Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 6
6 BARBARA HIITTON Barbara fór með þeim í brúðkaups- ferðina. Prinsinn heillaði hana, því hún hafði lesið mikið af Ijóðum á heimavist- arskólanum og sá þarna kominn hinn umkomulitla hirðingja af steppunum, - þótt ungi maðurinn hefði nú orðið talsvert fyrir sig að leggja. Hún daðraði opinskátt við hann og senn kastaðist í kekki milli þeirra vinkvennanna. Louise: „Hvernig færðu yfirleitt nokkra flík sem passar yfir þessi feitu brjóst þín? “ Barbara: „Fremur feit brjóst en kúadillur." Hún hafði lært orðbragðiö af hinum kynvillta frænda sínum, Jimmy Donahue. Þau héltu til Lourdes og þá til Costa Brava. Þar gerðist það hneyksli að fólk kom að þeim Alexis prins og Barböru liggjandi á gólfinu, kviknöktum. „Fyrst sáum við eiginlega bara.Alexis, en svo kom í Ijós að Barbara var þarna líka,“ sagði barónessa d'Antonie síðar, sem var ein þeirra er að komu. Faðir Barböru og Irænkur hennar, þær Marjoire, Grace og Jessie, börðust ákaft gegn því að prinsinn hitti Barböru. Pabbi sendi hana í fcrðalag til Hawai og Bali. En á þriðja ákvörðunarstaðnum, í Bangkok, stóð Alexis á bryggjunni er hún kom. Bandaríski konsúllinn sendi hraðskeyti til New York. Prinsinn hafði nelnilega fengið eina milljón dollara er hann skildi við Louise og gat því ieyft sér löng ferðalög. Þau Barbara giftu sig hinn 22. júní 1933 í Alexander-Newskij dómkirkjunni á grísk-ortódoxa vísu. 800 gestir voru inni í kirkjunni, en 8000 manns biðu úti fyrir ívon umaðsjáeitthvaðafdýrðinni. Hveitibrauðsdagar Ungi prinsinn fékk nú að gjöf dem- antsbindisnál, platínuúr, styttu af póló- hesti úr gulli með demantsaugu frá Cartier og myndarlega bankainnistæðu. Tengdafaðir hans, Hutton, gaf honum glæsilegan mótorbát til skemmtisiglinga sem hét „Ali Baba". Hann var staðsettur í Lido í Feneyjum. Sjálf keypti Barbara handa honum skrauthýsi og þangað voru honum sendir sex pólóhestar og skyrtu- hnappar með perlum og demöntum. Þar sem Barbara frétti brátt að Louise hefði gefið honum jafn marga pólóhesta og álíka skyrtuhnappa, þá fjölgaði hún hestunum nú um helmingog keypti fleiri hnappa. Hún leit á hjónabandið sem frelsun, því nú var hún laus við föður sinn og allir ávörpuðu hana nú „prins- essu." Afi hennar hafði fram tii þess tíma vcrið sá eini sem hafði kallað hana því nafni. Þau sigldu yfir Comervatn til Feneyja og á leiðinni sagði Alexis að hún væri heldur feit, en hún var þá 74 kíló. Hún fór í strangan megrunarkúr og léttist um 20 kíló í brúðkaupsferðinni. Á meðan brunaði Alexis um Canal Grande á nýja bátnum. Næst var haldið til Róntar með sjötíu ferðakistur og þaðan til Capri og loks New York. Barbara var nú 21 árs og þar með hafði hún fengið yfrirráð yfir Wool- worth auðnum. Alexis las furðu lostinn - um þetta í blöðunum. Þegar afi dó hafði Barbara fengið 28 milljónir dollara í arf. En árið 1930 voru þeir pcningar orðnir 40 milljónir og það þrátt fyrir kreppu og atvinnuleysi milljóna um heim allan. Áfram var haldið og nú til Tokio, Sjanghai, Peking og Bombay. í Kasmír fékk Barbara nóg og það var haldið hcimleiðis. Hún skrifaði í dagbók sína: „Það er engin ást. í þessu lengur. Mér þykir ekki vænt um einn né neinn. Mér leiðist með Alexis.“ Hér var leikur hafinn, sem oft átti eftir að endutaka. Kaldhæðið samkvæmisfólk á fjórða áratugnum var vant að segja: „Fyrst mættust augu okkar, þá hendur okkar og varir og loks lögfræðingarnir." Draumahöllin I Kasbah viö Tangiermá sjá höllina Sidni Hosni. Hér bjó eitt sinn helgur múhameðstrúarmaður í nieira en hundr- að ár og lifði vel. Þarna má líta mikinn skara af allskyns herbergjum og öðrum vistarverum,- stórir salir, gangar undir hvelftngum, svalir hér og þar, þröng göng og brattir stígar. Þarna eru og mörg SUNNUDÁGUR S. FEBRÚAR 1984 krókótt völundarhús og undrahellar og heyra má klið frá gosbrunnum undir pálmatrjám. Blómailm leggur um alltog fátækt lýðsins utan dyra er með öllu gleymd og óviðkomandi íbúunum. Far- arstjórar forvitinna ferðalanga standa við hliðin og segja: „Þetta er Sidni Hosni, höll hennar furstalegu tignar Barböru Hutton, drottningar af Kasbah." Barbara Hutton keypti þessa höll árið 1946 og bjó hana ótrúlegum dýrgripum og skarti. Hún keypti gullofin veggtjöld fyrir meira en milljón dollara, enda voru þau lögð perlum, smarögðum og rúbín- um. Þarna voru og demöntumlagðir púðar frá Englandi og gullklukkur tifuðu í hverju gestaherbergi, en þau voru 30 talsins. Á veggjunum voru verk lista- manna á borð við Fragonard, Braque, Manet, Kandinsky, Klee, Dali, El Greco. Þessi staður varð aðsetur dag- drauma Barböru Hutton og ekki var óalgengt að hassilmur blandaðist við blómailminn. í bílaskýlinu geymdi hún Rolls Royce bílana fjóra, sem scndir höfðu verið frá Englandi. Þar sem götur í nágrenninu voru margar og mjóar fyrir þá og hvelfingar of lágar, þá lét bæjarráðið í Tangier breyta þeim fyrir „drottning- una." Taldi ráðið að nærvera slíks stór- mennis mundi líka hafa hagstæð áhrif fyrir ferðamannastrauminn og utanrík- isviðskiptin. Hér dvaldi Barbara eitt sumar með þýskum eiginmanni sínum, Gottfried von Cramm, en hann var sjötti eiginmað- ur hcnnar. Ilún hélt ætið mikið upp á Cramm, en hann hafði hún fyrst séð er hún var gift manni númer tvö, Rewent- low greifa. Cramm var þá að keppa á tennismóti á Wimbledon 1937. Hún þráði hann lengi og þeim kom vel saman meðan þau voru gift, 1955-1960. Hann var kynvilltur cins og uppáhaldsfrændi hennar Jimmy, sem hafði alltaf tckist að hressa hana og gleðja með tvíræðri glettni sinni. Cramm náði sama árangri með blíðuhótum og nærgætni. Meðan hún var gift Reventlow hafði hún líka komist í kynni við ungan austurlenskan prins, Muasam Jah, einkason Nizam af Hadriabad. Átti sá gamli ógrynnisauð, meira en 300 Rolls Royce, Daimler og Cadillac bíla, þrjár eiginkonur, 42 hjákonur og fimmhundr- uð dansmeyjar. Ungi prinsinn lagði mikla ást á Bar- böru og ekki spillti að hann var skáld- mæltur og orti ljóð eins og hún. Revent- low komst að því fyrir tilviljun að þeim hafði farið sitthvað í milli á Ritz-hótelinu í París og hann varð ævareiður. Hann lokaði Barböru inni á klósettinu og sagði að „þar ætti skítur eins og hún að vera." Allt kom þetta fram síðar við skilnaðar- réttinn. Hjónabönd Það hafði einnig verið fagurt er þau Reventlow kynntust. Hún kynntist hon- um á afmælisdaginn sinn. þegar hún varð 22ja ára og enn gift Alexis. í afmælisveislunni voru m.a. tískukongur- inn Jean Patou og kcppinautur hans Coco Chanel, hertogahjónin af West- minster og skari annars frægðarfólks. Barbara dansaði aðeins við Reventlow í veislunni og 13. maí 1935 skildi hún við Alexis Mdivani. Daginn eftir giftust þau Reventlow. Alcxis var leystur út með 1.2 milljónum dollara. Þegar þau komu úr fcrðinni frá brúökaupinu voru þeim ckki vandaðar kveðjurnar í blöðunum. „Barbara Hott- entot lætur prinsa fjúka fyrir greifum," hljóðaði ein fyrirsögnin. Á brautarstöð- inni í Pennsylvaníu biðu brúðhjónanna hópar af starfsfólki Woolworthverslan- anna sem gert hafði verkfall. Þótti fólki þessu að peningarnir sem fuku í kringum skilnaðinn væru full miklir á móts við það sem það sjálft fékk í launumslögum sínum. Aldrei skildi Barbara þessa afstöðu: „Hvað vill þetta fólk?" spurði hún eitt sinn. „Það lætur eins og það séu þessar stelpur við búðarborðin sem ættu að eiga mína peninga. Hvaða rétt hefur fólkið til þess að skipta sér af því hvað ég geri við mitt fé?" Sonurinn Þau Barbara og Reventlow eignuðust eitt barn, soninn Lance. Á gamals aldri grét hún mikið yfir þessu barni, sem varð hennar eina. Ekki vantaði hann barn- fóstrurnar og bestu skólar stóðu honunt opnir. En lengst af var hann aðeins mannvera sem fjandsamlegir foreldrar ■ Hjónabandið með Gary Grant fór út um þúfur vegna þess að hann vildi ekki vanrækja vinnu sina. ■ Síðasti eiginmaðurinn, efnafræðingurinn Raymond Doane fékk miklar fjárhæðir greiddar fyrir að skilja ekki við konu sína. ' þeyttu hingað og þangað og kæmu upp deilur um yfirráðaréttinn, þá var kallað á dómstólana. Aðeins 16 ára gamall var Lance farinn að neyta áfengis og eiturlyfja. Hann hafði mikinn áhuga á bílum og hugðist gerast kappakstursstjarna. Hollywood smástirnin flögruðu allt í kring um hann og fyrr en varð var hann orðinn að kolringluðum glaumgosa. Hann sótti hass og kókaín partí á Hawaiströndum og í fjöllum Colorado og fjarlægðist allt raunveruleikaskyn. Þann 24. júlí 1972 lagði hann upp frá Aspen flugvelli í Colorado, eftir veislu- nótt. Varað var við illviðri og stormi. Ferðinni lauk svo að hann flaug Cessna 206 flugvél sinni á klettavegg. „Ég var engin móðir" sagði Barbara. Æfisöguritara sínum sagði hún svo frá að Lance hefði aðeins haft mætur á einum eiginmanna sinna: „Það var Cary." Barbara var gift kvikmyndalcikaran- um Cary Grant í þrjú ár. Áður en þau giftust lýsti hann því yfir að hann mundi ekki þiggja nokkurn eyri ef slitnaði upp úr hjónabandinu. Hann stóð við það. Skilnaðarorsökin var sú að Cary fældist veislur konu sinnar og vildi lifa reglu- sömu lífi. Hann var vanur að fara snemma til kvikmyndaversins, lesa rull- ur sínar er heim kom og fara snemma að sofa. Næsti eiginmaðurinn varð svo prins Igor. Hann hafði misjafnt orð á sér og hafði komið við sögu viðskipta með bifreiðar herja bandamanna eftir síðara stríðið. Kynni þeirra urðu með þeim hætti að Freddie McEvoy, er þá var elskhugi Barböru, bauð honum í veislu til þeirra. Freddie var þekktur kvenna- hrókur og vopnasali, sem hlunnfarið hafði ýmsar ríkar konur. Eftir veisluna hringdi Barbara blátt áfram til Igors og bauð honum upp á hótelherbergi sitt. Þar með var það klappað og klárt. Skömmu síðar fékk Freddie bréf með 100 þúsund dollara tékk og í bréfinu stóð: „Til Eddie með þökk fyrir allt, en einkum fyrir „Pixie". Igor var kallaður „Pixie". Þau Igor voru gift í fjögur ár, en þá skildu þau og röðin kom að nafntogað- asta kvennabósa í heimi um þessar mundir, Porfiro Rubirosa. Veraldarvan- ar konur voru sagðar kalla risasaltstauka þá sem sums staðar stóðu á borðum heldri hótelanna „Rubirosa". Staukarnir voru á stærð við framhandlegg og átti þetta að gefa sitthvað í skyn um hæfileika umrædds manns. Sagt var að úthald sitt í bólförum ætti hann að þakka egypskri tækni sem nefndist „Imsak". I átta vikur naut Barbara þessara dásemda, en á sjálfa brúðkaupsnóttina fékk hún hjartaáfall. Nóttina þar á eftir hrasaði hún illa í baði og var bundin við hjólastól löngum eftirþað. Hjónabandið hófst í desember 1953 en því lauk 1955. Þá höfðu þau hjúin reyndar lengi verið aðskilin. Síðustu árin Heilsu hennar tók nú óðum að hraka. Hún þjáðist af mikilli beinakölkun, sem varð þess valdandi að hún margbrotnaði á hand og fótleggjum. Hún varð að gangast undir augnauppskurð á hægra auga og 54 ára gömul hafði hún misst allar tennurnar. Hún tók óspart inn róandi lyf og var nú enginn eftirbátur föður síns lengur hvað drykkjuskap snerti. Þegar hún var lengst niðri flaug hún til draumahallarinnar íTangier. Þar í borg kynntist hún síðasta eiginmanni sínum, Raymond Doan, sem var efna- fræðingur við franskt olíufyrirtæki. Hún keypti handa honum prinstitil. Hann var maður hæglátur og varð henni mikil stoð og stytta. Þótt þau slitu samvistir, skildu þau aldrei lögformlega. Woolworth veldið greiddi honum ætíð ríflega fyrir að teljast eiginmaður Barböru áfram, enda var það talið ódýrara en að kosta upp á-eitt hjónabandið enn. Að lokum var Barbara að miklu leyti utan við heiminn. Hún sótti til Spánar þar sem hún fór á nautaöt og varð hún þá að láta bera sig, því fæturnir voru búnir að vera. Ungur nautabani, Angel Teruel, tileinkaði henni naut sitt með því að senda henni eyru þess. Hún launaði honum með því að gefa honum Rolls Royce bifreið og hring að verðmæti 75 þúsund döllarar. Þegar hún var í Los Angeles átti hún til að kaupa unga menn til fylgilags við sig og greiddi þeim vel fyrir. „Ég hef gaman af að tala við þá,“.sagði hún. „Enginn vill tala við mig meir." Hún var nú orðin að skari. Hún hafði löngum orðið að berjast við aukakílóin, en nú var hún aðeins 40 kíló. Vini sínum í Tangier David Herbert, sendi hún pakka, sem skrín var innan í og þar í egg úr gulli. Sendingunni fylgdi seðill sem á var ritað: „Handa elskunni honum David mínum frá gæsinni sem hefur verpt svo mörgum gulleggjum. Barbara." Hún lést 11. maí 1979, 66 ára gömul. ■ Barbara Hutton á síðustu árum sinum Hún lést árið 1979, 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.