Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Flugeldhús Flugleiða á Keflavíkurflugvelli heimsótt: Framldða iqqp í 2300 máltíðir á sólarhring ■ Smökkunardagur Flugleiða var nú fyrir skömmu í flugeldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, og fékk ég að slást með í hópinn er nokkrir Flugleiðamenn héldu suðureftir frá Loftleiðahótelinu í Reykjavík, til smökkunar. Nú kunna einhverjir að spyrja sem svo: Hvað ersmökkunardagur? Skýring- in liggur náttúrlega að hluta til í orðinu sjálfu, en nánar tiltekið, þá er hér unt það að ræöa að ákvcðnir yfirmenn Flugleiða líta á matseðla þá sem Jón Sigurðsson yfirmatreiðslumaður Flug- lciða gerir tillögur um að verði boðnir farþegum félagsins á hinum ýmsu lciðum, og auðvitað þarf einnig að smakka, því þaðerjú bragöiðsem ræður úrslitum. Skemmst er frá því að segja að þcgar við komum suðureftir, þá beið Jón okkar með fagurlega hlaðiö borðið, af fjölmörgum mismunandi réttum, sem hann vill bjóða upp á í vélum Flugleiða skipti miklu máli kostnaðarlega séð hvort boöið er upp á eitt vinarbrauð meö kaftinu í llugvélum Flugleiða, að morg- unverði loknum. Málið er ekki svona einfalt. Það skiptir greinilega heilmiklu máli, því þennan skömmtunardag kom það fram. að ef ákveðið er að bæta einu vínarbrauði við morgunverðarskammt allra farþega millilandaflugs Flugleiða, þá kostar það hvorki meira né minna en eina milljón króna á ári. Hver er svo hissa, að þeir Flugleiðamenn skyldu hætta við vínarbrauðið? Nú, burtséð frá smökkun, sem var hin dægilegasta dægradvöl, þá var ég nú cinu sinni þarna komin til þess að afla mér efnis fyrir síðu mína Á faraldsfæti, og það gerði ég með því að taka yfirmatreiðslumanninn Jón Sigurðsson tali og spyrja hann nánar út í rekstur flugeldhússins. ■ Jón Sigurðsson yfirmatreiðslu- maður Flugleiða, gefur gestum sín- um paté að smakka. ■ Gréta og Jón eru ekki alltaf á sama máli, og þá er um að gera að ræða málin og skiptast á skoðunum. með þeim geta farið 500 matarskammtar og í eftirmiðdaginn koma DC-8 aftur og taka sína 750 matarskammta og síðan getur Boeinginn farið í sólárlandaflug, eða til Kaupmannahafnar, og þá eru matarskammtarnir komnir vel á þriðja þúsund." - Nú sé ég að það er mun meiri fjölbreytni í réttum þeim sem þið bjóðið upp á, á millilandaleiðum ykkar, en ég hafði gert mér í hugarlund, áður en ég sá alla þessa mismunandi rétti saman- komna á einum stað. Hefur einhver réttur skarað framúr. hvað snertir vin- • sældir? „Já, ég hugsa að bæði heit og köld lúða sé með því vinsælasta sem við höfum boðið upp á, en það eru jafnt útlendingar sem íslendingar sem cru ánægðir með hana. Annan rétt verð ég að nefna þér, sem er svo vinsæll, að við bókstaflega getum ekki hætt við hann. Það er morgunverðurinn, sem er skinka, hrært egg og bráðinn ostur. Þessi réttur er svo vinsæll, að við höfum verið með hann óbreyttan frá því 1975. og við þorum ekki að breyta til, því hann fær alltaf jafn góða dóma, og eflaust myndu margir segja hvar er gamli morgunverð- urinn ykkar, ef við brydduðum upp á einhverri nýjungþar. Þessi morgunverð- ur er svo vinsæll, að fleiri hafa tekið hann upp, en hugmyndin er frá okkur komin. Við höfum verið með breska flugherinn auk okkar flugs og SAS, sem hafa fengið hjá okkur mat, og morgun- verðurinn hefur slegið í gegn hjá þeim, eins og hjá okkar eigin farþegum." „SAS gefa okkur bestu einkunn“ - Þú segir að þið hafið jafnframt úbúið mat fyrir aðra en ykkar eigin vélar. Hvernig hefur það gengið? ■ Sérfræðisvipurinn leynir sér ekki: Einar Helgason forstöðumaður, Jón Óskarsson stöðvarstjóri i Keflavík, Jón Sigurðsson og Gréta Önundardóttir eftirlitsflugfreyja. á komandi sumri. Við settum okkur í stellingar. og hófum smökkun. Fyrst voru mismunandi forréttir prófaðir, og þá nefni ég sérstaklega graflax meö dillsósu, sem var einkar Ijúffengur, reyktan lax, reyktan ál (frá Svíaríki) „chef"-salat, sem varafarfrísk- legt og bragðgott og kalda lúðu. Allt sérlega góðir réttir, en best féll mér þó salatið frisklega. aðalréttir voru einnig fjöbrcyttir, og ljúffengir, og ég nefni bara sem dæmi soðna ýsu, scm varalveg sérstaklega safarík og bragðgóð, rjóma- gúllash. sem var einnig mjög gott, og innbakaðan reyktan lax, innbakaðan graflax og innbakaðan grafinn karfa. Voru réttir þessir sérlega spennandi, óvenjulegir og Ijúffengir. Fróðlegast var í þessum leiðangri að fylgjast með vinnubrögöum fagfólksins, sem skoðaði hvern rétt og hvern bakka gaumgæfilcga, kom síðan með athuga- semdir. um að þetta eða hitt mætti betur fara, eða að þctta liti vel út. Þá var það einnig fróðlcgt að heyra, hversu smá- atriðin hafa mikið að segja. Sem dæmi nefni ég, að það hvarflar varla að nokkrum venjulegum farþega að það „Komumst upp í 2300 máltíðir" - Jón, hvað gctið þið matreitt margar máltíðir á dag í þessu eldhúsi? „Þegar mest er, þá förum við upp í 2300 einingar, þannig að miðað við einingafjölda, er eldhúsið okkar hér sennilega með alstærstu eldhúsum á landinu. Þótt ótrúlegt sé, þá tekur það ekki nema hálftíma að setja upp í cina DC-8, eftir að bakkinn er tilbúinn." - Eru þetta ekki ótrúleg afköst, þegar litið er á starfsaðstöðuna hjá ykkur? „Jú. það er óhætt að fullyröa það. Til dæmis þá er SAS í Ósló með unt 4000 máltíðir í íramleiðslu á dag, þegar mest er, og eldhúsið hjá þeim nálgast það að vera um 2000 fermetrar, en við með okkar 2300 máltíðir. þegar mest er, erum emðeldhússem er um 250fermetr- ar. Þetta er náttúrlega aðstaða sem vart cr hægt að bjóða nokkrum uppá að vinna við, en það er nú einu sinni þannig, að starfsfólkið hérna er alveg sérstaklega duglegt fólk, sem hefur unn- ið þrckvirki við erfið skilyrði. Á sumrin þegar mest er, þá geta komið inn þrjár DC-8 á morgnana, og taka 750 matar- skammta; þá fara tveir Boeingar út, og * A faralds- fæti Umsjón Agnes Bragadóttlr ■ Þeir eru girnilegir matarbakk- arnir hjá Flugleiðum. Myndir — Agnes „Mjög vel. Við erum alltaf með mat- reiðsluna fyrir millilandaflug Arnarflugs og auk þess höfum við matbúið handa breska flughernum og SAS. Við höfum fengið bestu einkunn hjá SAS ár eftir ár, því þeir segja alltaf að við séum besta flugeldhúsið sem þeir skipta við, en við erum jafnframt minnsta eldhúsið sem þeir versla við. Yfirleitt hefur matur okkar vakið ntikla hrifningu hjá þeim erlendu flugfélögum sem við okkur hafa skipt, þannig að við höfum fengið hina ágætustu auglýsingu af þeim' við- skiptum." - Hvað starfa margir í eldhúsinu hérna? „Það eru fastráðnir um 30 manns á veturna, en þegar mest er að gera yfir sumartímann þá ferstarfsmannafjöldinn upp í 63, enda er þá unnið á vöktum allan sólarhringinn." - Eruð þið farin að hlakka til þegar þið fáið nýja og betri aðstöðu í nýju flugstöðvarbyggingunni eftir þrjú ár eða svo? „Ja, við erum farin að hugsa gott til glóðarinnar með það. en samt sem áður verður sá galli á gjöf Njarðar, að eldhús- ið í nýju flugstöðvarbyggingunni verður samtvinnað öllum öðrum rekstri í flug- stöðvarbyggingunni, þannig að það verður eitt aðaleldhús, sem þjónar sem mötuneytiseldhús, eldhús fyrir tvær kaffiteríur og flugeldhús. Það verður sem sagt mjög erfitt að koma á deildarskipt- ingu, en það vandamál er fyrir hendi í eldhúsinu eins og það er í dag. Það er æskilegra að flugeldhúsið sé alveg aðskil- ið frá annarri starfsemi, og það þyrfti helst að vera staðsett í sama húsi og frívörulager." Mín von varðandi framtíðina er sú, að við færum jafnvel að hugsa fyrir okkar eigin byggingu, einungis fyrir tlugeld- hús."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.