Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 ftnmm 23 ■ „Dreifing Tímans á Reykjavíkursvæðinu hefur tekið miklum breytingum til hins betra, sérstaklega á árinu 1983.“ Sigurður Brynjólfsson dreifingar- stjóri að störfum. « Ljósm. Árni Sæberg ■ „Undarlegust og fjærst öllum sanni er grein sú, sem einn af blaða- mönnum Tímans reit í sitt eigið blað þann 28. janúar síðastliðinn og er þar vegið að ýmsum, heldur ómaklega." Agnes Bragadóttir sækir fyrirsögnina að ritsmíð sinni í frægt kvæði eftir Grim Thomsen, en betur hefði átt við að kalla hana „í góðsemi RÆGIR þar hver annan". þeirri fyrri, og skyldi hún standa frá október 1983 fram í maí 1984, en þá yrði dreginn út aðalvinningur, bifreið. En vegna endurskoðunar á efni blaðs- ins ákvað ég að fresta þessari herferð um sinn. Auk þessara áforma hafði ég lagt drög að því, að gengið yrði í öll hús á Akureyri nú með vorinu til þess að afla nýrra áskrifta. V. Dreifing Af ýmsum ástæðum liggja dreifingar- mál dagblaða undir stöðugri gagnrýni og þó svo að þau séu í þokkalegu standi má jafnan heyra gagnrýnisraddir. Dreifing Tímans á Reykjavíkursvæð- inu hefur tekið miklum breytingum til hins betra, sérstaklega á árinu 1983. Ástæðan fyrir þessari bættu dreifingu var fyrst og fremst sú, að aðilar í Blaðaprenti höfðu loks náð eðlilegri vinnslugetu í prentdeildum sínum. í>að hafði gengið misjafnlega - sérstaklega hafði einum aðila gengið treglega að koma ástandinu hjá sér í eðlilegt horf. Hafði þetta áhrif á alla vinnsiu í Blaða- prenti og á samstarf um útkeyrslu á blöðunum. En eftir að tókst að ráða bót á tæknivinnslu í prentdeildum blaðanna hafa dreifingarmál batnað til muna. Frekari framfarir í þeim efnum tel ég byggjast á því að gengið verði frá þeim kaupum á pökkunarvélum, sem ég var búinn að fá aðila í Blaðaprenti til að sameinast um. Þá er æskilegt að Tíminn komi sér upp tölvubúnaði fyrir áskriftir blaðsins. Með þessum breytingum ynnist ýmislegt. Útkeyrsla gæti hafist fyrr á næturnar og blaðið þar af Ieiðandi borist fyrr til lesenda. Allt eftirlit með kvörtun- um, breytingum og dreifingu ásamt upp- lagi blaðsins á hverjum tíma yrði mun auðveldara. Tel ég að fjárfesting í þessa veru myndi skila ser á mjög skömmum tíma. Þá má nefna að erfitt hefur verið á stundum að hafa eftirlit með umboðsað- ilum blaðsins úti á landi, en þau mál standa til bóta; ákveðin endurskoðun hefur verið í gangi og skipt um nokkra umboðsaðila, en þessu starfi þarf að halda vakandi áfram. VI. Efni blaðsins Þegar Dagblaðið hóf göngu sína árið 1975 hófst einnig sú óhagstæða þróun og skuldasöfnun Tímans sem þetta blað átti við að stríða sleitulaust til ársins 1981. í ársbyrjun 1981 var ákveðið að sporna gegn þessari þróun og í því tilefni var Elías Snæland Jónsson ráðinn ritstjóri. Kom hann ásamt mörgum góðum mönnum af Vísi til starfa viðTímann um þetta leyti. Fyrsta skrefið var að stækka blaðið og endurskoða útlit þess. Það gerðist í maí-byrjun 1981. Þegar ég tók við framkvæmdastjórn í ársbyrjun 1982 hafði þessi fyrsta breyting átt sérstað en hvorki skilað inn aukningu áskrifta né auglýsinga enn sem komið var. Við Elías ræddum þessi mál mjög ítarlega og vorum sammála um að til þess að auka sölu blaðsins yrðum við að stórbæta fréttaflutning, bæði innlendan og erlendan. En þar sem fjárráð voru af skornum skammti ákváðum við að snúa okkur fyrst að innlendum fréttum og var þá fyrsta skrefið að taka íþróttirnar fyrir. Jafnframt leituðum við í auknum mæli eftir Ijósmyndum og efni utan af landi, jukum við blaðamanni í fréttum og keyptum fleiri greinar frá þekktum greinahöfundum og íslendingum erlend- is. Ekki treystum við okkur til þess að ráðast í erlendar fréttir fyrr en fjárhagur blaðsins hefði verið bættur, en það atriði ásamt endurskipulagningu á innsíðum blaðsins var það verkefni, sem við töld- um að næst yrði að takast á við til þess að auka vinsældir blaðsins; en jafnframt þessum breytingum yrði reynt að draga úr pólitík í blaðinu, því að markmiðið væri fyrst og fremst að framleiða sölu- hæfa vöru. VII. Vinnsla blaðsins Þegar ég kom til starfa sem fram- kvæmdastjóri var búið að panta tæki til setningar frá Linotype. Á þessum tækj- um annast setjarar setninguna í stað blaðamanna eins og nú er farið að tíðkast víðast hvar. Ég tjáði mig strax mótfallinn þessu vali á tækjum og taldi að óhagstæðasti kosturinn hefði verið valinn áf þrem sem til greina kæmu. Einn kosturinn var sá, að keypt yrðu tæki í samráði við aðra aðila í Blaða- prenti og aðalbúnaðurinn staðsettur þar, en tengt með línum út á blöðin, þannig að blaðamenn settu um leið og þeir skrifuðu. Annar kostur var sá, að Tíminn keypti sjálfur hliðstæðan búnað og setti upp í sínum eigin húsakynnum. Ég hef ekki skipt um skoðun í þessu máli og tel að Tíminn standi enn frammi fyrir þeirri ákvörðun að selja þau tæki sem keypt voru - enda auðveld í sölu - og kaupa þvínæst önnur ný samkvæmt öðrum hvorum þeirra kosta, sem getið er áður. En þó að ég væri andvígur tækjaval- inu, lýsti ég mig að sjálfsögðu reiðubúinn að hrinda þessari ákvörðun í framkvæmd og vinna hana á jafn hagstæðan hátt og unnt væri. Tel ég að miðað við allar forsendur hafi mjög vel tekist til við þessa framkvæmd. Tækin voru tekin í notkun um mitt ár 1982 og hafa út af fyrir sig reynst ágætlega. Einnig tel ég að mjög vel hafi tekist til við mannval til starfa í prentdeildinni - það er athyglisvert hve miklu betur hefur tekist til við starfrækslu hénnar en sambærilegrar deildar hjá öðrum aðila Blaðaprents, sem þurfti að leysa sams- konar verkefni um svipað leyti. Framleiðslugeta tæknideildar er nú orðin slík, að tiltölulega auðvelt er að taka að sér utanaðkomandi verkefni til þess að lækka rekstrakostnað. Þó höfðu þær forsendur sem lagðar voru fyrir blaðstjórn áður en þessi tækja- kaup voru ákeðin ekki reynst vera nægilega nákvæmar og rangt mat lagt á starfsmannaþörf í deildinni. VIII. Blaðaprent, 1 Þegar ég kom á Tímann hafði öllu starfsfólki verið sagt upp í Blaðaprenti. Fólk var í óvissu um framtíðina og starfsandi mjög lélegur. Aðdragandi málsins var sá, að þrátt fyrir yfirlýsingar aðila undanfarin ár um endurnýjun tækjabúnaðar hafði ýmis- konar ósætti og ágreiningur jafnan orðið til þess að ekkert varð úr framkvæmdum. Til dæmis má nefna, að Vísir hafði óskað eftir því að prentun blaðsins yrði flýtt fyrir hádegi, vegna þess að Dagblað- ið kom fyrr á blaðsölustaði og náði í ferðir út á land, sem Vísir missti af. Þessari ósk var hafnað og tel ég að þannig hafi aðilar Blaðaprents átt stóran þátt í sameiningu Vísis og Dagblaðsins. Við sameininguna hvarf Vísir úr Blaðaprenti og var þá gripið til þeirrar fljótræðisákvörðunar að segja upp öllu starfsfólki Blaðaprents, áður en kannað- ur væri nánar grundvöllur frekari sam- starfs þeirra blaða sem eftir voru. Starfs- fólkið var ekki iátið vita um endur- ráðningar fyrr en á síðasta degi uppsagn- artímabilsins. Þetta hafði í för með sér að starfsfólkið neitaði að vinna áfram fyrir Blaðaprent nema það fengi auknar yfirgreiðslur. Það hafði verið víðtekin regla um uppgjör blaðanna í Blaðaprenti, að gengið var frá skuldum þeirra við fyrir- tækið frá fyrra ári með útgáfu skulda- bréfa. Reykjaprent hét því að ganga frá sínum málum eins og venja var, þrátt fyrir brotthvarf Vísis úr Blaðaprenti, en þegar á reyndi var ekki staðið við þetta heit og jók það verulega á fjárhags- vandamál Blaðaprents og þar með hinna blaðanna. IX. Blaðaprent, 2 Mjög hefur verið rætt um það, hvort sameina skuli aftur setningu og umbrot aðila í Blaðaprenti. Það átti örugglega fullan rétt á sér fram á árið 1982, en ég tel að vegna örra tækniframfara séu aðrir kostir nú álit- legri. Endurskipulagning Blaðaprents hefur lengi verið til umræðu og hefur hún að sumu leyti leitt til rekstrarhagræðingar og ýmsar umbætur eru í undirbúningi. Vissar eignahlutabreytingar í Blaða- prenti eru fyrirsjáanlegar, bæði vegna brottfarar Vísis og eins vegna tiltölulega of hárra gjalda Alþýðublaðsins. Árið 1983 var byrjað að endurnýja slitfleti pressunnar í Blaðaprenti og hefur það kostað allmikil fjárútlát. Einn- ig var keypt ný plötugerðarvél. Það sem nú þarf að gera er að festa kaup á nýrri pökkunarvél og auka sam- starf um útkeyrslu og dreifingu blað- anna. Einnig á eftir að gera ýmiskonar aðra hagræðingu í rekstri og liggja fyrir um þau efni tillögur frá mér og fram- kvæmdastjóra Þjóðviljans, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Það ástand sem ríkt hefur í Blaða- prenti undanfarin tvö ár hefur einkennst af mikilli óvissu um framtíðina og tog- streitu aðilanna. En þrátt fyrir allt hefur mikið áunnist og vil ég þakka jafnt fulltrúa Tímans, Geir Magnússyni, sem ásamt mér situr í stjórn Blaðaprents, fulltrúum hinna aðilanna og fram- kvæmdastjóranum, Óðni Rögnvaldssyni fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf. X. Innheimta skulda Innheimta skulda hefur stundum gengið nokkuð treglega og hefur í því efni verið reynt að leita nýrra leiða. Hef ég komið á ákveðnu innheimtukerfi, þannig að ógreiddar skuldir fara, eftir tilteknar aðvaranir sjálfkrafa til lögfræð- ings. Þessi nýbreytni hefur gefið góða raun og innheimtur vanskilaskulda stórbatn- að en umbætur á bókhaldsaðferðum fyrirtækisins myndu þó skila enn frekari árangri. Bókhaldsaðferðirnar eru reynd- ar löngu orðnar úreltar og hef ég verið þess hvetjandi að á þeim yrðu gerðar gagngerðar breytingar - en slíkar að- gerðir eru fjárfrekar og var því ljóst að þær yrðu að bíða þangað til búið væri að framkvæma fyrirhugaðar breytingar á rekstrarskipulagi. XI. Samskiptavandamál Blaðstjórn Tímans hefur verið kosin af miðstjórn Framsóknarflokksins og hafa samskipti blaðstjórnar og yfir- manna blaðsins iðulega verið alltof laus í reipunum. * Erfitt var að ná aðilum saman og halda reglulega fundi, vegna þess hversu fjölmenn stjórnin var. Ákvarðanatökur um málefni blaðsins hafa því löngum verið þungar í vöfum og oft tekið óhæfilega langan tíma. Eins og fyrr er greint frá í þessari grein varð mér snemma ljóst að gera þyrfti grundvallarbreytingar á rekstri Tímans ef komast ætti út úr þeim langvarandi örðugleikum sem blaðið hafði átt við að stríða. Ég kynnti þessar hugmyndir á þeim vettvangi sem ég átti völ á og þegar stjindir liðu fór svo að þær hlutu stuðning meðal forvígismanna flokksins. Á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins í júní 1983 fékk framkvæmda- stjórn flokksins umboð til þess að gera þær ráðstafanir um rekstur sem hún teldi nauðsynlegar. I framhaldi af þessu ákvað hún að fylgja þeim hugmyndum að skipulagsbreytingum sem ég hafði unnið að. Blaðstjórn var síðan falið að k]ósa nefnd, sem vinna skyldi að framgangi málsins. í þessa nefnd völdust Haukur Ingibergsson, Þorsteinn Ólafsson og Ei- ríkur Tómasson. Formaður næstu blað- stjórnar var kosinn Hákon Sigurgríms- son og tók hann einnig sæti í nefndinni. Nefnd þessi hefur starfað frá miðju sumri 1983 að stofnun Nútímans og frá þeim tíma hafa raunverulegir blaðstjórn- arfundir ekki verið haldnir. Öll sam- skipti mín við flokkinn hafa verið í gegnum þessa aðila. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að framkvæmdastjóri og rit- stjóri sætu á fundum nefndarinnar hefur ekki komið til þess. Endurskipulagning blaðsins hefur því raunverulega verið algerlega úr tengslum við starfsmenn þess og er það vitaskuld í hæsta máta óeðlilegt. Samskiptin hafa farið fram á pappírs- miðum og hefur nefndin aldrei sýnt neinn áhuga á samstarfi. Sem dæmi má nefna, að sérstakt uppgjör fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 1983, sem unnið var vegna fyrirhugaðra breytinga, hefur aldrei verið rætt innan blaðstjórnar Tímans, né heldur hef ég fengið tækifæri til þess að fjalla um það á fundi með nefndinni. XII. Lokaord Stórfellar breytingar á skipulagi Tím- ans ganga nú senn í gildi. Undirbúningur þeirra hefur ekki gengið allskostar sárs- aukalaust fyrir sig og raunar alls ekki á þann hátt sem ég hafði gert mér í hugarlund, þegar ég vakti fyrst máls á þessum nauðsynlegu breytingum fyrir nærri tveim árum. En samt sem áður, - þrátt fyrir margvíslega örðugleika hefur hagur Tímans þróast þannig, að síðasta árs- fjórðung 1983 var reksturinn orðinn hallalaus og nú þegar Nútíminn h/f tekur við rekstri blaðsins eru rekstrarhorfum- ar á þá lund, að miðað við þann ákskrifendaljölda og auglýsingamagn sem blaðið hafði 1983, em nú líkur á hallalausum rekstri og jafnvel töluverð- um hagnaði í fyrsta sinn í nærfellt hálfan annan áratug. Þeir sem nú taka við stjórn Tímans veita viðtöku besta búi, sem nokkur framkvæmdastjóri blaðsins hefur gert um langan aldur. Ég óska Tímanum velfarnaðar og kveð með þakklæti alla þá sem ég hef átt samleið með þetta tímabil. Gísli H. Sigurðsson framkvæmdastjóri'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.