Tíminn - 29.01.1984, Side 19

Tíminn - 29.01.1984, Side 19
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983 Mfmbrat 19 skák ■ Hv/tur leikur og vinnur. Ég hef fyrr notað leik Poluga- evskys, 7. . b5 í Najdorf afbrigðinu, sem dæmi um nær óteflandi byrjun nema fyrir hetjuskákmenn. Á fyrstu dögum afbrigðisins stóð það á skák- borðinu hjá Polugaevsky í hálft ár, og hvenær sem hann ekki var upptek- inn við knýjandi verkefni, rannsak- aði hann það. Mörgum árum síðar skrifaði hann heila bók um „Fæðingu afbrigðis." Töfrar afbrigðisins byggj- ast á því, að svartur verður að tefla mjög nákvæmt, eigi hann ekki að vera rústaður. Takist það, er hvítur sálfræðilega niðurbrotinn, eða hefur fórnað tveim peðum án þess að fá mátsókn, eða tapað peðinu á e5. Allt er þetta því spennandi línudans. Án öryggisnets, og engin trygging fyrir því að maður verði ekki mátaður. Gakktu inn í sýningartjaldið og fylgstu með þessum sjónleik frá argentinska meistaramótinu. Bronstein : Aparicio 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 b5!? (Frekjuna í Polu, kalla ég þetta. En þetta er hrein fífldirfska, þekki mað- ur ekki rækilega til hvað teoríuna varðar. Ekki aðeins vegna nákvæmra lekjaraða, heldur er viss „tilfinning" nauðsynleg, þegar hvítur fer út af teoríunni.) 8. e5 dxe5 9. fxe5 Dc710. De2 Rf-d7 11. 0-0-0 Bb7 12. Dh5 g6 13. Dh4 (Kannske kunni svartur teoríuna. Alfræðibókin lætur sig Dg4 mestu varða, og hér segir neðanmáls, að 13. . Dxe5! 14. Bxb5t axb5 15. Hh-el Dc5 gefi svörtum afgerandi yfirburði.) 13. . Dxe5 14. Hel Dc5 (Ekki sakar að athuga Dd6): 15. Bd3 Dd6 16. Hh-fl Bg7 (Ég gæti svo sem látið eitt? flakka, en ég efast um að ég gæti bjargað svörtu stöðunni.) 17. Rxe6 fxe6 18. Dxh7 Gefiö. Frumstætt. Auðvitað fær hann ekki að hróka. , Veik- ing ■ Eftirfarandi skák er birtingarhæf vegna eins einasta leiks, en ekki vegna þess að hún feli í sér teoriska nýjung. Flestar teoriskar nýjungar eru hrein flatneskja. En hér er á ferðinni góð hugmynd sem vert er að líta á. Að fella lið andstæðingsins er ein mesta skemmtun byrjendanna. Að veikja tök andstæðingsins á ákveðnum reit eða reita röð er auð- vitað nokkuð sem lærist löngu síðar. Cena : Campora 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Dd6 6. Bd3 (Undirbýr þekkta peðsfórn). 6. . cxd4 7. cxd4 Bd7 8. 0-0 Rxd4 9. Rxd4 Dxd4 10. Rc3. Dxe5 (Hér er auðvitað einnig hægt að leika a6. Eitt peð nægir, lifi maður af sókn hvíts.) 11. Hel Dd6 (Hin leiðin er 11. . Db8 12. Rxd5 Bd6) 12. Rb5 Bxb5 (Gungurnar hafa leikið 12. . Db6 13. Be3 Da5 14. Bd2 Db6 15. Be3.) 13. Bxb5t Kd8. (Hér hefur verið leikið 14. Be3 Re7 15. Df3, og einnig 14. Df3. Flókið framhald og óljóst) 14. Dh51? g6 15. Df3 (Hann veikti f6-reitinn!! En ekki er ég viss um að 14. . g6 hafi verið þvingað) 15. . f6(?) 16. Bf4 e5 17. Hxe5! fxe5 18. Bxe5 Dc5 (Ekki 18. . Dxe5 19. Dxf8t Kc7 20. Hclt Kb6 21. Dc5t Ka5 22. b4 mát.) 19. Hdl Gefið (??) Ekki er staðan góð, en þó mátti halda áfram með Re7. Skákin var ekki tefld á ómerkara móti en unglingameistarmóti Argen- tínu í bréfskák. En afhverju mátti ekki láta unglingana eignast penna- vini meðal hinna eldri? Benl Larsen, stórmeistari skrifar iiiii «kák Einvígið Timman- Spassky ■ Undanfarinn áratug hefur hollenski stórmeistarinn Timman verið meðal fremstu skákmeistara heims. Á Elo- skákstigalistanum hefur hann komist allt upp í 3. sætið, og sigrað á fjölmörgum stórmótum. Eitt hefur þó vafist fyrir meistaranum, þ.e. að komast í áskor- endaeinvígin. Fyrirfram er jafnan búist viðTimman íáskorendahópinn,en milli- svæðamótin virðast ekki vcra hans mót. Þar fer sitthvað úrskeiðis, og í mótslok hafa ýmsir stigalægri skákmenn hirt réttindasætin, en Timman situr eftir. Margir eru því orðnir langeygðir eftir því að sjá Timman í einvígi gegn fremstu meisturunum, og til að bæta úr þessu, gengust skákáhugamenn í Hilversum fyrir 6 skáka einvígi milli Spasskys og Timmans. Þeir félagar skildu jafnir, Timman vann 1. skákina, Spassky þá 3. Hér kemur vinningsskák Timmans. Hvítur: Timman Svartur: Spassky Ovens-vörn. 1. c4 b6 2. d4 Bb7 (Spassky og Miles hafa manna mest teflt þetta undanfarið, oft með góðum árangri. Hvítur má ekki fara sér of óðslega, samanber skákina Adorjan : Spassky, svæðamótið 1982, sem tefldist þannig: (Hægfara upstilling svarts gefur hvítum ákjósanleg færi á kóngssókn.) 14. . a5 15. Hel He8 16. h4 b5 17. Ba2 c5 18. Bg5! D66 (Eftir 18. . Rxg5 19. hxg5, er 20. Rf6 drepandi.) 19. Ha-dl c4 20. Dcl Rc5 21. Rxc5 Dxc5 22. h5 He6? (í jafn klesstri stöðu og svartur er í. þarf ekki nema einn veikan leik, svo taflið tapist. Hér varð að reyna 22. . Ha-c8, ásamt b4.) 23. Bh6 Bh8 24. Bbl Ha-e8. abcdefgh 25. Bf5! gxf5 26. Dg5t Hg6 27. hxg6 hxg6 28. e6! (Splundrar svörtu kóngs- stöðunni. Ef 28. . dxe6 vinnur 29. d6 strax, og ekki gengur 28.. fxe6 vegna 29. Dxg6t og mátar.) 28. . Dxd6 29. exl7t Kxf7 30. Dh4 Bf6 31. Rg5t Bxg5 32. Bxg5 Hxelt 33. Hxel DI8 34. Dd4 Kg8 (Hótunin var 35. He5.) 35. He5 D17 36. Da7 Bc6 37. DxaS Kh7 38. Dd8 f4 39. He8 Dg7 40. Hf8 c3 41. bxc3 Tíma- mörkunum er náð, og ekkert eftir annað fyrir svartan en gefast upp. Eftir 41. . Rxc3 kemur 42. Bf6. - Jóhann Örn Sigurjónsson. 3. Rc3 e6 4. e4 Bb4 5. Bd3 f5 6. Dh5tg6 7. De2 Rf6 8. f3 Rc6 9. e5 Rxd4 og hvíturstendur til taps. Ef t.d. 10. Df2 Rh5 11. Dxd4 Bc5 með léttum vinningi.) 3. d5 e6 4. a3 g6 5. e4 Bg7 6. Rf3 Ra6 7. Rc3 Rc5 8. Dc2 exd5 9. cxd5 Rf6 10. Bc4 0-0 11. ,0-0 c6? (Pess'i atlaga að miðborði hvíts ber ekki tilætlaðan árangur. Betra hefði því verið 11. ,d6.) 12. d6! Re6 13. e5 Rd5 14. Re4 Jóhann örn Sigurjónsson O skrifar um skak Jc k Seiko-skákklukkan ■ Skáklistin sjálf er óumbreytanleg, en ýmis hjálpargögn henni viðkomandi eru sífellt að breytast. Mesta byltingin hefur orðið í gerð skákkiukkna, og nýlega leit enn ein tækninýjungin dagsins Ijós. Hér er um að ræða Quartz-skákklukkuna, hina fyrstu sinnar tegundar. Nákvæmt verkið á að tryggja fullkomlega réttan gang, þannig að ekki skeiki sekúndu á 5 klukkustunda kappskák. Gömlu handtrekttu klukkurnar hafa aldrei verið nógu nákvæmar, og í venjulegri kappskák getur skeikað allt upp í 5 mínútum að sögn úrsmiða. Oft hafa skákmenn borið sig illa vegna meints klukkugalla, og kenndi t.d. heimsmeistarinn fyrrverandi, Tigran Petrosjan klukkunni um, þegar hann tapaði sinni einu skák á þeim fjölmörgu Olympíuskákmótum sem hann tefldi á. Þar féll Petrosjan á tíma gegn Hubner, og gekk um sali lengi á eftir, og kenndi bölvaðri klukkunni um tapið. Undir slíkan leka hafa japönsku framleiðendur Seiko-klukknanna nú sett, og fullyrða að í framtiðinni verði Seiko-skákklukkur notaðar á öllum meiri háttar skákmótum. Seiko skákklukkan er lipur og nett, og rafhlaðan á að endast í 1-2 ár.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.