Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÍNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 spurningaleikur BORG Á SJÖ HÆÐ- UM, LÍKT OG RÓM Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísoending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending 1. í þessari óperu komu þeir fram málarinn Cavaradossi og Scarpia barón. Verkiö samdi Puccini Það gerist í Róm um 1800 Frumsýningin átti sér stað árið 1900. Primadonnan sem leikur titil- hlutverkið kastar sér ofan af múr í lokin og deyr. 2. Tatarar lögðu borgina í eyði árið 1241 Þar sátu pólskir kóngar 1400- 1800. Eftir þriðju skiptingu Póllands réðu Austurríkismenn borginni Hana er konungssonurinn Krak sagður hafa stofnað. í nýjasta borgarhlutanum, „Nova Huta“ búa nú um 200 þúsund manns. 3. Islenskt tónskáld er lést í Reykjavík árið 1970. Hann samdi sinfóníuna „Esja“ Hann stjórnaði mörgum hljóm- sveitum, en þó einkum lúöra- sveitum Hann samdi „Förumannaflokk- ar þeysa.“ Einnig hið fallega lag „í ljarlægð.“ 4. Þessi borg er byggð á sjö hxðum líkt og Róm Hún hét eitt sinn Byzantion Hún varð illa úti af völdum krossfara um 1200 Fegursta byggingin þar er „Hag- ia Sofia“ Hún stvndur við Bosporussund. 5. Kvæöin hans voru fyrst prentuð í Kaupmannahöfn árið 1832. En mesta rit hans kom út í Sórey 1772. Bjarni landlæknir Pálsson vann að því verki með honum. Hann drukknaði árið 1768. Þekktasta kvæði hans er „ísland Ögrum skorið“. 6. Tónskáld þetta, islenskt, fæddist á Mel í Hraunhreppi 1861 Hann var prestur norðanlands Mesta rit hans kom út í Kaup- mannahöfn 1906-1909 Það hét „íslensk sönglög" Hann varð hciðursborgari á Siglufirði 7. Að eignast afkvæmi, semja fa- gurt Ijóð og drýgja hetjudáð áleit skáld þetta eftirsóknarverð- ast Hann var á dögum 1777-1811 í Þýskalandi Hann skaut sig ásamt sjúkri unnustu sinni við Wannsee í Berlín Gunnar Gunnarsson hefur þýtt skáldsögu eftir hann Það er sagan „Mikjáll frá Kol- beinsbrú. 00 ■ Hann var fóstursonur Magnúsar Stephensen í Viðey Hann var fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík Það embætti færði honum mikl- ar raunir Þekktastur er hann fyrir þýðing- ar sínar á kviðum Hómers Hann orti „Fljúga hvítu fiðrild- in“ 9. Grískur heimspekingur, fæddur 428 eða 427 f. Kr. Skóli hans „Akademian" starf- aði í nú aldir Hann var lærisveinn Sókratesar Fáir hafa haft jafn víðtæk áhrif á heimspeki og trúarhugmyndir Vesturlanda. Hann ritaði „Samdrykkjuna." ■ o Hann mun hafa ritað um 90 leikrit En aðeins sjö hafa varðveist Elst er harmleikurinn „Hinar nauðstöddu meyjar.“ En æðst verka hans er „Orei- steia-þríleikurinn“ Þar koma við sögu Agamemmnon og Klýtemncstra Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.