Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.02.1984, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1984 ■ Um mitt ár 1982 ákvað Geraldina O'Leary De Macías að hverfa úr landi í Nicaragúa, en þá hafði hún búið og starfað í Mið-Ameriku i rúman ára- tug. Geraldine kom upphaflega til Mið-Ameríku sem nunna á vegum Maryknoll-systra, en sagði siðar skil- ið við regluna og gekk að eiga Edgar De Macías, félagsráðgjafa að mennt og Nicaraguamann. Hann tók á átt- unda áratugnum mikinn þátt í andóf- inu gegn Sómózastjórninni og sat meðal annars í fangelsi um tíma i Nicaragúa á stjórnartíma einræðis- herrans. Eftir að samsteypustjórn byltingar- sinna tók við völdum í Nicaragúa árið 1979 var Edgar De Macías gerður að aðstoðarráðherra i atvinnumálaráðu- neytinu. Þau hjón tóku mikinn þátt i endurreisnarstarfinu i Nicaragúa eft- ir byltinguna, en á árinu 1981 fóru að gerast atburðir i lífi þeirra, sem breyttu öllum skoðunum þeirra varð- andi stjórn Sandínista í Nicaragúa. Tímarit Sandínista í Managúa sakaði þau hjón um að vera á mála hjá CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna og það ekki beint meðmæli með fólki þar um slóðir, sérstaklega ef viðkom- andi ætlar sér eitthvað í stjórnmálum í Rómönsku Ameríku. Við báðum Geraldine O’Leary De Macías að segja okkur söguna eins og hún gekk til, en einnig lögðum við fyrir hana spurningar um astandið í Nicaragúa fyrir og eftir byltinguna. Geraldine er nú orðin svarinn and- stæðingur Sandínistastjórnarinnar í Managúa og telur nauðsynlegt að henni frá völdum, þar sem hún hafi ekki uppfyllt nein þeirra loforða, sem gefin voru í upphafi byltingarinn- Geraldine var fyrst beðin að segja frá því, hvernig það bar að höndum, að þau hjónin hröktust úr landi um mitt ár 1982. ■ Edgar de Macías maðurinn minn, var í ráðuneyti byltingarstjórnar Sandí- nista frá árinu 1979 og aðstoðar atvinnu- málaráðherra í stjórninni og jafnframt formaður flokks Kristilegra sósíalista. Við vorum mjög áhugasöm í upphafi byltingarinnar eftir að Somósa forseta j var steypt. allir, sem stóðu að hinni upphaflegu samsteypustjórn Sandínista í upphafi, þar sem tuttugu flokkar áttu fulltrúa voru fullir eftirvæntingar. Við biðum eftir að koma byltingaráformun- um í framkvæmd. Þannig gekk það í næstum tvö ár. Við tókum þátt í barátt- unni gegn ólæsi í landinu, herferð í heilbrigðismálum, en þegar á árinu 1981 fóru ýmis vandamál að koma í Ijós. Nokkrir félagar úr flokki Edgars voru teknir höndum og þeim varpað í fang- elsi. Notaðar voru lítt haldbærar afsak- anir til að breiða yfir þessar handtökur. Nokkrir félagar herstjórninni létu af störfum, aðrir leituðu hælis í erlendis og fjöldi félaga í flokki Edgars komu á þessum tíma til okkar; félagar, sem voru í hernum og sjálfboðasveitum stjórnar- innar. Peir héldu því fram, að öll sú fræðsla, sem boðið var upp á í hernum og sjálfboðasveitum stjórnarinnar, væri í eðli sínu marx-leninísk. Kennsluna stunduðu aðmestu leyti Kúbanir. Einnig einkenndist kennslan líka af áróðri gegn kirkjunni. Pví var það að árið 1981 boðaði Edgar, maðurinn minn,sem þá var enn aðstoðarráðherra, ásamt ýmsum öðrum flokksforingjum og verkalýðsfélögum til námsstefnu í nóvember 1981. Niður- staða þessarar stefnu kom fram í nokkr- um óskum fundarins, þ.á.m., að stjórnin var hvött til að efna til kosninga í landinu og leita eftir sjálfstæðri utanríkisstefnu í stað þess að auka samskiptin við Sovef- ríkin. Þetta varð til þess, að hann var ekki útnefndur aðstoðarráðherra í jan- úar 1982. En samt var hann látinn óáreittur á þessum tíma. Hann hélt því áfram að vera í ráðuneytinu eða þar til um mitt sumar 1982, er tímarit undir stjórn Sandínista ásakaði okkur hjónin um að hafa tekið við fé frá CIA leyni- þjónustu Bandaríkjanna. Meiðyrði Við stefndum tímaritinu þegar í stað fyrir meiðyrði, en ríkisstjórnin stöðvaði réttarhöldin. Þá reyndum við að fara leið fjölmiðlanna til að stöðva þessa ófrægingarherferð á hendur okkur, en allt sem birta átti um okkur var ritskoð- að. Ég var þá á leið til Bandaríkjanna vegna kennsluprógramms, sem ég var með í Nicaragúa. Vinur Edgars í örygg- islögreglunni sagði honum, að hann væri á skrá hjá öryggislögrelgu, talinn hættu- legur öryggi þjóðarinnar. Honum yrði því rutt úr vegi. Hann ákvað samt að vera um kyrrt í landinu; hann hafði fengið samskonar hótanir undir stjórn Somósa á sínum tíma. Hann hélt út þar til annar vinur okkar sá handtökuskipun- ina. Þá var honum nóg boðið og hann baðst hælis í sendiráði Venezuela. For- seti Venezuela greip sjálfur inn í málið og lét þay boð ganga til stjórnvalda, að hann myndi ekki heimsækja Nicaragúa í júlí það ár, nema trygging yrði að Edgar fengi að fara úr landi. Hann fór síðan úr landi og fékk pólitískt hæli í Bandaríkj- unum. Þar erum við nú búsett og hann er að læra ensku, sem hann kunni ekki. Við höfum flutt fyrirlestra um ástandið í Nicaragúa og höfum tengst andstöð- unni við Sandínista t.d. Eden Pastora, og ýmsum öðrum félögum okkar, sem cru í útlegð. Fæstir vita mikið um andstöðuna við Sandínista í Nicaragúa t.d. vita fáir að fimm hópar skæruliða berjast gegn Sandínistum. Fæstir vita hve margir í ráðuneyti Sandínista hafa verið hraktir í útlegð frá því 1979. Fæstir vita einnig hve margir fyrrverandi liðs- menn Sandínista vinna nú að því baki brotnu að koma ríkisstjórn þeirra á kné. Vildu fá hann rekinn úr flokknum " Gætir þú lýst því ögn nánar hvernig morð- hótunin barst manni þínum og hverjir stóðu á bak við hana? í júní 1982 eftir að greinin birtist í tímariti FSNL - flokks Sandínista, eftir að hann fékk upplýsingar gegnum vini sína, að hann væri á skrá öryggislögregl- unnar, komu nokkrir félagar úr flokki Edgars, The Popular Social Christian Party til okkar og sögðu okkur frá því að þeir hefðu skipanir frá Carlos Nunez, sem er einn níu í ráðuneyti Sandinista, um að fá Edgar rekinn úr flokknum, en hann var formaður Popular Social Christian Party á þeim tíma. Þetta átti að gera svo unnt yrði að sækja hann til Sandínistar eru ekki fórnarlömb — þeir hafa ögrað Sannleikurinn er byltingarkenndur Marxismi og kristið viðhorf til lífsins fara ekki saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.