðu
til þess að helga mig þessum málefnum
alfarið, vegna anna við útgáfuna. Þó tók
ég að mér ritstjórn blaðsins í fyrstu
ásamt Bergi Sigurbjörnssyni og gegndi
því starfi fram á sumarið 1953 með
aðstoð góðra manna. Á útmánuðum
árið 1953 komu upp raddir um að rétt
væri að bjóða fram og taka þátt í
kosningum þeim sem þá stóðu fyrir
dyrum. Ég hafði um margra ára skeið
verið því afhuga með öllu að skipa mér
undir merki stjórnmálaflokks, en þar
sem ég hafði sagt „A" - þar sem var aðild
mín að blaðinu,- þá átti égekki létt með
að skorast undan. Var „Þjóðvarnar-
flokkurinn" formlega stofnaður í mars
1953 og dróst ég á að heita formaður
hans. En um leið lagði ég áherslu á að
Gils Guðmundsson tæki efsta sætið á
listanum í Reykjavík og varð það úr.
Þegar við buðum fram 1953 vissum við
lítið um okkar fylgismenn, en við vissum
að blaðið var mikið lesið. Við komum
þó fram framboðum nokkuð víða um
land og fór svo að við fengum mann
kjörinn í Reykjavík og einn uppbótar-
mann. Það vakti athygli hve mörg at-
kvæði við fengum á „landslista", en þá
var kostur á að kjósa svonefndan lands-
lista, þarsem flokkar höfðu ekki sérstakt
framboð. Landslisti var yfirleitt sáralítið
kosinn, svo þetta sýndi að við áttum víða
mjög ákveðna stuðningsmenn.
Nú, þetta skapaði talsverðan ótta
meðal gömlu flokkanna og átti sinn þátt
í því að Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn gerðu rneð sér kosninga-
bandalag, sem við kölluðum „hræðslu-
bandalag", og festist það nafn við þetta
bandalag. Einnig átti þetta sinn þátt í
því að Sósíalistaflokkurinn og Mál-
fundafélag jafnaðarmanna mynduðu
saman Alþýðubandalagið. Framsókn-
arflokkurinn og Alþýðuflokkurinn lýstu
því nú þegar yfir að stefnan væri að láta
Iterinn fara, en allir vita nú hvernig það
fór.
En þetta varð til þess að „Þjóðvarnar-
flokkurinn" missti fótfestuna og varð þá
saga hans brátt öll. Flokkurinn tapaði
manninum í Reykjavík við kosningarnar
1956 og fékk ekki mann kjörinn aftur,
þótt hann starfaði að nafninu til þar til
1961-1962.
Þetta var á margan hátt skemmtilegur
tími, en varð til þess að ég vanrækti
nokkuð útgáfumálin í fáein ár og gaf þá
minna út en áður. Eftir 1957 fór ég hins
vegar að auka útgáfuna jafnt og þétt. Ég
keypti „Hlaðbúð" af Ragnari Jónssyni
hæstaréttarlögmanni og tók þar m.a. við
útgáfunni á „Vísnabókinni", sem Símon
Jóh. Ágústsson hafði tekið saman á
sínum tíma. Ragnar Jónsson þekkti ég
vel frá fyrri tíð, þar sem hann var
rannsóknardómari í „landráðamálinu",
sem ég sagði nokkuð frá áður, en þá
eignaðist ég marga mæta menn að
vinum.
Nú, en fyrst þú spyrð hvort ég hafi
ekki haft einhver áhugaefni auk útgáfu-
starfanna og þjóðfrclsismálanna, þá er
því til að svara að eg hef alltaf haft
ákaflega gaman af útiveru oggönguferð-
um. Ég lagði talsverða stund á þetta
ungur, en lagði það svo mikið til niður
um skeið vegna annríkisins í kringum
útgáfuna. Eiginlega tók ég mér aldrei frí
í mjög mörg ár, ekki fyrr en eftir 1960.
Þá tók ég þráðinn upp að nýju, fór í
ferðalög og langar göngur. Félagar mínir
í þessum ferðum voru oft þeir Þórhallur
Vilmundarson og Halldór Sigfússon.
Hér í grennd Reykjavíkur eru margar
afbragðs gönguleiðir, eins og Eysteinn
Jónsson hefur reyndar oft bent á, til
dæmis ofan við Hafnarfjörð, á Trölla-
dyngjusvæðinu og Hengilssvæðinu.
Á allra síðustu árum hef ég haft mikið
yndi af trjárækt sem ég fæst við í kring
um sumarbústað okkar hjónanna austur
í Hrunamannahreppi. Mér þótti sem ég
þyrfti að gera eitthvað fyrir umhverfið
þarna í kringum bústaðinn og fékk til
góðan garðyrkjumann sem lagði á ráðin
og byrjaði á að setja þarna niður lítið
belti af viðju og síðar bættust við ösp og
birki. En sjálfur hófst ég ekki handa fyrr
en sumarið 1980. Við þetta hef ég unað
mér ákaflega vel síðustu fjögur árin og
hef verið minnugur þeirraórða ritningar-
innar að sá sem kemur á elleftu stundu í
víngarðinn, nrun hljóta sömu iaun og
þeir sem komu að morgni."