Tíminn - 01.02.1984, Qupperneq 16

Tíminn - 01.02.1984, Qupperneq 16
dropar Topparnir í Búnaðarbankanum ■ Ekkert vard af þeim fundi sem Drupar sögðu frá í gær að til hefði staðið að halda í bankaráði Búnaðarbankans, þar scm taka átli ákvörðun um eftirmann Magnúsar hcitins Jónssonar frá Mel í banka- stjórastóli. Kom það til af því að Stefán Valgeirsson, formað- ur, ákvað að fresta fundinum af óþekktum orsökum. Hvað sem öðru líður mun nú nokkuð Ijóst orðið að Lárus Jónsson alþingismaður hlýtur vegtyll- una. Hins vegar var nýverið hald- inn fundur í stjórn stofnlána- deildar landbúnaðarins. en eft- ir á að taka ákvörðun um hver verður ráðinn deildarstjóri þeirrar deildar, eftirað fyrrver- andi forstöðumaður hennar var ráðinn bankastjóri við Búnaðarbankann. Voru lagðar fram umsóknir þeirra 15 aðila sem sækja um stöðuna, en ákvörðun frestað. Stjórn stofnlánadeildar skipa bankaráð Búnaðarbank- ans, auk þeirra Ásgeirs Bjarna- sonar frá Búnaðarfélaginu og Inga Tryggvasonar frá Stéttar- sambandi bænda, alls sjö menn. Samkvæmt heimildum Dropa er líklegt að fulltrúar sjálfstæðismanna komi til með að styðja Magnús Sigsteinsson frá Blikastöðum í stöðuna, en hann er annar tveggja umsækj- enda sem óskuðu nafnleyndar. Framsóknarmenn í stjórninni eru þrír og þurfa því ekki nema einn fulltrúa til, til að ná meirihluta um cinn umsækj- enda, en óvíst er að það takist. Ekki síst fyrir þær sakir að Stefán Valgeirsson hefur verið nokkuð sérlundaður undan- farnar vikur eftir að gengið var framhjá honum í ráðningu bankastjóra Búnaðarbankans. „Get klippt tærn- ar á mér sjálfur" ■ Jón G. Sólnes bæjarfulltrúi á Akureyri hefur undanfarið vakið verulega athygli á sér vegna yfirlýsinga í sambandi við hin „mjúku“-mál þegar þau ber á góma í bæjastjórn Akureyrar. Islendingur á Ak- ureyri segir frá umræðu á síðasta fundi um nýlega skýrslu um könnun á högum aldraðra á Akureyri. Jón sagði að skýrslan væri „150 þúsund króna sóun", og það væri „yfir- borðsmennska að búa ti) svona plagg.“ Nánar verður sagt frá Kvik- myndahátíðinni og þeim mynd- um sem þar verða sýndar í Tímanum á fimmtudag. - GSH. Taldi Jón að Félagsmála- stofnun vissi fullvel hvaða full- orðnir einstaklingar þyrftu á aðstoð að halda. „Það þarf enga könnun til þess að sjá hvort ég get klippt neglurnar og tærnar á mér sjálfur", sagði hann. Krummi ... Mér finnst að Akureyringar ættu að lyfta umræðunni á ofurlítið hærra plan_! — Sumitomo fallid frá skilyrði um að raforkuverð verði óbreytt alla framtíð ■ Nú er búist við því að sam- komulag um að japanska fyrir- tækið Sumitomo kaupi 15 til 20% af þeim 45% sem Elkem á í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga um miðjan þenn- an mánuð þegar stóriðjunefnd- in, fulltrúar Elkein og fulltrúar Sumitomo hittast að ináli í Japan, en Tíminn hefur heimild- ir fyrir því að bjartsýni gæti nú meðal Norðmannanna og Islend- inganna, þar sem Japanirnir munu hafa fallið frá því skilyrði að loforð yrði gefið um óbreytt raforkuverö í fraintíðinni, en samningar strönduðu á því fyrr í vetur. Nú munu Japanirnir vera til viðræðu um að hækkun raf- orkuverösins verði á cinhvern hátt liundin hatnandi afkomu fyrir- tækisins, samkvæmt þeim upp- iýsingum sem Tíminn afiaði sér í gær. „Eg fylgist nákvæmlega með öllum viðræðum um þessi mál, og við bindum vissar vonir við að samningar við Japanina geti náðst, en það er ot' snemmt að fullyrða neitt um málið núna,“ sagði Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra er Tíminn spurði hann um þetta mál í gær. „Við miðum við það að geta gengið frá óskuldbindandi bráðabirgðasamkomulagi við Japanina nú í febrúar, þegar við hittum þá í Japan,“ sagði Gunn- ar G. Schram, einn nefndar- manna í sforiðjunefnderTíminn ræddi við hann í gær. „Þetta er náttúrlega að mestu leyti á milli Norðmannanna og Japananna“, sagði Gunnar, „og það er aðal- málið að samkomulag náist þeirra í millum, en við viljum auðvitað fylgjast með þeim samningum, þar sem við höfum hagsmuna að gæta sem aðilar að verksmiðjunnni, og þurfum því að sjá til þess að samkomulagið verði í samræmi við okkar hags- rnuni." Gunnar sagði að eitt aðal- umræðuefnið á fundunum með Japönum yrði hækkun raforku- verðsins. - AB. Hafnarfjarðarhöfn í froststillunni. Tímamynd Ámi Sæberg. Opið virka daga 9-19 laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 5rl & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs abriel y. HÖGGDEYFAR Qjvarahlutir SS Hamarshöfða 1 SAMVINNU TRYGGINGAR 8c ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 Ritstjorn 86300 —Auglysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoidsimar 86387 og 86306 Miðvikudagur 1. febrúar 1984 UTCGSBANKÍNNl TEKUR YFIR ÖLL BANKAVIDSKIPn ÞORMÖDS RAMMA ■ Eins og greint var frá í haust, þá óskaði Lands- banki íslands eftir því að Útvegsbanki íslands yfir- tæki öll bankaviðskipti við Þormóð ramma á Siglufírði, og hcfur samkomulag þar að lútandi nú tekist fyrir miiligöngu Seðlabankans og mun Útvegsbanki Islands annast öll bankaviðskipti Þormóðs ramma frá og með deginum i dag. Einar Sveinsson einn stjórn- armanna í þriggja manna bráða- birgðastjórn fyrirtækisins upp- lýsti Tímann unt þetta í gær, og greindi hann jafnframt frá því að núverandi framkvæmdastjóri Þorðmóðs ramma, Sæmundur Árelíusson, léti nú að eigin ósk af störlum, og myndi hann, þ.e. Einar taka að sér starf fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma til bráðbirgða. Einar sagði að eðlilegt fram- hald á tilfærslum milli þessara banka hefði verið talið að Út- vegsbankinn yfirtæki þessi við- skipti. Sagðist hann jafnframt reikna með að þetta hefði ein- hverja einföldun í för með sér, þar sem' Landsbankinn hefði ekki einu sinni útibú á Siglufirði. Einar sagði að það hcfði verið frumskilyrði að hægt væri að koma bankaviðskiptum fyrir- tækisins í eðlilegt horf á nýjan leik, en það hefðu þau ekki verið síðan sl. haust. því Landsbank- inn hefði ekki lánað fyrirtækinu. Einar sagði að undanfarið hefði Útvcgsbankinn veitt Þormóði ramma afurðalán, sem hefði hjálpað til þess að halda fyrirtæk- inu gangandi. Aðspurður um afkomu fyrir- tækisins sl. ár, sagði Einar: „Ég get nú ekki gefið upp neinar tölur þessa stundina, því það er verið að gera upp árið. Það er þó Ijóst að skiptastaðan er mjög neikvæð - óneitanlega verða skuldirnar mjög háar.“ - AB. Kvikmynda- hátíðin 1984 35 erlendar kvikmyndir ■ Kvikmyndir eftir bandarísku leikstjórana John Waters og John Cassavetes og myndir eftir spænska leikstjóra verða megin- uppistaðan á Kvikinyndahátíð 1984 sem haldin vcrður 4.-12, febrúar n.k AIls verða 35 erl- endar kvikmyndir sýndar á há- tíðinni, m.a. síðasta mynd þýska leikstjórans Reiner Werner Fassbinder, og 15 íslenskar kvik- myndir en hátíðin verður opnuð með sýningu á nýrri kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, Hrafninn flýgur. Margir erlendir kvikmynda- leikstjórar og framleiðendur munu koma hingað til lands og halda fyrirlestra í sambandi við Kvikmyndahátíðina og má þar nefna John Waters, sem er þekktur fyrir „neðanjarðar- myndir" sínar og prófessor Al Milgren sem er forstöðumaður Kvikmyndastofnunar Minnes- ota-fylkis og hefur sérhæft sig í myndum óháðra framleiðenda, en þeir Waters og Cassavetes teljast til slíkra. Þá koma einnig blaðamenn frá erlendum kvik- myndatímaritum til að kynna sér íslenska kvikmyndagerð og má þar geta Peter Cowie, ritstjóra International Film Guide. Búist við að Japanir kaupi 15-20% í Járnblendiverksmiðjunni: HÆKKRR RAFORKUVERD MB BATN- ANM AFKOMU FYRIRTÆKISINS?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.