Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGljR S. VfcBRÚAR 1984 11 narfólk að ganga á undan HÆTTA að reykja? m — I ja? { ■ Samstarfsfundur á deiid 1 á Kleppi. Frá vinstri: Nanna Jónasdóttir, Ingólfur Sveinsson, Jón Gunnar Björnsson, Margrét Stefánsdóttir, Arna Skúladóttir, Hörður Magnússon, Jonina Hörgdal, Anna Vilbergsdóttir, Gunnfríður Svala Arnar dóttir, Hreindís Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Þorkelsson, Ársæll Friðriksson og Einar Guðmundsson. SSAMENNING” Andlega mikil forheimskun að reykja vinna að heilbrigðismálum og ekki ann- að en sjálfsagt að þeir sýni þarna ákveðið fordæmi. Ákveðinn hluti af þessu kerfi sér um aðgerðir við sjúkdómum eins og krabba- meini, en það gleymist hins vegar oft í þessari umræðu, að miklu auðveldara er fyrir reykingafólk að verða sér úti um ólæknandi bronkítis, hreinlega brenna upp í sér lungun en fá krabbamein. Það er líka nokkuð öruggt mál, að þetta fólk fær gráa og ljóta húð, verður Ijótt af þessu. Jú, vitanlega er-sjálfsagt mál, að heilbrigðisstéttirnar gangi á undan í þessu efni. Því í fjandanum ættum við að borga fólki, sem vinnur á heilbrigðis- stofnunum fyrir að vera að rífa niður heilsuna. Og ég er ennfremur þeirrar skoðunar, að þeir sem reykja, eigi að greiða hærra sjúkrasamlagsgjald en þeir, sem ekki gera það. Menn brosa að þessu þegar þetta er sagt. En ég get sagt ykkur það, að þegar ég starfaði með námi í Bandaríkjunum á sínum tíma og vann við að skoða fólk sem var að kaupa sér líftryggingar, þá lenti það í mun hærri áhættuflokki en þeir sem ekki reykja. Þarna er hugsað skynsamlega um heilbrigðismál - í pen- ingum. En við erum með þessa botn- lausu glórulausu kaskótryggingu. Hundrað þúsund kaskótryggingar fyrir alla. Við höfum vitanlega engin efni á því að halda þessu uppi. Og öll erum við að kikna undan þessu kerfi og getum ekki í raun haldið því áfram. Málið er auðvitað það, að þeir sem eru ákveðnir í því að eyðileggja heils- una, þeir eiga auðvitað að borga fyrir það. Og þetta gildir ekki bara um tóbak. Ég er sömu skoðunar varðandi brenni- vínið eða ofát t.d. Nanna: Mér finnst sérstaklega varð- andi þennan siðferðilega þátt ef við höfum í hug sjúklinga eins og á þessum stað, sem reykja mikið vegna þess að tómarúmið er svo mikið hjá þeim og við erum flest sammála um að draga beri úr þeim reykingum, þá er auðvitað þeim mun meiri skylda hjá okkur, sem þekkj- um afleiðingar reykinga að sýna gott fordæmi. Það er auðvitað erfitt að vera í þeirri stöðu að segja fólki að minnka þetta, en reykja síðan sjálf. Mér finnst það því beinlínis skylda okkar að draga úr reykingum sjálf. Blm: Nú var því hvíslað að okkur þegar við vorum að undirbúa þetta efni, reykingar á sjúkrastofnunum, að mun meira væri reykt á geðdeildum og skyldum stofnunum en almennum sjúkradeildum. Er þetta rétt og ef svo er hver er skýringin? Arna: Ég held að þetta sé ekki rétt. Sjálf hef ég unnið á tveimur öðrum stöðum og fæ ekki séð, að meira sé reykt t.d. hér en þar almennt. Jónína: Ég held líka, að ekki sé neitt meira um þetta á geðdeildunum. Það ber hins vegar oft meira á þessu þar en á almennu deildunum þar sem fólk getur farið með kaffisopann og sígarettuna með sér inn á sína kaffistofu og reykir þar og það sér það enginn utanaðkom- andi. Það getur haldið þessu meira afmarkað, en hér getur fólk setið á setustofunum með sjúklingunum og reykt. Ama: Og það getur líka verið ástæð- an, að fólk kannski reykir meira hér en annars staðar t.d. á barnadeild, þar sem bannað er að reykja yfirleitt. Fólk hlýtur náttúrlega að reykja meira þar sem það er leyft. Reykja mikið Einar: Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi einmitt þetta atriði. Það hefur í rauninni slegið mig mjög mikið í starfi sem læknir að mér hefur fundist báðar þessar stéttir, hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar reykja óvenju- lega mikið, óhemju mikið miðað við það sem maður hefur kynnst á öðrum vinnu- stöðum. Ég hef rætt þetta talsvert oft við nema og hjúkrunarfræðinga og þær segja oft, að þetta byrji í námi í hjúkrunarskól- anum. Nanna: En nú er það svo, að síðustu nemar, sex nemar, já að minnsta kosti fjórir nemar vil ég fullyrða, að þeir hafa alls ekki reykt. Ingólfur: Já, vitanlega eru reykingar hópatferli, eitthvað sem fólk gerir saman, ákveðið munstur. En ég vil minna á í þessu sambandi, að ég las fyrir tveimur árum skýrslu um þetta efni frá Bretlandi og þar kom það einmitt fram, að það er engin stétt í Englandi, sem reykir meiraen hjúkrunarfólk. Þaðreyk- ir meira en kolanámumennirnir og ailir aðrir. Þannig að víst er, að hjúkrunar- fólk reykir þar mikið. Arna: Ég vildi, að það væri gerð könnun á þessu hérna á íslandi. Nú vil ég t.d. nefna það að mínar vinkonUr úr hjúkrunarstétt eru sjö og þar af reykir aðeins ein þeirra. Mér finnst í rauninni, að það ætti að gera könnun á þessu til að athuga þetta. Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt. Nanna: Ég verð nú að segja, að mér finnst þetta ansi mikil alhæfing án þess að fram hafi farið nokkur athugun í þessu efni. Einar: Ég slæ þessu nú bara fram af því þetta vakti sérstaka athygli mína. Það var aldrei sest niður án þess að fá sér að reykja og má jafnvel segja, að ekkert annað hafi verið gert en reykja í pásunum. Nanna: Ja, ég vil nú meina það, að það sé áberandi minna um reykingar í mínum hópi, þar sem við komum saman til fundarseta eða í öðrum tilgangi en annars staðar. En líka má minna á, að ekki þarf marga til að reykurinn virðist mjög áberandi. Það þarf kannski ekki nema einn til að valda menguninni, þar sem þröngt er. Einar: Ég vil nú meina það, að maður verði langmest var við þetta í þessum hópum og ég vil taka það fram, að maður kemur auðvitað niikið inn í aðra hópa. Ingólfur: Ég vil nú minna þig á það Einar, að ekki fyrir svo löngu vorum við báðir á námskeiði úti í Háskóla íslands í Lögbergi og Árnagarði og á báðum þessum stöðum vorum við bókstaflega í einum mekki. Ég minni þig á, að það reyktu allir. í þessari einu akademíu á íslandi var svælt hvar sem var. Mér finnst þetta bara ómenning. Maður skammaðist sín bara fyrir að vera íslend- ingur innan um þetta. Þarna var erlendur gistiprófessor, alltaf að nudda á sér augun og hann fór helst ekki fram í kaffistofuna. Þetta hlýtur að vera helvíti óþægilegt. Fór heldur inn á skrifstofu til að forðast reykinn. Og síðan fórum við í partí með þessu unga elskulega fólki og ég verð að segja alveg eins og er að það er það ferlegasta sem ég hef lent í síðan ég var í sveitinni í gamla daga og þurfti að sjá um að reykja kjötið. Það var hreint út sagt ofboðslégt. Og maður þurfti að þvo af sér hverja einustu flík eftir að maður kom heim. Mér finnst eiginlega að við séum á kafi í aumingja- skap í þessum efnum. Arna: Já, það verður náttúrlega að segja eins og er, að það er hart að þurfa að vera með hausverk í fleiri tíma eftir að maður kemur úr vinnunni. Blm. Stafar það af reykingum? Arna: Já, það stafar af reykingum, “því ekki er maður með hausverk þegar maður fer af stað í vinnuna á morgnana. Það reykir næstum því hver einasti sjúklingur og hluti af starfsfólkinu og þetta hefur auðvitað sín áhrif á mann. Blm. Eru reykingar sjúklinganna kannski meira vandamál? Ama: Þeir reykja náttúrlega flestir meira. Ingólfur: Þeir reykja meira og mest þeir sem eru veikastir. Veröld þeirra margra nær út að öskubakkanum og ekki lengra. Tilvera þeirra nær oft ekki lengra. Það að reykja er Ijómandi gott fyrir þann sem er feiminn. Atferlið sjálft er róandi. Sá sem er með sígarettu í hönd hefur eitthvað fyrir stafni. Hann er að reykja. Maður sér þetta vel hjá unglingunum í sjoppunum. Þegar þau eru komin með sígarettu í hönd, þá eru þau um leið komin með heilt atferlis- munstur hinna fullorðnu á sitt vald. Og það er náttúrlega freistandi að byrja. Sveinbjörn: Það eru náttúrlega dæmi þess, að sjúklingar sem látnir eru hafa pakka að morgni séu búnir með hann klukkan hálf tíu... Hörður: Eru ekki fimm korter metið? Ingólfur: Ja, við reynum náttúrlega að hafa einhverja hömlur á þessu. við skömmtum þeim sem reykja mjög stíft. Jónína: Þeir geta auðvitað ekki reykt meira en fjárráð leyfa. Einar: Ég skil það nú reyndar ekki, hvernig hægt er að reykja meira en fjárráð leyfa. Að reykja er það ódýrasta sem til er. Berið t.d. saman það að fá sér kaffi niðri í bæ og sígarettur. Maður getur fengið sér nokkrar sígaretturnar fyrir kaffibollann. Ég held varðandi unga fólkið að besta leiðin til að koma veg fyrir að það byrji, sé að hækkí sígaretturnar. Fólk myndi hugsa sij meira um ef pakkinn kostaði tvö hund ruð krónur. Krakkarnir yrðu að hugst sig tvisvar um og ég er viss um, að þettí myndi stoppa marga af. Hinir fullorðnt hefðu hins vegar frekar efni á þessu. Nanna: Yrði það ekki bara eftirsókn- arverðara, eitthvað sem aðeins fáir gætu leyft sér? Ingólfur: Mér finnst það skipta mestu máli að móta viðhorfið í þessu efni og gera þetta að óeftirsóknarverðu athæfi, stimpla þetta sem ósið. Nanna: Og viðhorfið er virkilega að breytast. Það er ekki lengur fínt að reykja. Arna: Og það er ekki lengur sjálfsagt, að fólk reyki í kring um mann. Maður er meira spurður, hvort það sé í lagi. Einar: En þetta stoppar krakkana af. T.d. þegar þau eru að fá pening í bíó, þá munu þau hugsa sig um, ef það er dýrt að kaupa sér pakka. Nanna: Er þetta ekki látið sitja fyrir nauðsynjum? Ársæll: Varðandi hinn siðferðilega þátt getum við náttúrlega spurt fleiri spurninga en þá hvort hjúkrunarstéttum beri að sýna fordæmi í þessu efni. Á ríkið að vera að flytja þetta inn og græða á þessu og eiga t.d. ekki aðrar stéttir eins og t.d. kerinarar einnig að sýna visst fordæmi ef þekkingin á að skilja á milli? Blm: Svona í lokin, var mikið deilt um reykingarnar hér áður en þessar reglur komu til framkvæmda með betri tíð og betra lofti? Ingólfur: Ég get nú ekki sagt, að það hafi orðið miklar deilur. Ég var að þrasa hérna í þessu og ég held, að allir hafi vitað að hverju stefndi. Ég lofaði ykkur glæsilegri framtíð, ef reglur yrðu sam- þykktar. En málið var bara það, að fólkið reykti áfram þangað til einhverjar reglur komu. Margrét var eitthvað að vandræðast yfir því, að hún gæti ekki lesið á bókina, væri móða á gleraugunum og svoleiðis, en svo var reykt áfram. En það var óhemjulegur ruddaskapur og dónaskapur hjá þeim sem reyktu gagn- vart hinum. En ég tel að reglurnar hafi breytt miklu og ástandið í þessum efnum sé talsvert betra en áður. Þ.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.