Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 5
SUNNUÓAGÍJR'S'. FEBRÚÁR 1984
við Barböru og benti út um opinn
gluggann á stórhýsið: „Parna“ sagði
hann. Svo var ekið steinþegjandi heim-
leiðis út á Long Island, þar sem enginn
synti í sundlauginni og enginn lék á
tennisvöllunum. Áður en Barbara fékk
leyfi til þess að fara út ur bílnum sagði
hann jafnan: „Ég var tólf ára þegar ég
eignaðist fyrstu skóna.“
Amma sat í ruggustól og brosti stöðugt
fram fyrir sig, án þess að mæla orð af
vörum. Kleopötrudagarnir voru löngu
liðnir. Afi átti orgel sem var þannig að
það spilaði sjálft með haganlega gerðu
gangverki. Yfir það hafði hann byggt
hvelfingu eða hljómleikasal og hann sat
löngum við þetta hljóðfæri og „lék“
Sousa-mars og Strauss-valsa. Honum
þótti hann spila á þetta sjálfur. Þegar
hann gat ekki sofið drundi orgelið oft
heilu næturnar, svo fáum varð
svefnsamt.
Afi dó í apríl 1919, sex dögum fyrir
67, afmælisdaginn. Dætur hans tvær
fengu hvor um sig þriðjung eignanna, en
Barbara hlaut hlut móður sinnar, þeirrar
er eitrið hafði tekið.
Uppvöxtur og nýir vinir
Nú var Barbara flutt til Grace föður-
systur sinnar í Kaliforníu, því Pabbi
hafði engan tíma fyrir hana. Hann var
nú kvæntur Irene, snyrtidömu frá Chic-
ago, spígsporaði um sali Kauphallarinn-
ar og drakk sem aldrei fyrr. Ekki mátti
Grace frænka sjá af miklum tíma handa
barninu, því hún var nýlega fráskilin og
helgaði sig góðgerðastarfsemi vegna
hermanna sem særst höfðu í stríðinu.
Því leið ekki á löngu þar til Barbara var
send til móðursystur sinnar, Jessie, sem
bjó á austurströndinni. Maður Jessie,
hr. Donahue, var alls mislukkaður
maður, sokkinn í áfengi og spilafíkn.
Eitt sinn hótaði Jessie honum við morg-
unverðarborðið að hann mætti ekki
eyða framvegis nema fimmtíu þúsund
dollurum á nóttu! Maður hennar lofaði
að hlýða þessu, þótt illa gengi honum að
efna loforðið. Hann var líka haldinn
hneigð til kynvillu og olli það miklum
taugatitringi hjá Jessie og kunningjum
þeirra hjóna. Loks þoldi hann ekki
lengur háðsbrosin allt í kring um sig.
Hann gekk til svefnherbergis síns, þar
sem engin hætta var á að kona hans léti
sjá sig lengur. Þar át hann vænan
skammt af svefnlyfjum og lést nokkru á
eftir.
Sonur hans. Jimmi, var einnig kyn-
villtur og varð hann einn besti vinurinn
sem Barbara eignaðist um sína daga.
Hann var ákaflega fyndinn og háðskur
og kenndi Barböru síðar að nota tvíræð
,orð og hálfklám hvers konar af listfengi.
Þessi maður afrekaði það þó að komast
í ástarsamband við konu hertogans af
Windsor, (Mrs. Simpson) og gumaði
hann af því oft síðar. Hertoganum mun
hafa orðið af þessu mikil skapraun sem
von er, enda hafði hann afsalað sér
konungdómi í Bretlandi fyrir ást sína á
þessari konu. Jimmi lést fimmtugur að
aldri og leit þá út sem 85 ára væri. „Nú
verð ég að borga fyrir það sem ég var
vanur að fá þegjandi og hljóðalaust fyrir
ekkert," á hann að hafa sagt um það
leyti.Banameinið var of stór skammtur
af áfengi og töflum.
Hataði föður sinn
Barbara hafði ætíð andstyggð á föður
stnum. Hver annar en hann hafði rekið
móður hennar út í sjálfsmorðið? Hver
kom henni fyrir hjá frænkum sem ekkert
vildu af henni vita? „Pabba hefði verið
sama þótt eitthvað hefði komið fyrir
mig,“ sagði hún síðar. „Hann hafði enga
ást á mér og hvaða karlmaður skyldi
hafa elskað mig, fyrst faðir minn gerði
það ekki?“
Sex ára gömul var hún látin á heima-
vistarskóla og var svo mælt fyrir að. hún
skyldi engar heimsóknir fá og ekki fá að
heimsækja neinn heldur.
Þó bauð Pabbi Barböru eitt sinn til
jólaveislu. Hann hélt dynjandi veislu við
það tækifæri. Hann brau( allar kúlurnar
af jólatrénu og trallaði'jólasálma um
leið. Hann lét þess getið við þetta
’S
tækifæri.að flest börn í heiminum ættu
tilveru sína að þakka einni wiskýflösku
og skemmtilegu föstudagskvöldi. Bar-
bara var 12 ára þegar hún hlustaði á
þetta og gleymdi orðum þessum aldrei.
I heimavistarskólanum lærði hún hina
bestu samkvæmissiði. Þar mátti hvorki
reykja né tyggja tyggigúmmí eða snerta
við spilum. En þarna var guðsþjónusta á
kvöldin og svo var kennsla í hesta-
mennsku. 16 ára fór Barbara á spítala
vegna botnlangabólgu og kveið því að
hún myndi deyja. Skrifaði hún því í
dagbók sína stuttorða erfðaskrá: „Ef
eitthvað kemur fyrir mig, þá á pabbi
ekki að fá peningana mína."
Síðari árin fékk hún frí úr heimavistar-
skólanum og þá bjó hún í eigin skraut-
hýsi númer 1020 við Fimmta stræti í New
York. Þar voru 26 herbergi í Lúðvíks
XIV stíl. Hinn hataði faðir hennar bjó í
húsinu við hliðina. Hjá henni bjó ráðs-
kona hennar Ticki sem fylgdi henni eins
og skugginn hennar alla tíð, meðan
báðar lifðu.
Barbara eignaðist nú nokkrar vinkon-
ur, sem reglulega heimsóttu hana á
heimili hennar. Þetta voru engir trúnað-
arvinir, heldur hæfðu þær vel sem skraut-
gripir í hinum veglegu veislum hennar.
Um þetta leyti var efnahagsástandið í
Bandaríkjunum afleitt. Tala atvinnu-
lausra var orðin tíu milljónir. Afi Wool-
worth hafði sagt: „Því fleiri Woolworth-
verslanir, því meira gott látum við af
okkur leiða fyrir almenning." Nú hafði
Woolworth-búðunum að vísu ekki vcrið
lokað, en launin voru vægðarlaust skorin
niður. Barbara, sem nú var að æfa sig í
ljóðalestri við skóla sinn, heimavistar-
skóla Miss Porters, las hins vegar engar
fréttir um allt þetta „Ég vissi ekkert af
því að eftir því sem árin liðu varð ég ein
mest hataða kona í Bandaríkjunum.."
En blöðin gerðu óspart grin að henni
og „Gullregns-stúlkunum." Til dæmis
má nefna frú Wright, sem hlustaði
þolinmóð á Barböru lesa frumort Ijóð
sín. Wright-hjónin höfðu einkabílstjóra
■ Gengið frá malunum vegna fyrsta brúðkaupsins.
Hann var Georgíumaður eins og Stalín,
ungur og aðlaðandi með há kinnbein.
Hann var sagður hafa sloppið undan
bolsevikum á síðustu stundu, burt frá
heimalandi sínu. Þegar hann var í París
brostu heimamenn að honum og sögðu
sem svo að hver sá sem ætti eina rollu í
Tíflis fengi prinsnafnbót. En nú var
hann kominn til Ameríku að freista
gæfunnar. Barbara hafði kynnst Alexis,
en hún skildi ekki í hve Louise varð
hrifin, þegar hann bauð henni upp.
Hann átti tvo bræður og voru þeir báðir
orðlagðir kvennabósar, sem skilið höfðu
við flugríkar eiginkonur sínar og haft
drjúgan skilding upp úr krafsinu.
Er ekki að orðlengja það að vorið
1931 giftust þau Louise og Alexis prins,
en Lopise var skyld bæði Astorunum og
Vanderbiltunum. Á brúðkaupsdaginn
gaf Louise manni sínum sex poló-hesta,
Rolls Royce, skyrtuhnappa með dem-
' öntum og perlum og skáp fullan af
silkinærbuxum með upphafsstöfunum
hans saumuðum í. Þá fékk hann aðgang
að bankareikningi hennar. Átján mán-
uðum síðar voru þau skilin - út af
Barböru.
Það var ekki fyrr en eftir brúðkaupið
að Barböru tók að lítast vel á prinsinn.
í æfinminningum sínum hefur hún sagt:
„Fyrst Louise fékk prins, varð ég að fá
mér einn. Þar sem enginn annar var við
hendina, þá varð það að vera þessi.“
tii að aka Rplls Royce bíl sínum og átti
bílstjórinn sjálfur Rolls Royce og hafði
einkabílstjóra er ók honum til vinnu.
Þau höfðu líka Rolls Royce bifreið sem
ók hundinum á heimilinu í daglega
snyrtingu og notaði þann- bíl enginn
annar vegna hundshára í aftursætinu.
Gestir Wright hjónanna og Barböru
Hutton var fólk á borð við Fred Astaire
og Walter Crysler, Toscanini og frú
Astor, Gertrud Vanderbilt Withney og
hertogahjónin af Windsor.
En samt vantaði Barböru sanna vini,
mitt í allri dýrðinni: „Ég þarf á einhverj-
um að halda sem ég get treyst fyrir ótta
mínum og innstu hugsunum," skrifar
hún í dagbók sina um þetta leyti.
Fyrstu ástir
I heimavistarskóla Miss Porter, sem
naut hins mesta álits flugrtks fólks í
Bandaríkjunum um þetta leyti, var það
siður að ljúka náminu með dvöl í
Evrópu á helstu menningarslóðum. Þeg-
ar Barbara lagði stund á tennis í Cannes
í för þessari, kynntist hún ungum tennis-
leikara, Peter Storey og tókust með
þeim náin kynni stutta hríð. Þann 2.
águst 1929 skrifaði Barbara í dagbók
sína: „Peter er harður og grófur, en
hann hefur húð eins og smábarn. Þetta
er í fyrsta sinn sem ég er með karlmanni.
Peter er 26 ára og hefur margt reynt."
„Gullregns-stúlkurnar“
Þetta átti þátt í að sannfæra hana um
að þótt faðir hennar hefði ekki elskað
hana, þá mundu aðrir menn vera fúsir til
þess. En faðir hennar hafði nú uppgötv-
að að tími væri kominn til að fylgjast
með háttarlagi hennar og útvegaði henni
því einkalífvörð eftir heimkomu hennar
frá Evrópu. En Barbara sá við þessu
bragði ög tókst henni að forfæra lífvörð-
inn eftir öilum kúnstarinnar reglum. Um
það segir hún:
„Hann kastaði sér yfir mig, fór úr
buxunum og gekk til verks eins og tuddi.
Hann hafði feiknalegt úthald. Við vorum
saman oft og stundum klukkustundum
saman. Ég var græn og blá og alveg
uppgefin".
Hún var nógu illkvittin til þess að
segja stúpmóður sinni af þessu, því
þannig vissi hún að faðir hennar mundi
frétta af þessu. En hann var mörgum
viskýflöskum framar henni í illkvittni,
því hann sagði: „Vertu ekki svona
vandlát, væna mín. Mundu að taka
sótarann líka."
Barbara hélt upp á 18 ára afmælið sitt
með þriggja daga hátíðarhöldum. Hún
hélt teboð fyrir 500 manns hjá frænku
sinni við Fimmta stræti „dinner &
dancing" fyrir aðra 500 í Central Park
Casino. Loks var haldinn stórdansleikur
fyrir 1000 manns á Ritz-Carlton. Þar var
Rockefeller, Vandcrbilt, Astor og allt
þeirra lið, ásamt Douglas Fairbanks jr.,
Fred Astaire, Toscanini og Walter
Crysler. Þetta varð 60 þúsund dollara
veisla með sjö réttum, fjórum hljóm-
sveitum, tíu þúsund rósum, 20 þúsund
fjólum og - þrátt fyrir vínbannið, - 2000
flöskum af kampavíni.
Þetta var þrernur dögum fyrir jól og
Maurice Chevalier mætti á staðinn í
jólasveinabúningi. Það voru tólf milljón-
ir atvinnulausra í landinu og gjaldþrot
voru daglegur viðburður. New York
blaðið „Sun" sagði daginn eftir. „Það
var ekki minni Ijósadýrð á þiljunum um
borð í Titanic á sínum tíma en í fyrstu
veislunni hjá ungfrú Hutton á Ritz. En
vonandi lýkur hennar ferð betur.
Þegar vinkona Barböru, Louise van
Alen, hélt sína fyrstu veislu, kom þar
ungur maður, Alexis Midivani, prins.